Áhrif á fjárfestingar Sjóvár verða neikvæð um 155 milljónir vegna GAMMA sjóðs

Eigið fé fjárfestingarsjóðs GAMMA, sem var 4,4 milljarðar króna um síðustu áramót, hefur nær þurrkast út eftir endurmat á eignum. Tryggingafélag, sem er meðal annars í eigu lífeyrissjóða, hefur fært niður virði fjárfestinga sinna vegna þessa.

Sjóvá er skráð á markað.
Sjóvá er skráð á markað.
Auglýsing

Trygg­inga­fé­lagið Sjó­vá, sem er skráð á aðal­markað Kaup­hallar Íslands, hefur greint frá því að end­ur­mat á virði GAMMA: Novus, fjár­fest­inga­sjóðs í stýr­ingu hjá GAMMA sem á Upp­haf fast­eigna­fé­lag, leiði til þess að áhrif á fjár­fest­inga­starf­semi Sjó­vár á árinu verði nei­kvæð um 155 millj­ónir króna. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu til Kaup­hallar sem birt var rétt í þessu. Ekki kemur fram í til­kynn­ing­unni hver heild­ar­eign Sjóvá er í sjóðn­um. Á meðal stærstu eig­enda Sjó­vár eru líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Gildi, Frjálsi líf­eyr­is­sjóð­ur­inn, Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna, Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins og Birta líf­eyr­is­sjóður auk einka­fjár­festa. 

Fyrr í dag sendi Kvika banki, sem keypti GAMMA síð­­ast­liðið vor, frá sér til­­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands þar sem greint var frá því að tveir fag­fjár­­­festa­­sjóð­ir, Novus og Ang­lia, hefðu verið í mun verra ásig­komu­lagi en gert hafði verið ráð fyrir og að skráð gengi þeirra hefði verið lækkað sem því nem­­ur. Í til­­kynn­ing­unni var hins vegar ekki greint frá því um hversu mikið sjóð­irnir voru færði nið­­ur. 

Auglýsing
Kjarninn greindi hins vegar frá því fyrr í dag að eftir nýlegt eign­ar­mat á eignum GAMMA: Novus hafi eigið fé hans verið fært úr 4,4 millj­örðum króna um síð­ust ára­mót niður í 40 millj­ónir króna. Því hefur eigið fé sjóðs­ins nán­ast þurrkast út. 

Í ein­blöð­ungi sem sendur var til hlut­deild­ar­skír­tein­is­hafa í sjóðnum í dag, 30. sept­em­ber, sagði að staða Upp­­hafs fast­­eign­­ar­­fé­lags sé þannig að það glími „nú við lausa­­fjár­­­vanda en nýir stjórn­­endur hafa lagt fram áætlun um fram­­tíð félags­­ins þar sem m.a. er unnið að við­­bót­­ar­fjár­­­mögnun til að mæta lausa­­fjár­­vand­an­­um. Unnið er að útgáfu nýs for­­gangs­skulda­bréfs að fjár­­hæð 1 ma.kr. til að klára þær fram­­kvæmdir sem félagið hefur með höndum til að hámarka virði eigna. Gert er ráð fyrir að nið­­ur­­stöður við­ræðna um frek­­ari fjár­­­mögnun liggi fyrir um miðjan októ­ber 2019.“

Hlut­­deild­­ar­­skír­tein­is­hafar verða upp­­lýstir um fjár­­­mögnun félags­­ins um leið og nið­­ur­­staða liggur fyr­ir, sam­­kvæmt því sem fram kemur í skjal­inu. „Nýtt bráða­birgða­­gengi sjóðs­ins byggir á því að áform um við­­bót­­ar­fjár­­­magn gangi eft­­ir. Sam­hliða end­­ur­mati eigna og vinnu við fjár­­­mögnun hefur félagið styrkt teymið sem hefur umsjón með fram­­kvæmdum með ráðn­­ingu bygg­ing­­ar­verk­fræð­ings og bygg­ing­­ar­­tækn­i­fræð­ings sem sam­tals búa yfir 40 ára reynslu úr bygg­ing­­ar­­geir­an­­um.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – I. hluti
Kjarninn 7. júlí 2020
Kristbjörn Árnason
80 milljarða skattsvik á ári
Leslistinn 6. júlí 2020
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent