Áhrif á fjárfestingar Sjóvár verða neikvæð um 155 milljónir vegna GAMMA sjóðs

Eigið fé fjárfestingarsjóðs GAMMA, sem var 4,4 milljarðar króna um síðustu áramót, hefur nær þurrkast út eftir endurmat á eignum. Tryggingafélag, sem er meðal annars í eigu lífeyrissjóða, hefur fært niður virði fjárfestinga sinna vegna þessa.

Sjóvá er skráð á markað.
Sjóvá er skráð á markað.
Auglýsing

Trygg­inga­fé­lagið Sjó­vá, sem er skráð á aðal­markað Kaup­hallar Íslands, hefur greint frá því að end­ur­mat á virði GAMMA: Novus, fjár­fest­inga­sjóðs í stýr­ingu hjá GAMMA sem á Upp­haf fast­eigna­fé­lag, leiði til þess að áhrif á fjár­fest­inga­starf­semi Sjó­vár á árinu verði nei­kvæð um 155 millj­ónir króna. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu til Kaup­hallar sem birt var rétt í þessu. Ekki kemur fram í til­kynn­ing­unni hver heild­ar­eign Sjóvá er í sjóðn­um. Á meðal stærstu eig­enda Sjó­vár eru líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Gildi, Frjálsi líf­eyr­is­sjóð­ur­inn, Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna, Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins og Birta líf­eyr­is­sjóður auk einka­fjár­festa. 

Fyrr í dag sendi Kvika banki, sem keypti GAMMA síð­­ast­liðið vor, frá sér til­­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands þar sem greint var frá því að tveir fag­fjár­­­festa­­sjóð­ir, Novus og Ang­lia, hefðu verið í mun verra ásig­komu­lagi en gert hafði verið ráð fyrir og að skráð gengi þeirra hefði verið lækkað sem því nem­­ur. Í til­­kynn­ing­unni var hins vegar ekki greint frá því um hversu mikið sjóð­irnir voru færði nið­­ur. 

Auglýsing
Kjarninn greindi hins vegar frá því fyrr í dag að eftir nýlegt eign­ar­mat á eignum GAMMA: Novus hafi eigið fé hans verið fært úr 4,4 millj­örðum króna um síð­ust ára­mót niður í 40 millj­ónir króna. Því hefur eigið fé sjóðs­ins nán­ast þurrkast út. 

Í ein­blöð­ungi sem sendur var til hlut­deild­ar­skír­tein­is­hafa í sjóðnum í dag, 30. sept­em­ber, sagði að staða Upp­­hafs fast­­eign­­ar­­fé­lags sé þannig að það glími „nú við lausa­­fjár­­­vanda en nýir stjórn­­endur hafa lagt fram áætlun um fram­­tíð félags­­ins þar sem m.a. er unnið að við­­bót­­ar­fjár­­­mögnun til að mæta lausa­­fjár­­vand­an­­um. Unnið er að útgáfu nýs for­­gangs­skulda­bréfs að fjár­­hæð 1 ma.kr. til að klára þær fram­­kvæmdir sem félagið hefur með höndum til að hámarka virði eigna. Gert er ráð fyrir að nið­­ur­­stöður við­ræðna um frek­­ari fjár­­­mögnun liggi fyrir um miðjan októ­ber 2019.“

Hlut­­deild­­ar­­skír­tein­is­hafar verða upp­­lýstir um fjár­­­mögnun félags­­ins um leið og nið­­ur­­staða liggur fyr­ir, sam­­kvæmt því sem fram kemur í skjal­inu. „Nýtt bráða­birgða­­gengi sjóðs­ins byggir á því að áform um við­­bót­­ar­fjár­­­magn gangi eft­­ir. Sam­hliða end­­ur­mati eigna og vinnu við fjár­­­mögnun hefur félagið styrkt teymið sem hefur umsjón með fram­­kvæmdum með ráðn­­ingu bygg­ing­­ar­verk­fræð­ings og bygg­ing­­ar­­tækn­i­fræð­ings sem sam­tals búa yfir 40 ára reynslu úr bygg­ing­­ar­­geir­an­­um.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamarkaðurinn að taka aftur við sér
Fasteignaverð tók kipp í októbermánuði og hækkaði vísitala markaðarins um 0,5 prósent frá því mánuðinn á undan.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent