Áhrif á fjárfestingar Sjóvár verða neikvæð um 155 milljónir vegna GAMMA sjóðs

Eigið fé fjárfestingarsjóðs GAMMA, sem var 4,4 milljarðar króna um síðustu áramót, hefur nær þurrkast út eftir endurmat á eignum. Tryggingafélag, sem er meðal annars í eigu lífeyrissjóða, hefur fært niður virði fjárfestinga sinna vegna þessa.

Sjóvá er skráð á markað.
Sjóvá er skráð á markað.
Auglýsing

Trygg­inga­fé­lagið Sjó­vá, sem er skráð á aðal­markað Kaup­hallar Íslands, hefur greint frá því að end­ur­mat á virði GAMMA: Novus, fjár­fest­inga­sjóðs í stýr­ingu hjá GAMMA sem á Upp­haf fast­eigna­fé­lag, leiði til þess að áhrif á fjár­fest­inga­starf­semi Sjó­vár á árinu verði nei­kvæð um 155 millj­ónir króna. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu til Kaup­hallar sem birt var rétt í þessu. Ekki kemur fram í til­kynn­ing­unni hver heild­ar­eign Sjóvá er í sjóðn­um. Á meðal stærstu eig­enda Sjó­vár eru líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Gildi, Frjálsi líf­eyr­is­sjóð­ur­inn, Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna, Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins og Birta líf­eyr­is­sjóður auk einka­fjár­festa. 

Fyrr í dag sendi Kvika banki, sem keypti GAMMA síð­­ast­liðið vor, frá sér til­­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands þar sem greint var frá því að tveir fag­fjár­­­festa­­sjóð­ir, Novus og Ang­lia, hefðu verið í mun verra ásig­komu­lagi en gert hafði verið ráð fyrir og að skráð gengi þeirra hefði verið lækkað sem því nem­­ur. Í til­­kynn­ing­unni var hins vegar ekki greint frá því um hversu mikið sjóð­irnir voru færði nið­­ur. 

Auglýsing
Kjarninn greindi hins vegar frá því fyrr í dag að eftir nýlegt eign­ar­mat á eignum GAMMA: Novus hafi eigið fé hans verið fært úr 4,4 millj­örðum króna um síð­ust ára­mót niður í 40 millj­ónir króna. Því hefur eigið fé sjóðs­ins nán­ast þurrkast út. 

Í ein­blöð­ungi sem sendur var til hlut­deild­ar­skír­tein­is­hafa í sjóðnum í dag, 30. sept­em­ber, sagði að staða Upp­­hafs fast­­eign­­ar­­fé­lags sé þannig að það glími „nú við lausa­­fjár­­­vanda en nýir stjórn­­endur hafa lagt fram áætlun um fram­­tíð félags­­ins þar sem m.a. er unnið að við­­bót­­ar­fjár­­­mögnun til að mæta lausa­­fjár­­vand­an­­um. Unnið er að útgáfu nýs for­­gangs­skulda­bréfs að fjár­­hæð 1 ma.kr. til að klára þær fram­­kvæmdir sem félagið hefur með höndum til að hámarka virði eigna. Gert er ráð fyrir að nið­­ur­­stöður við­ræðna um frek­­ari fjár­­­mögnun liggi fyrir um miðjan októ­ber 2019.“

Hlut­­deild­­ar­­skír­tein­is­hafar verða upp­­lýstir um fjár­­­mögnun félags­­ins um leið og nið­­ur­­staða liggur fyr­ir, sam­­kvæmt því sem fram kemur í skjal­inu. „Nýtt bráða­birgða­­gengi sjóðs­ins byggir á því að áform um við­­bót­­ar­fjár­­­magn gangi eft­­ir. Sam­hliða end­­ur­mati eigna og vinnu við fjár­­­mögnun hefur félagið styrkt teymið sem hefur umsjón með fram­­kvæmdum með ráðn­­ingu bygg­ing­­ar­verk­fræð­ings og bygg­ing­­ar­­tækn­i­fræð­ings sem sam­tals búa yfir 40 ára reynslu úr bygg­ing­­ar­­geir­an­­um.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Mannréttindadómstóll Evrópu: Ríkið þarf að greiða Elínu bætur
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp dóm í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, gegn íslenska ríkinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum
Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Harvey Weinstein
Harvey Weinstein fundinn sekur
Kviðdómur í New York hefur sakfellt Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Rauður dagur í kauphöllinni – Icelandair féll um tæp níu prósent
Heildarvirði félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað dróst saman um tugi milljarða í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Guðmundur Guðmundsson
Ef ekki núna, hvenær þá?
Kjarninn 24. febrúar 2020
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja verkfall
Meirihluti félagsmanna í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur samþykkt boðun verkfallsaðgerða.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent