Tveir sjóðir GAMMA í mun verra standi en gert var ráð fyrir

Skráð gengi tveggja sjóða sem settir voru á fót af GAMMA hefur verið lækkað. Þeir voru í mun verra ásigkomulagi en gert hafði verið ráð fyrir. Kvika banki keypti GAMMA í lok síðasta árs.

Kvika Banki var skráður á aðalmarkað Kauphallar Íslands í lok mars síðastliðins.
Kvika Banki var skráður á aðalmarkað Kauphallar Íslands í lok mars síðastliðins.
Auglýsing

Tveir fagfjárfestasjóðir í rekstri GAMMA, Novus og Anglia, eru í umtalsvert verra ásigkomulagi en gert hafði verið ráð fyrir. Skráð gengi þeirra hefur verið lækkað sem því nemur. 

Í tilkynningu frá Kviku banka, sem eignaðist GAMMA í mars á þessu ári, kemur fram að lækkun á gengi sjóðanna muni ekki hafa áhrif á áætlaða afkomu Kviku á árinu 2019. Enn er áætlað að afkoman verði jákvæð um 2,9 milljarða króna fyrir skatta líkt og greint var frá í afkomuspá sem birt var samhliða hálfsársuppgjöri bankans. 

Anglia-sjóðurinn var stofnaður sumarið 2017. Um var að ræða fimm milljarða króna fasteignasjóð í London sem átti að fjárfesta í hinum ýmsu verkefnum. Í frétt Viðskiptablaðsins frá  þeim tíma var haft eftir Gísla Haukssyni, þáverandi stjórnarformanni og forstjóra GAMMA, að frábær tímapunktur væri fyrir Íslendinga til að fjárfesta erlendis. Ákveðið hefði verið að setja sjóðinn á laggirnar í kjölfar frétta um afléttingu hafta á Íslandi. Þeir sem settu fé í sjóðinn voru íslenskir fjárfestar. 

Auglýsing

Novus er fasteignasjóður sem á meðal annars Upphaf fasteignafélag. Helstu fjárfestar í honum eru íslenskir lífeyrissjóðir og aðrir fagfjárfestar. 

Fengu lán hjá Stoðum

Kvika banki keypti allt hlutafé í GAMMA Capital Management seint á síðasta ári. Kaupin höfðu verið í deiglunni í töluverðan tíma en erfiðlega gekk að klára þau, meðal annars vegna þess að virði GAMMA var á reiki. Upphaflega var greint frá því, í júní í fyrra, að kaupverðið ætti að vera tæplega 3,8 milljarðar króna. Þegar gengið var frá kaupunum hafði það lækkað niður í 2,4 milljarða króna. 

Fyrir lá að staða sjóða GAMMA var ekki góð á þessum tíma. Í Frétta­blað­inu í sumar var greint frá því að fjárfestingafélagið Stoðir hefði lánað GAMMA einn millj­arð króna haustið 2018, þegar kaup Kviku voru yfirvofandi. Lánið var veitt til að bæta lausa­fjár­stöðu GAMMA, sem var þá mjög döp­ur. Stoðir fengu 150 millj­ónir króna í þóknun fyrir að veita lánið sem var að fullu greitt upp í byrjun mars 2019.

Sameina eigna- og sjóðsstýringu

Í byrjun september var greint frá því að stjórn Kviku hefði ákveðið að sameina alla eigna- og sjóða­stýr­ing­ar­starf­semi sam­stæð­unn­ar. Auk eigna­stýr­ingar Kviku var þar um að ræða rekstr­ar­fé­lögin GAMMA Capital Management hf. og Júpíter rekstr­ar­fé­lag hf. 

Með sam­ein­ing­unni verður sam­einað dótt­ur­fé­lag Kviku stærsta eigna-og sjóða­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæki lands­ins með 45 starfs­menn og heild­ar­eignir yfir 440 millj­arða króna í stýr­ing­u. Í þeirri vinnu þurfti að fara vel yfir sjóðina og það hefur skilað því að áðurnefndir tveir sjóðir GAMMA hafa verið lækkaðir í virði þar sem þeir reyndust súrari en búist hafði verið við.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent