Tveir sjóðir GAMMA í mun verra standi en gert var ráð fyrir

Skráð gengi tveggja sjóða sem settir voru á fót af GAMMA hefur verið lækkað. Þeir voru í mun verra ásigkomulagi en gert hafði verið ráð fyrir. Kvika banki keypti GAMMA í lok síðasta árs.

Kvika Banki var skráður á aðalmarkað Kauphallar Íslands í lok mars síðastliðins.
Kvika Banki var skráður á aðalmarkað Kauphallar Íslands í lok mars síðastliðins.
Auglýsing

Tveir fagfjárfestasjóðir í rekstri GAMMA, Novus og Anglia, eru í umtalsvert verra ásigkomulagi en gert hafði verið ráð fyrir. Skráð gengi þeirra hefur verið lækkað sem því nemur. 

Í tilkynningu frá Kviku banka, sem eignaðist GAMMA í mars á þessu ári, kemur fram að lækkun á gengi sjóðanna muni ekki hafa áhrif á áætlaða afkomu Kviku á árinu 2019. Enn er áætlað að afkoman verði jákvæð um 2,9 milljarða króna fyrir skatta líkt og greint var frá í afkomuspá sem birt var samhliða hálfsársuppgjöri bankans. 

Anglia-sjóðurinn var stofnaður sumarið 2017. Um var að ræða fimm milljarða króna fasteignasjóð í London sem átti að fjárfesta í hinum ýmsu verkefnum. Í frétt Viðskiptablaðsins frá  þeim tíma var haft eftir Gísla Haukssyni, þáverandi stjórnarformanni og forstjóra GAMMA, að frábær tímapunktur væri fyrir Íslendinga til að fjárfesta erlendis. Ákveðið hefði verið að setja sjóðinn á laggirnar í kjölfar frétta um afléttingu hafta á Íslandi. Þeir sem settu fé í sjóðinn voru íslenskir fjárfestar. 

Auglýsing

Novus er fasteignasjóður sem á meðal annars Upphaf fasteignafélag. Helstu fjárfestar í honum eru íslenskir lífeyrissjóðir og aðrir fagfjárfestar. 

Fengu lán hjá Stoðum

Kvika banki keypti allt hlutafé í GAMMA Capital Management seint á síðasta ári. Kaupin höfðu verið í deiglunni í töluverðan tíma en erfiðlega gekk að klára þau, meðal annars vegna þess að virði GAMMA var á reiki. Upphaflega var greint frá því, í júní í fyrra, að kaupverðið ætti að vera tæplega 3,8 milljarðar króna. Þegar gengið var frá kaupunum hafði það lækkað niður í 2,4 milljarða króna. 

Fyrir lá að staða sjóða GAMMA var ekki góð á þessum tíma. Í Frétta­blað­inu í sumar var greint frá því að fjárfestingafélagið Stoðir hefði lánað GAMMA einn millj­arð króna haustið 2018, þegar kaup Kviku voru yfirvofandi. Lánið var veitt til að bæta lausa­fjár­stöðu GAMMA, sem var þá mjög döp­ur. Stoðir fengu 150 millj­ónir króna í þóknun fyrir að veita lánið sem var að fullu greitt upp í byrjun mars 2019.

Sameina eigna- og sjóðsstýringu

Í byrjun september var greint frá því að stjórn Kviku hefði ákveðið að sameina alla eigna- og sjóða­stýr­ing­ar­starf­semi sam­stæð­unn­ar. Auk eigna­stýr­ingar Kviku var þar um að ræða rekstr­ar­fé­lögin GAMMA Capital Management hf. og Júpíter rekstr­ar­fé­lag hf. 

Með sam­ein­ing­unni verður sam­einað dótt­ur­fé­lag Kviku stærsta eigna-og sjóða­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæki lands­ins með 45 starfs­menn og heild­ar­eignir yfir 440 millj­arða króna í stýr­ing­u. Í þeirri vinnu þurfti að fara vel yfir sjóðina og það hefur skilað því að áðurnefndir tveir sjóðir GAMMA hafa verið lækkaðir í virði þar sem þeir reyndust súrari en búist hafði verið við.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent