Launakostnaður var um 90 prósent af hreinum rekstrartekjum GAMMA í fyrra

Þóknanatekjur GAMMA voru yfir tveir milljarðar króna árið 2017. Í fyrra voru þær 575 milljónir króna. Rekstrargjöld voru um 380 milljónum krónum hærri en hreinar rekstrartekjur. Tap fyrir skatta var 379 milljónir króna.

Gamma-6.jpg
Auglýsing

Þókn­ana­tekjur sjóð­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins GAMMA Capi­tal Mana­gement voru 575 millj­ónir króna í fyrra. Þær dróg­ust veru­lega saman á milli ára, enda voru slíkar tekjur 1,3 millj­arðar króna árið 2013. Ef miðað er við stöðu mála árið 2017, þegar þókn­ana­tekjur voru rúm­lega tveir millj­arðar króna, blasir við það þær voru um fjórð­ungur af því sem þær voru þá á síð­asta ári. 

Þetta má lesa út úr árs­reikn­ingi GAMMA sem skilað var til árs­reikn­inga­skrár í síð­asta mán­uði. Alls nam tap GAMMA fyrir tekju­skatt 379 millj­ónum króna á árinu 2019. Með­ferð skatt­greiðslna dró úr því tapi um 63 millj­ónir króna og end­an­legt tap á árinu var því 316 millj­ónir króna. Sam­tals tap­aði GAMMA 584 millj­ónum króna á árunum 2018 og 2019. Þetta eru einu árin frá árinu 2009 sem tap varð á rekstri GAMMA, sem er ekki lengur til í þeirri mynd sem fyr­ir­tækið var lengst af.

Þrátt fyrir umtals­vert tekju­tap í fyrra – heild­ar­tekjur helm­ing­uð­ust, hreinar rekstr­ar­tekjur lækk­uðu um 60 pró­sent og þókn­ana­tekjur um 55 pró­sent – lækk­aði rekstr­ar­kostn­aður ein­ungis um tólf pró­sent. Laun og launa­tengd gjöld voru 454 millj­ónir króna í fyrra og annar rekstr­ar­kostn­að­ur, sem er ekki sér­stak­lega útskýrður í árs­reikn­ing­un­um, var 434 millj­ónir króna og jókst um 104 millj­ónir króna milli ára. 

Kostn­aður vegna launa og launa­tengdra gjalda var alls um 90 pró­sent af hreinum rekstr­ar­tekjum GAMMA í fyrra og öll rekstr­ar­gjöld voru um 380 millj­ónum krónum hærri en hreinar rekstr­ar­tekj­ur. Til sam­an­burðar voru laun og launa­tengd gjöld um helm­ingur af hreinum rekstr­ar­tekjum á árinu 2018 og allur rekstr­ar­kostn­aður var 280 millj­ónum krónum lægri en hreinu rekstr­ar­tekj­urn­ar. 

Kostn­aður vegna for­stjóra jókst

Mestu mun­aði um launa­greiðslur til Valdi­mars Ármann, sem lét af störfum sem for­stjóri GAMMA í sept­em­ber 2019. Alls fékk hann sam­tals greiddar 51,3 millj­ónir króna í laun og launa­tengd gjöld í fyrra, en inni­falið í þeirri tölu er kostn­aður við starfs­lok hans. Ári áður námu heild­ar­laun hans 41,6 millj­ónum króna og því jókst kostn­að­ur­inn vegna hans um tæpar tíu millj­ónir króna á milli ára.

Máni Atla­son, sem tók við starfi Valdi­mars í lok sept­em­ber 2019, fékk alls greiddar 8,4 millj­ónir króna í laun fyrir rúm­lega þriggja mán­aða starf. 

Sam­an­lagður launa­kostn­aður vegna for­stjóra/fram­kvæmda­stjóra GAMMA jókst því um tæp 44 pró­sent á árinu 2019 þrátt fyrir að hreinar rekstr­ar­tekjur hafi dreg­ist saman um 60 pró­sent milli ára, eða um 780 millj­ónir króna. 

Auglýsing
Starfsmenn GAMMA fengu 65 millj­ónir króna í kaupa­auka­greiðslur á árinu 2018. Í fyrra voru engir kaupaukar gjald­færðir en í lok árs­ins var upp­söfnuð skuld­bind­ing vegna kaupa­auka­kerfis 33,3 millj­ónir króna. 

Frétta­blaðið greindi frá því í lok sept­em­ber að stjórn GAMMA hefði til­kynnt þeim starfs­mönnum sem áttu rétt á þessum greiðslum að þær myndu ekki greið­ast út. Auk þess hefur stjórnin farið fram á að tveir starfs­menn, Valdi­mar Ármann og Ingvi Hrafn Ósk­ars­son, sem var sjóð­stjóri hjá GAMMA, end­ur­greiði alls um tólf millj­ónir króna vegna kaupauka sem þegar höfðu verið greiddir til þeirra.

Verð­mið­inn lækkar og lækkar

GAMMA var mikið í sviðs­ljós­inu á síð­ustu tveimur árum. Í júní 2018 barst til­kynn­ing til Kaup­hallar Íslands um að vilja­yf­ir­lýs­ing hefði verið und­ir­rituð um kaup Kviku banka á öllu hlutafé í GAMMA. Kaup­verðið átti að vera tæp­lega 3,8 millj­arðar króna, og greið­ast með ann­ars vegar reiðufé og hins vegar hlutafé í Kviku. Valdimar Ármann, fyrrverandi forstjóri GAMMA.

Þegar til­kynnt var að saman hefði náðst um kaup Kviku á GAMMA hafði verð­mið­inn lækkað veru­lega. Nú var sam­an­lagt verð sagt 2,4 millj­arðar króna en ekk­ert átti lengur að greið­ast með hlutafé í Kviku. Eig­endur GAMMA áttu að fá 839 millj­ónir króna í reiðufé en rest­ina í hlut­deild­ar­skír­teinum í sjóðum GAMMA og í formi árang­urstengdra greiðslna sem áttu að „greið­ast þegar lang­tíma­kröfur á sjóði GAMMA inn­heimt­ast.“

Í byrjun sept­em­ber 2019 var svo greint frá því að stjórn Kviku banka hefði ákveðið að sam­eina alla eigna- og sjóða­­­stýr­ing­­­ar­­­starf­­­semi sam­­­stæð­unn­­ar í eitt dótt­ur­fé­lag. GAMMA yrði þá ekki lengur til sem sjálf­stæð ein­ing þegar fram liðu stund­ir. Sam­hliða þeirri til­kynn­ingu var greint frá því að Valdi­mar Ármann myndi hætta sem for­stjóri GAMMA. 

Í lok þess mán­aðar var greint frá því, með til­kynn­ingu til Kaup­hall­ar, að tveir sjóðir í stýr­ingu GAMMA væru í mun verra standi en gert hafði verið ráð fyr­ir. Um var að ræða sjóði í efsta lagi áhættu sem gæti mögu­lega skilað mik­illi ávöxt­un, og fjár­festar í þeim áttu að vita að þeir væru að taka þátt í verk­efnum sem gætu súrn­að. Það kom hins vegar flestum í opna skjöldu þegar annar sjóð­ur­inn var færður niður að nán­ast öllu leyti, og hinn að miklu leyt­i. 

Á meðal þeirra sem töp­uðu tölu­verðum fjár­hæðum í sjóð­unum voru nokkrir líf­eyr­is­sjóð­ir.

Í febr­úar síð­ast­liðnum var greint frá því að ætlað kaup­verð Kviku á GAMMA væri komið niður í 2,1 millj­­arð króna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Ein formleg ásökun um kynferðislega áreitni eða ofbeldi hefur borist á borð Biskupsstofu síðan árið 2012 eða frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Kristinn Ágúst Friðfinnsson prestur hefur lagt róttæka tillögu fyrir kirkjuþing.
Fulltrúar almennings verði valdir handahófskennt til setu á kirkjuþingi
Prestur og sáttamiðlari hefur lagt fram róttæka tillögu til kirkjuþings þess efnis að fulltrúar almennra meðlima Þjóðkirkjunnar, sem eru í meirihluta á þinginu, verði valdir af handahófi. Hann segir biskupi Íslands þykja hugmynd sín skemmtileg.
Kjarninn 22. október 2021
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent