Launakostnaður var um 90 prósent af hreinum rekstrartekjum GAMMA í fyrra

Þóknanatekjur GAMMA voru yfir tveir milljarðar króna árið 2017. Í fyrra voru þær 575 milljónir króna. Rekstrargjöld voru um 380 milljónum krónum hærri en hreinar rekstrartekjur. Tap fyrir skatta var 379 milljónir króna.

Gamma-6.jpg
Auglýsing

Þókn­ana­tekjur sjóð­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins GAMMA Capi­tal Mana­gement voru 575 millj­ónir króna í fyrra. Þær dróg­ust veru­lega saman á milli ára, enda voru slíkar tekjur 1,3 millj­arðar króna árið 2013. Ef miðað er við stöðu mála árið 2017, þegar þókn­ana­tekjur voru rúm­lega tveir millj­arðar króna, blasir við það þær voru um fjórð­ungur af því sem þær voru þá á síð­asta ári. 

Þetta má lesa út úr árs­reikn­ingi GAMMA sem skilað var til árs­reikn­inga­skrár í síð­asta mán­uði. Alls nam tap GAMMA fyrir tekju­skatt 379 millj­ónum króna á árinu 2019. Með­ferð skatt­greiðslna dró úr því tapi um 63 millj­ónir króna og end­an­legt tap á árinu var því 316 millj­ónir króna. Sam­tals tap­aði GAMMA 584 millj­ónum króna á árunum 2018 og 2019. Þetta eru einu árin frá árinu 2009 sem tap varð á rekstri GAMMA, sem er ekki lengur til í þeirri mynd sem fyr­ir­tækið var lengst af.

Þrátt fyrir umtals­vert tekju­tap í fyrra – heild­ar­tekjur helm­ing­uð­ust, hreinar rekstr­ar­tekjur lækk­uðu um 60 pró­sent og þókn­ana­tekjur um 55 pró­sent – lækk­aði rekstr­ar­kostn­aður ein­ungis um tólf pró­sent. Laun og launa­tengd gjöld voru 454 millj­ónir króna í fyrra og annar rekstr­ar­kostn­að­ur, sem er ekki sér­stak­lega útskýrður í árs­reikn­ing­un­um, var 434 millj­ónir króna og jókst um 104 millj­ónir króna milli ára. 

Kostn­aður vegna launa og launa­tengdra gjalda var alls um 90 pró­sent af hreinum rekstr­ar­tekjum GAMMA í fyrra og öll rekstr­ar­gjöld voru um 380 millj­ónum krónum hærri en hreinar rekstr­ar­tekj­ur. Til sam­an­burðar voru laun og launa­tengd gjöld um helm­ingur af hreinum rekstr­ar­tekjum á árinu 2018 og allur rekstr­ar­kostn­aður var 280 millj­ónum krónum lægri en hreinu rekstr­ar­tekj­urn­ar. 

Kostn­aður vegna for­stjóra jókst

Mestu mun­aði um launa­greiðslur til Valdi­mars Ármann, sem lét af störfum sem for­stjóri GAMMA í sept­em­ber 2019. Alls fékk hann sam­tals greiddar 51,3 millj­ónir króna í laun og launa­tengd gjöld í fyrra, en inni­falið í þeirri tölu er kostn­aður við starfs­lok hans. Ári áður námu heild­ar­laun hans 41,6 millj­ónum króna og því jókst kostn­að­ur­inn vegna hans um tæpar tíu millj­ónir króna á milli ára.

Máni Atla­son, sem tók við starfi Valdi­mars í lok sept­em­ber 2019, fékk alls greiddar 8,4 millj­ónir króna í laun fyrir rúm­lega þriggja mán­aða starf. 

Sam­an­lagður launa­kostn­aður vegna for­stjóra/fram­kvæmda­stjóra GAMMA jókst því um tæp 44 pró­sent á árinu 2019 þrátt fyrir að hreinar rekstr­ar­tekjur hafi dreg­ist saman um 60 pró­sent milli ára, eða um 780 millj­ónir króna. 

Auglýsing
Starfsmenn GAMMA fengu 65 millj­ónir króna í kaupa­auka­greiðslur á árinu 2018. Í fyrra voru engir kaupaukar gjald­færðir en í lok árs­ins var upp­söfnuð skuld­bind­ing vegna kaupa­auka­kerfis 33,3 millj­ónir króna. 

Frétta­blaðið greindi frá því í lok sept­em­ber að stjórn GAMMA hefði til­kynnt þeim starfs­mönnum sem áttu rétt á þessum greiðslum að þær myndu ekki greið­ast út. Auk þess hefur stjórnin farið fram á að tveir starfs­menn, Valdi­mar Ármann og Ingvi Hrafn Ósk­ars­son, sem var sjóð­stjóri hjá GAMMA, end­ur­greiði alls um tólf millj­ónir króna vegna kaupauka sem þegar höfðu verið greiddir til þeirra.

Verð­mið­inn lækkar og lækkar

GAMMA var mikið í sviðs­ljós­inu á síð­ustu tveimur árum. Í júní 2018 barst til­kynn­ing til Kaup­hallar Íslands um að vilja­yf­ir­lýs­ing hefði verið und­ir­rituð um kaup Kviku banka á öllu hlutafé í GAMMA. Kaup­verðið átti að vera tæp­lega 3,8 millj­arðar króna, og greið­ast með ann­ars vegar reiðufé og hins vegar hlutafé í Kviku. Valdimar Ármann, fyrrverandi forstjóri GAMMA.

Þegar til­kynnt var að saman hefði náðst um kaup Kviku á GAMMA hafði verð­mið­inn lækkað veru­lega. Nú var sam­an­lagt verð sagt 2,4 millj­arðar króna en ekk­ert átti lengur að greið­ast með hlutafé í Kviku. Eig­endur GAMMA áttu að fá 839 millj­ónir króna í reiðufé en rest­ina í hlut­deild­ar­skír­teinum í sjóðum GAMMA og í formi árang­urstengdra greiðslna sem áttu að „greið­ast þegar lang­tíma­kröfur á sjóði GAMMA inn­heimt­ast.“

Í byrjun sept­em­ber 2019 var svo greint frá því að stjórn Kviku banka hefði ákveðið að sam­eina alla eigna- og sjóða­­­stýr­ing­­­ar­­­starf­­­semi sam­­­stæð­unn­­ar í eitt dótt­ur­fé­lag. GAMMA yrði þá ekki lengur til sem sjálf­stæð ein­ing þegar fram liðu stund­ir. Sam­hliða þeirri til­kynn­ingu var greint frá því að Valdi­mar Ármann myndi hætta sem for­stjóri GAMMA. 

Í lok þess mán­aðar var greint frá því, með til­kynn­ingu til Kaup­hall­ar, að tveir sjóðir í stýr­ingu GAMMA væru í mun verra standi en gert hafði verið ráð fyr­ir. Um var að ræða sjóði í efsta lagi áhættu sem gæti mögu­lega skilað mik­illi ávöxt­un, og fjár­festar í þeim áttu að vita að þeir væru að taka þátt í verk­efnum sem gætu súrn­að. Það kom hins vegar flestum í opna skjöldu þegar annar sjóð­ur­inn var færður niður að nán­ast öllu leyti, og hinn að miklu leyt­i. 

Á meðal þeirra sem töp­uðu tölu­verðum fjár­hæðum í sjóð­unum voru nokkrir líf­eyr­is­sjóð­ir.

Í febr­úar síð­ast­liðnum var greint frá því að ætlað kaup­verð Kviku á GAMMA væri komið niður í 2,1 millj­­arð króna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halla Hrund Logadóttir.
Halla Hrund næsti orkumálastjóri
Hæfisnefnd mat fimm umsækjendur um starf orkumálastjóra hæfa. Eftir viðtöl við þá taldi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir að Halla Hrund Logadóttir væri hæfust þeirra til að gegna starfinu næstu fimm árin.
Kjarninn 19. apríl 2021
Róbert Farestveit, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Vilhjálmur Hilmarsson
Samkeppni skiptir sköpum fyrir lífskjör á Íslandi
Kjarninn 19. apríl 2021
Frosti Sigurjónsson
Nóbelsverðlaunahafi segir ivermectin vinna á COVID-19
Kjarninn 19. apríl 2021
Kári Stefánsson (t.v.) og Þórólfur Guðnason.
Samstarf Þórólfs og Kára „langoftast“ og „næstum því alltaf“ ánægjulegt
Mun meira máli skiptir hvernig við hegðum okkur heldur en af hvaða afbrigði veiran er, segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Sóttvarnalæknir segir þátt fyrirtækisins í baráttunni gegn COVID-19 hafa skipt sköpum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Alls störfuðu um 130 manns hjá SaltPay hér á landi áður en til uppsagna dagsins kom.
Hópuppsögn hjá SaltPay
SaltPay segir upp tugum starfsmanna hér á landi í dag, aðallega starfsmönnum sem hafa starfað við að þróa og viðhalda eldra greiðslukerfi Borgunar. SaltPay keypti Borgun síðasta sumar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Samfylking sé tilbúin með frumvarp sem skyldar komufarþega til að dvelja í sóttvarnahúsi
Formaður Samfylkingar spurði forsætisráðherra hvort til stæði að breyta sóttvarnalögum í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Ekki við núverandi fyrirkomulag að sakast að mati forsætisráðherra, heldur við þá sem fylgja ekki reglum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Sigríður Ólafsdóttir verður í öðru sæti listans og Eiríkur Björn í því fyrsta.
Eiríkur Björn og Sigríður leiða Viðreisn í Norðausturkjördæmi
Fyrrverandi bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og Akureyri verður oddviti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Harpa opnaði árið 2011. Kostnaður við rekstur fasteignarinnar og uppsafnað viðhald er að skapa alvarlega stöðu.
„Alvarleg staða“ hjá Hörpu vegna skorts á fjármagni til að sinna viðhaldi
Alls hafa eigendur Hörpu, ríki og borg, lagt húsinu til 14,4 milljarða króna í formi greiðslna af lánum vegna byggingu þess og rekstrarframlaga. Í fyrra nam rekstrarframlag þeirra 728 milljónum króna. Mikill vandi framundan vegna uppsafnaðs viðhalds.
Kjarninn 19. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent