Launakostnaður var um 90 prósent af hreinum rekstrartekjum GAMMA í fyrra

Þóknanatekjur GAMMA voru yfir tveir milljarðar króna árið 2017. Í fyrra voru þær 575 milljónir króna. Rekstrargjöld voru um 380 milljónum krónum hærri en hreinar rekstrartekjur. Tap fyrir skatta var 379 milljónir króna.

Gamma-6.jpg
Auglýsing

Þókn­ana­tekjur sjóð­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins GAMMA Capi­tal Mana­gement voru 575 millj­ónir króna í fyrra. Þær dróg­ust veru­lega saman á milli ára, enda voru slíkar tekjur 1,3 millj­arðar króna árið 2013. Ef miðað er við stöðu mála árið 2017, þegar þókn­ana­tekjur voru rúm­lega tveir millj­arðar króna, blasir við það þær voru um fjórð­ungur af því sem þær voru þá á síð­asta ári. 

Þetta má lesa út úr árs­reikn­ingi GAMMA sem skilað var til árs­reikn­inga­skrár í síð­asta mán­uði. Alls nam tap GAMMA fyrir tekju­skatt 379 millj­ónum króna á árinu 2019. Með­ferð skatt­greiðslna dró úr því tapi um 63 millj­ónir króna og end­an­legt tap á árinu var því 316 millj­ónir króna. Sam­tals tap­aði GAMMA 584 millj­ónum króna á árunum 2018 og 2019. Þetta eru einu árin frá árinu 2009 sem tap varð á rekstri GAMMA, sem er ekki lengur til í þeirri mynd sem fyr­ir­tækið var lengst af.

Þrátt fyrir umtals­vert tekju­tap í fyrra – heild­ar­tekjur helm­ing­uð­ust, hreinar rekstr­ar­tekjur lækk­uðu um 60 pró­sent og þókn­ana­tekjur um 55 pró­sent – lækk­aði rekstr­ar­kostn­aður ein­ungis um tólf pró­sent. Laun og launa­tengd gjöld voru 454 millj­ónir króna í fyrra og annar rekstr­ar­kostn­að­ur, sem er ekki sér­stak­lega útskýrður í árs­reikn­ing­un­um, var 434 millj­ónir króna og jókst um 104 millj­ónir króna milli ára. 

Kostn­aður vegna launa og launa­tengdra gjalda var alls um 90 pró­sent af hreinum rekstr­ar­tekjum GAMMA í fyrra og öll rekstr­ar­gjöld voru um 380 millj­ónum krónum hærri en hreinar rekstr­ar­tekj­ur. Til sam­an­burðar voru laun og launa­tengd gjöld um helm­ingur af hreinum rekstr­ar­tekjum á árinu 2018 og allur rekstr­ar­kostn­aður var 280 millj­ónum krónum lægri en hreinu rekstr­ar­tekj­urn­ar. 

Kostn­aður vegna for­stjóra jókst

Mestu mun­aði um launa­greiðslur til Valdi­mars Ármann, sem lét af störfum sem for­stjóri GAMMA í sept­em­ber 2019. Alls fékk hann sam­tals greiddar 51,3 millj­ónir króna í laun og launa­tengd gjöld í fyrra, en inni­falið í þeirri tölu er kostn­aður við starfs­lok hans. Ári áður námu heild­ar­laun hans 41,6 millj­ónum króna og því jókst kostn­að­ur­inn vegna hans um tæpar tíu millj­ónir króna á milli ára.

Máni Atla­son, sem tók við starfi Valdi­mars í lok sept­em­ber 2019, fékk alls greiddar 8,4 millj­ónir króna í laun fyrir rúm­lega þriggja mán­aða starf. 

Sam­an­lagður launa­kostn­aður vegna for­stjóra/fram­kvæmda­stjóra GAMMA jókst því um tæp 44 pró­sent á árinu 2019 þrátt fyrir að hreinar rekstr­ar­tekjur hafi dreg­ist saman um 60 pró­sent milli ára, eða um 780 millj­ónir króna. 

Auglýsing
Starfsmenn GAMMA fengu 65 millj­ónir króna í kaupa­auka­greiðslur á árinu 2018. Í fyrra voru engir kaupaukar gjald­færðir en í lok árs­ins var upp­söfnuð skuld­bind­ing vegna kaupa­auka­kerfis 33,3 millj­ónir króna. 

Frétta­blaðið greindi frá því í lok sept­em­ber að stjórn GAMMA hefði til­kynnt þeim starfs­mönnum sem áttu rétt á þessum greiðslum að þær myndu ekki greið­ast út. Auk þess hefur stjórnin farið fram á að tveir starfs­menn, Valdi­mar Ármann og Ingvi Hrafn Ósk­ars­son, sem var sjóð­stjóri hjá GAMMA, end­ur­greiði alls um tólf millj­ónir króna vegna kaupauka sem þegar höfðu verið greiddir til þeirra.

Verð­mið­inn lækkar og lækkar

GAMMA var mikið í sviðs­ljós­inu á síð­ustu tveimur árum. Í júní 2018 barst til­kynn­ing til Kaup­hallar Íslands um að vilja­yf­ir­lýs­ing hefði verið und­ir­rituð um kaup Kviku banka á öllu hlutafé í GAMMA. Kaup­verðið átti að vera tæp­lega 3,8 millj­arðar króna, og greið­ast með ann­ars vegar reiðufé og hins vegar hlutafé í Kviku. Valdimar Ármann, fyrrverandi forstjóri GAMMA.

Þegar til­kynnt var að saman hefði náðst um kaup Kviku á GAMMA hafði verð­mið­inn lækkað veru­lega. Nú var sam­an­lagt verð sagt 2,4 millj­arðar króna en ekk­ert átti lengur að greið­ast með hlutafé í Kviku. Eig­endur GAMMA áttu að fá 839 millj­ónir króna í reiðufé en rest­ina í hlut­deild­ar­skír­teinum í sjóðum GAMMA og í formi árang­urstengdra greiðslna sem áttu að „greið­ast þegar lang­tíma­kröfur á sjóði GAMMA inn­heimt­ast.“

Í byrjun sept­em­ber 2019 var svo greint frá því að stjórn Kviku banka hefði ákveðið að sam­eina alla eigna- og sjóða­­­stýr­ing­­­ar­­­starf­­­semi sam­­­stæð­unn­­ar í eitt dótt­ur­fé­lag. GAMMA yrði þá ekki lengur til sem sjálf­stæð ein­ing þegar fram liðu stund­ir. Sam­hliða þeirri til­kynn­ingu var greint frá því að Valdi­mar Ármann myndi hætta sem for­stjóri GAMMA. 

Í lok þess mán­aðar var greint frá því, með til­kynn­ingu til Kaup­hall­ar, að tveir sjóðir í stýr­ingu GAMMA væru í mun verra standi en gert hafði verið ráð fyr­ir. Um var að ræða sjóði í efsta lagi áhættu sem gæti mögu­lega skilað mik­illi ávöxt­un, og fjár­festar í þeim áttu að vita að þeir væru að taka þátt í verk­efnum sem gætu súrn­að. Það kom hins vegar flestum í opna skjöldu þegar annar sjóð­ur­inn var færður niður að nán­ast öllu leyti, og hinn að miklu leyt­i. 

Á meðal þeirra sem töp­uðu tölu­verðum fjár­hæðum í sjóð­unum voru nokkrir líf­eyr­is­sjóð­ir.

Í febr­úar síð­ast­liðnum var greint frá því að ætlað kaup­verð Kviku á GAMMA væri komið niður í 2,1 millj­­arð króna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar
Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 30. október 2020
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Segir umfram eigið fé ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda
Bankastjóri Arion banka segir viðskiptavini sína hafið notið góðs af minni álagningum stjórnvalda á bankakerfið og litla tengingu vera á milli þess og umfram eigin fé bankans.
Kjarninn 30. október 2020
Frá aðalmeðferð málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Seðlabankinn sýknaður af kröfum Samherja en þarf að borga Þorsteini Má persónulega
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í dag upp dóm í skaðabótamálum Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra fyrirtækisins á hendur bankanum. Seðlabankinn var sýknaður af kröfu fyrirtækisins, en þarf að borga forstjóranum skaðabætur.
Kjarninn 30. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þetta eru áhyggjur Þórólfs
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tínir til margvísleg áhyggjuefni sín í minnisblaðinu sem liggur til grundvallar hertum samkomutakmörkunum sem eru þær ströngustu í faraldrinum hingað til.
Kjarninn 30. október 2020
Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Tíu manna fjöldatakmarkanir næstu vikur
Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi strax á miðnætti og eiga að gilda til 17. nóvember. Einungis 10 mega koma saman, nema í útförum, matvöruverslunum, apótekum og almenningssamgöngum. Skólar verða áfram opnir.
Kjarninn 30. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent