Vegagerðin leggst gegn friðlýsingu Minjastofnunar á vegstæði Sundabrautar

Átök um legu Sundabrautar hafa tekið á sig harðari mynd. Vegagerðin hefur nú lagst gegn friðlýsingu Minjastofnunar og segir ljóst að allir valkostir Sundabrautar muni setja fornminjar í hættu. Mótvægisaðgerðir gætu náð fram sömu markmiðum.

Uppdráttur sem sýnir afstöðu Sundabrautar og friðlýsingarsvæðisins.
Uppdráttur sem sýnir afstöðu Sundabrautar og friðlýsingarsvæðisins.
Auglýsing

Vegagerðin leggst gegn friðlýsingu Minjastofnunar Íslands við Þerney og Álfsnes, en gert er ráð fyrir því að síð­­­­­ari áfangi Sunda­brautar liggi frá Gufu­­­nesi, um Geldingarnes, yfir Leiru­vog, Gunn­u­­­nes, Álfs­­­nes og Kolla­­­fjörð. 

Í bréfi sem Vegagerðin sendi Minjastofnun, og er dagsett 25. september síðastliðinn, segir að ljóst sé að veglínur Sundabrautar um Gunnunes og Álfsnes muni hafa áhrif á fornleifar. „Vegagerðin hefur leitast við að draga sem mest úr þeim áhrifum með breytingum á veglínum einstakra valkosta. Allir valkostir Sundabrautar fara að einhverjum leyti um minjasvæði Glóru, þær fornminjar eru því í hættu. Gera má ráð fyrir að gerð verði krafa um mótvægisaðgerðir við frekari undirbúning framkvæmda sem geta m.a. falist í ítarlegum fornleifarannsóknum áður en til framkvæmda kemur eins og hefðbundið er.“

Vegagerðin segir í bréfinu, sem Kjarninn hefur undir höndum, að ljóst sé að ekki verði miklir möguleikar á breytingum á veglínu Sundabrautar um Gunnunes og Álfsnes en að hún muni, í samráði við Reykjavíkurborg, skoða möguleika á að minnka áhrif á minjasvæðið við Glóru enn frekar. „Vegagerðin leggst því gegn friðlýsingunni eins og svæðið er afmarkað og skilgreint i erindi Minjastofnunar. Vegagerðin telur að með viðeigandi mótvægisaðgerðum ásamt breytingum á afmörkun svæðisins sé hægt að ná fram markmiðum friðlýsingarinnar varðandi menningar- og búsetulandslag við Þerneyjarsund. Þannig sé hægt að komast hjá því að raska áformum um lagningu Sundabrautar í samræmi við áætlanir stjórnvalda og skipulagsáætlanir Reykjavíkurborgar.“

Borgin og Vegagerðin sama sinnis

Kjarninn greindi frá því í september að að Vega­­gerðin hefði sent bréf til Minja­­stofn­unar vegna máls­ins í byrjun þess mánaðar. Þar var áformum Minja­­­stofn­unar um frið­­­lýs­ingu við Þerney og Álfs­­­nes mót­­mælt, en gert er ráð fyrir að síð­­­­­ari áfangi Sunda­brautar liggi frá Gufu­­­nesi, um Geldingarnes, yfir Leiru­vog, Gunn­u­­­nes, Álfs­­­nes og Kolla­­­fjörð. Orð­rétt sagði í bréf­inu að frið­lýs­ingin geti „haft veru­­leg áhrif á lagn­ingu Sunda­braut­­ar“. 

Auglýsing
Ebba Schram borg­­ar­lög­­maður Reykja­vík­­­ur­­borgar sendi í kjöl­farið Minja­­stofnun bréf með athuga­­semdum borg­­ar­innar á ætl­­aðri frið­­lýs­ingu.

Í bréf­inu, sem er dag­­sett 9. sept­­em­ber, var kallað eftir mati stofn­un­­ar­innar á því hvort hægt sé að tryggja vernd minja á svæð­inu með öðrum hætti en frið­­lýs­ingu. 

Ef áform Minja­­stofn­unar um frið­­lýs­ingu yrðu að veru­­leika þá myndi sú frið­­lýs­ing, að mati borg­ar­inn­ar, ná yfir ætlað vegstæði Sunda­brautar og setja þá fram­­kvæmd, miðað við þá val­­kosti sem nú eru til skoð­unar um legu henn­­ar, í upp­­­nám.

Minja­stofnun Íslands svaraði því til að áform hennar um frið­lýs­ingu ætti ekki að hindra lagn­ingu Sunda­braut­ar. Við gerð frið­lýs­inga­til­lög­un­ar, fyrr á árinu, hefði verið tekið til­lit til þeirra val­kosta sem lágu fyrir varð­andi lagn­ingu braut­ar­innar á þann hátt að frið­lýs­ingin úti­lok­aði ekki gerð henn­ar.

Nú er ljóst að Vegagerðin er að öllu leyti ósammála þeirri afstöðu og hefur formlega lagst gegn friðlýsingunni. 

Sunda­braut verið á dag­­­skrá í ára­tugi

Ára­tugir eru síðan að Reykja­vík­­­­­ur­­­borg og íslenska ríkið settu fyrst fram áform um að leggja Sunda­braut. Veg­­­ur­inn hefur raunar verið hluti af aðal­­­­­skipu­lagi Reykja­vík­­­­­ur­­­borgar frá árinu 1985 og inni á vega­­­skrá sem fyr­ir­hug­aður þjóð­­­vegur frá 1995.

Í sam­­­göng­u­á­ætlun fyrir árin 2020-2034, sem sam­­­þykkt var á Alþingi í lok júní síð­­­ast­lið­ins, er lagn­ing Sunda­brautar inni. Sam­hliða voru sam­­­þykkt lög sem heimil að Vega­­­gerðin geti gert samn­ing við einka­að­ila um fjár­­­­­mögn­un, fram­­­kvæmd, við­hald og rekstur Sunda­braut­­­ar, enda er fram­­­kvæmdin ekki fjár­­­­­mögnuð á sam­­­göng­u­á­ætl­­­un. 

Sam­­­þykkt ofan­­­greindra laga og sam­­­göng­u­á­ætl­­­unar var hluti af stærra sam­komu­lagi um að flýta sam­­­göng­u­fram­­­kvæmd­um, meðal ann­­­ars á for­­­sendum svo­­­kall­aðs sam­­­göngusátt­­­mála höf­uð­­­borg­­­ar­­­svæð­is­ins sem fjallar um hvernig kostn­að­­­ar­­­skipt­ing við stór­fram­­­kvæmdir þar verður á milli ríkis og sveit­­­ar­­­fé­lag­anna sem mynda svæð­ið. Í þeim sátt­­­mála er þó ekki talað ákveðið um Sunda­braut þurfi að verða að veru­­­leika held­ur að við end­an­­­lega útfærslu fram­­­kvæmda verði „sér­­­stak­­­lega hugað að greiðri teng­ingu aðliggj­andi stofn­brauta svo sem Sunda­brautar inn á stofn­brautir höf­uð­­­borg­­­ar­­­svæð­is­ins.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
Kjarninn 17. maí 2021
Viðar Hjartarson
Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Atli Gunnarsson
Er nýsköpun ekki lengur töff?
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent