Vegagerðin leggst gegn friðlýsingu Minjastofnunar á vegstæði Sundabrautar

Átök um legu Sundabrautar hafa tekið á sig harðari mynd. Vegagerðin hefur nú lagst gegn friðlýsingu Minjastofnunar og segir ljóst að allir valkostir Sundabrautar muni setja fornminjar í hættu. Mótvægisaðgerðir gætu náð fram sömu markmiðum.

Uppdráttur sem sýnir afstöðu Sundabrautar og friðlýsingarsvæðisins.
Uppdráttur sem sýnir afstöðu Sundabrautar og friðlýsingarsvæðisins.
Auglýsing

Vega­gerðin leggst gegn frið­lýs­ingu Minja­stofn­unar Íslands við Þerney og Álfs­nes, en gert er ráð fyrir því að síð­­­­­­­ari áfangi Sunda­brautar liggi frá Gufu­­­­nesi, um Geld­ing­ar­nes, yfir Leiru­vog, Gunn­u­­­­nes, Álfs­­­­nes og Kolla­­­­fjörð. 

Í bréfi sem Vega­gerðin sendi Minja­stofn­un, og er dag­sett 25. sept­em­ber síð­ast­lið­inn, segir að ljóst sé að veg­línur Sunda­brautar um Gunnu­nes og Álfs­nes muni hafa áhrif á forn­leif­ar. „Vega­gerðin hefur leit­ast við að draga sem mest úr þeim áhrifum með breyt­ingum á veg­línum ein­stakra val­kosta. Allir val­kostir Sunda­brautar fara að ein­hverjum leyti um minja­svæði Glóru, þær forn­minjar eru því í hættu. Gera má ráð fyrir að gerð verði krafa um mót­væg­is­að­gerðir við frek­ari und­ir­bún­ing fram­kvæmda sem geta m.a. falist í ítar­legum forn­leifa­rann­sóknum áður en til fram­kvæmda kemur eins og hefð­bundið er.“

Vega­gerðin segir í bréf­inu, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, að ljóst sé að ekki verði miklir mögu­leikar á breyt­ingum á veg­línu Sunda­brautar um Gunnu­nes og Álfs­nes en að hún muni, í sam­ráði við Reykja­vík­ur­borg, skoða mögu­leika á að minnka áhrif á minja­svæðið við Glóru enn frek­ar. „Vega­gerðin leggst því gegn frið­lýs­ing­unni eins og svæðið er afmarkað og skil­greint i erindi Minja­stofn­un­ar. Vega­gerðin telur að með við­eig­andi mót­væg­is­að­gerðum ásamt breyt­ingum á afmörkun svæð­is­ins sé hægt að ná fram mark­miðum frið­lýs­ing­ar­innar varð­andi menn­ing­ar- og búsetu­lands­lag við Þern­eyj­ar­sund. Þannig sé hægt að kom­ast hjá því að raska áformum um lagn­ingu Sunda­brautar í sam­ræmi við áætl­anir stjórn­valda og skipu­lags­á­ætl­anir Reykja­vík­ur­borg­ar.“

Borgin og Vega­gerðin sama sinnis

Kjarn­inn greindi frá því í sept­em­ber að að Vega­­­gerðin hefði sent bréf til Minja­­­stofn­unar vegna máls­ins í byrjun þess mán­að­ar. Þar var áformum Minja­­­­stofn­unar um frið­­­­lýs­ingu við Þerney og Álfs­­­­nes mót­­­mælt, en gert er ráð fyrir að síð­­­­­­­ari áfangi Sunda­brautar liggi frá Gufu­­­­nesi, um Geld­ing­ar­nes, yfir Leiru­vog, Gunn­u­­­­nes, Álfs­­­­nes og Kolla­­­­fjörð. Orð­rétt sagði í bréf­inu að frið­­lýs­ingin geti „haft veru­­­leg áhrif á lagn­ingu Sunda­braut­­­ar“. 

Auglýsing
Ebba Schram borg­­­ar­lög­­­maður Reykja­vík­­­­­ur­­­borgar sendi í kjöl­farið Minja­­­stofnun bréf með athuga­­­semdum borg­­­ar­innar á ætl­­­aðri frið­­­lýs­ingu.

Í bréf­inu, sem er dag­­­sett 9. sept­­­em­ber, var kallað eftir mati stofn­un­­­ar­innar á því hvort hægt sé að tryggja vernd minja á svæð­inu með öðrum hætti en frið­­­lýs­ing­u. 

Ef áform Minja­­­stofn­unar um frið­­­lýs­ingu yrðu að veru­­­leika þá myndi sú frið­­­lýs­ing, að mati borg­­ar­inn­­ar, ná yfir ætlað vegstæði Sunda­brautar og setja þá fram­­­kvæmd, miðað við þá val­­­kosti sem nú eru til skoð­unar um legu henn­­­ar, í upp­­­­­nám.

Minja­­stofnun Íslands svar­aði því til að áform hennar um frið­­lýs­ingu ætti ekki að hindra lagn­ingu Sunda­braut­­ar. Við gerð frið­­lýs­inga­til­lög­un­­ar, fyrr á árinu, hefði verið tekið til­­lit til þeirra val­­kosta sem lágu fyrir varð­andi lagn­ingu braut­­ar­innar á þann hátt að frið­­lýs­ingin úti­­lok­aði ekki gerð henn­­ar.

Nú er ljóst að Vega­gerðin er að öllu leyti ósam­mála þeirri afstöðu og hefur form­lega lagst gegn frið­lýs­ing­unn­i. 

Sunda­braut verið á dag­­­­skrá í ára­tugi

Ára­tugir eru síðan að Reykja­vík­­­­­­­ur­­­­borg og íslenska ríkið settu fyrst fram áform um að leggja Sunda­braut. Veg­­­­ur­inn hefur raunar verið hluti af aðal­­­­­­­skipu­lagi Reykja­vík­­­­­­­ur­­­­borgar frá árinu 1985 og inni á vega­­­­skrá sem fyr­ir­hug­aður þjóð­­­­vegur frá 1995.

Í sam­­­­göng­u­á­ætlun fyrir árin 2020-2034, sem sam­­­­þykkt var á Alþingi í lok júní síð­­­­ast­lið­ins, er lagn­ing Sunda­brautar inni. Sam­hliða voru sam­­­­þykkt lög sem heimil að Vega­­­­gerðin geti gert samn­ing við einka­að­ila um fjár­­­­­­­mögn­un, fram­­­­kvæmd, við­hald og rekstur Sunda­braut­­­­ar, enda er fram­­­­kvæmdin ekki fjár­­­­­­­mögnuð á sam­­­­göng­u­á­ætl­­­­un. 

Sam­­­­þykkt ofan­­­­greindra laga og sam­­­­göng­u­á­ætl­­­­unar var hluti af stærra sam­komu­lagi um að flýta sam­­­­göng­u­fram­­­­kvæmd­um, meðal ann­­­­ars á for­­­­sendum svo­­­­kall­aðs sam­­­­göngusátt­­­­mála höf­uð­­­­borg­­­­ar­­­­svæð­is­ins sem fjallar um hvernig kostn­að­­­­ar­­­­skipt­ing við stór­fram­­­­kvæmdir þar verður á milli ríkis og sveit­­­­ar­­­­fé­lag­anna sem mynda svæð­ið. Í þeim sátt­­­­mála er þó ekki talað ákveðið um Sunda­braut þurfi að verða að veru­­­­leika held­ur að við end­an­­­­lega útfærslu fram­­­­kvæmda verði „sér­­­­stak­­­­lega hugað að greiðri teng­ingu aðliggj­andi stofn­brauta svo sem Sunda­brautar inn á stofn­brautir höf­uð­­­­borg­­­­ar­­­­svæð­is­ins.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
Kjarninn 16. október 2021
Lestur Fréttablaðsins á leið undir 30 prósent og verðhækkanir á prentun blaða framundan
Frá byrjun árs 2018 hefur lestur Fréttablaðsins aukist á milli mánaða í fimm skipti en dalað 39 sinnum. Útgáfufélag blaðsins tapaði um 800 milljónum króna á árunum 2019 og 2020.
Kjarninn 16. október 2021
Bankarnir bjóða ekki lengur upp á lægstu vextina
Í byrjun árs í fyrra voru óverðtryggð lán 27,5 prósent af heildaríbúðalánum til heimila. Nú er hlutfallið komið yfir 50 prósent. Þessi breyting gæti stuðlað að því að Seðlabankinn þurfi ekki að hækka stýrivexti jafn skarpt til að slá á eftirspurn.
Kjarninn 16. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent