Vegagerðin leggst gegn friðlýsingu Minjastofnunar á vegstæði Sundabrautar

Átök um legu Sundabrautar hafa tekið á sig harðari mynd. Vegagerðin hefur nú lagst gegn friðlýsingu Minjastofnunar og segir ljóst að allir valkostir Sundabrautar muni setja fornminjar í hættu. Mótvægisaðgerðir gætu náð fram sömu markmiðum.

Uppdráttur sem sýnir afstöðu Sundabrautar og friðlýsingarsvæðisins.
Uppdráttur sem sýnir afstöðu Sundabrautar og friðlýsingarsvæðisins.
Auglýsing

Vega­gerðin leggst gegn frið­lýs­ingu Minja­stofn­unar Íslands við Þerney og Álfs­nes, en gert er ráð fyrir því að síð­­­­­­­ari áfangi Sunda­brautar liggi frá Gufu­­­­nesi, um Geld­ing­ar­nes, yfir Leiru­vog, Gunn­u­­­­nes, Álfs­­­­nes og Kolla­­­­fjörð. 

Í bréfi sem Vega­gerðin sendi Minja­stofn­un, og er dag­sett 25. sept­em­ber síð­ast­lið­inn, segir að ljóst sé að veg­línur Sunda­brautar um Gunnu­nes og Álfs­nes muni hafa áhrif á forn­leif­ar. „Vega­gerðin hefur leit­ast við að draga sem mest úr þeim áhrifum með breyt­ingum á veg­línum ein­stakra val­kosta. Allir val­kostir Sunda­brautar fara að ein­hverjum leyti um minja­svæði Glóru, þær forn­minjar eru því í hættu. Gera má ráð fyrir að gerð verði krafa um mót­væg­is­að­gerðir við frek­ari und­ir­bún­ing fram­kvæmda sem geta m.a. falist í ítar­legum forn­leifa­rann­sóknum áður en til fram­kvæmda kemur eins og hefð­bundið er.“

Vega­gerðin segir í bréf­inu, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, að ljóst sé að ekki verði miklir mögu­leikar á breyt­ingum á veg­línu Sunda­brautar um Gunnu­nes og Álfs­nes en að hún muni, í sam­ráði við Reykja­vík­ur­borg, skoða mögu­leika á að minnka áhrif á minja­svæðið við Glóru enn frek­ar. „Vega­gerðin leggst því gegn frið­lýs­ing­unni eins og svæðið er afmarkað og skil­greint i erindi Minja­stofn­un­ar. Vega­gerðin telur að með við­eig­andi mót­væg­is­að­gerðum ásamt breyt­ingum á afmörkun svæð­is­ins sé hægt að ná fram mark­miðum frið­lýs­ing­ar­innar varð­andi menn­ing­ar- og búsetu­lands­lag við Þern­eyj­ar­sund. Þannig sé hægt að kom­ast hjá því að raska áformum um lagn­ingu Sunda­brautar í sam­ræmi við áætl­anir stjórn­valda og skipu­lags­á­ætl­anir Reykja­vík­ur­borg­ar.“

Borgin og Vega­gerðin sama sinnis

Kjarn­inn greindi frá því í sept­em­ber að að Vega­­­gerðin hefði sent bréf til Minja­­­stofn­unar vegna máls­ins í byrjun þess mán­að­ar. Þar var áformum Minja­­­­stofn­unar um frið­­­­lýs­ingu við Þerney og Álfs­­­­nes mót­­­mælt, en gert er ráð fyrir að síð­­­­­­­ari áfangi Sunda­brautar liggi frá Gufu­­­­nesi, um Geld­ing­ar­nes, yfir Leiru­vog, Gunn­u­­­­nes, Álfs­­­­nes og Kolla­­­­fjörð. Orð­rétt sagði í bréf­inu að frið­­lýs­ingin geti „haft veru­­­leg áhrif á lagn­ingu Sunda­braut­­­ar“. 

Auglýsing
Ebba Schram borg­­­ar­lög­­­maður Reykja­vík­­­­­ur­­­borgar sendi í kjöl­farið Minja­­­stofnun bréf með athuga­­­semdum borg­­­ar­innar á ætl­­­aðri frið­­­lýs­ingu.

Í bréf­inu, sem er dag­­­sett 9. sept­­­em­ber, var kallað eftir mati stofn­un­­­ar­innar á því hvort hægt sé að tryggja vernd minja á svæð­inu með öðrum hætti en frið­­­lýs­ing­u. 

Ef áform Minja­­­stofn­unar um frið­­­lýs­ingu yrðu að veru­­­leika þá myndi sú frið­­­lýs­ing, að mati borg­­ar­inn­­ar, ná yfir ætlað vegstæði Sunda­brautar og setja þá fram­­­kvæmd, miðað við þá val­­­kosti sem nú eru til skoð­unar um legu henn­­­ar, í upp­­­­­nám.

Minja­­stofnun Íslands svar­aði því til að áform hennar um frið­­lýs­ingu ætti ekki að hindra lagn­ingu Sunda­braut­­ar. Við gerð frið­­lýs­inga­til­lög­un­­ar, fyrr á árinu, hefði verið tekið til­­lit til þeirra val­­kosta sem lágu fyrir varð­andi lagn­ingu braut­­ar­innar á þann hátt að frið­­lýs­ingin úti­­lok­aði ekki gerð henn­­ar.

Nú er ljóst að Vega­gerðin er að öllu leyti ósam­mála þeirri afstöðu og hefur form­lega lagst gegn frið­lýs­ing­unn­i. 

Sunda­braut verið á dag­­­­skrá í ára­tugi

Ára­tugir eru síðan að Reykja­vík­­­­­­­ur­­­­borg og íslenska ríkið settu fyrst fram áform um að leggja Sunda­braut. Veg­­­­ur­inn hefur raunar verið hluti af aðal­­­­­­­skipu­lagi Reykja­vík­­­­­­­ur­­­­borgar frá árinu 1985 og inni á vega­­­­skrá sem fyr­ir­hug­aður þjóð­­­­vegur frá 1995.

Í sam­­­­göng­u­á­ætlun fyrir árin 2020-2034, sem sam­­­­þykkt var á Alþingi í lok júní síð­­­­ast­lið­ins, er lagn­ing Sunda­brautar inni. Sam­hliða voru sam­­­­þykkt lög sem heimil að Vega­­­­gerðin geti gert samn­ing við einka­að­ila um fjár­­­­­­­mögn­un, fram­­­­kvæmd, við­hald og rekstur Sunda­braut­­­­ar, enda er fram­­­­kvæmdin ekki fjár­­­­­­­mögnuð á sam­­­­göng­u­á­ætl­­­­un. 

Sam­­­­þykkt ofan­­­­greindra laga og sam­­­­göng­u­á­ætl­­­­unar var hluti af stærra sam­komu­lagi um að flýta sam­­­­göng­u­fram­­­­kvæmd­um, meðal ann­­­­ars á for­­­­sendum svo­­­­kall­aðs sam­­­­göngusátt­­­­mála höf­uð­­­­borg­­­­ar­­­­svæð­is­ins sem fjallar um hvernig kostn­að­­­­ar­­­­skipt­ing við stór­fram­­­­kvæmdir þar verður á milli ríkis og sveit­­­­ar­­­­fé­lag­anna sem mynda svæð­ið. Í þeim sátt­­­­mála er þó ekki talað ákveðið um Sunda­braut þurfi að verða að veru­­­­leika held­ur að við end­an­­­­lega útfærslu fram­­­­kvæmda verði „sér­­­­stak­­­­lega hugað að greiðri teng­ingu aðliggj­andi stofn­brauta svo sem Sunda­brautar inn á stofn­brautir höf­uð­­­­borg­­­­ar­­­­svæð­is­ins.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar
Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 30. október 2020
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Segir umfram eigið fé ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda
Bankastjóri Arion banka segir viðskiptavini sína hafið notið góðs af minni álagningum stjórnvalda á bankakerfið og litla tengingu vera á milli þess og umfram eigin fé bankans.
Kjarninn 30. október 2020
Frá aðalmeðferð málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Seðlabankinn sýknaður af kröfum Samherja en þarf að borga Þorsteini Má persónulega
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í dag upp dóm í skaðabótamálum Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra fyrirtækisins á hendur bankanum. Seðlabankinn var sýknaður af kröfu fyrirtækisins, en þarf að borga forstjóranum skaðabætur.
Kjarninn 30. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þetta eru áhyggjur Þórólfs
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tínir til margvísleg áhyggjuefni sín í minnisblaðinu sem liggur til grundvallar hertum samkomutakmörkunum sem eru þær ströngustu í faraldrinum hingað til.
Kjarninn 30. október 2020
Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Tíu manna fjöldatakmarkanir næstu vikur
Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi strax á miðnætti og eiga að gilda til 17. nóvember. Einungis 10 mega koma saman, nema í útförum, matvöruverslunum, apótekum og almenningssamgöngum. Skólar verða áfram opnir.
Kjarninn 30. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent