Vegagerðin leggst gegn friðlýsingu Minjastofnunar á vegstæði Sundabrautar

Átök um legu Sundabrautar hafa tekið á sig harðari mynd. Vegagerðin hefur nú lagst gegn friðlýsingu Minjastofnunar og segir ljóst að allir valkostir Sundabrautar muni setja fornminjar í hættu. Mótvægisaðgerðir gætu náð fram sömu markmiðum.

Uppdráttur sem sýnir afstöðu Sundabrautar og friðlýsingarsvæðisins.
Uppdráttur sem sýnir afstöðu Sundabrautar og friðlýsingarsvæðisins.
Auglýsing

Vega­gerðin leggst gegn frið­lýs­ingu Minja­stofn­unar Íslands við Þerney og Álfs­nes, en gert er ráð fyrir því að síð­­­­­­­ari áfangi Sunda­brautar liggi frá Gufu­­­­nesi, um Geld­ing­ar­nes, yfir Leiru­vog, Gunn­u­­­­nes, Álfs­­­­nes og Kolla­­­­fjörð. 

Í bréfi sem Vega­gerðin sendi Minja­stofn­un, og er dag­sett 25. sept­em­ber síð­ast­lið­inn, segir að ljóst sé að veg­línur Sunda­brautar um Gunnu­nes og Álfs­nes muni hafa áhrif á forn­leif­ar. „Vega­gerðin hefur leit­ast við að draga sem mest úr þeim áhrifum með breyt­ingum á veg­línum ein­stakra val­kosta. Allir val­kostir Sunda­brautar fara að ein­hverjum leyti um minja­svæði Glóru, þær forn­minjar eru því í hættu. Gera má ráð fyrir að gerð verði krafa um mót­væg­is­að­gerðir við frek­ari und­ir­bún­ing fram­kvæmda sem geta m.a. falist í ítar­legum forn­leifa­rann­sóknum áður en til fram­kvæmda kemur eins og hefð­bundið er.“

Vega­gerðin segir í bréf­inu, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, að ljóst sé að ekki verði miklir mögu­leikar á breyt­ingum á veg­línu Sunda­brautar um Gunnu­nes og Álfs­nes en að hún muni, í sam­ráði við Reykja­vík­ur­borg, skoða mögu­leika á að minnka áhrif á minja­svæðið við Glóru enn frek­ar. „Vega­gerðin leggst því gegn frið­lýs­ing­unni eins og svæðið er afmarkað og skil­greint i erindi Minja­stofn­un­ar. Vega­gerðin telur að með við­eig­andi mót­væg­is­að­gerðum ásamt breyt­ingum á afmörkun svæð­is­ins sé hægt að ná fram mark­miðum frið­lýs­ing­ar­innar varð­andi menn­ing­ar- og búsetu­lands­lag við Þern­eyj­ar­sund. Þannig sé hægt að kom­ast hjá því að raska áformum um lagn­ingu Sunda­brautar í sam­ræmi við áætl­anir stjórn­valda og skipu­lags­á­ætl­anir Reykja­vík­ur­borg­ar.“

Borgin og Vega­gerðin sama sinnis

Kjarn­inn greindi frá því í sept­em­ber að að Vega­­­gerðin hefði sent bréf til Minja­­­stofn­unar vegna máls­ins í byrjun þess mán­að­ar. Þar var áformum Minja­­­­stofn­unar um frið­­­­lýs­ingu við Þerney og Álfs­­­­nes mót­­­mælt, en gert er ráð fyrir að síð­­­­­­­ari áfangi Sunda­brautar liggi frá Gufu­­­­nesi, um Geld­ing­ar­nes, yfir Leiru­vog, Gunn­u­­­­nes, Álfs­­­­nes og Kolla­­­­fjörð. Orð­rétt sagði í bréf­inu að frið­­lýs­ingin geti „haft veru­­­leg áhrif á lagn­ingu Sunda­braut­­­ar“. 

Auglýsing
Ebba Schram borg­­­ar­lög­­­maður Reykja­vík­­­­­ur­­­borgar sendi í kjöl­farið Minja­­­stofnun bréf með athuga­­­semdum borg­­­ar­innar á ætl­­­aðri frið­­­lýs­ingu.

Í bréf­inu, sem er dag­­­sett 9. sept­­­em­ber, var kallað eftir mati stofn­un­­­ar­innar á því hvort hægt sé að tryggja vernd minja á svæð­inu með öðrum hætti en frið­­­lýs­ing­u. 

Ef áform Minja­­­stofn­unar um frið­­­lýs­ingu yrðu að veru­­­leika þá myndi sú frið­­­lýs­ing, að mati borg­­ar­inn­­ar, ná yfir ætlað vegstæði Sunda­brautar og setja þá fram­­­kvæmd, miðað við þá val­­­kosti sem nú eru til skoð­unar um legu henn­­­ar, í upp­­­­­nám.

Minja­­stofnun Íslands svar­aði því til að áform hennar um frið­­lýs­ingu ætti ekki að hindra lagn­ingu Sunda­braut­­ar. Við gerð frið­­lýs­inga­til­lög­un­­ar, fyrr á árinu, hefði verið tekið til­­lit til þeirra val­­kosta sem lágu fyrir varð­andi lagn­ingu braut­­ar­innar á þann hátt að frið­­lýs­ingin úti­­lok­aði ekki gerð henn­­ar.

Nú er ljóst að Vega­gerðin er að öllu leyti ósam­mála þeirri afstöðu og hefur form­lega lagst gegn frið­lýs­ing­unn­i. 

Sunda­braut verið á dag­­­­skrá í ára­tugi

Ára­tugir eru síðan að Reykja­vík­­­­­­­ur­­­­borg og íslenska ríkið settu fyrst fram áform um að leggja Sunda­braut. Veg­­­­ur­inn hefur raunar verið hluti af aðal­­­­­­­skipu­lagi Reykja­vík­­­­­­­ur­­­­borgar frá árinu 1985 og inni á vega­­­­skrá sem fyr­ir­hug­aður þjóð­­­­vegur frá 1995.

Í sam­­­­göng­u­á­ætlun fyrir árin 2020-2034, sem sam­­­­þykkt var á Alþingi í lok júní síð­­­­ast­lið­ins, er lagn­ing Sunda­brautar inni. Sam­hliða voru sam­­­­þykkt lög sem heimil að Vega­­­­gerðin geti gert samn­ing við einka­að­ila um fjár­­­­­­­mögn­un, fram­­­­kvæmd, við­hald og rekstur Sunda­braut­­­­ar, enda er fram­­­­kvæmdin ekki fjár­­­­­­­mögnuð á sam­­­­göng­u­á­ætl­­­­un. 

Sam­­­­þykkt ofan­­­­greindra laga og sam­­­­göng­u­á­ætl­­­­unar var hluti af stærra sam­komu­lagi um að flýta sam­­­­göng­u­fram­­­­kvæmd­um, meðal ann­­­­ars á for­­­­sendum svo­­­­kall­aðs sam­­­­göngusátt­­­­mála höf­uð­­­­borg­­­­ar­­­­svæð­is­ins sem fjallar um hvernig kostn­að­­­­ar­­­­skipt­ing við stór­fram­­­­kvæmdir þar verður á milli ríkis og sveit­­­­ar­­­­fé­lag­anna sem mynda svæð­ið. Í þeim sátt­­­­mála er þó ekki talað ákveðið um Sunda­braut þurfi að verða að veru­­­­leika held­ur að við end­an­­­­lega útfærslu fram­­­­kvæmda verði „sér­­­­stak­­­­lega hugað að greiðri teng­ingu aðliggj­andi stofn­brauta svo sem Sunda­brautar inn á stofn­brautir höf­uð­­­­borg­­­­ar­­­­svæð­is­ins.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Talið er að hátt í 200 þúsund manns hafi atkvæðisrétt í formannsslag Íhaldsflokksins, eða sem nemur 0,3 prósentum af bresku þjóðinni.
Núll komma þrjú prósent sem öllu ráða
Eftir tæpan mánuð kemur í ljós hver verður næsti forsætisráðherra Bretlands. Liz Truss hefur forystu í skoðanakönnunum. Hópurinn sem hefur atkvæðisrétt í formannskjöri Íhaldsflokksins er nokkuð frábrugðinn hinum almenna kjósanda, að meðaltali.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Erfitt að gera stjórnarsáttmálann – Hélt á einum tímapunkti að viðræðum yrði hætt
Formaður Sjálfstæðisflokksins sér ekkert sem ráðuneyti hans hefði getað gert öðruvísi við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann vill halda áfram með söluna og selja hlut í Landsbankanum þegar uppgjöri við skýrslu Ríkisendurskoðunar er lokið.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þrír sóttu um að verða dómari við MDE – Oddný sú eina sem sótti um aftur
Nefnd á vegum forsætisráðherra mat þrjá umsækjendur um dómaraembætti við Mannréttindadómstól Evrópu hæfa fyrr á þessu ári. Tveir drógu umsókn sína til baka og auglýsa þurfti embættið aftur.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Gunnar Einarsson, formaður framkvæmdanefndarinnar, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.
Fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar formaður framkvæmdanefndar um þjóðarhöll
Ný þjóðarhöll í innanhúsíþróttum á að rísa í Laugardal fyrir lok árs 2025. Framkvæmdanefnd hefur verið skipuð og tók til starfa í dag. Höllin á að stórbæta umgjörð landsliða og tryggja Þrótti og Ármann „fyrsta flokks aðstöðu.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir.
Sólveig Anna segir uppsögn Drífu tímabæra og að hún hafi myndað blokk með efri millistétt
Formaður Eflingar segir uppruna, bakland og stuðningshópa Drífu Snædal hafa verið í stofnana-pólitík og í íhaldsarmi verkalýðshreyfingarinnar. Vinnubrögð hennar hafi verið lokuð, andlýðræðisleg og vakið gagnrýni, langt út fyrir raðir VR og Eflingar.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal segir af sér embætti forseta ASÍ
Forseti ASÍ segir að átök innan sambandsins hafi verið óbærileg og dregið úr vinnugleði og baráttuanda. „Þegar við bætast ákvarðanir og áherslur einstakra stéttarfélaga sem fara þvert gegn minni sannfæringu er ljóst að mér er ekki til setunnar boðið.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að yfirgefa niðurrifsstjórnmálin til að hlusta á þá sem hugsa ekki eins
Kjarninn 10. ágúst 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Kjósendur Vinstri grænna hafa miklar áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi
Skiptar skoðanir eru um aukna samþjöppun í sjávarútvegi hjá kjósendum stjórnarflokkanna. Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafa minni áhyggjur en meiri af henni.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent