Vegagerðin leggst gegn friðlýsingu Minjastofnunar á vegstæði Sundabrautar

Átök um legu Sundabrautar hafa tekið á sig harðari mynd. Vegagerðin hefur nú lagst gegn friðlýsingu Minjastofnunar og segir ljóst að allir valkostir Sundabrautar muni setja fornminjar í hættu. Mótvægisaðgerðir gætu náð fram sömu markmiðum.

Uppdráttur sem sýnir afstöðu Sundabrautar og friðlýsingarsvæðisins.
Uppdráttur sem sýnir afstöðu Sundabrautar og friðlýsingarsvæðisins.
Auglýsing

Vegagerðin leggst gegn friðlýsingu Minjastofnunar Íslands við Þerney og Álfsnes, en gert er ráð fyrir því að síð­­­­­ari áfangi Sunda­brautar liggi frá Gufu­­­nesi, um Geldingarnes, yfir Leiru­vog, Gunn­u­­­nes, Álfs­­­nes og Kolla­­­fjörð. 

Í bréfi sem Vegagerðin sendi Minjastofnun, og er dagsett 25. september síðastliðinn, segir að ljóst sé að veglínur Sundabrautar um Gunnunes og Álfsnes muni hafa áhrif á fornleifar. „Vegagerðin hefur leitast við að draga sem mest úr þeim áhrifum með breytingum á veglínum einstakra valkosta. Allir valkostir Sundabrautar fara að einhverjum leyti um minjasvæði Glóru, þær fornminjar eru því í hættu. Gera má ráð fyrir að gerð verði krafa um mótvægisaðgerðir við frekari undirbúning framkvæmda sem geta m.a. falist í ítarlegum fornleifarannsóknum áður en til framkvæmda kemur eins og hefðbundið er.“

Vegagerðin segir í bréfinu, sem Kjarninn hefur undir höndum, að ljóst sé að ekki verði miklir möguleikar á breytingum á veglínu Sundabrautar um Gunnunes og Álfsnes en að hún muni, í samráði við Reykjavíkurborg, skoða möguleika á að minnka áhrif á minjasvæðið við Glóru enn frekar. „Vegagerðin leggst því gegn friðlýsingunni eins og svæðið er afmarkað og skilgreint i erindi Minjastofnunar. Vegagerðin telur að með viðeigandi mótvægisaðgerðum ásamt breytingum á afmörkun svæðisins sé hægt að ná fram markmiðum friðlýsingarinnar varðandi menningar- og búsetulandslag við Þerneyjarsund. Þannig sé hægt að komast hjá því að raska áformum um lagningu Sundabrautar í samræmi við áætlanir stjórnvalda og skipulagsáætlanir Reykjavíkurborgar.“

Borgin og Vegagerðin sama sinnis

Kjarninn greindi frá því í september að að Vega­­gerðin hefði sent bréf til Minja­­stofn­unar vegna máls­ins í byrjun þess mánaðar. Þar var áformum Minja­­­stofn­unar um frið­­­lýs­ingu við Þerney og Álfs­­­nes mót­­mælt, en gert er ráð fyrir að síð­­­­­ari áfangi Sunda­brautar liggi frá Gufu­­­nesi, um Geldingarnes, yfir Leiru­vog, Gunn­u­­­nes, Álfs­­­nes og Kolla­­­fjörð. Orð­rétt sagði í bréf­inu að frið­lýs­ingin geti „haft veru­­leg áhrif á lagn­ingu Sunda­braut­­ar“. 

Auglýsing
Ebba Schram borg­­ar­lög­­maður Reykja­vík­­­ur­­borgar sendi í kjöl­farið Minja­­stofnun bréf með athuga­­semdum borg­­ar­innar á ætl­­aðri frið­­lýs­ingu.

Í bréf­inu, sem er dag­­sett 9. sept­­em­ber, var kallað eftir mati stofn­un­­ar­innar á því hvort hægt sé að tryggja vernd minja á svæð­inu með öðrum hætti en frið­­lýs­ingu. 

Ef áform Minja­­stofn­unar um frið­­lýs­ingu yrðu að veru­­leika þá myndi sú frið­­lýs­ing, að mati borg­ar­inn­ar, ná yfir ætlað vegstæði Sunda­brautar og setja þá fram­­kvæmd, miðað við þá val­­kosti sem nú eru til skoð­unar um legu henn­­ar, í upp­­­nám.

Minja­stofnun Íslands svaraði því til að áform hennar um frið­lýs­ingu ætti ekki að hindra lagn­ingu Sunda­braut­ar. Við gerð frið­lýs­inga­til­lög­un­ar, fyrr á árinu, hefði verið tekið til­lit til þeirra val­kosta sem lágu fyrir varð­andi lagn­ingu braut­ar­innar á þann hátt að frið­lýs­ingin úti­lok­aði ekki gerð henn­ar.

Nú er ljóst að Vegagerðin er að öllu leyti ósammála þeirri afstöðu og hefur formlega lagst gegn friðlýsingunni. 

Sunda­braut verið á dag­­­skrá í ára­tugi

Ára­tugir eru síðan að Reykja­vík­­­­­ur­­­borg og íslenska ríkið settu fyrst fram áform um að leggja Sunda­braut. Veg­­­ur­inn hefur raunar verið hluti af aðal­­­­­skipu­lagi Reykja­vík­­­­­ur­­­borgar frá árinu 1985 og inni á vega­­­skrá sem fyr­ir­hug­aður þjóð­­­vegur frá 1995.

Í sam­­­göng­u­á­ætlun fyrir árin 2020-2034, sem sam­­­þykkt var á Alþingi í lok júní síð­­­ast­lið­ins, er lagn­ing Sunda­brautar inni. Sam­hliða voru sam­­­þykkt lög sem heimil að Vega­­­gerðin geti gert samn­ing við einka­að­ila um fjár­­­­­mögn­un, fram­­­kvæmd, við­hald og rekstur Sunda­braut­­­ar, enda er fram­­­kvæmdin ekki fjár­­­­­mögnuð á sam­­­göng­u­á­ætl­­­un. 

Sam­­­þykkt ofan­­­greindra laga og sam­­­göng­u­á­ætl­­­unar var hluti af stærra sam­komu­lagi um að flýta sam­­­göng­u­fram­­­kvæmd­um, meðal ann­­­ars á for­­­sendum svo­­­kall­aðs sam­­­göngusátt­­­mála höf­uð­­­borg­­­ar­­­svæð­is­ins sem fjallar um hvernig kostn­að­­­ar­­­skipt­ing við stór­fram­­­kvæmdir þar verður á milli ríkis og sveit­­­ar­­­fé­lag­anna sem mynda svæð­ið. Í þeim sátt­­­mála er þó ekki talað ákveðið um Sunda­braut þurfi að verða að veru­­­leika held­ur að við end­an­­­lega útfærslu fram­­­kvæmda verði „sér­­­stak­­­lega hugað að greiðri teng­ingu aðliggj­andi stofn­brauta svo sem Sunda­brautar inn á stofn­brautir höf­uð­­­borg­­­ar­­­svæð­is­ins.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent