Borgin vill láta kanna að falla frá friðlýsingu sem gæti hindrað lagningu Sundabrautar

Borgarlögmaður hefur sent Minjastofnun Íslands bréf þar sem óskað er eftir því að kannað verði hvort hægt sé að vernda minjar á ætluðu vegstæði Sundabrautar með öðrum hætti en friðlýsingu. Verði friðlýsingin að veruleika er lagning Sundabrautar í uppnámi.

Dagur B. Eggertsson, er borgarstjóri í Reykjavík. Umsögn borgarinnar um tilögu Minjastofnunar var lögð fram á fundi borgarráðs í gær.
Dagur B. Eggertsson, er borgarstjóri í Reykjavík. Umsögn borgarinnar um tilögu Minjastofnunar var lögð fram á fundi borgarráðs í gær.
Auglýsing

Ebba Schram borgarlögmaður Reykjavíkurborgar hefur sent Minjastofnun Íslands með athugasemdum borgarinnar á ætlaðri friðlýsingu menningar- og búsetulandslanfs við Þerneyjarsund, í Þerney og á Álfsnesi.

Í bréfinu, sem er dagsett 9. september, er kallað eftir mati stofnunarinnar á því hvort hægt sé að tryggja vernd minja á svæðinu með öðrum hætti en friðlýsingu. Borgarlögmaður segir að mikilvægt sé að slíkt mat fari fram með hliðsjón af því að um sé að ræða verulega fjárhagslega hagsmuni og stjórnarskrárvarinn eignarétt annars vegna Reykjavíkurborgar og hins vegar fyrirtækisins Björgunar ehf., sem hefur í hyggju að byggja upp frekari starfsemi innan athafnasvæðis fyrirtækisins sem friðlýsingin myndi ná til.

Ef áform Minjastofnunar Íslands um friðlýsingu verða að veruleika þá mun sú friðlýsing ná yfir ætlað vegstæði Sundabrautar og setja þá framkvæmd, miðað við þá valkosti sem nú eru til skoðunar um legu hennar, í uppnám.

Kjarninn greindi frá því í gær að Vegagerðin hefði sent bréf til Minjastofnunar vegna málsins 1. september síðastliðinn. 

Þar er áformum Minja­stofn­unar um frið­lýs­ingu við Þerney og Álfs­nes mótmælt, en gert er ráð fyrir að síð­ari áfangi Sunda­brautar liggi frá Gufu­nesi, um Geldingarnes, yfir Leiru­vog, Gunnu­nes, Álfs­nes og Kolla­fjörð.

Sunda­braut verið á dag­skrá í ára­tugi

Ára­tugir eru síðan að Reykja­vík­ur­borg og íslenska ríkið settu fyrst fram áform um að leggja Sunda­braut. Veg­ur­inn hefur raunar verið hluti af aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur­borgar frá árinu 1985 og inni á vega­skrá sem fyr­ir­hug­aður þjóð­vegur frá 1995.

Auglýsing
Í sam­göngu­á­ætlun fyrir árin 2020-2034, sem sam­þykkt var á Alþingi í lok júní síð­ast­lið­ins, er lagn­ing Sunda­brautar inni. Sam­hliða voru sam­þykkt lög sem heimil að Vega­gerðin geti gert samn­ing við einka­að­ila um fjár­mögn­un, fram­kvæmd, við­hald og rekstur Sunda­braut­ar, enda er fram­kvæmdin ekki fjár­mögnuð á sam­göngu­á­ætl­un. 

Sam­þykkt ofan­greindra laga og sam­göngu­á­ætl­unar var hluti af stærra sam­komu­lagi um að flýta sam­göngu­fram­kvæmd­um, meðal ann­ars á for­sendum svo­kall­aðs sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sem fjallar um hvernig kostn­að­ar­skipt­ing við stór­fram­kvæmdir þar verður á milli ríkis og sveit­ar­fé­lag­anna sem mynda svæð­ið. Í þeim sátt­mála er þó ekki talað ákveðið um Sunda­braut þurfi að verða að veru­leika held­ur að við end­an­lega útfærslu fram­kvæmda verði „sér­stak­lega hugað að greiðri teng­ingu aðliggj­andi stofn­brauta svo sem Sunda­brautar inn á stofn­brautir höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent