Borgin vill láta kanna að falla frá friðlýsingu sem gæti hindrað lagningu Sundabrautar

Borgarlögmaður hefur sent Minjastofnun Íslands bréf þar sem óskað er eftir því að kannað verði hvort hægt sé að vernda minjar á ætluðu vegstæði Sundabrautar með öðrum hætti en friðlýsingu. Verði friðlýsingin að veruleika er lagning Sundabrautar í uppnámi.

Dagur B. Eggertsson, er borgarstjóri í Reykjavík. Umsögn borgarinnar um tilögu Minjastofnunar var lögð fram á fundi borgarráðs í gær.
Dagur B. Eggertsson, er borgarstjóri í Reykjavík. Umsögn borgarinnar um tilögu Minjastofnunar var lögð fram á fundi borgarráðs í gær.
Auglýsing

Ebba Schram borgarlögmaður Reykjavíkurborgar hefur sent Minjastofnun Íslands með athugasemdum borgarinnar á ætlaðri friðlýsingu menningar- og búsetulandslanfs við Þerneyjarsund, í Þerney og á Álfsnesi.

Í bréfinu, sem er dagsett 9. september, er kallað eftir mati stofnunarinnar á því hvort hægt sé að tryggja vernd minja á svæðinu með öðrum hætti en friðlýsingu. Borgarlögmaður segir að mikilvægt sé að slíkt mat fari fram með hliðsjón af því að um sé að ræða verulega fjárhagslega hagsmuni og stjórnarskrárvarinn eignarétt annars vegna Reykjavíkurborgar og hins vegar fyrirtækisins Björgunar ehf., sem hefur í hyggju að byggja upp frekari starfsemi innan athafnasvæðis fyrirtækisins sem friðlýsingin myndi ná til.

Ef áform Minjastofnunar Íslands um friðlýsingu verða að veruleika þá mun sú friðlýsing ná yfir ætlað vegstæði Sundabrautar og setja þá framkvæmd, miðað við þá valkosti sem nú eru til skoðunar um legu hennar, í uppnám.

Kjarninn greindi frá því í gær að Vegagerðin hefði sent bréf til Minjastofnunar vegna málsins 1. september síðastliðinn. 

Þar er áformum Minja­stofn­unar um frið­lýs­ingu við Þerney og Álfs­nes mótmælt, en gert er ráð fyrir að síð­ari áfangi Sunda­brautar liggi frá Gufu­nesi, um Geldingarnes, yfir Leiru­vog, Gunnu­nes, Álfs­nes og Kolla­fjörð.

Sunda­braut verið á dag­skrá í ára­tugi

Ára­tugir eru síðan að Reykja­vík­ur­borg og íslenska ríkið settu fyrst fram áform um að leggja Sunda­braut. Veg­ur­inn hefur raunar verið hluti af aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur­borgar frá árinu 1985 og inni á vega­skrá sem fyr­ir­hug­aður þjóð­vegur frá 1995.

Auglýsing
Í sam­göngu­á­ætlun fyrir árin 2020-2034, sem sam­þykkt var á Alþingi í lok júní síð­ast­lið­ins, er lagn­ing Sunda­brautar inni. Sam­hliða voru sam­þykkt lög sem heimil að Vega­gerðin geti gert samn­ing við einka­að­ila um fjár­mögn­un, fram­kvæmd, við­hald og rekstur Sunda­braut­ar, enda er fram­kvæmdin ekki fjár­mögnuð á sam­göngu­á­ætl­un. 

Sam­þykkt ofan­greindra laga og sam­göngu­á­ætl­unar var hluti af stærra sam­komu­lagi um að flýta sam­göngu­fram­kvæmd­um, meðal ann­ars á for­sendum svo­kall­aðs sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sem fjallar um hvernig kostn­að­ar­skipt­ing við stór­fram­kvæmdir þar verður á milli ríkis og sveit­ar­fé­lag­anna sem mynda svæð­ið. Í þeim sátt­mála er þó ekki talað ákveðið um Sunda­braut þurfi að verða að veru­leika held­ur að við end­an­lega útfærslu fram­kvæmda verði „sér­stak­lega hugað að greiðri teng­ingu aðliggj­andi stofn­brauta svo sem Sunda­brautar inn á stofn­brautir höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er erfitt að ímynda sér að það snjói í Brasilíu en snjókoma er eflaust algengari þar en ætla mætti. Þessi mynd er tekin eftir snjókomu í Brasilíu í ágúst árið 2020
Snjór fellur í Brasilíu
Sumir íbúar í syðsta héraði Brasilíu hafa tekið snjónum fagnandi enda ekki á hverjum degi sem þar snjóar. Bændur gætu aftur á móti átt von á lakari uppskeru og verð á hrávörumörkuðum hefur hækkað í kjölfar kuldakastsins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Landspítalinn er á hættustigi vegna kórónuveirufaraldursins.
Sjúklingur á krabbameinsdeild reyndist ekki með COVID
Sjúklingur og starfsmaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans, sem sagt var frá í gær að hefðu greinst með COVID-19 reyndust ekki smitaðir af kórónuveirunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Óli varð efstur í forvali VG í Norðausturkjördæmi en Bjarkey Olsen í öðru.
Óli Halldórsson hættur við að leiða lista VG í Norðausturkjördæmi
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Óli Halldórsson færist niður í þriðja sætið en hann stígur til hliðar úr oddvitasætinu vegna veikinda í fjölskyldunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Um 85 prósent Íslendinga sextán ára og eldri eru bólusett
Fjórðungur smitaðra óbólusettur
Að minnsta kosti 255 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi á þremur vikum. Tæplega 750 smit, um 72 prósent, eru hjá fullbólusettum.
Kjarninn 30. júlí 2021
Þessir frambjóðendur skipa sjö efstu sæti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
María Pétursdóttir og Þór Saari leiða sósíalista í Suðvesturkjördæmi
María hefur starfað innan Sósíalistaflokksins í fjögur ár sem formaður Málefnastjórnar. Raðað er á lista flokksins af hópi flokksfélaga sem hefur verið slembivalinn.
Kjarninn 30. júlí 2021
Ísland og Ísrael örva bólusetta
Á Íslandi og í Ísrael er bólusetningarhlutfall með því hæsta sem fyrirfinnst á jörðu. Bæði löndin sáu smit nær þurrkast út en rísa svo í hæstu hæðir á ný. Og nú hafa þau, sama daginn, ákveðið að gefa þegar bólusettum borgurum örvunarskammt.
Kjarninn 30. júlí 2021
Stóru bankarnir þrír fækkuðu allir í starfsliði sínu á fyrstu sex mánuðum ársins.
Starfsmönnum stóru bankanna fækkaði um rúmlega 80 á fyrri helmingi árs
Í lok júní störfuðu 2.167 manns hjá stóru viðskiptabönkunum þremur, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Samanlagður hagnaður bankanna nam 37 milljörðum á fyrstu 6 mánuðum ársins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent