Friðlýsingaráform Minjastofnunar setja lagningu Sundabrautar í uppnám

Vegagerðin hefur sent Minjastofnun Íslands bréf og óskað eftir fundi. Ástæðan er sú að áform hennar um friðlýsingu meðal annars í Álfsnesi geta haft veruleg áhrif á lagningu Sundabrautar, þar sem svæðið er á ætluðu vegstæði Sundabrautar.

Tveir valkostir eru nú vegnir og metnir af starfshópi Vegagerðar, Reykjavíkur, SSH og Faxaflóahafna. Annar er jarðgöng, hinn lágbrú.
Tveir valkostir eru nú vegnir og metnir af starfshópi Vegagerðar, Reykjavíkur, SSH og Faxaflóahafna. Annar er jarðgöng, hinn lágbrú.
Auglýsing

Áform Minja­stofn­unar um að frið­lýs­ingu við Þern­eyj­ar­sund, í Þerney og í Álfs­nesi geta „haft veru­leg áhrif á lagn­ingu Sunda­braut­ar“. Þetta kemur fram í bréfi sem Vega­gerðin sendi til Minja­stofn­unar Íslands 1. sept­em­ber síð­ast­lið­inn og Kjarn­inn hefur undir hönd­um.

Ástæða bréfa­send­ing­ar­innar eru áform Minja­stofn­unar Íslands um frið­lýs­ingu við Þerney og Álfs­nes, en á meðal þess svæðis sem stendur til að frið­lýsa er ætlað vegstæði Sunda­braut­ar. Gert er ráð fyrir að síð­ari áfangi Sunda­brautar liggi frá Gufu­nesi, um Geld­ing­ar­nes, yfir Leiru­vog, Gunnu­nes, Álfs­nes og Kolla­fjörð.

Með öðrum orð­um: Ef af frið­lýs­ing­unni verður þá mun ekki vera hægt að leggja Sunda­braut. 

Í bréfi Vega­gerð­ar­innar segir að hún hefði kosið að Minja­stofnun hefði litið á Vega­gerð­ina sem hags­muna­að­ila varð­andi frið­lýs­ing­ar­á­formin og óskað eftir form­legri umsögn áður en ákvörðun yrði tek­in. „Vega­gerðin gerir því athuga­semdir við áformin og óskar eftir fundi með full­trúum Minja­stofn­unar áður en lengra er hald­ið.“ 

Auglýsing
Samkvæmt heim­ildum Kjarn­ans stendur til að and­mæli Reykja­vík­ur­borgar vegna áforma Minja­stofn­unar verði opin­ber síðar í dag. 

Sunda­braut verið á dag­skrá í ára­tugi

Ára­tugir eru síðan að Reykja­vík­ur­borg og íslenska ríkið settu fyrst fram áform um að leggja Sunda­braut. Veg­ur­inn hefur raunar verið hluti af aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur­borgar frá árinu 1985 og inni á vega­skrá sem fyr­ir­hug­aður þjóð­vegur frá 1995.

Í sam­göngu­á­ætlun fyrir árin 2020-2034, sem sam­þykkt var á Alþingi í lok júní síð­ast­lið­ins, er lagn­ing Sunda­brautar inni. Sam­hliða voru sam­þykkt lög sem heimil að Vega­gerðin geti gert samn­ing við einka­að­ila um fjár­mögn­un, fram­kvæmd, við­hald og rekstur Sunda­braut­ar, enda er fram­kvæmdin ekki fjár­mögnuð á sam­göngu­á­ætl­un. 

Sam­þykkt ofan­greindra laga og sam­göngu­á­ætl­unar var hluti af stærra sam­komu­lagi um að flýta sam­göngu­fram­kvæmd­um, meðal ann­ars á for­sendum svo­kall­aðs sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sem fjallar um hvernig kostn­að­ar­skipt­ing við stór­fram­kvæmdir þar verður á milli ríkis og sveit­ar­fé­lag­anna sem mynda svæð­ið. Í þeim sátt­mála er þó ekki talað ákveðið um Sunda­braut þurfi að verða að veru­leika held­ur að við end­an­lega útfærslu fram­kvæmda verði „sér­stak­lega hugað að greiðri teng­ingu aðliggj­andi stofn­brauta svo sem Sunda­brautar inn á stofn­brautir höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.“ 

Ekki hægt að velja verk­efni eins og upp úr konfekt­kassa

Lyk­il­breyta í að fram­kvæma efn­is­þætti þess sátt­mála var sam­þykkt laga sem heim­ila stofnun opin­bers hluta­fé­lags um upp­bygg­ingu sam­göngu­inn­viða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem verður í sam­eign rík­is­ins og sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, en slíkt hluta­fé­lag á til dæmis að fjár­magna lagn­ingu Borg­ar­línu.

­Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, tjáði sig um sam­göngu­úr­bætur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í við­tali við Morg­un­blaðið í byrjun þessa mán­að­ar, þar sem Borg­ar­lína og lagn­ing Sunda­brautar eru í aðal­hlut­verki. 

Þar var hann spurður hvort að sam­göngusátt­máli höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins myndi falla úr gildi ef Reykja­vík­ur­borg myndi ekki standa við sinn hluta um lagn­ingu Sunda­braut­ar. Bjarni svar­aði því til að það væri of mikið sagt að slík­­ar van­efnd­ir væru þegar fram komn­­ar. „En punkt­­ur­inn er rétt­­ur. Það get­ur ekki verið þannig að menn velji sér ein­­stök verk­efni eins og upp úr kon­fekt­­kassa en hirði ekki um önn­ur[...]Þessu fé­lagi verður komið á fót á næstu vik­um og þá fær­ist umræðan inn í þetta fé­lag, þó hún lifi auð­vitað áfram inni í þing­inu. En ef það strand­ar á ein­­stök­um verk­efn­um í sátt­­mál­an­um, nú þá er hann strand.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Verðbólgan komin upp í 3,5 prósent
Verðbólgan í september er sú hæsta sem mælst hefur á árinu og hefur nú náð svipuðum hæðum og í fyrra.
Kjarninn 29. september 2020
Fjármagnstekjur ríkustu tíundarinnar voru 100 milljarðar í fyrra
Fjármagnstekjur Íslendinga voru tæplega 142 milljarðar króna í fyrra. Skattur af þeim er umtalsvert lægri en af launatekjum. Rúmlega 70 prósent af öllum fjármagnstekjum fóru til ríkustu tíu prósents landsmanna.
Kjarninn 29. september 2020
Framboðslisti Miðflokksins í Múlaþingi. Sigurður er í aftari röð, þriðji frá vinstri, en Þröstur er í fremri röð, þriðji frá hægri..
Ósanngjarnt að „þurfa að svara fyrir fyllerísröfl Gunnars Braga Sveinssonar“
Miðflokksmenn í Múlaþingi, nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, telja að Klausturmálið hafi spillt fyrir sér í nýafstaðinni kosningabaráttu. Oddvitinn segir vaxandi guðleysi í þjóðfélaginu leiða til aukinnar dómhörku, sem sé að verða stórvandamál.
Kjarninn 29. september 2020
Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír mælast með meira fylgi en ríkisstjórnin
Ný könnun sýnir að Samfylking, Píratar og Viðreisn eru með meira sameiginlegt fylgi en Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn. Ekki yrði hægt að mynda þriggja flokka stjórn án þess að bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sætu í henni.
Kjarninn 29. september 2020
Eftir samrunan er búist við að TM verði dótturfélag Kviku.
Samrunaviðræður Kviku og TM hafnar
Stjórnir Kviku banka og TM hafa samþykkt að hefja viðræður um sameiningu félaganna tveggja.
Kjarninn 28. september 2020
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Ardern vill fresta lokun álvers Rio Tinto með ríkisstuðningi
Forsætisráðherra Nýja-Sjálands er tilbúin að niðurgreiða rafmagn til Rio Tinto til þess að seinka lokun álvers á þeirra vegum þar í landi, nái hún kjöri í næstu kosningum.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent