Friðlýsingaráform Minjastofnunar setja lagningu Sundabrautar í uppnám

Vegagerðin hefur sent Minjastofnun Íslands bréf og óskað eftir fundi. Ástæðan er sú að áform hennar um friðlýsingu meðal annars í Álfsnesi geta haft veruleg áhrif á lagningu Sundabrautar, þar sem svæðið er á ætluðu vegstæði Sundabrautar.

Tveir valkostir eru nú vegnir og metnir af starfshópi Vegagerðar, Reykjavíkur, SSH og Faxaflóahafna. Annar er jarðgöng, hinn lágbrú.
Tveir valkostir eru nú vegnir og metnir af starfshópi Vegagerðar, Reykjavíkur, SSH og Faxaflóahafna. Annar er jarðgöng, hinn lágbrú.
Auglýsing

Áform Minja­stofn­unar um að frið­lýs­ingu við Þern­eyj­ar­sund, í Þerney og í Álfs­nesi geta „haft veru­leg áhrif á lagn­ingu Sunda­braut­ar“. Þetta kemur fram í bréfi sem Vega­gerðin sendi til Minja­stofn­unar Íslands 1. sept­em­ber síð­ast­lið­inn og Kjarn­inn hefur undir hönd­um.

Ástæða bréfa­send­ing­ar­innar eru áform Minja­stofn­unar Íslands um frið­lýs­ingu við Þerney og Álfs­nes, en á meðal þess svæðis sem stendur til að frið­lýsa er ætlað vegstæði Sunda­braut­ar. Gert er ráð fyrir að síð­ari áfangi Sunda­brautar liggi frá Gufu­nesi, um Geld­ing­ar­nes, yfir Leiru­vog, Gunnu­nes, Álfs­nes og Kolla­fjörð.

Með öðrum orð­um: Ef af frið­lýs­ing­unni verður þá mun ekki vera hægt að leggja Sunda­braut. 

Í bréfi Vega­gerð­ar­innar segir að hún hefði kosið að Minja­stofnun hefði litið á Vega­gerð­ina sem hags­muna­að­ila varð­andi frið­lýs­ing­ar­á­formin og óskað eftir form­legri umsögn áður en ákvörðun yrði tek­in. „Vega­gerðin gerir því athuga­semdir við áformin og óskar eftir fundi með full­trúum Minja­stofn­unar áður en lengra er hald­ið.“ 

Auglýsing
Samkvæmt heim­ildum Kjarn­ans stendur til að and­mæli Reykja­vík­ur­borgar vegna áforma Minja­stofn­unar verði opin­ber síðar í dag. 

Sunda­braut verið á dag­skrá í ára­tugi

Ára­tugir eru síðan að Reykja­vík­ur­borg og íslenska ríkið settu fyrst fram áform um að leggja Sunda­braut. Veg­ur­inn hefur raunar verið hluti af aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur­borgar frá árinu 1985 og inni á vega­skrá sem fyr­ir­hug­aður þjóð­vegur frá 1995.

Í sam­göngu­á­ætlun fyrir árin 2020-2034, sem sam­þykkt var á Alþingi í lok júní síð­ast­lið­ins, er lagn­ing Sunda­brautar inni. Sam­hliða voru sam­þykkt lög sem heimil að Vega­gerðin geti gert samn­ing við einka­að­ila um fjár­mögn­un, fram­kvæmd, við­hald og rekstur Sunda­braut­ar, enda er fram­kvæmdin ekki fjár­mögnuð á sam­göngu­á­ætl­un. 

Sam­þykkt ofan­greindra laga og sam­göngu­á­ætl­unar var hluti af stærra sam­komu­lagi um að flýta sam­göngu­fram­kvæmd­um, meðal ann­ars á for­sendum svo­kall­aðs sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sem fjallar um hvernig kostn­að­ar­skipt­ing við stór­fram­kvæmdir þar verður á milli ríkis og sveit­ar­fé­lag­anna sem mynda svæð­ið. Í þeim sátt­mála er þó ekki talað ákveðið um Sunda­braut þurfi að verða að veru­leika held­ur að við end­an­lega útfærslu fram­kvæmda verði „sér­stak­lega hugað að greiðri teng­ingu aðliggj­andi stofn­brauta svo sem Sunda­brautar inn á stofn­brautir höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.“ 

Ekki hægt að velja verk­efni eins og upp úr konfekt­kassa

Lyk­il­breyta í að fram­kvæma efn­is­þætti þess sátt­mála var sam­þykkt laga sem heim­ila stofnun opin­bers hluta­fé­lags um upp­bygg­ingu sam­göngu­inn­viða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem verður í sam­eign rík­is­ins og sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, en slíkt hluta­fé­lag á til dæmis að fjár­magna lagn­ingu Borg­ar­línu.

­Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, tjáði sig um sam­göngu­úr­bætur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í við­tali við Morg­un­blaðið í byrjun þessa mán­að­ar, þar sem Borg­ar­lína og lagn­ing Sunda­brautar eru í aðal­hlut­verki. 

Þar var hann spurður hvort að sam­göngusátt­máli höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins myndi falla úr gildi ef Reykja­vík­ur­borg myndi ekki standa við sinn hluta um lagn­ingu Sunda­braut­ar. Bjarni svar­aði því til að það væri of mikið sagt að slík­­ar van­efnd­ir væru þegar fram komn­­ar. „En punkt­­ur­inn er rétt­­ur. Það get­ur ekki verið þannig að menn velji sér ein­­stök verk­efni eins og upp úr kon­fekt­­kassa en hirði ekki um önn­ur[...]Þessu fé­lagi verður komið á fót á næstu vik­um og þá fær­ist umræðan inn í þetta fé­lag, þó hún lifi auð­vitað áfram inni í þing­inu. En ef það strand­ar á ein­­stök­um verk­efn­um í sátt­­mál­an­um, nú þá er hann strand.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, á kynningarfundi á uppgjöri félagsins í gær.
Hluthafafundur Síldarvinnslunnar samþykkti kaupin á Vísi
Hlutabréf í Síldarvinnslunni hafa rokið upp á síðustu vikum. Sá hlutur sem systkinin úr Grindavík sem eiga Vísi í dag munu fá fyrir að selja útgerðina til Síldarvinnslunnar hefur hækkað um 3,7 milljarða króna í virði á rúmum mánuði.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir tilkynnti um formannsframboð sitt í Iðnó í dag.
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent