Friðlýsingaráform Minjastofnunar setja lagningu Sundabrautar í uppnám

Vegagerðin hefur sent Minjastofnun Íslands bréf og óskað eftir fundi. Ástæðan er sú að áform hennar um friðlýsingu meðal annars í Álfsnesi geta haft veruleg áhrif á lagningu Sundabrautar, þar sem svæðið er á ætluðu vegstæði Sundabrautar.

Tveir valkostir eru nú vegnir og metnir af starfshópi Vegagerðar, Reykjavíkur, SSH og Faxaflóahafna. Annar er jarðgöng, hinn lágbrú.
Tveir valkostir eru nú vegnir og metnir af starfshópi Vegagerðar, Reykjavíkur, SSH og Faxaflóahafna. Annar er jarðgöng, hinn lágbrú.
Auglýsing

Áform Minja­stofn­unar um að frið­lýs­ingu við Þern­eyj­ar­sund, í Þerney og í Álfs­nesi geta „haft veru­leg áhrif á lagn­ingu Sunda­braut­ar“. Þetta kemur fram í bréfi sem Vega­gerðin sendi til Minja­stofn­unar Íslands 1. sept­em­ber síð­ast­lið­inn og Kjarn­inn hefur undir hönd­um.

Ástæða bréfa­send­ing­ar­innar eru áform Minja­stofn­unar Íslands um frið­lýs­ingu við Þerney og Álfs­nes, en á meðal þess svæðis sem stendur til að frið­lýsa er ætlað vegstæði Sunda­braut­ar. Gert er ráð fyrir að síð­ari áfangi Sunda­brautar liggi frá Gufu­nesi, um Geld­ing­ar­nes, yfir Leiru­vog, Gunnu­nes, Álfs­nes og Kolla­fjörð.

Með öðrum orð­um: Ef af frið­lýs­ing­unni verður þá mun ekki vera hægt að leggja Sunda­braut. 

Í bréfi Vega­gerð­ar­innar segir að hún hefði kosið að Minja­stofnun hefði litið á Vega­gerð­ina sem hags­muna­að­ila varð­andi frið­lýs­ing­ar­á­formin og óskað eftir form­legri umsögn áður en ákvörðun yrði tek­in. „Vega­gerðin gerir því athuga­semdir við áformin og óskar eftir fundi með full­trúum Minja­stofn­unar áður en lengra er hald­ið.“ 

Auglýsing
Samkvæmt heim­ildum Kjarn­ans stendur til að and­mæli Reykja­vík­ur­borgar vegna áforma Minja­stofn­unar verði opin­ber síðar í dag. 

Sunda­braut verið á dag­skrá í ára­tugi

Ára­tugir eru síðan að Reykja­vík­ur­borg og íslenska ríkið settu fyrst fram áform um að leggja Sunda­braut. Veg­ur­inn hefur raunar verið hluti af aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur­borgar frá árinu 1985 og inni á vega­skrá sem fyr­ir­hug­aður þjóð­vegur frá 1995.

Í sam­göngu­á­ætlun fyrir árin 2020-2034, sem sam­þykkt var á Alþingi í lok júní síð­ast­lið­ins, er lagn­ing Sunda­brautar inni. Sam­hliða voru sam­þykkt lög sem heimil að Vega­gerðin geti gert samn­ing við einka­að­ila um fjár­mögn­un, fram­kvæmd, við­hald og rekstur Sunda­braut­ar, enda er fram­kvæmdin ekki fjár­mögnuð á sam­göngu­á­ætl­un. 

Sam­þykkt ofan­greindra laga og sam­göngu­á­ætl­unar var hluti af stærra sam­komu­lagi um að flýta sam­göngu­fram­kvæmd­um, meðal ann­ars á for­sendum svo­kall­aðs sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sem fjallar um hvernig kostn­að­ar­skipt­ing við stór­fram­kvæmdir þar verður á milli ríkis og sveit­ar­fé­lag­anna sem mynda svæð­ið. Í þeim sátt­mála er þó ekki talað ákveðið um Sunda­braut þurfi að verða að veru­leika held­ur að við end­an­lega útfærslu fram­kvæmda verði „sér­stak­lega hugað að greiðri teng­ingu aðliggj­andi stofn­brauta svo sem Sunda­brautar inn á stofn­brautir höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.“ 

Ekki hægt að velja verk­efni eins og upp úr konfekt­kassa

Lyk­il­breyta í að fram­kvæma efn­is­þætti þess sátt­mála var sam­þykkt laga sem heim­ila stofnun opin­bers hluta­fé­lags um upp­bygg­ingu sam­göngu­inn­viða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem verður í sam­eign rík­is­ins og sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, en slíkt hluta­fé­lag á til dæmis að fjár­magna lagn­ingu Borg­ar­línu.

­Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, tjáði sig um sam­göngu­úr­bætur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í við­tali við Morg­un­blaðið í byrjun þessa mán­að­ar, þar sem Borg­ar­lína og lagn­ing Sunda­brautar eru í aðal­hlut­verki. 

Þar var hann spurður hvort að sam­göngusátt­máli höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins myndi falla úr gildi ef Reykja­vík­ur­borg myndi ekki standa við sinn hluta um lagn­ingu Sunda­braut­ar. Bjarni svar­aði því til að það væri of mikið sagt að slík­­ar van­efnd­ir væru þegar fram komn­­ar. „En punkt­­ur­inn er rétt­­ur. Það get­ur ekki verið þannig að menn velji sér ein­­stök verk­efni eins og upp úr kon­fekt­­kassa en hirði ekki um önn­ur[...]Þessu fé­lagi verður komið á fót á næstu vik­um og þá fær­ist umræðan inn í þetta fé­lag, þó hún lifi auð­vitað áfram inni í þing­inu. En ef það strand­ar á ein­­stök­um verk­efn­um í sátt­­mál­an­um, nú þá er hann strand.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Þingvallakirkja.
Prestafélagið segir að Þjóðkirkjan yrði að bæta prestum tekjutap vegna aukaverkatillögu
Prestafélagið leggst harðlega gegn því að prestar hætti að innheimta fyrir aukaverk á borð við skírnir, útfarir og hjónavígslur. Þriggja mánaða gamall kjarasamningur presta er úr gildi fallinn, ef tillagan verður samþykkt á kirkjuþingi, segir félagið.
Kjarninn 21. október 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Áherslur Íslands á COP26 munu skýrast samhliða myndun ríkisstjórnar
Stefnumótandi áherslur íslenskra ráðamanna á loftslagsráðstefnunni í Glasgow munu skýrast betur samhliða myndun ríkisstjórnar. Gert er ráð fyrir að forsætisráðherra og auðlinda- og umhverfisráðherra sæki ráðstefnuna í nóvember.
Kjarninn 21. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent