Friðlýsingaráform Minjastofnunar setja lagningu Sundabrautar í uppnám

Vegagerðin hefur sent Minjastofnun Íslands bréf og óskað eftir fundi. Ástæðan er sú að áform hennar um friðlýsingu meðal annars í Álfsnesi geta haft veruleg áhrif á lagningu Sundabrautar, þar sem svæðið er á ætluðu vegstæði Sundabrautar.

Tveir valkostir eru nú vegnir og metnir af starfshópi Vegagerðar, Reykjavíkur, SSH og Faxaflóahafna. Annar er jarðgöng, hinn lágbrú.
Tveir valkostir eru nú vegnir og metnir af starfshópi Vegagerðar, Reykjavíkur, SSH og Faxaflóahafna. Annar er jarðgöng, hinn lágbrú.
Auglýsing

Áform Minjastofnunar um að friðlýsingu við Þerneyjarsund, í Þerney og í Álfsnesi geta „haft veruleg áhrif á lagningu Sundabrautar“. Þetta kemur fram í bréfi sem Vegagerðin sendi til Minjastofnunar Íslands 1. september síðastliðinn og Kjarninn hefur undir höndum.

Ástæða bréfasendingarinnar eru áform Minjastofnunar Íslands um friðlýsingu við Þerney og Álfsnes, en á meðal þess svæðis sem stendur til að friðlýsa er ætlað vegstæði Sundabrautar. Gert er ráð fyrir að síðari áfangi Sundabrautar liggi frá Gufunesi, um Geldingarnes, yfir Leiruvog, Gunnunes, Álfsnes og Kollafjörð.

Með öðrum orðum: Ef af friðlýsingunni verður þá mun ekki vera hægt að leggja Sundabraut. 

Í bréfi Vegagerðarinnar segir að hún hefði kosið að Minjastofnun hefði litið á Vegagerðina sem hagsmunaaðila varðandi friðlýsingaráformin og óskað eftir formlegri umsögn áður en ákvörðun yrði tekin. „Vegagerðin gerir því athugasemdir við áformin og óskar eftir fundi með fulltrúum Minjastofnunar áður en lengra er haldið.“ 

Auglýsing
Samkvæmt heimildum Kjarnans stendur til að andmæli Reykjavíkurborgar vegna áforma Minjastofnunar verði opinber síðar í dag. 

Sundabraut verið á dagskrá í áratugi

Áratugir eru síðan að Reykjavíkurborg og íslenska ríkið settu fyrst fram áform um að leggja Sundabraut. Vegurinn hefur raunar verið hluti af aðalskipulagi Reykjavíkurborgar frá árinu 1985 og inni á vegaskrá sem fyrirhugaður þjóðvegur frá 1995.

Í samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034, sem samþykkt var á Alþingi í lok júní síðastliðins, er lagning Sundabrautar inni. Samhliða voru samþykkt lög sem heimil að Vegagerðin geti gert samning við einkaaðila um fjármögnun, framkvæmd, viðhald og rekstur Sundabrautar, enda er framkvæmdin ekki fjármögnuð á samgönguáætlun. 

Samþykkt ofangreindra laga og samgönguáætlunar var hluti af stærra samkomulagi um að flýta samgönguframkvæmdum, meðal annars á forsendum svokallaðs samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins sem fjallar um hvernig kostnaðarskipting við stórframkvæmdir þar verður á milli ríkis og sveitarfélaganna sem mynda svæðið. Í þeim sáttmála er þó ekki talað ákveðið um Sundabraut þurfi að verða að veruleika heldur að við endanlega útfærslu framkvæmda verði „sérstaklega hugað að greiðri tengingu aðliggjandi stofnbrauta svo sem Sundabrautar inn á stofnbrautir höfuðborgarsvæðisins.“ 

Ekki hægt að velja verkefni eins og upp úr konfektkassa

Lykilbreyta í að framkvæma efnisþætti þess sáttmála var samþykkt laga sem heimila stofnun opinbers hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu sem verður í sameign ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, en slíkt hlutafélag á til dæmis að fjármagna lagningu Borgarlínu.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tjáði sig um samgönguúrbætur á höfuðborgarsvæðinu í viðtali við Morgunblaðið í byrjun þessa mánaðar, þar sem Borgarlína og lagning Sundabrautar eru í aðalhlutverki. 

Þar var hann spurður hvort að samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins myndi falla úr gildi ef Reykjavíkurborg myndi ekki standa við sinn hluta um lagningu Sundabrautar. Bjarni svaraði því til að það væri of mikið sagt að slík­ar vanefnd­ir væru þegar fram komn­ar. „En punkt­ur­inn er rétt­ur. Það get­ur ekki verið þannig að menn velji sér ein­stök verk­efni eins og upp úr kon­fekt­kassa en hirði ekki um önnur[...]Þessu fé­lagi verður komið á fót á næstu vik­um og þá fær­ist umræðan inn í þetta fé­lag, þó hún lifi auðvitað áfram inni í þing­inu. En ef það strand­ar á ein­stök­um verk­efn­um í sátt­mál­an­um, nú þá er hann strand.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent