Skruddurnar skella á Trump

Afhjúpanir í nýrri bók Bob Woodward hafa vakið mikla athygli, en þar játar Donald Trump að hafa gert minna úr kórónuveirunni opinberlega en efni stóðu til. Bók Woodward kemur út í næstu viku og gæti reynst forsetanum þung á lokametrum kosningabaráttunnar.

Donald Trump með bíblíu í hönd í Washington í sumar. Hann kann sennilega betur við þá bók en ýmsar aðrar sem nýkomnar eru út eða væntanlegar.
Donald Trump með bíblíu í hönd í Washington í sumar. Hann kann sennilega betur við þá bók en ýmsar aðrar sem nýkomnar eru út eða væntanlegar.
Auglýsing

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti vissi strax í upp­hafi febr­ú­ar­mán­aðar að kór­ónu­veiran gæti valdið miklu mann­tjóni í Banda­ríkj­unum og að hún smit­að­ist manna á milli í and­rúms­loft­inu. Þjóðar­ör­ygg­is­ráð­gjafi hans var búinn að segja hon­um, þegar í lok jan­ú­ar, að veiran yrði það erf­ið­asta sem hann þyrfti að takast á við í for­seta­tíð sinni.

En Trump ákvað að yfir­lögðu ráði að gera lítið úr hættum veirunnar opin­ber­lega, að eigin sögn til þess að valda ekki skelf­ingu í sam­fé­lag­inu. Ant­hony Fauci telur hann ein­ungis hugsa um end­ur­kjör. For­set­inn gerði ítrekað lítið úr veiruógn­inni, en hafði þó sagt við blaða­mann­inn Bob Wood­ward að veiran væri „ban­vænt dót“, mun hættu­legri en flensan og „svo smit­andi, að þú myndir ekki trúa því.“

Rage eftir Bob Woodward kemur út í næstu viku.

Þetta er á meðal ýmissa afhjúpana í nýrri bók Wood­ward, Rage, sem er vænt­an­leg í almenna sölu í næstu viku. Fyrstu fréttir af inni­haldi bók­ar­innar fóru að birt­ast í banda­rískum fjöl­miðlum í gær og þeim á for­set­inn erfitt með að verjast, þar sem hann sjálfur tók þá ákvörðun að veita Wood­ward leyfi til að hljóð­rita alls 18 einka­við­töl, sem bókin byggir á auk ann­ars. Þá er erfitt að segja að um fals­fréttir sér að ræða.

Bob Wood­ward er þraut­reyndur blaða­maður Was­hington Post og þekkt­astur fyrir þátt sinn í að afhjúpa Waterga­te-skandal­inn sem leiddi til afsagnar Ric­hard Nixon. Hann gaf út aðra bók um emb­ætt­is­störf Trumps árið 2018 sem bar tit­il­inn Fear.

Ýmsir hafa spurt sig að því af hverju Trump ákvað að veita Wood­ward svona náinn aðgang að sér. New York Times hefur eftir heim­ild­ar­mönnum í Hvíta hús­inu að Trump hafi verið að von­ast til þess að bók Wood­ward yrði sér jákvæð. Hann hafi talið að það myndi koma betur út fyrir sig að taka þátt í bók­ar­skrifum Wood­wards en að neita Wood­ward um við­töl, eins og hann gerði fyrir útgáfu Fear. Hann hélt að hann gæti heillað Wood­ward.

Miðað við það sem birst hefur úr bók­inni í banda­rískum miðlum virð­ist þó allt annað en fögur mynd vera dregin upp af for­set­an­um, sem berst nú fyrir end­ur­kjöri og hefur á bratt­ann að sækja sam­kvæmt skoð­ana­könn­un­um. 

Auglýsing

Bók Wood­ward er ekki sú eina um Trump sem er í umræð­unni þessa dag­ana. Ótrú­legt magn bóka um for­set­ann hefur komið út vest­an­hafs frá því að hann tók við emb­ætti, alls yfir 1.200 titl­ar. Nokkrar eru nýkomnar og þó nokkrar til við­bótar eru vænt­an­leg­ar. Kjarn­inn tók saman nokkrar þeirra.

Mary L. Trump - Too Much and Never Enough

Frænka for­set­ans, sem er sál­fræð­ingur að mennt, gaf út bók um Don­ald frænda í sum­ar, sem bar honum ekki vel sög­una. Hún sagði hann meðal ann­ars hafa fengið ást­laust upp­eldi og það væri því engin furða að hann væri sá maður sem hann er í dag. 

Hún sagði for­set­ann vera sósíópata sem væri ábyrgur fyrir „fjöldamorð­i“, með því að hafa mætt útbreiðslu kór­ónu­veirunnar með kæru­leys­is­fasi.

John Bolton - The Room Where it Happ­ened: A White House Memoir

Í júní gaf fyrr­ver­andi þjóðar­ör­ygg­is­ráð­gjaf­inn út bók þar sem hann lýsti Trump sem ein­stak­lega ein­földum manni. Hvíta húsið reyndi að stöðva útgáfu bók­ar­innar á grund­velli þess að þar væru trún­að­ar­upp­lýs­ing­ar, en á meðal þess sem kom fram var að Trump hefði beðið Xi Jin­p­ing for­seta Kína um að hjálpa sér að ná end­ur­kjöri á G20 fund­inum í Japan í fyrra. 

John Bolton gaf út bók um Trump í júní. Mynd: EPA

Einnig sagði Bolton frá því að Trump hefði verið mjög nálægt því að draga Banda­ríkin út úr Atl­ants­hafs­banda­lag­inu árið 2018, svo eitt­hvað sé nefnt, sökum þess að hann var óánægður með að Banda­ríkin væru að borga of mikið í sam­an­burði við hern­að­ar­út­gjöld banda­manna. 

Brian Stelter - Don­ald Trump, Fox News, and the Dan­ger­ous Distortion of Truth

Frétta­maður CNN rekur meðal ann­ars í bók sinni, sem kom út í ágúst, hvernig Fox News átti þátt í því að stuðla að upp­lýs­inga­óreiðu um kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn. 

Í bók­inni segir hann að frá sam­bandi for­set­ans við Fox News og hvernig frétta­stöð­in, sem er sú sem mest áhorf hefur í Banda­ríkj­un­um, fer frjáls­lega með stað­reyndir og leikur „lyk­il­hlut­verk í stríð­inu gegn sann­leik­an­um,“ eins og höf­und­ur­inn orðar það í við­tali við New York Times.

Mich­ael Cohen - Dis­loyal: A Memoir

Fyrr­ver­andi lög­maður Trumps, sem afplánar nú fang­els­is­dóm, rit­aði bók sem kom út á þriðju­dag. Þar segir Cohen að for­set­inn sé svik­ari, lyg­ari, óþokki og ras­isti, svo eitt­hvað sé nefnt. Á meðal þess sem fjöl­miðlar hafa fjallað um úr bók­inni eru meint ummæli Trumps þess efnis að hann muni aldrei ná til Banda­ríkja­manna af rómönsku bergi brotnu, né blökku­manna. Báðir kjós­enda­hópar séu „of heimskir til að kjósa Trump.“

Michael Cohen. Mynd: EPA

Cohen sjálfur er reyndar sjálfur dæmdur lyg­ari og svik­ari og Hvíta húsið hefur brugð­ist við útgáfu bók­ar­innar með því að segja að það komi ekki á óvart að maður með þá fer­il­skrá reyni að hagn­ast á að gefa út lyga­sögur um for­set­ann.

Mich­ael S. Schmidt - Don­ald Trump v. The United States: Inside The Struggle To Stop a Pres­ident

Rann­sókn­ar­blaða­maður New York Times skrif­aði bók um fjögur ár Trumps í emb­ætti, sem kom út 1. sept­em­ber. Í henni segir hann meðal ann­ars að per­sónu­leg tengsl for­set­ans við rúss­nesk yfir­völd hafi ekki verið rann­sökuð í þaula, þrátt fyrir allar rann­sóknir und­an­far­inna ára.

Bókin byggir m.a. á við­tölum við James B. Comey, sem stýrði alrík­is­lög­regl­unni FBI og Don­ald McGa­hn, fyrr­ver­andi lög­manni Hvíta húss­ins. Sam­kvæmt frá­sögnum þeirra, sem tæpt er á í bóka­dómi Was­hington Post, reyndu þeir að koma böndum á for­set­ann er þeir störf­uðu við hlið hans og hlutu bágt fyr­ir. 

Núna, segir Schmidt í bók­inni, eru fáir eftir á æðstu stöðum í Banda­ríkja­stjórn sem eru þess megn­ugir að veita for­set­anum mót­stöðu og segir hann dóms­mála­ráð­herr­ann Bill Barr sér­stak­lega hlið­hollan for­set­an­um. 

Rick Gates - Wicked Game

Fyrr­ver­andi starfs­maður fram­boðs for­set­ans árið 2016, sem gerð­ist svo lyk­il­vitni í Muell­er-­rann­sókn­inni, ætlar að gefa út bók í októ­ber. 

Rick Gates ætlar sér ekki að hjóla í forsetann, að eigin sögn. Mynd: EPA

Lítið hefur heyrst um hvað í henni verð­ur, en lík­legt er að hún muni vekja athygli. Gates seg­ist sjálfur ætla að varpa nýju ljósi á Muell­er-­rann­sókn­ina, en á kápu bók­ar­innar segir að þetta sé saga inn­herja um það hvernig Trump vann, Mueller mislukk­að­ist og Banda­ríkin töp­uð­u. 

Selj­ast betur ef Trump er ekki hrif­inn af þeim

Þetta er ekki tæm­andi listi yfir þær bækur um for­set­ann sem eru nýlega komnar eða vænt­an­leg­ar, en lík­legt er að þessar vekji einna mesta athygli núna á næst­unni. Bækur um Trump hafa margar hverjar selst vel, sér­stak­lega þær sem for­set­inn er óánægður með. 

Má þar nefna bækur á borð við Fire and Fury eftir Mich­ael Wolff og Unhinged eftir Omarosu Man­igault, sem báðar komu út árið 2018, auk fyrri bókar Wood­ward. Einnig má nefna A Very Stable Genius eftir Philip Rucker og Carol Leonnig, blaða­menn Was­hington Post, sem kom út í upp­hafi þessa árs og A Warn­ing, bók eftir óþekktan höf­und sem lýst er sem hátt­settum emb­ætt­is­manni í Trump-­stjórn­inni, sem kom út seint árið 2019.

Eins og einn útgef­andi sagði við New York Times í nýlegri umfjöllun, þá „bið­uru þess að Trump hati bók­ina þína, og þú biður þess að hann tísti um hana.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á þriðja tug smita greindust í gær
Í fyrsta sinn frá því í nóvember 2020 greindust fleiri en 20 COVID-19 smit á Íslandi á einum degi. Fjöldinn sem greindist í gær er meiri en sá sem greindist síðast þegar aðgerðir voru hertar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Eiríkur Ragnarsson
Hvaða frelsi er yndislegt?
Kjarninn 19. apríl 2021
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent