Skruddurnar skella á Trump

Afhjúpanir í nýrri bók Bob Woodward hafa vakið mikla athygli, en þar játar Donald Trump að hafa gert minna úr kórónuveirunni opinberlega en efni stóðu til. Bók Woodward kemur út í næstu viku og gæti reynst forsetanum þung á lokametrum kosningabaráttunnar.

Donald Trump með bíblíu í hönd í Washington í sumar. Hann kann sennilega betur við þá bók en ýmsar aðrar sem nýkomnar eru út eða væntanlegar.
Donald Trump með bíblíu í hönd í Washington í sumar. Hann kann sennilega betur við þá bók en ýmsar aðrar sem nýkomnar eru út eða væntanlegar.
Auglýsing

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti vissi strax í upp­hafi febr­ú­ar­mán­aðar að kór­ónu­veiran gæti valdið miklu mann­tjóni í Banda­ríkj­unum og að hún smit­að­ist manna á milli í and­rúms­loft­inu. Þjóðar­ör­ygg­is­ráð­gjafi hans var búinn að segja hon­um, þegar í lok jan­ú­ar, að veiran yrði það erf­ið­asta sem hann þyrfti að takast á við í for­seta­tíð sinni.

En Trump ákvað að yfir­lögðu ráði að gera lítið úr hættum veirunnar opin­ber­lega, að eigin sögn til þess að valda ekki skelf­ingu í sam­fé­lag­inu. Ant­hony Fauci telur hann ein­ungis hugsa um end­ur­kjör. For­set­inn gerði ítrekað lítið úr veiruógn­inni, en hafði þó sagt við blaða­mann­inn Bob Wood­ward að veiran væri „ban­vænt dót“, mun hættu­legri en flensan og „svo smit­andi, að þú myndir ekki trúa því.“

Rage eftir Bob Woodward kemur út í næstu viku.

Þetta er á meðal ýmissa afhjúpana í nýrri bók Wood­ward, Rage, sem er vænt­an­leg í almenna sölu í næstu viku. Fyrstu fréttir af inni­haldi bók­ar­innar fóru að birt­ast í banda­rískum fjöl­miðlum í gær og þeim á for­set­inn erfitt með að verjast, þar sem hann sjálfur tók þá ákvörðun að veita Wood­ward leyfi til að hljóð­rita alls 18 einka­við­töl, sem bókin byggir á auk ann­ars. Þá er erfitt að segja að um fals­fréttir sér að ræða.

Bob Wood­ward er þraut­reyndur blaða­maður Was­hington Post og þekkt­astur fyrir þátt sinn í að afhjúpa Waterga­te-skandal­inn sem leiddi til afsagnar Ric­hard Nixon. Hann gaf út aðra bók um emb­ætt­is­störf Trumps árið 2018 sem bar tit­il­inn Fear.

Ýmsir hafa spurt sig að því af hverju Trump ákvað að veita Wood­ward svona náinn aðgang að sér. New York Times hefur eftir heim­ild­ar­mönnum í Hvíta hús­inu að Trump hafi verið að von­ast til þess að bók Wood­ward yrði sér jákvæð. Hann hafi talið að það myndi koma betur út fyrir sig að taka þátt í bók­ar­skrifum Wood­wards en að neita Wood­ward um við­töl, eins og hann gerði fyrir útgáfu Fear. Hann hélt að hann gæti heillað Wood­ward.

Miðað við það sem birst hefur úr bók­inni í banda­rískum miðlum virð­ist þó allt annað en fögur mynd vera dregin upp af for­set­an­um, sem berst nú fyrir end­ur­kjöri og hefur á bratt­ann að sækja sam­kvæmt skoð­ana­könn­un­um. 

Auglýsing

Bók Wood­ward er ekki sú eina um Trump sem er í umræð­unni þessa dag­ana. Ótrú­legt magn bóka um for­set­ann hefur komið út vest­an­hafs frá því að hann tók við emb­ætti, alls yfir 1.200 titl­ar. Nokkrar eru nýkomnar og þó nokkrar til við­bótar eru vænt­an­leg­ar. Kjarn­inn tók saman nokkrar þeirra.

Mary L. Trump - Too Much and Never Enough

Frænka for­set­ans, sem er sál­fræð­ingur að mennt, gaf út bók um Don­ald frænda í sum­ar, sem bar honum ekki vel sög­una. Hún sagði hann meðal ann­ars hafa fengið ást­laust upp­eldi og það væri því engin furða að hann væri sá maður sem hann er í dag. 

Hún sagði for­set­ann vera sósíópata sem væri ábyrgur fyrir „fjöldamorð­i“, með því að hafa mætt útbreiðslu kór­ónu­veirunnar með kæru­leys­is­fasi.

John Bolton - The Room Where it Happ­ened: A White House Memoir

Í júní gaf fyrr­ver­andi þjóðar­ör­ygg­is­ráð­gjaf­inn út bók þar sem hann lýsti Trump sem ein­stak­lega ein­földum manni. Hvíta húsið reyndi að stöðva útgáfu bók­ar­innar á grund­velli þess að þar væru trún­að­ar­upp­lýs­ing­ar, en á meðal þess sem kom fram var að Trump hefði beðið Xi Jin­p­ing for­seta Kína um að hjálpa sér að ná end­ur­kjöri á G20 fund­inum í Japan í fyrra. 

John Bolton gaf út bók um Trump í júní. Mynd: EPA

Einnig sagði Bolton frá því að Trump hefði verið mjög nálægt því að draga Banda­ríkin út úr Atl­ants­hafs­banda­lag­inu árið 2018, svo eitt­hvað sé nefnt, sökum þess að hann var óánægður með að Banda­ríkin væru að borga of mikið í sam­an­burði við hern­að­ar­út­gjöld banda­manna. 

Brian Stelter - Don­ald Trump, Fox News, and the Dan­ger­ous Distortion of Truth

Frétta­maður CNN rekur meðal ann­ars í bók sinni, sem kom út í ágúst, hvernig Fox News átti þátt í því að stuðla að upp­lýs­inga­óreiðu um kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn. 

Í bók­inni segir hann að frá sam­bandi for­set­ans við Fox News og hvernig frétta­stöð­in, sem er sú sem mest áhorf hefur í Banda­ríkj­un­um, fer frjáls­lega með stað­reyndir og leikur „lyk­il­hlut­verk í stríð­inu gegn sann­leik­an­um,“ eins og höf­und­ur­inn orðar það í við­tali við New York Times.

Mich­ael Cohen - Dis­loyal: A Memoir

Fyrr­ver­andi lög­maður Trumps, sem afplánar nú fang­els­is­dóm, rit­aði bók sem kom út á þriðju­dag. Þar segir Cohen að for­set­inn sé svik­ari, lyg­ari, óþokki og ras­isti, svo eitt­hvað sé nefnt. Á meðal þess sem fjöl­miðlar hafa fjallað um úr bók­inni eru meint ummæli Trumps þess efnis að hann muni aldrei ná til Banda­ríkja­manna af rómönsku bergi brotnu, né blökku­manna. Báðir kjós­enda­hópar séu „of heimskir til að kjósa Trump.“

Michael Cohen. Mynd: EPA

Cohen sjálfur er reyndar sjálfur dæmdur lyg­ari og svik­ari og Hvíta húsið hefur brugð­ist við útgáfu bók­ar­innar með því að segja að það komi ekki á óvart að maður með þá fer­il­skrá reyni að hagn­ast á að gefa út lyga­sögur um for­set­ann.

Mich­ael S. Schmidt - Don­ald Trump v. The United States: Inside The Struggle To Stop a Pres­ident

Rann­sókn­ar­blaða­maður New York Times skrif­aði bók um fjögur ár Trumps í emb­ætti, sem kom út 1. sept­em­ber. Í henni segir hann meðal ann­ars að per­sónu­leg tengsl for­set­ans við rúss­nesk yfir­völd hafi ekki verið rann­sökuð í þaula, þrátt fyrir allar rann­sóknir und­an­far­inna ára.

Bókin byggir m.a. á við­tölum við James B. Comey, sem stýrði alrík­is­lög­regl­unni FBI og Don­ald McGa­hn, fyrr­ver­andi lög­manni Hvíta húss­ins. Sam­kvæmt frá­sögnum þeirra, sem tæpt er á í bóka­dómi Was­hington Post, reyndu þeir að koma böndum á for­set­ann er þeir störf­uðu við hlið hans og hlutu bágt fyr­ir. 

Núna, segir Schmidt í bók­inni, eru fáir eftir á æðstu stöðum í Banda­ríkja­stjórn sem eru þess megn­ugir að veita for­set­anum mót­stöðu og segir hann dóms­mála­ráð­herr­ann Bill Barr sér­stak­lega hlið­hollan for­set­an­um. 

Rick Gates - Wicked Game

Fyrr­ver­andi starfs­maður fram­boðs for­set­ans árið 2016, sem gerð­ist svo lyk­il­vitni í Muell­er-­rann­sókn­inni, ætlar að gefa út bók í októ­ber. 

Rick Gates ætlar sér ekki að hjóla í forsetann, að eigin sögn. Mynd: EPA

Lítið hefur heyrst um hvað í henni verð­ur, en lík­legt er að hún muni vekja athygli. Gates seg­ist sjálfur ætla að varpa nýju ljósi á Muell­er-­rann­sókn­ina, en á kápu bók­ar­innar segir að þetta sé saga inn­herja um það hvernig Trump vann, Mueller mislukk­að­ist og Banda­ríkin töp­uð­u. 

Selj­ast betur ef Trump er ekki hrif­inn af þeim

Þetta er ekki tæm­andi listi yfir þær bækur um for­set­ann sem eru nýlega komnar eða vænt­an­leg­ar, en lík­legt er að þessar vekji einna mesta athygli núna á næst­unni. Bækur um Trump hafa margar hverjar selst vel, sér­stak­lega þær sem for­set­inn er óánægður með. 

Má þar nefna bækur á borð við Fire and Fury eftir Mich­ael Wolff og Unhinged eftir Omarosu Man­igault, sem báðar komu út árið 2018, auk fyrri bókar Wood­ward. Einnig má nefna A Very Stable Genius eftir Philip Rucker og Carol Leonnig, blaða­menn Was­hington Post, sem kom út í upp­hafi þessa árs og A Warn­ing, bók eftir óþekktan höf­und sem lýst er sem hátt­settum emb­ætt­is­manni í Trump-­stjórn­inni, sem kom út seint árið 2019.

Eins og einn útgef­andi sagði við New York Times í nýlegri umfjöllun, þá „bið­uru þess að Trump hati bók­ina þína, og þú biður þess að hann tísti um hana.“Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ólafur Ísberg
Nýr þjóðhátíðardagur
Kjarninn 1. desember 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - „Það er enginn að fara hakka mig”
Kjarninn 1. desember 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Sýndu þakklæti í verki 感恩图报
Kjarninn 1. desember 2022
Kísilverksmiðjan í Helguvík verður líklega flutt, eða fundið nýtt hlutverk, samkvæmt tilkynningu Arion banka.
„Allt útlit fyrir“ að kísilverið í Helguvík verði ekki gangsett á ný
Arion banki og PCC hafa slitið viðræðum um möguleg kaup PCC á kísilverksmiðjunni í Helguvík. Einnig hefur Arion sagt upp raforkusamningi við Landsvirkjun, þar sem framleiðsla kísils var forsenda samningsins.
Kjarninn 1. desember 2022
Dagur B. Eggertsson er sem stendur borgarstjóri í Reykjavík. Einar Þorsteinsson mun taka við því embætti síðar á kjörtímabilinu.
Sá hluti Reykjavíkurborgar sem rekinn er fyrir skattfé tapaði 11,1 milljarði á níu mánuðum
Vaxtakostnaður samstæðu Reykjavíkurborgar var 12,1 milljarði króna hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir á fyrstu níu mánuðum ársins. Samstæðan skilar hagnaði, en einungis vegna þess að matsvirði félagslegs húsnæðis hækkaði um 20,5 milljarða króna.
Kjarninn 1. desember 2022
Nafnlausi tindurinn til hægri á myndinni. Efst eru Geirvörtur.
Vilja að nafnlausi tindurinn heiti Helgatindur
Nafnlaus tindur sem stendur um 60 metra upp úr ísbreiðu Vatnajökuls ætti að heita Helgatindur til heiðurs Helga Björnssyni jöklafræðingi, segir í tillögu sem sveitarstjórn Skafárhrepps hefur samþykkt fyrir sitt leyti.
Kjarninn 1. desember 2022
Íslandsbanki segir ekki hversu margir fengu flokkun sem hæfir fjárfestar á meðan að á útboðinu stóð
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluferli Íslandsbanka kemur fram að fjárfestar sem voru ekki í viðskiptum við Íslandsbanka gátu sótt um og fengið flokkun sem „hæfir fjárfestar“ á þeim klukkutímum sem útboðið stóð yfir.
Kjarninn 1. desember 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.
Ríkisstjórnin samþykkti áframhaldandi styrkjagreiðslur til fjölmiðla en til eins árs
Áfram sem áður er ágreiningur innan ríkisstjórnar Íslands um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Styrkjakerfið verður framlengt til eins árs í stað tveggja. Um er að ræða málamiðlun til að ná frumvarpinu úr ríkisstjórn.
Kjarninn 1. desember 2022
Meira úr sama flokkiErlent