Skruddurnar skella á Trump

Afhjúpanir í nýrri bók Bob Woodward hafa vakið mikla athygli, en þar játar Donald Trump að hafa gert minna úr kórónuveirunni opinberlega en efni stóðu til. Bók Woodward kemur út í næstu viku og gæti reynst forsetanum þung á lokametrum kosningabaráttunnar.

Donald Trump með bíblíu í hönd í Washington í sumar. Hann kann sennilega betur við þá bók en ýmsar aðrar sem nýkomnar eru út eða væntanlegar.
Donald Trump með bíblíu í hönd í Washington í sumar. Hann kann sennilega betur við þá bók en ýmsar aðrar sem nýkomnar eru út eða væntanlegar.
Auglýsing

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti vissi strax í upp­hafi febr­ú­ar­mán­aðar að kór­ónu­veiran gæti valdið miklu mann­tjóni í Banda­ríkj­unum og að hún smit­að­ist manna á milli í and­rúms­loft­inu. Þjóðar­ör­ygg­is­ráð­gjafi hans var búinn að segja hon­um, þegar í lok jan­ú­ar, að veiran yrði það erf­ið­asta sem hann þyrfti að takast á við í for­seta­tíð sinni.

En Trump ákvað að yfir­lögðu ráði að gera lítið úr hættum veirunnar opin­ber­lega, að eigin sögn til þess að valda ekki skelf­ingu í sam­fé­lag­inu. Ant­hony Fauci telur hann ein­ungis hugsa um end­ur­kjör. For­set­inn gerði ítrekað lítið úr veiruógn­inni, en hafði þó sagt við blaða­mann­inn Bob Wood­ward að veiran væri „ban­vænt dót“, mun hættu­legri en flensan og „svo smit­andi, að þú myndir ekki trúa því.“

Rage eftir Bob Woodward kemur út í næstu viku.

Þetta er á meðal ýmissa afhjúpana í nýrri bók Wood­ward, Rage, sem er vænt­an­leg í almenna sölu í næstu viku. Fyrstu fréttir af inni­haldi bók­ar­innar fóru að birt­ast í banda­rískum fjöl­miðlum í gær og þeim á for­set­inn erfitt með að verjast, þar sem hann sjálfur tók þá ákvörðun að veita Wood­ward leyfi til að hljóð­rita alls 18 einka­við­töl, sem bókin byggir á auk ann­ars. Þá er erfitt að segja að um fals­fréttir sér að ræða.

Bob Wood­ward er þraut­reyndur blaða­maður Was­hington Post og þekkt­astur fyrir þátt sinn í að afhjúpa Waterga­te-skandal­inn sem leiddi til afsagnar Ric­hard Nixon. Hann gaf út aðra bók um emb­ætt­is­störf Trumps árið 2018 sem bar tit­il­inn Fear.

Ýmsir hafa spurt sig að því af hverju Trump ákvað að veita Wood­ward svona náinn aðgang að sér. New York Times hefur eftir heim­ild­ar­mönnum í Hvíta hús­inu að Trump hafi verið að von­ast til þess að bók Wood­ward yrði sér jákvæð. Hann hafi talið að það myndi koma betur út fyrir sig að taka þátt í bók­ar­skrifum Wood­wards en að neita Wood­ward um við­töl, eins og hann gerði fyrir útgáfu Fear. Hann hélt að hann gæti heillað Wood­ward.

Miðað við það sem birst hefur úr bók­inni í banda­rískum miðlum virð­ist þó allt annað en fögur mynd vera dregin upp af for­set­an­um, sem berst nú fyrir end­ur­kjöri og hefur á bratt­ann að sækja sam­kvæmt skoð­ana­könn­un­um. 

Auglýsing

Bók Wood­ward er ekki sú eina um Trump sem er í umræð­unni þessa dag­ana. Ótrú­legt magn bóka um for­set­ann hefur komið út vest­an­hafs frá því að hann tók við emb­ætti, alls yfir 1.200 titl­ar. Nokkrar eru nýkomnar og þó nokkrar til við­bótar eru vænt­an­leg­ar. Kjarn­inn tók saman nokkrar þeirra.

Mary L. Trump - Too Much and Never Enough

Frænka for­set­ans, sem er sál­fræð­ingur að mennt, gaf út bók um Don­ald frænda í sum­ar, sem bar honum ekki vel sög­una. Hún sagði hann meðal ann­ars hafa fengið ást­laust upp­eldi og það væri því engin furða að hann væri sá maður sem hann er í dag. 

Hún sagði for­set­ann vera sósíópata sem væri ábyrgur fyrir „fjöldamorð­i“, með því að hafa mætt útbreiðslu kór­ónu­veirunnar með kæru­leys­is­fasi.

John Bolton - The Room Where it Happ­ened: A White House Memoir

Í júní gaf fyrr­ver­andi þjóðar­ör­ygg­is­ráð­gjaf­inn út bók þar sem hann lýsti Trump sem ein­stak­lega ein­földum manni. Hvíta húsið reyndi að stöðva útgáfu bók­ar­innar á grund­velli þess að þar væru trún­að­ar­upp­lýs­ing­ar, en á meðal þess sem kom fram var að Trump hefði beðið Xi Jin­p­ing for­seta Kína um að hjálpa sér að ná end­ur­kjöri á G20 fund­inum í Japan í fyrra. 

John Bolton gaf út bók um Trump í júní. Mynd: EPA

Einnig sagði Bolton frá því að Trump hefði verið mjög nálægt því að draga Banda­ríkin út úr Atl­ants­hafs­banda­lag­inu árið 2018, svo eitt­hvað sé nefnt, sökum þess að hann var óánægður með að Banda­ríkin væru að borga of mikið í sam­an­burði við hern­að­ar­út­gjöld banda­manna. 

Brian Stelter - Don­ald Trump, Fox News, and the Dan­ger­ous Distortion of Truth

Frétta­maður CNN rekur meðal ann­ars í bók sinni, sem kom út í ágúst, hvernig Fox News átti þátt í því að stuðla að upp­lýs­inga­óreiðu um kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn. 

Í bók­inni segir hann að frá sam­bandi for­set­ans við Fox News og hvernig frétta­stöð­in, sem er sú sem mest áhorf hefur í Banda­ríkj­un­um, fer frjáls­lega með stað­reyndir og leikur „lyk­il­hlut­verk í stríð­inu gegn sann­leik­an­um,“ eins og höf­und­ur­inn orðar það í við­tali við New York Times.

Mich­ael Cohen - Dis­loyal: A Memoir

Fyrr­ver­andi lög­maður Trumps, sem afplánar nú fang­els­is­dóm, rit­aði bók sem kom út á þriðju­dag. Þar segir Cohen að for­set­inn sé svik­ari, lyg­ari, óþokki og ras­isti, svo eitt­hvað sé nefnt. Á meðal þess sem fjöl­miðlar hafa fjallað um úr bók­inni eru meint ummæli Trumps þess efnis að hann muni aldrei ná til Banda­ríkja­manna af rómönsku bergi brotnu, né blökku­manna. Báðir kjós­enda­hópar séu „of heimskir til að kjósa Trump.“

Michael Cohen. Mynd: EPA

Cohen sjálfur er reyndar sjálfur dæmdur lyg­ari og svik­ari og Hvíta húsið hefur brugð­ist við útgáfu bók­ar­innar með því að segja að það komi ekki á óvart að maður með þá fer­il­skrá reyni að hagn­ast á að gefa út lyga­sögur um for­set­ann.

Mich­ael S. Schmidt - Don­ald Trump v. The United States: Inside The Struggle To Stop a Pres­ident

Rann­sókn­ar­blaða­maður New York Times skrif­aði bók um fjögur ár Trumps í emb­ætti, sem kom út 1. sept­em­ber. Í henni segir hann meðal ann­ars að per­sónu­leg tengsl for­set­ans við rúss­nesk yfir­völd hafi ekki verið rann­sökuð í þaula, þrátt fyrir allar rann­sóknir und­an­far­inna ára.

Bókin byggir m.a. á við­tölum við James B. Comey, sem stýrði alrík­is­lög­regl­unni FBI og Don­ald McGa­hn, fyrr­ver­andi lög­manni Hvíta húss­ins. Sam­kvæmt frá­sögnum þeirra, sem tæpt er á í bóka­dómi Was­hington Post, reyndu þeir að koma böndum á for­set­ann er þeir störf­uðu við hlið hans og hlutu bágt fyr­ir. 

Núna, segir Schmidt í bók­inni, eru fáir eftir á æðstu stöðum í Banda­ríkja­stjórn sem eru þess megn­ugir að veita for­set­anum mót­stöðu og segir hann dóms­mála­ráð­herr­ann Bill Barr sér­stak­lega hlið­hollan for­set­an­um. 

Rick Gates - Wicked Game

Fyrr­ver­andi starfs­maður fram­boðs for­set­ans árið 2016, sem gerð­ist svo lyk­il­vitni í Muell­er-­rann­sókn­inni, ætlar að gefa út bók í októ­ber. 

Rick Gates ætlar sér ekki að hjóla í forsetann, að eigin sögn. Mynd: EPA

Lítið hefur heyrst um hvað í henni verð­ur, en lík­legt er að hún muni vekja athygli. Gates seg­ist sjálfur ætla að varpa nýju ljósi á Muell­er-­rann­sókn­ina, en á kápu bók­ar­innar segir að þetta sé saga inn­herja um það hvernig Trump vann, Mueller mislukk­að­ist og Banda­ríkin töp­uð­u. 

Selj­ast betur ef Trump er ekki hrif­inn af þeim

Þetta er ekki tæm­andi listi yfir þær bækur um for­set­ann sem eru nýlega komnar eða vænt­an­leg­ar, en lík­legt er að þessar vekji einna mesta athygli núna á næst­unni. Bækur um Trump hafa margar hverjar selst vel, sér­stak­lega þær sem for­set­inn er óánægður með. 

Má þar nefna bækur á borð við Fire and Fury eftir Mich­ael Wolff og Unhinged eftir Omarosu Man­igault, sem báðar komu út árið 2018, auk fyrri bókar Wood­ward. Einnig má nefna A Very Stable Genius eftir Philip Rucker og Carol Leonnig, blaða­menn Was­hington Post, sem kom út í upp­hafi þessa árs og A Warn­ing, bók eftir óþekktan höf­und sem lýst er sem hátt­settum emb­ætt­is­manni í Trump-­stjórn­inni, sem kom út seint árið 2019.

Eins og einn útgef­andi sagði við New York Times í nýlegri umfjöllun, þá „bið­uru þess að Trump hati bók­ina þína, og þú biður þess að hann tísti um hana.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiErlent