Þrýstingur eykst á húsnæðismarkaði

Fleiri íbúðir seljast, fleiri taka lán og verð gamalla íbúða hækkar, á meðan minna er byggt af nýjum íbúðum. Saman leiða þessir þættir til aukins þrýstings á húsnæðismarkaði.

Mikill samdráttur hefur orðið á byggingarmarkaðnum
Mikill samdráttur hefur orðið á byggingarmarkaðnum
Auglýsing

Ýmis merki eru um aukinn þrýsting á húsnæðismarkaði. Kaupsamningum hefur fjölgað og eru vísbendingar um að þeim muni fjölga enn meira, á sama tíma og sölutími íbúða styttist. Samhliða því hækkar verð íbúða sem ekki eru nýbyggingar töluvert, en minni umsvif á byggingamarkaði bendir til þess að minna verði af nýbyggingum í framtíðinni. 

Þetta kemur allt fram í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunarinnar (HMS), en samkvæmt skammtímavísum stofnunarinnar er enn mikið líf á fasteignamarkaði.

Lánin orðin ódýrari

Í skýrslunni segir að mikla fjölgun megi sjá á lánamarkaðnum, en frá því í apríl á þessu ari hafa hver metin verið slegin á fætur öðrum í nýjum hreinum útlánum til einstaklinga. Aldrei hafa fleiri slík lán verið gefin út og í júlí síðastliðnum, en maí og júní voru einnig metmánuðir. 

Auglýsing

Vegna mikilla stýrivaxtalækkana hefur eftirsókn í óverðtryggð húsnæðislán á breytilegum vöxtum aukist mjög, en slík lán bjóða upp á lægri mánaðarlega kostnaðarbyrði þessa stundina en nokkur önnur lán. Kostnaðarbyrði slíkra lána hefur stórlækkað á síðustu fjórum árum, en samkvæmt dæmi HMS um 40 ára lán til 21 milljón króna hefur hún lækkað um tæp 40 prósent, eða úr 130 þúsund krónum á mánuði niður í 80 þúsund.

Aukin eftirspurn

Þessa aukningu í húsnæðiskaupum sést einnig í nýlegum tölum um þinglýsta kaupsamninga. Samkvæmt skýrslunni fjölgaði þeim um fimmtung í júlímánuði miðað við sama mánuð í fyrra. Von er á enn meiri fjölgun kaupsamninga í september ef litið mikla fjölgun íbúða sem tekið hefur verið af sölu þá, en sögulega hefur sú þróun haldist í hendur við fjölgun íbúðarkaupa. 

Fjölgunin helst í hendur við styttri meðalsölutíma og fjölgun íbúða sem seldar eru á yfirverði. Á höfuðborgarsvæðinu voru um 29 prósent íbúða seldar á eða yfir ásettu verði og hefur það hlutfall hækkað nokkuð frá því í byrjun árs, en það var þá nær 20 prósentum. 

Við fyrstu sýn virðist fjölgun íbúðarkaupa ekki hafa haft veruleg áhrif á almennt húsnæðisverð, en á höfuðborgarsvæðinu hækkaði verðið um 4,3 prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Mikla verðhækkun má þó sjá ef horft er á eldri íbúðir, en allt húsnæði sem telst ekki til nýbygginga hefur hækkað um rúm 7 prósent á höfuðborgarsvæðinu á sama tíma

Minna framboð

Á sama tíma og eftirspurnin hefur aukist á íbúðum má þó greina töluverðan samdrátt í nýbyggingum. Veltan á byggingarmarkaði hefur dregist saman um 11 prósent að raunvirði milli ára, en sá samdráttur hófst á sama tíma og heimsfaraldurinn skall á í mars og apríl. Fjöldi starfandi í þessum geira hefur einnig farið fækkandi á síðustu árum, en fækkunin hefur verið sérstaklega mikil á meðal innflytjenda sem starfa í greininni. 


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent