Búið að móta úttekt FAO sem ríkisstjórnin ákvað að kosta í kjölfar Samherjamálsins

Atvinnuvegaráðuneytið er enn að ganga frá samningum við Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) um úttekt á viðskiptaháttum útgerða, sem ríkisstjórnin boðaði í kjölfar Samherjamálsins í nóvember í fyrra.

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Auglýsing

Í nóv­em­ber í fyrra, þegar íslenskt sam­fé­lag var að vinna úr þeim fréttum sem þá nýlega höfðu borist af starf­semi Sam­herja í Namibíu í umfjöll­unum Kveiks og Stund­ar­inn­ar, sett­ist rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttir niður og kom sér saman um aðgerða­lista til þess að auka traust á íslensku atvinnu­líf­i.

Aðgerð­irnar voru í sjö lið­um, en ein þeirra var sú að Krist­ján Þór Júl­í­us­son sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra myndi hafa frum­kvæði að því að Mat­væla- og land­bún­að­ar­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna (FAO) myndi vinna úttekt á „við­skipta­háttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í við­skiptum með afla­heim­ildir þ. á m. í þró­un­ar­lönd­um.“ 

Á grund­velli úttekt­ar­innar átti FAO svo að vinna „til­lögur til úrbóta í sam­vinnu við aðrar alþjóð­legar stofn­anir sem vinna að heil­brigðum við­skipta­hátt­um, gegn spill­ingu, mútum og pen­inga­þvætt­i,“ sam­kvæmt því sem sagði í aðgerða­lista rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Auglýsing

Verkið verður unnið í tengslum við annað verk­efni

Lítið hefur heyrst af þess­ari boð­uðu úttekt síðan þá, en í svari atvinnu­vega­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um stöðu máls­ins segir að búið sé að „móta verk­efnið í sam­vinnu með FAO“ og að búið sé að „ná nið­ur­stöðu með FAO varð­andi ýmis forms­at­riði í þessu sam­band­i.“

Í svar­inu segir einnig að úttektin sem Ísland hefur frum­kvæði að verði unnin í tengslum við annað verk­efni sem er þegar í gangi hjá stofn­un­inni, sem muni ein­falda stjórn­un­ar­vinnu í kringum verk­efn­ið. Verið sé að „ganga frá samn­ingum við FAO um verkið og kostun Íslands á því.“

Í til­kynn­ingu stjórn­valda í fyrra sagði að verk­efnið sem Krist­ján Þór myndi eiga frum­kvæði að myndi falla vel að hlut­verki stofn­un­ar­inn­ar, þar sem FAO væri stærsta alþjóð­lega stofn­unin sem sinnti reglu­bundnu starfi hvað varð­aði aðgerðir til að bæta stjórn fisk­veiða og þróun sjáv­ar­út­vegs á heims­vísu. Á vett­vangi stofn­un­ar­innar hefðu þannig verið gerðir alþjóða­samn­ingar m.a. til að takast á við ólög­legar veiðar og bæta stjórn og upp­lýs­inga­gjöf með fisk­veið­um.

Fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra yfir­maður hjá stofn­un­inni

Ísland á full­trúa í æðstu lögum FAO, en Árni Mathies­en, fyrr­ver­andi fjár­mála- og sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokks­ins, er aðstoð­ar­fram­kvæmd­ar­stjóri á fisk­veiðisviði stofn­un­ar­inn­ar.

Árni ræddi úttekt­ina sem rík­is­stjórnin sagð­ist ætla að leggja til í sam­tali við Vísi í fyrra og sagði þá „alltaf gott“ þegar aðild­ar­þjóð­irnar hefðu frum­kvæði að upp­byggi­legum aðgerðum og að spill­ing væri einn helsti þrösk­uldur þró­unar mjög víða í heim­in­um.

Spurður hvað hann teldi að úttektin tæki langan tíma sagði Árni að um það væri úti­lokað að segja. „Ég geri ekki ráð fyrir að mál­inu verði lokið á einu ári en að hvað sé rétt og hægt að gera verði ljóst á þó nokkuð skemmri tíma,“ sagði Árni Mathiesen.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tíu staðreyndir um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka
Til stendur að selja allt að 35 prósent hlut í ríkisbanka í sumar. Upphaf þessa ferils má rekja til bankahrunsins. Hér er allt sem þú þarft að vita um ætlaða bankasölu, álitamál henni tengt og þá sögu sem leiddi til þeirrar stöðu sem nú er uppi.
Kjarninn 25. janúar 2021
Seðlabankinn telur enn mikilvægt að hafa samráðsvettvang á borð við þann sem greiðsluráð bankans er.
Hlutverk svokallaðs greiðsluráðs Seðlabankans til skoðunar
Seðlabankinn skoðar nú hlutverk greiðsluráðs bankans sem sett var á fót með ákvörðun Más Guðmundssonar fyrrverandi seðlabankastjóra í upphafi árs 2019. Ráðið hefur einungis komið einu sinni saman til fundar.
Kjarninn 25. janúar 2021
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent