Búið að móta úttekt FAO sem ríkisstjórnin ákvað að kosta í kjölfar Samherjamálsins

Atvinnuvegaráðuneytið er enn að ganga frá samningum við Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) um úttekt á viðskiptaháttum útgerða, sem ríkisstjórnin boðaði í kjölfar Samherjamálsins í nóvember í fyrra.

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Auglýsing

Í nóv­em­ber í fyrra, þegar íslenskt sam­fé­lag var að vinna úr þeim fréttum sem þá nýlega höfðu borist af starf­semi Sam­herja í Namibíu í umfjöll­unum Kveiks og Stund­ar­inn­ar, sett­ist rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttir niður og kom sér saman um aðgerða­lista til þess að auka traust á íslensku atvinnu­líf­i.

Aðgerð­irnar voru í sjö lið­um, en ein þeirra var sú að Krist­ján Þór Júl­í­us­son sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra myndi hafa frum­kvæði að því að Mat­væla- og land­bún­að­ar­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna (FAO) myndi vinna úttekt á „við­skipta­háttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í við­skiptum með afla­heim­ildir þ. á m. í þró­un­ar­lönd­um.“ 

Á grund­velli úttekt­ar­innar átti FAO svo að vinna „til­lögur til úrbóta í sam­vinnu við aðrar alþjóð­legar stofn­anir sem vinna að heil­brigðum við­skipta­hátt­um, gegn spill­ingu, mútum og pen­inga­þvætt­i,“ sam­kvæmt því sem sagði í aðgerða­lista rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Auglýsing

Verkið verður unnið í tengslum við annað verk­efni

Lítið hefur heyrst af þess­ari boð­uðu úttekt síðan þá, en í svari atvinnu­vega­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um stöðu máls­ins segir að búið sé að „móta verk­efnið í sam­vinnu með FAO“ og að búið sé að „ná nið­ur­stöðu með FAO varð­andi ýmis forms­at­riði í þessu sam­band­i.“

Í svar­inu segir einnig að úttektin sem Ísland hefur frum­kvæði að verði unnin í tengslum við annað verk­efni sem er þegar í gangi hjá stofn­un­inni, sem muni ein­falda stjórn­un­ar­vinnu í kringum verk­efn­ið. Verið sé að „ganga frá samn­ingum við FAO um verkið og kostun Íslands á því.“

Í til­kynn­ingu stjórn­valda í fyrra sagði að verk­efnið sem Krist­ján Þór myndi eiga frum­kvæði að myndi falla vel að hlut­verki stofn­un­ar­inn­ar, þar sem FAO væri stærsta alþjóð­lega stofn­unin sem sinnti reglu­bundnu starfi hvað varð­aði aðgerðir til að bæta stjórn fisk­veiða og þróun sjáv­ar­út­vegs á heims­vísu. Á vett­vangi stofn­un­ar­innar hefðu þannig verið gerðir alþjóða­samn­ingar m.a. til að takast á við ólög­legar veiðar og bæta stjórn og upp­lýs­inga­gjöf með fisk­veið­um.

Fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra yfir­maður hjá stofn­un­inni

Ísland á full­trúa í æðstu lögum FAO, en Árni Mathies­en, fyrr­ver­andi fjár­mála- og sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokks­ins, er aðstoð­ar­fram­kvæmd­ar­stjóri á fisk­veiðisviði stofn­un­ar­inn­ar.

Árni ræddi úttekt­ina sem rík­is­stjórnin sagð­ist ætla að leggja til í sam­tali við Vísi í fyrra og sagði þá „alltaf gott“ þegar aðild­ar­þjóð­irnar hefðu frum­kvæði að upp­byggi­legum aðgerðum og að spill­ing væri einn helsti þrösk­uldur þró­unar mjög víða í heim­in­um.

Spurður hvað hann teldi að úttektin tæki langan tíma sagði Árni að um það væri úti­lokað að segja. „Ég geri ekki ráð fyrir að mál­inu verði lokið á einu ári en að hvað sé rétt og hægt að gera verði ljóst á þó nokkuð skemmri tíma,“ sagði Árni Mathiesen.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar
Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 30. október 2020
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Segir umfram eigið fé ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda
Bankastjóri Arion banka segir viðskiptavini sína hafið notið góðs af minni álagningum stjórnvalda á bankakerfið og litla tengingu vera á milli þess og umfram eigin fé bankans.
Kjarninn 30. október 2020
Frá aðalmeðferð málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Seðlabankinn sýknaður af kröfum Samherja en þarf að borga Þorsteini Má persónulega
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í dag upp dóm í skaðabótamálum Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra fyrirtækisins á hendur bankanum. Seðlabankinn var sýknaður af kröfu fyrirtækisins, en þarf að borga forstjóranum skaðabætur.
Kjarninn 30. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þetta eru áhyggjur Þórólfs
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tínir til margvísleg áhyggjuefni sín í minnisblaðinu sem liggur til grundvallar hertum samkomutakmörkunum sem eru þær ströngustu í faraldrinum hingað til.
Kjarninn 30. október 2020
Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Tíu manna fjöldatakmarkanir næstu vikur
Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi strax á miðnætti og eiga að gilda til 17. nóvember. Einungis 10 mega koma saman, nema í útförum, matvöruverslunum, apótekum og almenningssamgöngum. Skólar verða áfram opnir.
Kjarninn 30. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent