Allt að 200 gætu látist ef veirunni yrði sleppt lausri

Ef tíu prósent þjóðarinnar myndu smitast af kórónuveirunni á skömmum tíma myndu milli 110 og 600 manns þurfa að leggjast inn á gjörgæslu. Allt að 200 gætu látist ef miðað er við þá reynslu sem fengist hefur af faraldrinum til þessa.

Ef 10 prósent þjóðarinnar myndi sýkjast á stuttum tíma gætu 90-350 manns þurft á öndunarvél að halda.
Ef 10 prósent þjóðarinnar myndi sýkjast á stuttum tíma gætu 90-350 manns þurft á öndunarvél að halda.
Auglýsing

Undanfarið hefur verið umræða um þær aðgerðir sem beitt er í samfélaginu til að hefta útbreiðslu veirunnar og þá hvort að virkilega þurfi að grípa til þeirra í ljósi þess að aðgerðirnar sjálfar valdi ýmsum alvarlegum samfélagslegum afleiðingum.


„Auðvitað er þetta góð umræða og nauðsynleg og það er í sjálfu sér rétt að aðgerðir sem gripið er til núna valda alls konar afleiðingum,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. „En í þessa  umræðuna vantar umræðu um það hvað kynni gerast ef við sleppum veirunni lausri og gera sem minnst til að hefta útbreiðsluna innanlands.“


Þórólfur benti á að um 1-2 prósent af þjóðinni hefðu nú sýkst af kórónuveirunni. Ef um 10 prósent myndu sýkjast, sem gæti hæglega gerst á nokkrum vikum, þá gætum við séð í ljósi reynslunnar um 36 þúsund manns sýkjast á um 4-6 vikna tímabili. „Við myndum sjá frá 1.200-2.300 manns þurfa að leggjast inn á sjúkrahús. Við myndum sjá 110-600 manns þurfa að leggjast inn á gjörgæslu. Og við myndum sjá 90-350 þurfa á öndunarvél að halda. Allt að 200 gætu látist ef við miðum við reynsluna hér innanlands til þessa.“  

Auglýsing

Sagði Þórólfur því ljóst að töluvert lítið útbreiddur faraldur, þegar um 10 prósent þjóðarinnar myndu sýkjast, myndi valda það miklu álagi á heilbrigðiskerfið að það myndi bitna á öðrum sjúklingahópum og myndi auk þess valda ýmsum öðrum samfélagslegum skaða.


„Þannig að þegar menn eru að ræða þessi mál þá held ég að þurfi að taka þetta með inn í jöfnuna en því miður ef ég ekki heyrt það gert í þeirri umræðu sem hefur átt sér stað til þessa.“


Ef slakað yrði mikið á samfélagslegum aðgerðum myndi faraldurinn auk þess verða  töluvert útbreiddari en þessi tíu prósent. Þórólfur sagði líka hafa heyrst í umræðunni að hér yrði að ná hjarðónæmi sem þýðir það að um 60 prósent af þjóðinni þyrfti að smitast. „Menn geta bara ímyndað sér ef við færum að sjá sextíu prósent af þjóðinni smitast á stuttum tíma hverslags afleiðiningar það myndi hafa í för með sér.“


 Allir nema fimm búa á höfuðborgarsvæðinu


Fimmtíu manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Fjöldinn var nokkuð minni en undanfarna daga en það gæti skýrst af því að færri sýni voru tekin um helgina en í síðustu viku. 66 prósent þeirra sem greindust í gær voru í sóttkví og allir nema fimm voru búsettir á höfuðborgarsvæðinu.  Um 4.000 manns eru í sóttkví. „Næstu dagar og vika mun skera úr um það hvaða árangur við munum sjá af aðgerðum sem gripið var til fyrir viku,“ sagði Þórólfur. „Það er allt of snemmt að hrósa happi.“


Alls hafa rúmlega 1.300 manns greinst með veiruna innanlands frá 15. september og í dag eru rúmlega 1.000 með COVID og í einangrun. 25 liggja á Landspítalanum með COVID-19, þrír eru á gjörgæslu og tveir í öndunarvél. Frá 15. september hafa 46 verið lagðir inn á sjúkrahús vegna sjúkdómsins.  


Aldursskipting þeirra sem hafa sýkst í þessari bylgju er að sögn Þórólfs svipuð og í fyrstu bylgjunni. Hann nefndi sérstaklega börn yngri en sautján ára en þar er tíðnin mjög svipuð og í vetur og vor. Sagði hann umræðu um að fleiri börn væru að sýkjast núna því ekki virðast eiga við rök að styðjast. Smit meðal barna eða frá börnum innan leik- og grunnskóla er mjög fátítt að sögn sóttvarnalæknis. Þau smit sem eru að berast inn í skólana eru miklu frekar að gera það með fullorðnum en börnum.

Nota sömu nálgun á leik- og grunnskóla


Smit meðal barna eða frá börnum innan leik og grunnskóla er mjög fátítt. Það er miklu frekar að smit berist inn í skólanna utan frá og þá með fullorðnum. „Við erum núna að nota sömu nálgun og síðastliðinn vetur með góðum árangri,“ sagði Þórólfur. Hann sagði upplýsingar frá rakningarteyminu benda til að smit í leik- og grunnskólum væri ekki útbreiddara en í fyrstu bylgju faraldursins. Því telur hann ekki þörf á að beita hörðum aðgerðum á leik- og grunnskólum.


Alma Möller landlæknir fór á fundinum yfir stöðuna í heilbrigðiskerfinu. Sagði hún hana almennt góða en að hún væri þó þung á þeim hjúkrunarheimilum þar sem verið er að fást við smit sem og á Landspítalanum þar sem álagið er mikið.  


Í fyrstu bylgju faraldursins greindust um 1.800 manns með veiruna á veiruprófum en að auki um 1.800 í mótefnaprófum síðar. Samanlagt er því talið að um 3.600 manns hafi sýkst í vetur og vor.


Af þessum heildarfjölda þurfti 3,5 prósent innlögn á sjúkrahús, 0,8 prósent innlögn á gjörgæslu og 0,3 prósent létust.


Í þessari þriðju bylgju hafa um 1.300 greinst með veiruna, 46 hafa þurft innlögn á sjúkrahús eða 3,5 prósent sem er nákvæmlega sama hlutfall í vor. Hingað til hafa fjórir þurft gjörgæslumeðferð sem er um 0,3 prósent af fjöldanum.

Tekur tíma fyrir veikindi að þróast


„En við erum auðvitað skammt á veg komin í þessari bylgju og það tekur tíma fyrir alvarleg veikindi að þróast. Þannig að það er of snemmt að hrósa happi með að það gangi betur. En auðvitað vonum við að betra aðgengi að lyfjum og meiri þekking á sjúkdómnum stuðli að því að okkur gangi betur að meðhöndla sjúkdóminn.“


Þórólfur var á fundinum spurður hvort að líkur væru á því að landsmenn gætu haldið nokkurn veginn eðlileg jól. „Ég held að það sé klárt mál að ef við náum að sveigja þennan faraldur almennilega niður og halda áfram aðgerðum á landamærum þá eigum við að geta haldið áfram að slaka á hér innanlands,“ svaraði Þórólfur. Hann benti á að nú værum við að fást við eitt afbrigði veirunnar, afbrigði sem kom hingað inn með ferðamönnum áður en að tvöföld skimun var tekin upp á landamærunum. „Ef okkur gengur vel núna að halda þessu vel niðri þá ættum við að geta létt verulega á í framhaldi af því.“


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meiri líkur en minni á því að hægt verði að mynda miðjustjórn sem teygir sig til vinstri
Þrjár gerðir fjögurra flokka stjórna sem innihalda miðju- og vinstriflokka mælast með meiri líkur á að geta orðið til en sitjandi ríkisstjórn hefur á því að sitja áfram.
Kjarninn 20. september 2021
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Jóhann Friðrik Friðriksson
Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent