Allt að 200 gætu látist ef veirunni yrði sleppt lausri

Ef tíu prósent þjóðarinnar myndu smitast af kórónuveirunni á skömmum tíma myndu milli 110 og 600 manns þurfa að leggjast inn á gjörgæslu. Allt að 200 gætu látist ef miðað er við þá reynslu sem fengist hefur af faraldrinum til þessa.

Ef 10 prósent þjóðarinnar myndi sýkjast á stuttum tíma gætu 90-350 manns þurft á öndunarvél að halda.
Ef 10 prósent þjóðarinnar myndi sýkjast á stuttum tíma gætu 90-350 manns þurft á öndunarvél að halda.
Auglýsing

Und­an­farið hefur verið umræða um þær aðgerðir sem beitt er í sam­fé­lag­inu til að hefta útbreiðslu veirunnar og þá hvort að virki­lega þurfi að grípa til þeirra í ljósi þess að aðgerð­irnar sjálfar valdi ýmsum alvar­legum sam­fé­lags­legum afleið­ing­um.„Auð­vitað er þetta góð umræða og nauð­syn­leg og það er í sjálfu sér rétt að aðgerðir sem gripið er til núna valda alls konar afleið­ing­um,“ sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag. „En í þessa  umræð­una vantar umræðu um það hvað kynni ger­ast ef við sleppum veirunni lausri og gera sem minnst til að hefta útbreiðsl­una inn­an­lands.“Þórólfur benti á að um 1-2 pró­sent af þjóð­inni hefðu nú sýkst af kór­ónu­veirunni. Ef um 10 pró­sent myndu sýkjast, sem gæti hæg­lega gerst á nokkrum vik­um, þá gætum við séð í ljósi reynsl­unnar um 36 þús­und manns sýkj­ast á um 4-6 vikna tíma­bili. „Við myndum sjá frá 1.200-2.300 manns þurfa að leggj­ast inn á sjúkra­hús. Við myndum sjá 110-600 manns þurfa að leggj­ast inn á gjör­gæslu. Og við myndum sjá 90-350 þurfa á önd­un­ar­vél að halda. Allt að 200 gætu lát­ist ef við miðum við reynsl­una hér inn­an­lands til þessa.“  

Auglýsing


Sagði Þórólfur því ljóst að tölu­vert lítið útbreiddur far­ald­ur, þegar um 10 pró­sent þjóð­ar­innar myndu sýkjast, myndi valda það miklu álagi á heil­brigð­is­kerfið að það myndi bitna á öðrum sjúk­linga­hópum og myndi auk þess valda ýmsum öðrum sam­fé­lags­legum skaða.„Þannig að þegar menn eru að ræða þessi mál þá held ég að þurfi að taka þetta með inn í jöfn­una en því miður ef ég ekki heyrt það gert í þeirri umræðu sem hefur átt sér stað til þessa.“Ef slakað yrði mikið á sam­fé­lags­legum aðgerðum myndi far­ald­ur­inn auk þess verða  tölu­vert útbreidd­ari en þessi tíu pró­sent. Þórólfur sagði líka hafa heyrst í umræð­unni að hér yrði að ná hjarð­ó­næmi sem þýðir það að um 60 pró­sent af þjóð­inni þyrfti að smit­ast. „Menn geta bara ímyndað sér ef við færum að sjá sex­tíu pró­sent af þjóð­inni smit­ast á stuttum tíma hverslags afleið­in­ingar það myndi hafa í för með sér.“ Allir nema fimm búa á höf­uð­borg­ar­svæð­inuFimm­tíu manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Fjöld­inn var nokkuð minni en und­an­farna daga en það gæti skýrst af því að færri sýni voru tekin um helg­ina en í síð­ustu viku. 66 pró­sent þeirra sem greindust í gær voru í sótt­kví og allir nema fimm voru búsettir á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u.  Um 4.000 manns eru í sótt­kví. „Næstu dagar og vika mun skera úr um það hvaða árangur við munum sjá af aðgerðum sem gripið var til fyrir viku,“ sagði Þórólf­ur. „Það er allt of snemmt að hrósa happi.“Alls hafa rúm­lega 1.300 manns greinst með veiruna inn­an­lands frá 15. sept­em­ber og í dag eru rúm­lega 1.000 með COVID og í ein­angr­un. 25 liggja á Land­spít­al­anum með COVID-19, þrír eru á gjör­gæslu og tveir í önd­un­ar­vél. Frá 15. sept­em­ber hafa 46 verið lagðir inn á sjúkra­hús vegna sjúk­dóms­ins.  Ald­urs­skipt­ing þeirra sem hafa sýkst í þess­ari bylgju er að sögn Þór­ólfs svipuð og í fyrstu bylgj­unni. Hann nefndi sér­stak­lega börn yngri en sautján ára en þar er tíðnin mjög svipuð og í vetur og vor. Sagði hann umræðu um að fleiri börn væru að sýkj­ast núna því ekki virð­ast eiga við rök að styðj­ast. Smit meðal barna eða frá börnum innan leik- og grunn­skóla er mjög fátítt að sögn sótt­varna­lækn­is. Þau smit sem eru að ber­ast inn í skól­ana eru miklu frekar að gera það með full­orðnum en börn­um.

Nota sömu nálgun á leik- og grunn­skólaSmit meðal barna eða frá börnum innan leik og grunn­skóla er mjög fátítt. Það er miklu frekar að smit ber­ist inn í skól­anna utan frá og þá með full­orðn­um. „Við erum núna að nota sömu nálgun og síð­ast­lið­inn vetur með góðum árangri,“ sagði Þórólf­ur. Hann sagði upp­lýs­ingar frá rakn­ing­arteym­inu benda til að smit í leik- og grunn­skólum væri ekki útbreidd­ara en í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins. Því telur hann ekki þörf á að beita hörðum aðgerðum á leik- og grunn­skól­um.Alma Möller land­læknir fór á fund­inum yfir stöð­una í heil­brigð­is­kerf­inu. Sagði hún hana almennt góða en að hún væri þó þung á þeim hjúkr­un­ar­heim­ilum þar sem verið er að fást við smit sem og á Land­spít­al­anum þar sem álagið er mik­ið.  Í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins greindust um 1.800 manns með veiruna á veiru­prófum en að auki um 1.800 í mótefna­prófum síð­ar. Sam­an­lagt er því talið að um 3.600 manns hafi sýkst í vetur og vor.Af þessum heild­ar­fjölda þurfti 3,5 pró­sent inn­lögn á sjúkra­hús, 0,8 pró­sent inn­lögn á gjör­gæslu og 0,3 pró­sent lét­ust.Í þess­ari þriðju bylgju hafa um 1.300 greinst með veiruna, 46 hafa þurft inn­lögn á sjúkra­hús eða 3,5 pró­sent sem er nákvæm­lega sama hlut­fall í vor. Hingað til hafa fjórir þurft gjör­gæslu­með­ferð sem er um 0,3 pró­sent af fjöld­an­um.

Tekur tíma fyrir veik­indi að þró­ast„En við erum auð­vitað skammt á veg komin í þess­ari bylgju og það tekur tíma fyrir alvar­leg veik­indi að þró­ast. Þannig að það er of snemmt að hrósa happi með að það gangi bet­ur. En auð­vitað vonum við að betra aðgengi að lyfjum og meiri þekk­ing á sjúk­dómnum stuðli að því að okkur gangi betur að með­höndla sjúk­dóm­inn.“Þórólfur var á fund­inum spurður hvort að líkur væru á því að lands­menn gætu haldið nokkurn veg­inn eðli­leg jól. „Ég held að það sé klárt mál að ef við náum að sveigja þennan far­aldur almenni­lega niður og halda áfram aðgerðum á landa­mærum þá eigum við að geta haldið áfram að slaka á hér inn­an­lands,“ svar­aði Þórólf­ur. Hann benti á að nú værum við að fást við eitt afbrigði veirunn­ar, afbrigði sem kom hingað inn með ferða­mönnum áður en að tvö­föld skimun var tekin upp á landa­mær­un­um. „Ef okkur gengur vel núna að halda þessu vel niðri þá ættum við að geta létt veru­lega á í fram­haldi af því.“Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent