Allt að 200 gætu látist ef veirunni yrði sleppt lausri

Ef tíu prósent þjóðarinnar myndu smitast af kórónuveirunni á skömmum tíma myndu milli 110 og 600 manns þurfa að leggjast inn á gjörgæslu. Allt að 200 gætu látist ef miðað er við þá reynslu sem fengist hefur af faraldrinum til þessa.

Ef 10 prósent þjóðarinnar myndi sýkjast á stuttum tíma gætu 90-350 manns þurft á öndunarvél að halda.
Ef 10 prósent þjóðarinnar myndi sýkjast á stuttum tíma gætu 90-350 manns þurft á öndunarvél að halda.
Auglýsing

Und­an­farið hefur verið umræða um þær aðgerðir sem beitt er í sam­fé­lag­inu til að hefta útbreiðslu veirunnar og þá hvort að virki­lega þurfi að grípa til þeirra í ljósi þess að aðgerð­irnar sjálfar valdi ýmsum alvar­legum sam­fé­lags­legum afleið­ing­um.„Auð­vitað er þetta góð umræða og nauð­syn­leg og það er í sjálfu sér rétt að aðgerðir sem gripið er til núna valda alls konar afleið­ing­um,“ sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag. „En í þessa  umræð­una vantar umræðu um það hvað kynni ger­ast ef við sleppum veirunni lausri og gera sem minnst til að hefta útbreiðsl­una inn­an­lands.“Þórólfur benti á að um 1-2 pró­sent af þjóð­inni hefðu nú sýkst af kór­ónu­veirunni. Ef um 10 pró­sent myndu sýkjast, sem gæti hæg­lega gerst á nokkrum vik­um, þá gætum við séð í ljósi reynsl­unnar um 36 þús­und manns sýkj­ast á um 4-6 vikna tíma­bili. „Við myndum sjá frá 1.200-2.300 manns þurfa að leggj­ast inn á sjúkra­hús. Við myndum sjá 110-600 manns þurfa að leggj­ast inn á gjör­gæslu. Og við myndum sjá 90-350 þurfa á önd­un­ar­vél að halda. Allt að 200 gætu lát­ist ef við miðum við reynsl­una hér inn­an­lands til þessa.“  

Auglýsing


Sagði Þórólfur því ljóst að tölu­vert lítið útbreiddur far­ald­ur, þegar um 10 pró­sent þjóð­ar­innar myndu sýkjast, myndi valda það miklu álagi á heil­brigð­is­kerfið að það myndi bitna á öðrum sjúk­linga­hópum og myndi auk þess valda ýmsum öðrum sam­fé­lags­legum skaða.„Þannig að þegar menn eru að ræða þessi mál þá held ég að þurfi að taka þetta með inn í jöfn­una en því miður ef ég ekki heyrt það gert í þeirri umræðu sem hefur átt sér stað til þessa.“Ef slakað yrði mikið á sam­fé­lags­legum aðgerðum myndi far­ald­ur­inn auk þess verða  tölu­vert útbreidd­ari en þessi tíu pró­sent. Þórólfur sagði líka hafa heyrst í umræð­unni að hér yrði að ná hjarð­ó­næmi sem þýðir það að um 60 pró­sent af þjóð­inni þyrfti að smit­ast. „Menn geta bara ímyndað sér ef við færum að sjá sex­tíu pró­sent af þjóð­inni smit­ast á stuttum tíma hverslags afleið­in­ingar það myndi hafa í för með sér.“ Allir nema fimm búa á höf­uð­borg­ar­svæð­inuFimm­tíu manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Fjöld­inn var nokkuð minni en und­an­farna daga en það gæti skýrst af því að færri sýni voru tekin um helg­ina en í síð­ustu viku. 66 pró­sent þeirra sem greindust í gær voru í sótt­kví og allir nema fimm voru búsettir á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u.  Um 4.000 manns eru í sótt­kví. „Næstu dagar og vika mun skera úr um það hvaða árangur við munum sjá af aðgerðum sem gripið var til fyrir viku,“ sagði Þórólf­ur. „Það er allt of snemmt að hrósa happi.“Alls hafa rúm­lega 1.300 manns greinst með veiruna inn­an­lands frá 15. sept­em­ber og í dag eru rúm­lega 1.000 með COVID og í ein­angr­un. 25 liggja á Land­spít­al­anum með COVID-19, þrír eru á gjör­gæslu og tveir í önd­un­ar­vél. Frá 15. sept­em­ber hafa 46 verið lagðir inn á sjúkra­hús vegna sjúk­dóms­ins.  Ald­urs­skipt­ing þeirra sem hafa sýkst í þess­ari bylgju er að sögn Þór­ólfs svipuð og í fyrstu bylgj­unni. Hann nefndi sér­stak­lega börn yngri en sautján ára en þar er tíðnin mjög svipuð og í vetur og vor. Sagði hann umræðu um að fleiri börn væru að sýkj­ast núna því ekki virð­ast eiga við rök að styðj­ast. Smit meðal barna eða frá börnum innan leik- og grunn­skóla er mjög fátítt að sögn sótt­varna­lækn­is. Þau smit sem eru að ber­ast inn í skól­ana eru miklu frekar að gera það með full­orðnum en börn­um.

Nota sömu nálgun á leik- og grunn­skólaSmit meðal barna eða frá börnum innan leik og grunn­skóla er mjög fátítt. Það er miklu frekar að smit ber­ist inn í skól­anna utan frá og þá með full­orðn­um. „Við erum núna að nota sömu nálgun og síð­ast­lið­inn vetur með góðum árangri,“ sagði Þórólf­ur. Hann sagði upp­lýs­ingar frá rakn­ing­arteym­inu benda til að smit í leik- og grunn­skólum væri ekki útbreidd­ara en í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins. Því telur hann ekki þörf á að beita hörðum aðgerðum á leik- og grunn­skól­um.Alma Möller land­læknir fór á fund­inum yfir stöð­una í heil­brigð­is­kerf­inu. Sagði hún hana almennt góða en að hún væri þó þung á þeim hjúkr­un­ar­heim­ilum þar sem verið er að fást við smit sem og á Land­spít­al­anum þar sem álagið er mik­ið.  Í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins greindust um 1.800 manns með veiruna á veiru­prófum en að auki um 1.800 í mótefna­prófum síð­ar. Sam­an­lagt er því talið að um 3.600 manns hafi sýkst í vetur og vor.Af þessum heild­ar­fjölda þurfti 3,5 pró­sent inn­lögn á sjúkra­hús, 0,8 pró­sent inn­lögn á gjör­gæslu og 0,3 pró­sent lét­ust.Í þess­ari þriðju bylgju hafa um 1.300 greinst með veiruna, 46 hafa þurft inn­lögn á sjúkra­hús eða 3,5 pró­sent sem er nákvæm­lega sama hlut­fall í vor. Hingað til hafa fjórir þurft gjör­gæslu­með­ferð sem er um 0,3 pró­sent af fjöld­an­um.

Tekur tíma fyrir veik­indi að þró­ast„En við erum auð­vitað skammt á veg komin í þess­ari bylgju og það tekur tíma fyrir alvar­leg veik­indi að þró­ast. Þannig að það er of snemmt að hrósa happi með að það gangi bet­ur. En auð­vitað vonum við að betra aðgengi að lyfjum og meiri þekk­ing á sjúk­dómnum stuðli að því að okkur gangi betur að með­höndla sjúk­dóm­inn.“Þórólfur var á fund­inum spurður hvort að líkur væru á því að lands­menn gætu haldið nokkurn veg­inn eðli­leg jól. „Ég held að það sé klárt mál að ef við náum að sveigja þennan far­aldur almenni­lega niður og halda áfram aðgerðum á landa­mærum þá eigum við að geta haldið áfram að slaka á hér inn­an­lands,“ svar­aði Þórólf­ur. Hann benti á að nú værum við að fást við eitt afbrigði veirunn­ar, afbrigði sem kom hingað inn með ferða­mönnum áður en að tvö­föld skimun var tekin upp á landa­mær­un­um. „Ef okkur gengur vel núna að halda þessu vel niðri þá ættum við að geta létt veru­lega á í fram­haldi af því.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðhera.
Áhöfnin lokuð „inni í stálkassa“
Sjávarútvegsráðherra segist sleginn yfir því sem gerðist um borð í frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni. Hann segir augljóst að farið hafi verið freklega á svig við þau grundvallaratriði sem snúast um öryggi og velferð áhafnar.
Kjarninn 25. október 2020
Þarf að gera Bandaríkin frábær á ný eða þarf að byggja betur upp aftur?
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er umtalsvert og störfum í landinu hefur fækkað á síðustu árum. Gripið hefur verið til mjög kostnaðarsamra efnahagspakka sem hafa gert það að verkum að hallinn á ríkissjóði landsins er nú meiri en hann hefur verið í áratugi.
Kjarninn 25. október 2020
Júlíus Geirmundsson ÍS 270, er gerður út frá Ísafirði.
Útgerðin biðst „einlæglega afsökunar“
Framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins-Gunnvarar, sem gerir út Júlíus Geirmundsson, þykir „þungbært að sitja undir ásökunum um að ekki sé hugað nógu vel að heilsu og öryggi starfsmanna“.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent