Þörf fyrir kristinfræðikennslu í skólum meðal annars rökstudd með fjölgun innflytjenda

Þingflokkur Miðflokksins, ásamt tveimur þingmönnum Sjálfstæðisflokks, vilja að kristinfræði verði aftur kennd í skólum. Þeir telja að þekking á kristni sé „forsenda skilnings á vestrænni menningu og samfélagi“.

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, er fyrsti flutningsmaður málsins.
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, er fyrsti flutningsmaður málsins.
Auglýsing

Allir þing­menn Mið­flokks­ins hafa, ásamt Sjálf­stæð­is­mönn­unum Brynj­ari Níels­syni og Ásmundi Frið­riks­syni, lagt fram frum­varp um að auka veg krist­in­fræði­kennslu í grunn­skólum lands­ins. 

Verði frum­varpið að lögum yrði kennslan eins og var fyrir gild­is­töku grunn­skóla­laga frá árinu 2008, sem felldu hana nið­ur. Þing­menn­irnir vilja að heiti náms­grein­ar­innar trú­ar­bragða­fræði verði breytt í krist­in­fræði og trú­ar­bragða­fræði og telja að nám á því sviði sé mik­il­vægt til skiln­ings, umburð­ar­lyndis og víð­sýni. „Nem­endur verða að vera búnir undir að lifa í fjöl­breyttu lýð­ræð­is­legu sam­fé­lagi og takast á við marg­vís­leg úrlausn­ar­efni sem þeirra bíða í breyttum heim­i,“ segir í grein­ar­gerð sem fylgir frum­varp­in­u. 

Á meðal þeirra raka sem þing­menn­irnir nota til að rök­styðja þörf­ina fyrir aukna áherslu á krist­in­fræði­kennslu í skólum er að hér á landi fari inn­flytj­endum sem komi frá ólíkum menn­ing­ar­heimum fjölg­andi. Það auki að mati þing­mann­anna kröfur um umburð­ar­lyndi og gagn­kvæma virð­ingu. „Með vax­andi fjölgun íslenskra rík­is­borg­ara sem eru af erlendu bergi brotnir eykst nauð­syn þess að brjóta niður múra á milli menn­ing­ar­heilda og trú­ar­hópa og auka þar með umburð­ar­lyndi. Slíkt er best gert með sér­stakri fræðslu um ríkj­andi trú lands­ins, kristni, og almennri fræðslu um trú­ar­brögð heims­ins og þar með menn­ingu og siði þjóða og þjóð­ar­brota. Til að slík fræðsla verði að gagni og nái að stuðla að alhliða þroska nem­enda og virkri þátt­töku þeirra í lýð­ræð­is­þjóð­fé­lagi þarf hún að ná til allra.”

Telja að krist­in­fræði fái minna vægi en önnur trú­ar­brögð

Krist­in­fræði hefur ekki verið til sem sér­stakt fag í grunn­skólum lands­ins frá árinu 2008. Tölu­verðar breyt­ingar voru svo gerðar á almenna hluta aðal­námskrár grunn­skóla 2011. Þá var Katrín Jak­obs­dóttir mennta­mála­ráð­herra en hún er í dag for­sæt­is­ráð­herra. 

Auglýsing
Í breyt­ing­unum fólst meðal ann­ars að trú­ar­bragða­fræði er ein af níu náms­greinum sem falla undir það sem er skil­greint sem sam­fé­lags­grein­ar. Kenn­arar frá frelsi til þess að skipta þeim tíma sem gefin er á milli þeirra greina.

Flutn­ings­menn frum­varps­ins segj­ast hafa rætt við fólk við vinnslu þess sem segi að sá tími sé og naumt skammt­að­ur. „ Ekk­ert opin­bert sam­ræmi er milli skóla lands­ins um hversu mik­inn tíma þeir nýta í hvert fag innan sam­fé­lags­fræð­inn­ar. Kom það fram af hálfu við­mæl­enda að dæmi eru þess að krist­in­fræði fái minna vægi í trú­ar­bragða­fræði heldur en önnur trú­ar­brögð.“

For­senda skiln­ings á vest­rænu sam­fé­lagi

Mið­flokks­menn­irn­ir, og Sjálf­stæð­is­menn­irnir tveir, telja að áhersla á kristna trú umfram önnur trú­ar­brögð sé nauð­syn­leg vegna þess að menn­ing Íslands teng­ist sögu henn­ar. 

Í grein­ar­gerð­inni segir að eðli­legt hljóti að telj­ast að fjallað sé ítar­leg­ast um þau trú­ar­brögð sem ríkj­andi séu í sam­fé­lag­inu. „Þekk­ing á kristni og Bibl­í­unni er for­senda skiln­ings á vest­rænni menn­ingu og sam­fé­lagi. Þekk­ing á eigin trú er for­senda til skiln­ings á trú ann­arra og leið til umburð­ar­lynd­is. Skól­anum er ætlað að miðla grund­vall­ar­gildum þjóð­fé­lags­ins, sem hér á landi eru byggð á kristnum rót­um. Fræðsla í kristnum fræð­um, sið­fræði og trú­ar­bragða­fræði miðlar nem­endum þekk­ingu á eigin rót­u­m.“Brynjar Níelsson er annar af tveimur þingmönnum Sjálfstæðisflokks sem eru á frumvarpinu. Hinn er Ásmundur Friðriksson. MYND: Bára Huld Beck.

Þing­menn­irnir telja að kennslan muni hjálpi nem­endum að setja krist­in­fræði­námið í stærra þekk­ing­ar­legt sam­hengi. Þeir muni þannig öðl­ast sið­fræði­legan, sið­ferði­legan og félags­legan þroska. „Öðlist getu til að skilja við­horf trú­ar­bragða gagn­vart ein­stak­lingi, sam­fé­lagi og umhverfi. Læri að bera virð­ingu fyrir fólki af annarri menn­ingu og trú. Geti tekið upp­lýstar ákvarð­anir og rök­stutt þær.“

Flutn­ings­menn­irnir segja að tengja þurfi kennsl­una við sam­fé­lag­ið, menn­ing­una og nútím­ann. „Fræða þarf um góðar og slæmar afleið­ingar trú­ar­bragða á víðum grund­velli. Nem­endur læri að bera virð­ingu fyrir trú og skoð­unum ann­arra. Lögð verði áhersla á að hlut­verk kenn­ara felist í fræðslu en ekki trú­boði. Mik­il­vægt er að nem­endur fræð­ist um þá trú sem mótað hefur sam­fé­lagið óháð kirkju­sókn. Kirkju­sókn eða sveiflur í henni frá einum tíma til ann­ars haggar ekki menn­ing­ar­arfi þjóð­ar­inn­ar. Ver­ald­ar­væð­ing og einka­trú ætti ekki að hafa áhrif á það hvað við lærum um sögu okkar og sam­fé­lag.“

Fækkað í þjóð­kirkj­unni

Þeim lands­mönnum sem eru í þjóð­kirkj­unni hefur fækkað hratt síð­ast­liðin miss­eri. Í byrjun árs 2009 náði fjöldi þeirra met­­­tölu, en þá voru 253.069 lands­­­menn í henni. Frá þeim tíma hefur þeim fækkað jafnt og þétt og eru nú 230.146. Hlut­fall íbúa lands­ins sem er skráð í þjóð­kirkj­una var 62,5 pró­sent um ­síð­ast­lið­inn ­mán­aða­mót. 

Það þýðir að fjöldi þeirra sem skráðir eru í þjóð­­­kirkj­una hefur dreg­ist saman um 22.923 frá árs­­­byrjun 2009. Það eru fleiri en allir núver­andi íbúar Garða­bæjar og Sel­tjarn­ar­ness sam­an­lagt.

368.382 manns sem búa hér­lendis nú um stund­ir. Íbúum lands­ins hefur fjölgað um 49.014 frá byrjun árs 2009. Frá þeim tíma, á tæpum tólf árum, hafa því 71.937 íbúar lands­ins valið að ganga úr, eða ekki í, þjóð­kirkj­una. 

Sam­­­kvæmt Þjóð­­­ar­púlsi Gallup ­sem var birtur fyrir í byrjun nóv­­em­ber í fyrra er meiri­hluti Íslend­inga hlynntur aðskiln­aði ríkis og kirkju, eða rúm­­­­lega 55 pró­­­­sent, en það er svipað hlut­­­­fall og und­an­farin ár. Ríf­­­­lega fimmt­ungur er hvorki hlynntur né and­vígur aðskiln­aði ríkis og kirkju, og tæp­­­­lega fjórð­ungur er and­víg­­­­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent