Þörf fyrir kristinfræðikennslu í skólum meðal annars rökstudd með fjölgun innflytjenda

Þingflokkur Miðflokksins, ásamt tveimur þingmönnum Sjálfstæðisflokks, vilja að kristinfræði verði aftur kennd í skólum. Þeir telja að þekking á kristni sé „forsenda skilnings á vestrænni menningu og samfélagi“.

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, er fyrsti flutningsmaður málsins.
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, er fyrsti flutningsmaður málsins.
Auglýsing

Allir þingmenn Miðflokksins hafa, ásamt Sjálfstæðismönnunum Brynjari Níelssyni og Ásmundi Friðrikssyni, lagt fram frumvarp um að auka veg kristinfræðikennslu í grunnskólum landsins. 

Verði frumvarpið að lögum yrði kennslan eins og var fyrir gildistöku grunnskólalaga frá árinu 2008, sem felldu hana niður. Þingmennirnir vilja að heiti námsgreinarinnar trúarbragðafræði verði breytt í kristinfræði og trúarbragðafræði og telja að nám á því sviði sé mikilvægt til skilnings, umburðarlyndis og víðsýni. „Nemendur verða að vera búnir undir að lifa í fjölbreyttu lýðræðislegu samfélagi og takast á við margvísleg úrlausnarefni sem þeirra bíða í breyttum heimi,“ segir í greinargerð sem fylgir frumvarpinu. 

Á meðal þeirra raka sem þingmennirnir nota til að rökstyðja þörfina fyrir aukna áherslu á kristinfræðikennslu í skólum er að hér á landi fari innflytjendum sem komi frá ólíkum menningarheimum fjölgandi. Það auki að mati þingmannanna kröfur um umburðarlyndi og gagnkvæma virðingu. „Með vaxandi fjölgun íslenskra ríkisborgara sem eru af erlendu bergi brotnir eykst nauðsyn þess að brjóta niður múra á milli menningarheilda og trúarhópa og auka þar með umburðarlyndi. Slíkt er best gert með sérstakri fræðslu um ríkjandi trú landsins, kristni, og almennri fræðslu um trúarbrögð heimsins og þar með menningu og siði þjóða og þjóðarbrota. Til að slík fræðsla verði að gagni og nái að stuðla að alhliða þroska nemenda og virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi þarf hún að ná til allra.”

Telja að kristinfræði fái minna vægi en önnur trúarbrögð

Kristinfræði hefur ekki verið til sem sérstakt fag í grunnskólum landsins frá árinu 2008. Töluverðar breytingar voru svo gerðar á almenna hluta aðalnámskrár grunnskóla 2011. Þá var Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra en hún er í dag forsætisráðherra. 

Auglýsing
Í breytingunum fólst meðal annars að trúarbragðafræði er ein af níu námsgreinum sem falla undir það sem er skilgreint sem samfélagsgreinar. Kennarar frá frelsi til þess að skipta þeim tíma sem gefin er á milli þeirra greina.

Flutningsmenn frumvarpsins segjast hafa rætt við fólk við vinnslu þess sem segi að sá tími sé og naumt skammtaður. „ Ekkert opinbert samræmi er milli skóla landsins um hversu mikinn tíma þeir nýta í hvert fag innan samfélagsfræðinnar. Kom það fram af hálfu viðmælenda að dæmi eru þess að kristinfræði fái minna vægi í trúarbragðafræði heldur en önnur trúarbrögð.“

Forsenda skilnings á vestrænu samfélagi

Miðflokksmennirnir, og Sjálfstæðismennirnir tveir, telja að áhersla á kristna trú umfram önnur trúarbrögð sé nauðsynleg vegna þess að menning Íslands tengist sögu hennar. 

Í greinargerðinni segir að eðlilegt hljóti að teljast að fjallað sé ítarlegast um þau trúarbrögð sem ríkjandi séu í samfélaginu. „Þekking á kristni og Biblíunni er forsenda skilnings á vestrænni menningu og samfélagi. Þekking á eigin trú er forsenda til skilnings á trú annarra og leið til umburðarlyndis. Skólanum er ætlað að miðla grundvallargildum þjóðfélagsins, sem hér á landi eru byggð á kristnum rótum. Fræðsla í kristnum fræðum, siðfræði og trúarbragðafræði miðlar nemendum þekkingu á eigin rótum.“Brynjar Níelsson er annar af tveimur þingmönnum Sjálfstæðisflokks sem eru á frumvarpinu. Hinn er Ásmundur Friðriksson. MYND: Bára Huld Beck.

Þingmennirnir telja að kennslan muni hjálpi nemendum að setja kristinfræðinámið í stærra þekkingarlegt samhengi. Þeir muni þannig öðlast siðfræðilegan, siðferðilegan og félagslegan þroska. „Öðlist getu til að skilja viðhorf trúarbragða gagnvart einstaklingi, samfélagi og umhverfi. Læri að bera virðingu fyrir fólki af annarri menningu og trú. Geti tekið upplýstar ákvarðanir og rökstutt þær.“

Flutningsmennirnir segja að tengja þurfi kennsluna við samfélagið, menninguna og nútímann. „Fræða þarf um góðar og slæmar afleiðingar trúarbragða á víðum grundvelli. Nemendur læri að bera virðingu fyrir trú og skoðunum annarra. Lögð verði áhersla á að hlutverk kennara felist í fræðslu en ekki trúboði. Mikilvægt er að nemendur fræðist um þá trú sem mótað hefur samfélagið óháð kirkjusókn. Kirkjusókn eða sveiflur í henni frá einum tíma til annars haggar ekki menningararfi þjóðarinnar. Veraldarvæðing og einkatrú ætti ekki að hafa áhrif á það hvað við lærum um sögu okkar og samfélag.“

Fækkað í þjóðkirkjunni

Þeim landsmönnum sem eru í þjóðkirkjunni hefur fækkað hratt síðastliðin misseri. Í byrjun árs 2009 náði fjöldi þeirra met­­tölu, en þá voru 253.069 lands­­menn í henni. Frá þeim tíma hefur þeim fækkað jafnt og þétt og eru nú 230.146. Hlutfall íbúa landsins sem er skráð í þjóðkirkjuna var 62,5 prósent um síðastliðinn mánaðamót. 

Það þýðir að fjöldi þeirra sem skráðir eru í þjóð­­kirkj­una hefur dreg­ist saman um 22.923 frá árs­­byrjun 2009. Það eru fleiri en allir núverandi íbúar Garðabæjar og Seltjarnarness samanlagt.

368.382 manns sem búa hérlendis nú um stundir. Íbúum landsins hefur fjölgað um 49.014 frá byrjun árs 2009. Frá þeim tíma, á tæpum tólf árum, hafa því 71.937 íbúar landsins valið að ganga úr, eða ekki í, þjóðkirkjuna. 

Sam­­kvæmt Þjóð­­ar­púlsi Gallup sem var birtur fyrir í byrjun nóv­em­ber í fyrra er meiri­hluti Íslend­inga hlynntur aðskiln­aði ríkis og kirkju, eða rúm­­­lega 55 pró­­­sent, en það er svipað hlut­­­fall og und­an­farin ár. Ríf­­­lega fimmt­ungur er hvorki hlynntur né and­vígur aðskiln­aði ríkis og kirkju, og tæp­­­lega fjórð­ungur er and­víg­­­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Baldur Thorlacius
Áfram gakk og ekkert rugl
Kjarninn 22. júní 2021
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent