Þörf fyrir kristinfræðikennslu í skólum meðal annars rökstudd með fjölgun innflytjenda

Þingflokkur Miðflokksins, ásamt tveimur þingmönnum Sjálfstæðisflokks, vilja að kristinfræði verði aftur kennd í skólum. Þeir telja að þekking á kristni sé „forsenda skilnings á vestrænni menningu og samfélagi“.

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, er fyrsti flutningsmaður málsins.
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, er fyrsti flutningsmaður málsins.
Auglýsing

Allir þing­menn Mið­flokks­ins hafa, ásamt Sjálf­stæð­is­mönn­unum Brynj­ari Níels­syni og Ásmundi Frið­riks­syni, lagt fram frum­varp um að auka veg krist­in­fræði­kennslu í grunn­skólum lands­ins. 

Verði frum­varpið að lögum yrði kennslan eins og var fyrir gild­is­töku grunn­skóla­laga frá árinu 2008, sem felldu hana nið­ur. Þing­menn­irnir vilja að heiti náms­grein­ar­innar trú­ar­bragða­fræði verði breytt í krist­in­fræði og trú­ar­bragða­fræði og telja að nám á því sviði sé mik­il­vægt til skiln­ings, umburð­ar­lyndis og víð­sýni. „Nem­endur verða að vera búnir undir að lifa í fjöl­breyttu lýð­ræð­is­legu sam­fé­lagi og takast á við marg­vís­leg úrlausn­ar­efni sem þeirra bíða í breyttum heim­i,“ segir í grein­ar­gerð sem fylgir frum­varp­in­u. 

Á meðal þeirra raka sem þing­menn­irnir nota til að rök­styðja þörf­ina fyrir aukna áherslu á krist­in­fræði­kennslu í skólum er að hér á landi fari inn­flytj­endum sem komi frá ólíkum menn­ing­ar­heimum fjölg­andi. Það auki að mati þing­mann­anna kröfur um umburð­ar­lyndi og gagn­kvæma virð­ingu. „Með vax­andi fjölgun íslenskra rík­is­borg­ara sem eru af erlendu bergi brotnir eykst nauð­syn þess að brjóta niður múra á milli menn­ing­ar­heilda og trú­ar­hópa og auka þar með umburð­ar­lyndi. Slíkt er best gert með sér­stakri fræðslu um ríkj­andi trú lands­ins, kristni, og almennri fræðslu um trú­ar­brögð heims­ins og þar með menn­ingu og siði þjóða og þjóð­ar­brota. Til að slík fræðsla verði að gagni og nái að stuðla að alhliða þroska nem­enda og virkri þátt­töku þeirra í lýð­ræð­is­þjóð­fé­lagi þarf hún að ná til allra.”

Telja að krist­in­fræði fái minna vægi en önnur trú­ar­brögð

Krist­in­fræði hefur ekki verið til sem sér­stakt fag í grunn­skólum lands­ins frá árinu 2008. Tölu­verðar breyt­ingar voru svo gerðar á almenna hluta aðal­námskrár grunn­skóla 2011. Þá var Katrín Jak­obs­dóttir mennta­mála­ráð­herra en hún er í dag for­sæt­is­ráð­herra. 

Auglýsing
Í breyt­ing­unum fólst meðal ann­ars að trú­ar­bragða­fræði er ein af níu náms­greinum sem falla undir það sem er skil­greint sem sam­fé­lags­grein­ar. Kenn­arar frá frelsi til þess að skipta þeim tíma sem gefin er á milli þeirra greina.

Flutn­ings­menn frum­varps­ins segj­ast hafa rætt við fólk við vinnslu þess sem segi að sá tími sé og naumt skammt­að­ur. „ Ekk­ert opin­bert sam­ræmi er milli skóla lands­ins um hversu mik­inn tíma þeir nýta í hvert fag innan sam­fé­lags­fræð­inn­ar. Kom það fram af hálfu við­mæl­enda að dæmi eru þess að krist­in­fræði fái minna vægi í trú­ar­bragða­fræði heldur en önnur trú­ar­brögð.“

For­senda skiln­ings á vest­rænu sam­fé­lagi

Mið­flokks­menn­irn­ir, og Sjálf­stæð­is­menn­irnir tveir, telja að áhersla á kristna trú umfram önnur trú­ar­brögð sé nauð­syn­leg vegna þess að menn­ing Íslands teng­ist sögu henn­ar. 

Í grein­ar­gerð­inni segir að eðli­legt hljóti að telj­ast að fjallað sé ítar­leg­ast um þau trú­ar­brögð sem ríkj­andi séu í sam­fé­lag­inu. „Þekk­ing á kristni og Bibl­í­unni er for­senda skiln­ings á vest­rænni menn­ingu og sam­fé­lagi. Þekk­ing á eigin trú er for­senda til skiln­ings á trú ann­arra og leið til umburð­ar­lynd­is. Skól­anum er ætlað að miðla grund­vall­ar­gildum þjóð­fé­lags­ins, sem hér á landi eru byggð á kristnum rót­um. Fræðsla í kristnum fræð­um, sið­fræði og trú­ar­bragða­fræði miðlar nem­endum þekk­ingu á eigin rót­u­m.“Brynjar Níelsson er annar af tveimur þingmönnum Sjálfstæðisflokks sem eru á frumvarpinu. Hinn er Ásmundur Friðriksson. MYND: Bára Huld Beck.

Þing­menn­irnir telja að kennslan muni hjálpi nem­endum að setja krist­in­fræði­námið í stærra þekk­ing­ar­legt sam­hengi. Þeir muni þannig öðl­ast sið­fræði­legan, sið­ferði­legan og félags­legan þroska. „Öðlist getu til að skilja við­horf trú­ar­bragða gagn­vart ein­stak­lingi, sam­fé­lagi og umhverfi. Læri að bera virð­ingu fyrir fólki af annarri menn­ingu og trú. Geti tekið upp­lýstar ákvarð­anir og rök­stutt þær.“

Flutn­ings­menn­irnir segja að tengja þurfi kennsl­una við sam­fé­lag­ið, menn­ing­una og nútím­ann. „Fræða þarf um góðar og slæmar afleið­ingar trú­ar­bragða á víðum grund­velli. Nem­endur læri að bera virð­ingu fyrir trú og skoð­unum ann­arra. Lögð verði áhersla á að hlut­verk kenn­ara felist í fræðslu en ekki trú­boði. Mik­il­vægt er að nem­endur fræð­ist um þá trú sem mótað hefur sam­fé­lagið óháð kirkju­sókn. Kirkju­sókn eða sveiflur í henni frá einum tíma til ann­ars haggar ekki menn­ing­ar­arfi þjóð­ar­inn­ar. Ver­ald­ar­væð­ing og einka­trú ætti ekki að hafa áhrif á það hvað við lærum um sögu okkar og sam­fé­lag.“

Fækkað í þjóð­kirkj­unni

Þeim lands­mönnum sem eru í þjóð­kirkj­unni hefur fækkað hratt síð­ast­liðin miss­eri. Í byrjun árs 2009 náði fjöldi þeirra met­­­tölu, en þá voru 253.069 lands­­­menn í henni. Frá þeim tíma hefur þeim fækkað jafnt og þétt og eru nú 230.146. Hlut­fall íbúa lands­ins sem er skráð í þjóð­kirkj­una var 62,5 pró­sent um ­síð­ast­lið­inn ­mán­aða­mót. 

Það þýðir að fjöldi þeirra sem skráðir eru í þjóð­­­kirkj­una hefur dreg­ist saman um 22.923 frá árs­­­byrjun 2009. Það eru fleiri en allir núver­andi íbúar Garða­bæjar og Sel­tjarn­ar­ness sam­an­lagt.

368.382 manns sem búa hér­lendis nú um stund­ir. Íbúum lands­ins hefur fjölgað um 49.014 frá byrjun árs 2009. Frá þeim tíma, á tæpum tólf árum, hafa því 71.937 íbúar lands­ins valið að ganga úr, eða ekki í, þjóð­kirkj­una. 

Á því tíma­bili hefur Íslend­ingum fjölgað um 43.498, en þjóð­­­kirkj­unni hefur mis­­­­­tek­ist að ná þeim fjölda til sín líka. Sam­an­lagt eru hafa því rúm­­lega 65 þús­und Íslend­ingar ákveðið að ganga ekki í þjóð­­­kirkj­una á síð­­­ast­liðnum árum. Alls standa nú rúm­lega 13u ­þús­und lands­­­menn utan þjóð­­­kirkju.

Sam­­­kvæmt Þjóð­­­ar­púlsi Gallup ­sem var birtur fyrir í byrjun nóv­­em­ber í fyrra er meiri­hluti Íslend­inga hlynntur aðskiln­aði ríkis og kirkju, eða rúm­­­­lega 55 pró­­­­sent, en það er svipað hlut­­­­fall og und­an­farin ár. Ríf­­­­lega fimmt­ungur er hvorki hlynntur né and­vígur aðskiln­aði ríkis og kirkju, og tæp­­­­lega fjórð­ungur er and­víg­­­­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar
Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 30. október 2020
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Segir umfram eigið fé ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda
Bankastjóri Arion banka segir viðskiptavini sína hafið notið góðs af minni álagningum stjórnvalda á bankakerfið og litla tengingu vera á milli þess og umfram eigin fé bankans.
Kjarninn 30. október 2020
Frá aðalmeðferð málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Seðlabankinn sýknaður af kröfum Samherja en þarf að borga Þorsteini Má persónulega
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í dag upp dóm í skaðabótamálum Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra fyrirtækisins á hendur bankanum. Seðlabankinn var sýknaður af kröfu fyrirtækisins, en þarf að borga forstjóranum skaðabætur.
Kjarninn 30. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þetta eru áhyggjur Þórólfs
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tínir til margvísleg áhyggjuefni sín í minnisblaðinu sem liggur til grundvallar hertum samkomutakmörkunum sem eru þær ströngustu í faraldrinum hingað til.
Kjarninn 30. október 2020
Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Tíu manna fjöldatakmarkanir næstu vikur
Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi strax á miðnætti og eiga að gilda til 17. nóvember. Einungis 10 mega koma saman, nema í útförum, matvöruverslunum, apótekum og almenningssamgöngum. Skólar verða áfram opnir.
Kjarninn 30. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent