Þorgerður Katrín fór í golf utan höfuðborgarsvæðisins þvert á tilmæli GSÍ

Formaður Viðreisnar fór í golf í Hveragerði þrátt fyrir tilmæli Golfsambands Íslands til kylfinga á höfuðborgarsvæðinu að virða takmarkanir og leita þannig ekki til golfvalla utan höfuðborgarsvæðisins. „Þetta voru mistök sem ég mun læra af,“ segir hún.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Auglýsing

Þrátt fyr­ir til­­­mæli Golf­­sam­­bands Íslands (GSÍ) um að kylf­ing­ar á höf­uð­borg­­ar­­svæð­inu leit­uðu ekki til golf­valla utan þess til þess að fara í golf spil­aði for­maður Við­reisn­ar, Þor­­gerður Katrín Gunn­­ar­s­dótt­ir, golf síð­deg­is í dag á golf­vell­in­um í Hvera­­gerði. Frá þessu er greint á mbl.is í kvöld.

Fram kemur í frétt­inni að á Face­­book-­síðu Golf­­klúbbs Hvera­­gerðis hafi í gær verið til­­kynnt lok­un vall­­ar­ins fyr­ir öðrum en fé­lags­­mönn­um frá há­degi 9. októ­ber. Þor­­gerður Katrín sé ekki fé­lags­­mað­ur.

Þor­gerður Katrín segir í sam­tali við mbl.is þetta vera „nátt­úr­­lega al­­ger­­lega óaf­sak­an­­legt í ljósi til­­­mæla. Ég er alltaf í sveit­inni en það af­sak­ar ekki það að hafa farið í golf.“

Auglýsing

Þá seg­ist hún hafa farið í golf en ekki vera með­lim­ur í klúbbn­um – þannig að þá sé það ekki heim­ilt „eins og maður seg­ir, sam­­kvæmt til­­­mæl­um, ef maður á að fara ná­­kvæm­­lega eft­ir þeim“.

Seg­ist hafa dvaldið í Ölf­usi

Á mbl.is kemur enn fremur fram að Þor­­gerður Katrín hafi dvalið í húsi sínu í Ölf­usi frá því í gær. Hún segir að til­­­mæli sem golf­­sam­­bandið sendi frá sér hafi kveðið á um að fólk leit­aði ekki sér­­stak­­lega frá höf­uð­borg­­ar­­svæð­inu og á golf­velli utan þess, en hafi ekki til­tekið að fólk sem væri þegar utan höf­uð­borg­­ar­­svæð­is­ins ætti ekki að fara í golf.

„Það var ekki verið að banna fólki að fara í golf ef þú ert þegar úti á landi. Síðan má al­­veg segja hvort þetta sé rétt eða rangt. Ég get ekk­ert verið að af­saka það hér. Ég bara er alltaf hér en fólk get­ur auð­vitað litið á það öðru­­vísi. Það hefði verið heppi­­legra að fara ekki en til­­­mæl­in eru þau að þú far­ir ekki sér­­stak­­lega út á land til að spila golf,“ seg­ir Þor­­gerður Katrín við mbl.­is.

Á vef­síðu Golf­sam­bands Íslands beinir sam­bandið þeim til­mælum til kylfinga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu að virða tak­mark­anir og leita þannig ekki til golf­valla utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, enda hafi yfir­völd beint því til höf­uð­borg­ar­búa að vera ekki á ferð­inni til eða frá höf­uð­borg­ar­svæð­inu meira en nauð­syn kref­ur.

Biðst afsök­unar

Þor­gerður Katrín brást við á Face­book um kvöldið og sagði að henni hefði orðið á og að hún bæð­ist inni­legrar afsök­un­ar.

„Ég hef verið mikið í sveit­inni minni í Ölf­usi und­an­far­ið, þar sem við fjöl­skyldan verjum alla jafna miklum tíma enda okkar annað heim­ili. Við hjónin tókum þá ákvörðun í dag að fara í golf seinni­part­inn í Hvera­gerði eins og við gerum iðu­lega. Það hefði ég ekki átt að gera.

Þetta var yfir­sjón af minni hálfu, og ég biðst afsök­unar á að hafa ekki gert bet­ur. Ég hef eftir fremsta megni fylgt til­mælum og veit að það eru allir að vanda sig á þessum skrýtnu tím­um. Það stóð aldrei til hjá mér að fara fram­hjá neinum regl­um. En þetta voru mis­tök sem ég mun læra af,“ skrifar hún. 

Kæru vin­ir, Mér varð á í dag og á því biðst ég inni­legrar afsök­un­ar. Ég hef verið mikið í sveit­inni minni í Ölf­usi...

Posted by Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir on Sat­ur­day, Oct­o­ber 10, 2020


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Smitum og innlögnum fjölgað í Danmörku
Sjáanleg áhrif afléttinga sóttvarnaaðgerða í nágrannalöndunum eru misjöfn sem helgast m.a. af hlutfalli bólusettra og fjölda sýna sem tekin eru. Í Englandi og Danmörku, sem fyrst riðu á vaðið, eru blikur á lofti.
Kjarninn 19. október 2021
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent