„Það á að slátra manni fyrir að upplýsa um grimmdarverk og glæpi“

Ritstjóri Wikileaks segist hafa orðið vitni að skefjalausri grimmd við réttarhöld yfir Julian Assange.

Mótmælendur hengdu upp plaköt til stuðnings Assange.
Mótmælendur hengdu upp plaköt til stuðnings Assange.
Auglýsing

„Það á að slátra manni fyrir að upp­lýsa um grimmd­ar­verk og glæpi. Fyrir að opin­bera sann­leik­ann.“ Þetta sagði rit­stjóri Wiki­leaks, Krist­inn Hrafns­son, á Face­book í gær en til­efnið eru rétta­höld yfir Julian Assange, stofn­anda Wiki­leaks.

Í rétt­ar­höld­unum verður úr­sk­­urðað um hvort Assange verði fram­­seld­ur til Banda­­ríkj­anna, þar sem hann á yfir höfði sér allt að 175 ára langa fang­els­is­vist fyr­ir njósn­­­ir. Úrskurðar er að vænta þann 4. jan­úar næst­kom­andi.

Krist­inn kom hingað til lands fyrir nokkrum dögum eftir að hafa varið heilum mán­uði í rétt­ar­sal í London. Hann seg­ist hafa átt í mesta basli með ná utan um þá „skefja­lausu grimmd“ sem hann hafi orðið vitni að. Enn hafi hann ekki náð að kom­ast að kjarna „þess við­bjóðs sem er í gangi undir holu og ógeð­felldu yfir­skyni sýnd­ar­mennsku rétt­látrar máls­með­ferðar í svoköll­uðu rétt­arr­rík­i“.

Auglýsing

Árið 2010 birti Wiki­leaks 470.000 trún­að­ar­skjöl frá banda­ríska hernum um utan­rík­is­þjón­ustu og stríðin í Afganistan og Írak. Síðar birti Wiki­leaks 250.000 önnur skjöl. Banda­rísk stjórn­völd telja að um alvar­legt lög­brot og njósnir sé að ræða en Wiki­leaks segir upp­lýs­ing­arnar eiga erindi við almenn­ing.

Krist­inn hafa tekið þátt í þessum verkum sem Assange er ákærður fyrir og leit hann á það sem blaða­mennsku til að þjóna þeim æðstu gildum sem fel­ast í því sem hann gerði að lífs­starfi.

„Ég gefst ekki upp því of mikið er í húfi en ég hef verið van­mátt­ugur og orð­laus,“ skrifar hann.

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks. Mynd: EPA

Örfáir komust að í rétt­ar­salnum

Fáir komust að í almanna­rým­inu í rétt­ar­saln­um, að sögn Krist­ins. „Þangað fengu bara fimm að kom­ast á hverjum degi, pabbi Juli­ans, bróðir hans, frændi og frænka og ein­staka stuðn­ings­mað­ur. Lík­leg­ast þykir mikil gæska í því fólgin að hleypa ætt­ingjum að aftöku­staðnum þar sem lífið er tekið af fólki undir form­festu og rétt­læti hinnar snyrti­legu og hvass­brýndu fal­lax­ar.“

Hann segir að von­andi komi hann þessu almenni­lega í orð síð­ar. Þegar svellandi reiðin dvíni eilít­ið.

Krist­inn endar færsl­una á að segja að það hafi verið lítið sem ekk­ert sem þeir Assange gátu rætt þennan mánuð í rétt­ar­saln­um. „Á loka­stundu kvaddi ég hann með því að leggja krepptan hnef­ann utan á skot­helda glerið sem aðskildi mig og hann, fang­ann í búr­inu, fyrir að upp­lýsa um stríðs­glæpi, pynt­ingar og ógeð. Hann lagði hnef­ann á móti mínum fyrir innan þykkt gler­ið. Orð­laus teng­ing,“ skrifar hann.

Það eru nokkrir dagar síðan ég kom til Íslands eftir að hafa varið heilum mán­uði í rétt­ar­sal í London. Hef átt í mest­a...

Posted by Krist­inn Hrafns­son on Fri­day, Oct­o­ber 9, 2020


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Smitum og innlögnum fjölgað í Danmörku
Sjáanleg áhrif afléttinga sóttvarnaaðgerða í nágrannalöndunum eru misjöfn sem helgast m.a. af hlutfalli bólusettra og fjölda sýna sem tekin eru. Í Englandi og Danmörku, sem fyrst riðu á vaðið, eru blikur á lofti.
Kjarninn 19. október 2021
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiErlent