„Það á að slátra manni fyrir að upplýsa um grimmdarverk og glæpi“

Ritstjóri Wikileaks segist hafa orðið vitni að skefjalausri grimmd við réttarhöld yfir Julian Assange.

Mótmælendur hengdu upp plaköt til stuðnings Assange.
Mótmælendur hengdu upp plaköt til stuðnings Assange.
Auglýsing

„Það á að slátra manni fyrir að upp­lýsa um grimmd­ar­verk og glæpi. Fyrir að opin­bera sann­leik­ann.“ Þetta sagði rit­stjóri Wiki­leaks, Krist­inn Hrafns­son, á Face­book í gær en til­efnið eru rétta­höld yfir Julian Assange, stofn­anda Wiki­leaks.

Í rétt­ar­höld­unum verður úr­sk­­urðað um hvort Assange verði fram­­seld­ur til Banda­­ríkj­anna, þar sem hann á yfir höfði sér allt að 175 ára langa fang­els­is­vist fyr­ir njósn­­­ir. Úrskurðar er að vænta þann 4. jan­úar næst­kom­andi.

Krist­inn kom hingað til lands fyrir nokkrum dögum eftir að hafa varið heilum mán­uði í rétt­ar­sal í London. Hann seg­ist hafa átt í mesta basli með ná utan um þá „skefja­lausu grimmd“ sem hann hafi orðið vitni að. Enn hafi hann ekki náð að kom­ast að kjarna „þess við­bjóðs sem er í gangi undir holu og ógeð­felldu yfir­skyni sýnd­ar­mennsku rétt­látrar máls­með­ferðar í svoköll­uðu rétt­arr­rík­i“.

Auglýsing

Árið 2010 birti Wiki­leaks 470.000 trún­að­ar­skjöl frá banda­ríska hernum um utan­rík­is­þjón­ustu og stríðin í Afganistan og Írak. Síðar birti Wiki­leaks 250.000 önnur skjöl. Banda­rísk stjórn­völd telja að um alvar­legt lög­brot og njósnir sé að ræða en Wiki­leaks segir upp­lýs­ing­arnar eiga erindi við almenn­ing.

Krist­inn hafa tekið þátt í þessum verkum sem Assange er ákærður fyrir og leit hann á það sem blaða­mennsku til að þjóna þeim æðstu gildum sem fel­ast í því sem hann gerði að lífs­starfi.

„Ég gefst ekki upp því of mikið er í húfi en ég hef verið van­mátt­ugur og orð­laus,“ skrifar hann.

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks. Mynd: EPA

Örfáir komust að í rétt­ar­salnum

Fáir komust að í almanna­rým­inu í rétt­ar­saln­um, að sögn Krist­ins. „Þangað fengu bara fimm að kom­ast á hverjum degi, pabbi Juli­ans, bróðir hans, frændi og frænka og ein­staka stuðn­ings­mað­ur. Lík­leg­ast þykir mikil gæska í því fólgin að hleypa ætt­ingjum að aftöku­staðnum þar sem lífið er tekið af fólki undir form­festu og rétt­læti hinnar snyrti­legu og hvass­brýndu fal­lax­ar.“

Hann segir að von­andi komi hann þessu almenni­lega í orð síð­ar. Þegar svellandi reiðin dvíni eilít­ið.

Krist­inn endar færsl­una á að segja að það hafi verið lítið sem ekk­ert sem þeir Assange gátu rætt þennan mánuð í rétt­ar­saln­um. „Á loka­stundu kvaddi ég hann með því að leggja krepptan hnef­ann utan á skot­helda glerið sem aðskildi mig og hann, fang­ann í búr­inu, fyrir að upp­lýsa um stríðs­glæpi, pynt­ingar og ógeð. Hann lagði hnef­ann á móti mínum fyrir innan þykkt gler­ið. Orð­laus teng­ing,“ skrifar hann.

Það eru nokkrir dagar síðan ég kom til Íslands eftir að hafa varið heilum mán­uði í rétt­ar­sal í London. Hef átt í mest­a...

Posted by Krist­inn Hrafns­son on Fri­day, Oct­o­ber 9, 2020


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar
Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 30. október 2020
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Segir umfram eigið fé ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda
Bankastjóri Arion banka segir viðskiptavini sína hafið notið góðs af minni álagningum stjórnvalda á bankakerfið og litla tengingu vera á milli þess og umfram eigin fé bankans.
Kjarninn 30. október 2020
Frá aðalmeðferð málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Seðlabankinn sýknaður af kröfum Samherja en þarf að borga Þorsteini Má persónulega
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í dag upp dóm í skaðabótamálum Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra fyrirtækisins á hendur bankanum. Seðlabankinn var sýknaður af kröfu fyrirtækisins, en þarf að borga forstjóranum skaðabætur.
Kjarninn 30. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þetta eru áhyggjur Þórólfs
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tínir til margvísleg áhyggjuefni sín í minnisblaðinu sem liggur til grundvallar hertum samkomutakmörkunum sem eru þær ströngustu í faraldrinum hingað til.
Kjarninn 30. október 2020
Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Tíu manna fjöldatakmarkanir næstu vikur
Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi strax á miðnætti og eiga að gilda til 17. nóvember. Einungis 10 mega koma saman, nema í útförum, matvöruverslunum, apótekum og almenningssamgöngum. Skólar verða áfram opnir.
Kjarninn 30. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent