„Það á að slátra manni fyrir að upplýsa um grimmdarverk og glæpi“

Ritstjóri Wikileaks segist hafa orðið vitni að skefjalausri grimmd við réttarhöld yfir Julian Assange.

Mótmælendur hengdu upp plaköt til stuðnings Assange.
Mótmælendur hengdu upp plaköt til stuðnings Assange.
Auglýsing

„Það á að slátra manni fyrir að upp­lýsa um grimmd­ar­verk og glæpi. Fyrir að opin­bera sann­leik­ann.“ Þetta sagði rit­stjóri Wiki­leaks, Krist­inn Hrafns­son, á Face­book í gær en til­efnið eru rétta­höld yfir Julian Assange, stofn­anda Wiki­leaks.

Í rétt­ar­höld­unum verður úr­sk­­urðað um hvort Assange verði fram­­seld­ur til Banda­­ríkj­anna, þar sem hann á yfir höfði sér allt að 175 ára langa fang­els­is­vist fyr­ir njósn­­­ir. Úrskurðar er að vænta þann 4. jan­úar næst­kom­andi.

Krist­inn kom hingað til lands fyrir nokkrum dögum eftir að hafa varið heilum mán­uði í rétt­ar­sal í London. Hann seg­ist hafa átt í mesta basli með ná utan um þá „skefja­lausu grimmd“ sem hann hafi orðið vitni að. Enn hafi hann ekki náð að kom­ast að kjarna „þess við­bjóðs sem er í gangi undir holu og ógeð­felldu yfir­skyni sýnd­ar­mennsku rétt­látrar máls­með­ferðar í svoköll­uðu rétt­arr­rík­i“.

Auglýsing

Árið 2010 birti Wiki­leaks 470.000 trún­að­ar­skjöl frá banda­ríska hernum um utan­rík­is­þjón­ustu og stríðin í Afganistan og Írak. Síðar birti Wiki­leaks 250.000 önnur skjöl. Banda­rísk stjórn­völd telja að um alvar­legt lög­brot og njósnir sé að ræða en Wiki­leaks segir upp­lýs­ing­arnar eiga erindi við almenn­ing.

Krist­inn hafa tekið þátt í þessum verkum sem Assange er ákærður fyrir og leit hann á það sem blaða­mennsku til að þjóna þeim æðstu gildum sem fel­ast í því sem hann gerði að lífs­starfi.

„Ég gefst ekki upp því of mikið er í húfi en ég hef verið van­mátt­ugur og orð­laus,“ skrifar hann.

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks. Mynd: EPA

Örfáir komust að í rétt­ar­salnum

Fáir komust að í almanna­rým­inu í rétt­ar­saln­um, að sögn Krist­ins. „Þangað fengu bara fimm að kom­ast á hverjum degi, pabbi Juli­ans, bróðir hans, frændi og frænka og ein­staka stuðn­ings­mað­ur. Lík­leg­ast þykir mikil gæska í því fólgin að hleypa ætt­ingjum að aftöku­staðnum þar sem lífið er tekið af fólki undir form­festu og rétt­læti hinnar snyrti­legu og hvass­brýndu fal­lax­ar.“

Hann segir að von­andi komi hann þessu almenni­lega í orð síð­ar. Þegar svellandi reiðin dvíni eilít­ið.

Krist­inn endar færsl­una á að segja að það hafi verið lítið sem ekk­ert sem þeir Assange gátu rætt þennan mánuð í rétt­ar­saln­um. „Á loka­stundu kvaddi ég hann með því að leggja krepptan hnef­ann utan á skot­helda glerið sem aðskildi mig og hann, fang­ann í búr­inu, fyrir að upp­lýsa um stríðs­glæpi, pynt­ingar og ógeð. Hann lagði hnef­ann á móti mínum fyrir innan þykkt gler­ið. Orð­laus teng­ing,“ skrifar hann.

Það eru nokkrir dagar síðan ég kom til Íslands eftir að hafa varið heilum mán­uði í rétt­ar­sal í London. Hef átt í mest­a...

Posted by Krist­inn Hrafns­son on Fri­day, Oct­o­ber 9, 2020


Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Talið er að hátt í 200 þúsund manns hafi atkvæðisrétt í formannsslag Íhaldsflokksins, eða sem nemur 0,3 prósentum af bresku þjóðinni.
Núll komma þrjú prósent sem öllu ráða
Eftir tæpan mánuð kemur í ljós hver verður næsti forsætisráðherra Bretlands. Liz Truss hefur forystu í skoðanakönnunum. Hópurinn sem hefur atkvæðisrétt í formannskjöri Íhaldsflokksins er nokkuð frábrugðinn hinum almenna kjósanda, að meðaltali.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Erfitt að gera stjórnarsáttmálann – Hélt á einum tímapunkti að viðræðum yrði hætt
Formaður Sjálfstæðisflokksins sér ekkert sem ráðuneyti hans hefði getað gert öðruvísi við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann vill halda áfram með söluna og selja hlut í Landsbankanum þegar uppgjöri við skýrslu Ríkisendurskoðunar er lokið.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þrír sóttu um að verða dómari við MDE – Oddný sú eina sem sótti um aftur
Nefnd á vegum forsætisráðherra mat þrjá umsækjendur um dómaraembætti við Mannréttindadómstól Evrópu hæfa fyrr á þessu ári. Tveir drógu umsókn sína til baka og auglýsa þurfti embættið aftur.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Gunnar Einarsson, formaður framkvæmdanefndarinnar, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.
Fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar formaður framkvæmdanefndar um þjóðarhöll
Ný þjóðarhöll í innanhúsíþróttum á að rísa í Laugardal fyrir lok árs 2025. Framkvæmdanefnd hefur verið skipuð og tók til starfa í dag. Höllin á að stórbæta umgjörð landsliða og tryggja Þrótti og Ármann „fyrsta flokks aðstöðu.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir.
Sólveig Anna segir uppsögn Drífu tímabæra og að hún hafi myndað blokk með efri millistétt
Formaður Eflingar segir uppruna, bakland og stuðningshópa Drífu Snædal hafa verið í stofnana-pólitík og í íhaldsarmi verkalýðshreyfingarinnar. Vinnubrögð hennar hafi verið lokuð, andlýðræðisleg og vakið gagnrýni, langt út fyrir raðir VR og Eflingar.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal segir af sér embætti forseta ASÍ
Forseti ASÍ segir að átök innan sambandsins hafi verið óbærileg og dregið úr vinnugleði og baráttuanda. „Þegar við bætast ákvarðanir og áherslur einstakra stéttarfélaga sem fara þvert gegn minni sannfæringu er ljóst að mér er ekki til setunnar boðið.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að yfirgefa niðurrifsstjórnmálin til að hlusta á þá sem hugsa ekki eins
Kjarninn 10. ágúst 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Kjósendur Vinstri grænna hafa miklar áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi
Skiptar skoðanir eru um aukna samþjöppun í sjávarútvegi hjá kjósendum stjórnarflokkanna. Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafa minni áhyggjur en meiri af henni.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent