Fiskar sem gerast loftslagsflóttamenn

Ný rannsókn vísindamanna við Háskóla Íslands og Hafrannsóknastofnun sýnir að stór hluti fisktegunda á Íslandsmiðum er viðkvæmur fyrir hækkandi hitastigi sjávar. Hækkun sjávarhita um 2-3 gráður virðist líkleg til að valda stórfelldum útbreiðslubreytingum.

Makríllinn er dæmi um fisk sem hefur komið í miklum mæli inn í íslenska lögsögu á þessari öld. Hitabreytingar í hafinu snerta fiskana mismikið og sumir myndu sennilega láta sig hverfa héðan ef hitastigið hækkaði mjög.
Makríllinn er dæmi um fisk sem hefur komið í miklum mæli inn í íslenska lögsögu á þessari öld. Hitabreytingar í hafinu snerta fiskana mismikið og sumir myndu sennilega láta sig hverfa héðan ef hitastigið hækkaði mjög.
Auglýsing

Hækkun á hita­stigi sjávar um 2-3 gráður virð­ist lík­leg til að valda stór­felldum breyt­ingum á útbreiðslu fiski­stofna á Íslands­mið­um, sam­kvæmt nýrri rann­sókn vís­inda­fólks við Háskóla Íslands og Haf­rann­sókna­stofnun sem birt­ist í vís­inda­rit­inu Sci­entific Reports 5. októ­ber. 

Mik­il­vægar nytja­teg­undir sem eru við­kvæmar fyrir hita­stigs­breyt­ingum gætu hrein­lega látið sig hverfa af Íslands­mið­um, segir Ragn­hildur Birna Stef­áns­dóttir líf­fræð­ingur og einn höf­unda grein­ar­inn­ar, í sam­tali við Kjarn­ann. 

Það er þó margt á huldu um það hvernig hita­stig sjávar umhverfis Íslands mun breyt­ast á næstu árum og ára­tug­um. Breyt­ing­arnar á Íslands­miðum eru nefni­lega óút­reikn­an­legri en víða ann­ars­stað­ar, vegna þeirra köldu og hlýju haf­strauma sem mæt­ast nærri land­inu, segir Ragn­hild­ur.

Auglýsing

Í tíma­rits­grein­inni, sem ber heitið „Shift­ing fish distri­butions in warm­ing sub-­Arctic oceans“, voru áhrif umhverf­is­breyt­inga í haf­inu umhverfis Ísland á árunum 1996-2018 á útbreiðslu fisk­teg­unda met­in. Í ljós kom að einnar gráðu hita­stigs­hækkun við haf­botn­inn leiddi til þess að 72 pró­sent þeirra 82 fisk­teg­unda sem skoð­aðar voru í rann­sókn­inni færðu sig tals­vert til.

Breyt­ing­arnar á útbreiðsl­unni voru mest áber­andi hjá teg­undum grunn­slóð­ar­innar og þá sér­stak­lega hlýsjáv­ar­teg­undum og þeim sem lifa við þröngt hita­stigs­bil. Dæmi var um að til­færsla teg­undar næmi 326 kíló­metrum og 7 pró­sent teg­und­anna færðu sig um meira en 100 kíló­metra, en með­al­talstil­færslan var 38 kíló­metr­ar.

Rann­sóknin byggir á BS-verk­efni Ragn­hildar í líf­fræði, sem unnið var undir hand­leiðslu Stevens E. Campana, sem er pró­fessor í sjáv­ar­líf­fræði við Háskóla Íslands. Þau þró­uð­uðu hug­mynd­ina lengra í sam­ein­ingu. „Við fengum svo til liðs við okkur Klöru [Jak­obs­dótt­ur] og Jón [Sól­munds­son] hjá Haf­rann­sókna­stofnun og fengum þeirra „in­put“ í þetta sam­starfs­verk­efn­i,“ segir Ragn­hild­ur.

Ragnhildur B. StefánsdóttirÞað er þekkt stað­reynd að fiski­stofnar færi sig til með breyt­ingum á sjáv­ar­hita, en Ragn­hildur segir að lagt hafi verið upp með að skoða hvaða áhrif breyt­ing­arnar væru að hafa á stofna á Íslands­miðum og hvort það væru hita­breyt­ingar eða mögu­lega breyt­ingar á stofn­stærð eða eitt­hvað annað sem hefði áhrif. Einnig lang­aði rann­sak­end­unum að skoða hvaða stefnu teg­und­irnar myndu taka.

„Við vorum búin að reikna með að margar teg­undir myndu færa sig norðar í kald­ari sjó þegar sjór­inn færi að hlýna sunn­ar,“ segir Ragn­hild­ur, en nið­ur­stöð­urnar sýndu að lang­flestar teg­undir sem á annað borð færð­ust þok­uð­ust til vest­urs, norð­vest­urs eða norð­urs.

Lík­legt er að hita­stig sjávar muni halda áfram að hækka á næstu árum og ára­tug­um, en vegna land­fræði­legrar legu Íslands og síbreyti­legra haf­fræði­legra skil­yrða hér gætu áhrifin á Íslands­miðum orðið hæg­ari, breyti­legri og síður fyr­ir­sjá­an­legri en á öðrum svæð­um, þar sem hita­stigs­breyt­ing­arnar hafa verið línu­legri en hér.

„Ef við erum að horfa á eina gráðu eru 72 pró­sent teg­unda að færa sig að með­al­tali um 38 kíló­metra, en hækkun um 2-3 gráður myndi breyta mjög miklu,“ segir Ragn­hild­ur, en slíkar breyt­ingar myndu senni­lega leiða til þess að nýir land­nemar kæmu að Íslands­miðum og einnig er mögu­leiki á að mik­il­vægar nytja­teg­undir myndu láta sig hverfa.

Ragn­hildur nefnir sem dæmi að teg­undir á borð við löngu, ýsu, keilu, urr­ara, tví­ráku og mjóra séu með mjög greini­lega til­færslu. Þetta er því eitt­hvað sem þarf að hafa augun á til fram­tíð­ar, en Ragn­hildur segir þróun sjáv­ar­hit­ans hér mjög óút­reikn­an­lega, vegna þeirra köldu og hlýju haf­strauma sem hafa áhrif. 

Ekki endi­lega nei­kvætt fyrir sjáv­ar­út­veg­inn

En myndu slíkar breyt­ingar ekki hafa áhrif á sjáv­ar­út­veg­inn til fram­tíð­ar, spyr blaða­mað­ur, ef til vill í smá áhyggju­tón­i. „Al­gjör­lega,“ svarar Ragn­hild­ur, en bendir á að afleið­ingar af til­færslu stofna þurfi ekki endi­lega að vera nei­kvæð­ar. „Á móti gætu komið aðrar nytja­teg­undir sem núna veið­ast annar stað­ar. Við gætum fengið ein­hverjar frá­bærar teg­undir sem gætu skapað verð­mæt­i,“ segir Ragn­hildur og bætir við að mak­ríll­inn sé frá­bært dæmi um slíkan land­nema – flökku­fisk úr suð­austri sem nú er orð­inn mik­il­vægur hluti af heild­ar­verð­mæti sjáv­ar­afl­ans á Íslands.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar
Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 30. október 2020
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Segir umfram eigið fé ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda
Bankastjóri Arion banka segir viðskiptavini sína hafið notið góðs af minni álagningum stjórnvalda á bankakerfið og litla tengingu vera á milli þess og umfram eigin fé bankans.
Kjarninn 30. október 2020
Frá aðalmeðferð málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Seðlabankinn sýknaður af kröfum Samherja en þarf að borga Þorsteini Má persónulega
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í dag upp dóm í skaðabótamálum Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra fyrirtækisins á hendur bankanum. Seðlabankinn var sýknaður af kröfu fyrirtækisins, en þarf að borga forstjóranum skaðabætur.
Kjarninn 30. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þetta eru áhyggjur Þórólfs
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tínir til margvísleg áhyggjuefni sín í minnisblaðinu sem liggur til grundvallar hertum samkomutakmörkunum sem eru þær ströngustu í faraldrinum hingað til.
Kjarninn 30. október 2020
Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Tíu manna fjöldatakmarkanir næstu vikur
Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi strax á miðnætti og eiga að gilda til 17. nóvember. Einungis 10 mega koma saman, nema í útförum, matvöruverslunum, apótekum og almenningssamgöngum. Skólar verða áfram opnir.
Kjarninn 30. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent