Fiskar sem gerast loftslagsflóttamenn

Ný rannsókn vísindamanna við Háskóla Íslands og Hafrannsóknastofnun sýnir að stór hluti fisktegunda á Íslandsmiðum er viðkvæmur fyrir hækkandi hitastigi sjávar. Hækkun sjávarhita um 2-3 gráður virðist líkleg til að valda stórfelldum útbreiðslubreytingum.

Makríllinn er dæmi um fisk sem hefur komið í miklum mæli inn í íslenska lögsögu á þessari öld. Hitabreytingar í hafinu snerta fiskana mismikið og sumir myndu sennilega láta sig hverfa héðan ef hitastigið hækkaði mjög.
Makríllinn er dæmi um fisk sem hefur komið í miklum mæli inn í íslenska lögsögu á þessari öld. Hitabreytingar í hafinu snerta fiskana mismikið og sumir myndu sennilega láta sig hverfa héðan ef hitastigið hækkaði mjög.
Auglýsing

Hækkun á hita­stigi sjávar um 2-3 gráður virð­ist lík­leg til að valda stór­felldum breyt­ingum á útbreiðslu fiski­stofna á Íslands­mið­um, sam­kvæmt nýrri rann­sókn vís­inda­fólks við Háskóla Íslands og Haf­rann­sókna­stofnun sem birt­ist í vís­inda­rit­inu Sci­entific Reports 5. októ­ber. 

Mik­il­vægar nytja­teg­undir sem eru við­kvæmar fyrir hita­stigs­breyt­ingum gætu hrein­lega látið sig hverfa af Íslands­mið­um, segir Ragn­hildur Birna Stef­áns­dóttir líf­fræð­ingur og einn höf­unda grein­ar­inn­ar, í sam­tali við Kjarn­ann. 

Það er þó margt á huldu um það hvernig hita­stig sjávar umhverfis Íslands mun breyt­ast á næstu árum og ára­tug­um. Breyt­ing­arnar á Íslands­miðum eru nefni­lega óút­reikn­an­legri en víða ann­ars­stað­ar, vegna þeirra köldu og hlýju haf­strauma sem mæt­ast nærri land­inu, segir Ragn­hild­ur.

Auglýsing

Í tíma­rits­grein­inni, sem ber heitið „Shift­ing fish distri­butions in warm­ing sub-­Arctic oceans“, voru áhrif umhverf­is­breyt­inga í haf­inu umhverfis Ísland á árunum 1996-2018 á útbreiðslu fisk­teg­unda met­in. Í ljós kom að einnar gráðu hita­stigs­hækkun við haf­botn­inn leiddi til þess að 72 pró­sent þeirra 82 fisk­teg­unda sem skoð­aðar voru í rann­sókn­inni færðu sig tals­vert til.

Breyt­ing­arnar á útbreiðsl­unni voru mest áber­andi hjá teg­undum grunn­slóð­ar­innar og þá sér­stak­lega hlýsjáv­ar­teg­undum og þeim sem lifa við þröngt hita­stigs­bil. Dæmi var um að til­færsla teg­undar næmi 326 kíló­metrum og 7 pró­sent teg­und­anna færðu sig um meira en 100 kíló­metra, en með­al­talstil­færslan var 38 kíló­metr­ar.

Rann­sóknin byggir á BS-verk­efni Ragn­hildar í líf­fræði, sem unnið var undir hand­leiðslu Stevens E. Campana, sem er pró­fessor í sjáv­ar­líf­fræði við Háskóla Íslands. Þau þró­uð­uðu hug­mynd­ina lengra í sam­ein­ingu. „Við fengum svo til liðs við okkur Klöru [Jak­obs­dótt­ur] og Jón [Sól­munds­son] hjá Haf­rann­sókna­stofnun og fengum þeirra „in­put“ í þetta sam­starfs­verk­efn­i,“ segir Ragn­hild­ur.

Ragnhildur B. StefánsdóttirÞað er þekkt stað­reynd að fiski­stofnar færi sig til með breyt­ingum á sjáv­ar­hita, en Ragn­hildur segir að lagt hafi verið upp með að skoða hvaða áhrif breyt­ing­arnar væru að hafa á stofna á Íslands­miðum og hvort það væru hita­breyt­ingar eða mögu­lega breyt­ingar á stofn­stærð eða eitt­hvað annað sem hefði áhrif. Einnig lang­aði rann­sak­end­unum að skoða hvaða stefnu teg­und­irnar myndu taka.

„Við vorum búin að reikna með að margar teg­undir myndu færa sig norðar í kald­ari sjó þegar sjór­inn færi að hlýna sunn­ar,“ segir Ragn­hild­ur, en nið­ur­stöð­urnar sýndu að lang­flestar teg­undir sem á annað borð færð­ust þok­uð­ust til vest­urs, norð­vest­urs eða norð­urs.

Lík­legt er að hita­stig sjávar muni halda áfram að hækka á næstu árum og ára­tug­um, en vegna land­fræði­legrar legu Íslands og síbreyti­legra haf­fræði­legra skil­yrða hér gætu áhrifin á Íslands­miðum orðið hæg­ari, breyti­legri og síður fyr­ir­sjá­an­legri en á öðrum svæð­um, þar sem hita­stigs­breyt­ing­arnar hafa verið línu­legri en hér.

„Ef við erum að horfa á eina gráðu eru 72 pró­sent teg­unda að færa sig að með­al­tali um 38 kíló­metra, en hækkun um 2-3 gráður myndi breyta mjög miklu,“ segir Ragn­hild­ur, en slíkar breyt­ingar myndu senni­lega leiða til þess að nýir land­nemar kæmu að Íslands­miðum og einnig er mögu­leiki á að mik­il­vægar nytja­teg­undir myndu láta sig hverfa.

Ragn­hildur nefnir sem dæmi að teg­undir á borð við löngu, ýsu, keilu, urr­ara, tví­ráku og mjóra séu með mjög greini­lega til­færslu. Þetta er því eitt­hvað sem þarf að hafa augun á til fram­tíð­ar, en Ragn­hildur segir þróun sjáv­ar­hit­ans hér mjög óút­reikn­an­lega, vegna þeirra köldu og hlýju haf­strauma sem hafa áhrif. 

Ekki endi­lega nei­kvætt fyrir sjáv­ar­út­veg­inn

En myndu slíkar breyt­ingar ekki hafa áhrif á sjáv­ar­út­veg­inn til fram­tíð­ar, spyr blaða­mað­ur, ef til vill í smá áhyggju­tón­i. „Al­gjör­lega,“ svarar Ragn­hild­ur, en bendir á að afleið­ingar af til­færslu stofna þurfi ekki endi­lega að vera nei­kvæð­ar. „Á móti gætu komið aðrar nytja­teg­undir sem núna veið­ast annar stað­ar. Við gætum fengið ein­hverjar frá­bærar teg­undir sem gætu skapað verð­mæt­i,“ segir Ragn­hildur og bætir við að mak­ríll­inn sé frá­bært dæmi um slíkan land­nema – flökku­fisk úr suð­austri sem nú er orð­inn mik­il­vægur hluti af heild­ar­verð­mæti sjáv­ar­afl­ans á Íslands.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinunn Böðvarsdóttir, sérfræðingur á hagdeild VR
Lýðræði á vinnustöðum mun meira á hinum Norðurlöndunum
Sérfræðingur hjá VR segir starfsfólk hérlendis ekki geta haft jafnmikil áhrif á ákvarðanir sem varða vinnustaði þeirra og starfsmenn á hinum Norðurlöndunum í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 7. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir
Segir að endurskoða þurfi afléttingar ef mörg fleiri smit greinast
Sóttvarnarlæknir segir næstu tvo daga munu gefa skýrari mynd af umfangi nýrra COVID-19 smita utan sóttkvíar innanlands. Að hans mati þyrfti að endurskoða fyrirhugaðar afléttingar á sóttvarnaraðgerðum ef það kemur í ljós að mikið fleiri eru smitaðir.
Kjarninn 7. mars 2021
Tvö smit af breska afbrigðinu
Síðustu daga hafa tveir greinst innanlands utan sóttkvíar með breska afbrigðið af COVID-19. Einn hinna smituðu fór á tónleika í Hörpu á föstudagskvöldið.
Kjarninn 7. mars 2021
Starfsmaður Landspítalans með COVID-19
Upp hefur komið COVID-19 smit á Landspítalanum. Starfsmaður greindist með veiruna, en samkvæmt aðstoðarmanni forstjóra Landspítalans hafði hann ekki verið í útlöndum nýlega.
Kjarninn 7. mars 2021
Ókláruðum íbúðum fækkar ört
Fjöldi ófullbúinna íbúða í síðustu viku var fjórðungi minni en á sama tíma árið á undan. Síðustu mælingar sýna að þeim hefur fækkað enn frekar frá áramótunum, en búist er við frekari samdrætti á næstunni.
Kjarninn 7. mars 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Risastórt rafíþróttamót og Twitter útibú
Kjarninn 7. mars 2021
Aflaverðmæti útgerða jókst milli ára þrátt fyrir heimsfaraldur
Aflaverðmæti þess sjávarfangs sem íslensk fiskiskip veiddu í fyrra er rúmum 20 milljörðum krónum meira en það var árið 2018. Útgerðir landsins hafa því heilt yfir farið vel út úr heimsfaraldri kórónuveiru.
Kjarninn 7. mars 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar
Segir Bjarna hafa viljað ráðið hver væri fulltrúi Viðreisnar í stjórn Íslandspósts
Formaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra hafi losað sig við fulltrúa flokksins úr stjórn Íslandspósts, sem hafi veitt fyrirtækinu aðhald, og sett undirmann sinn úr fjármálaráðuneytinu inn í staðinn.
Kjarninn 7. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent