Fiskar sem gerast loftslagsflóttamenn

Ný rannsókn vísindamanna við Háskóla Íslands og Hafrannsóknastofnun sýnir að stór hluti fisktegunda á Íslandsmiðum er viðkvæmur fyrir hækkandi hitastigi sjávar. Hækkun sjávarhita um 2-3 gráður virðist líkleg til að valda stórfelldum útbreiðslubreytingum.

Makríllinn er dæmi um fisk sem hefur komið í miklum mæli inn í íslenska lögsögu á þessari öld. Hitabreytingar í hafinu snerta fiskana mismikið og sumir myndu sennilega láta sig hverfa héðan ef hitastigið hækkaði mjög.
Makríllinn er dæmi um fisk sem hefur komið í miklum mæli inn í íslenska lögsögu á þessari öld. Hitabreytingar í hafinu snerta fiskana mismikið og sumir myndu sennilega láta sig hverfa héðan ef hitastigið hækkaði mjög.
Auglýsing

Hækkun á hita­stigi sjávar um 2-3 gráður virð­ist lík­leg til að valda stór­felldum breyt­ingum á útbreiðslu fiski­stofna á Íslands­mið­um, sam­kvæmt nýrri rann­sókn vís­inda­fólks við Háskóla Íslands og Haf­rann­sókna­stofnun sem birt­ist í vís­inda­rit­inu Sci­entific Reports 5. októ­ber. 

Mik­il­vægar nytja­teg­undir sem eru við­kvæmar fyrir hita­stigs­breyt­ingum gætu hrein­lega látið sig hverfa af Íslands­mið­um, segir Ragn­hildur Birna Stef­áns­dóttir líf­fræð­ingur og einn höf­unda grein­ar­inn­ar, í sam­tali við Kjarn­ann. 

Það er þó margt á huldu um það hvernig hita­stig sjávar umhverfis Íslands mun breyt­ast á næstu árum og ára­tug­um. Breyt­ing­arnar á Íslands­miðum eru nefni­lega óút­reikn­an­legri en víða ann­ars­stað­ar, vegna þeirra köldu og hlýju haf­strauma sem mæt­ast nærri land­inu, segir Ragn­hild­ur.

Auglýsing

Í tíma­rits­grein­inni, sem ber heitið „Shift­ing fish distri­butions in warm­ing sub-­Arctic oceans“, voru áhrif umhverf­is­breyt­inga í haf­inu umhverfis Ísland á árunum 1996-2018 á útbreiðslu fisk­teg­unda met­in. Í ljós kom að einnar gráðu hita­stigs­hækkun við haf­botn­inn leiddi til þess að 72 pró­sent þeirra 82 fisk­teg­unda sem skoð­aðar voru í rann­sókn­inni færðu sig tals­vert til.

Breyt­ing­arnar á útbreiðsl­unni voru mest áber­andi hjá teg­undum grunn­slóð­ar­innar og þá sér­stak­lega hlýsjáv­ar­teg­undum og þeim sem lifa við þröngt hita­stigs­bil. Dæmi var um að til­færsla teg­undar næmi 326 kíló­metrum og 7 pró­sent teg­und­anna færðu sig um meira en 100 kíló­metra, en með­al­talstil­færslan var 38 kíló­metr­ar.

Rann­sóknin byggir á BS-verk­efni Ragn­hildar í líf­fræði, sem unnið var undir hand­leiðslu Stevens E. Campana, sem er pró­fessor í sjáv­ar­líf­fræði við Háskóla Íslands. Þau þró­uð­uðu hug­mynd­ina lengra í sam­ein­ingu. „Við fengum svo til liðs við okkur Klöru [Jak­obs­dótt­ur] og Jón [Sól­munds­son] hjá Haf­rann­sókna­stofnun og fengum þeirra „in­put“ í þetta sam­starfs­verk­efn­i,“ segir Ragn­hild­ur.

Ragnhildur B. StefánsdóttirÞað er þekkt stað­reynd að fiski­stofnar færi sig til með breyt­ingum á sjáv­ar­hita, en Ragn­hildur segir að lagt hafi verið upp með að skoða hvaða áhrif breyt­ing­arnar væru að hafa á stofna á Íslands­miðum og hvort það væru hita­breyt­ingar eða mögu­lega breyt­ingar á stofn­stærð eða eitt­hvað annað sem hefði áhrif. Einnig lang­aði rann­sak­end­unum að skoða hvaða stefnu teg­und­irnar myndu taka.

„Við vorum búin að reikna með að margar teg­undir myndu færa sig norðar í kald­ari sjó þegar sjór­inn færi að hlýna sunn­ar,“ segir Ragn­hild­ur, en nið­ur­stöð­urnar sýndu að lang­flestar teg­undir sem á annað borð færð­ust þok­uð­ust til vest­urs, norð­vest­urs eða norð­urs.

Lík­legt er að hita­stig sjávar muni halda áfram að hækka á næstu árum og ára­tug­um, en vegna land­fræði­legrar legu Íslands og síbreyti­legra haf­fræði­legra skil­yrða hér gætu áhrifin á Íslands­miðum orðið hæg­ari, breyti­legri og síður fyr­ir­sjá­an­legri en á öðrum svæð­um, þar sem hita­stigs­breyt­ing­arnar hafa verið línu­legri en hér.

„Ef við erum að horfa á eina gráðu eru 72 pró­sent teg­unda að færa sig að með­al­tali um 38 kíló­metra, en hækkun um 2-3 gráður myndi breyta mjög miklu,“ segir Ragn­hild­ur, en slíkar breyt­ingar myndu senni­lega leiða til þess að nýir land­nemar kæmu að Íslands­miðum og einnig er mögu­leiki á að mik­il­vægar nytja­teg­undir myndu láta sig hverfa.

Ragn­hildur nefnir sem dæmi að teg­undir á borð við löngu, ýsu, keilu, urr­ara, tví­ráku og mjóra séu með mjög greini­lega til­færslu. Þetta er því eitt­hvað sem þarf að hafa augun á til fram­tíð­ar, en Ragn­hildur segir þróun sjáv­ar­hit­ans hér mjög óút­reikn­an­lega, vegna þeirra köldu og hlýju haf­strauma sem hafa áhrif. 

Ekki endi­lega nei­kvætt fyrir sjáv­ar­út­veg­inn

En myndu slíkar breyt­ingar ekki hafa áhrif á sjáv­ar­út­veg­inn til fram­tíð­ar, spyr blaða­mað­ur, ef til vill í smá áhyggju­tón­i. „Al­gjör­lega,“ svarar Ragn­hild­ur, en bendir á að afleið­ingar af til­færslu stofna þurfi ekki endi­lega að vera nei­kvæð­ar. „Á móti gætu komið aðrar nytja­teg­undir sem núna veið­ast annar stað­ar. Við gætum fengið ein­hverjar frá­bærar teg­undir sem gætu skapað verð­mæt­i,“ segir Ragn­hildur og bætir við að mak­ríll­inn sé frá­bært dæmi um slíkan land­nema – flökku­fisk úr suð­austri sem nú er orð­inn mik­il­vægur hluti af heild­ar­verð­mæti sjáv­ar­afl­ans á Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir skipta þúsundum, tannburstarnir í norska skóginum.
Tannburstarnir í skóginum
Jordan, tannburstaframleiðandinn þekkti, hefur auglýst eftir notuðum tannburstum sem áhugi er á að reyna að endurvinna. Í norskum skógi hafa fleiri þúsund tannburstar frá Jordan legið í áratugi og rifist er um hver beri ábyrgð á að tína þá upp.
Kjarninn 30. september 2022
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Síminn vill greiða hluthöfum 31,5 milljarða vegna sölunnar á Mílu – og svo sennilega meira
Franska fyrirtækið Ardian er búið að gera upp við Símann vegna kaupanna á Mílu. Síminn ætlar að leggja tillögu um að greiða hluthöfum 31,5 milljarða króna af söluandvirðinu fyrir hluthafafund í lok október.
Kjarninn 30. september 2022
Á fjórum stöðum streymir gas upp af leiðslunni í Eystrasalti.
„Um viljaverk var að ræða“
Götin á Nord Stream-gasleiðslunum er mjög stór og gríðarlegt magn metans streymir enn út í andrúmsloftið. Danir og Svíar ætla að gæta þess að á fundi öryggisráðs Sþ í kvöld verði fjallað um staðreyndir, „nefnilega þær að um viljaverk var að ræða“.
Kjarninn 30. september 2022
Fleiri íbúar landsbyggðarinnar en höfuðborgarsvæðisins telja sig hafa verið bitna af lúsmýi og mest er aukningin á Norðurlandi.
Lúsmýið virðist hafa náð fótfestu á Norðurlandi í sumar
Áttunda sumarið í röð herjaði lúsmýið á landann. Nærri þrefalt fleiri landsmenn telja sig hafa verið bitna af lúsmýi í sumar, tvöfalt fleiri en fyrir þremur árum. Mest var aukningin á Norðurlandi.
Kjarninn 30. september 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Deng Xiaoping - seinni hluti 邓小平 下半
Kjarninn 30. september 2022
Gatnamótin sem um ræðir eru við norðurenda stokksins og yrðu mislæg, en þó í plani við umhverfið í kring.
Borgin vill sjá útfærslu umfangsminni gatnamóta við mynni Sæbrautarstokks
Allt að sex akreinar verða á hluta Kleppsmýrarvegar samkvæmt einu tillögunni að nýjum mislægum gatnamótum við mynni Sæbrautarstokks sem lögð var fram í matsáætlun. Reykjavíkurborg vill að umfangsminni gatnamót verði skoðuð til samanburðar.
Kjarninn 30. september 2022
Gylfi Helgason
Staða menningarmála: Fornleifar
Kjarninn 30. september 2022
Vilhjálmur Árnason (t.v.) er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins er á meðal alls 22 meðflutningsmanna Vilhjálms.
Yfir tuttugu þingmenn vilja að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á hugvíkkandi efnum
Stór hópur þingmanna úr öllum flokkum nema Vinstrihreyfingunni – grænu framboði vill sjá heilbrigðisráðherra skapa löglegan farveg fyrir rannsóknir á virka efninu í ofskynjunarsveppum hér á landi, þannig að Ísland verði „leiðandi“ í rannsóknum á efninu.
Kjarninn 30. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent