„Þingmaðurinn ekki svo illa innrættur að hann skilji ekki áhyggjur fólks“

Brynjar Níelsson svarar yfirlækni á COVID-göngudeildinni og segir að hann velti fyrir sér heildarhagsmunum til lengri tíma litið – og að það sé löngu tímabært að sú umræða sé tekin.

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

„Þing­mað­ur­inn er ekki svo illa inn­rættur að hann skilji ekki áhyggjur fólks. En þing­mað­ur­inn er bara að velta fyrir sér heild­ar­hags­munum til lengri tíma lit­ið. Löngu tíma­bært að sú umræða sé tekin og ekki viss um að rétt sé að þagga hana niður eins og grill­meist­arar reyna.“

Þetta skrifar Brynjar Níels­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, á Face­book í dag en þarna svarar hann Ragn­ari Frey Ingv­ars­syni, umsjón­ar­lækni COVID-­göngu­deild­ar­inn­ar, en hann gagn­rýndi Brynjar harð­lega á Face­book í gær og spurði hvort það gæti verið að þing­mað­ur­inn ætti í erf­ið­leikum með að reikna.

Ragnar Freyr benti að í fyrstu bylgju far­ald­­ur­s­ins hefðu um 3.600 ein­stak­l­ingar smit­­ast af veirunni hér á landi. Hann sagði í sam­tali við Kjarn­ann að það væri sú tala sem mótefna­­mæl­ingar sem gerðar hafa verið bendi til. Í þeirri bylgju lögð­ust 115 inn á sjúkra­hús, 26 á gjör­­gæslu og 10 lét­ust.

Auglýsing

Hafði efa­semdir um að þving­un­ar­að­gerðir stjórn­valda ættu sér full­nægj­andi laga­stoð

Brynjar byrjar færslu sína á Face­book með því að segja að lands­þekktur grill­ari í lækna­stétt hafi tekið fram grill­spað­ann í gær til að grilla heimsku þing­manns­drusl­una. „Náði lækn­ir­inn slíkum hæðum í hroka að þing­mað­ur­inn, sem kallar nú ekki allt ömmu sína í þeim efn­um, bliknar í sam­an­burð­in­um. Vil byrja á að leið­rétta grill­ar­ann og lækn­inn með það að þing­mað­ur­inn vilji engar aðgerð­ir. Þing­mað­ur­inn velti því upp hvort svona íþyngj­andi og víð­tækar aðgerðir væru nauð­syn­legar og til góðs til lengri tíma fyrir líf og heilsu fólks. Svo hafði þing­mað­ur­inn efa­semdir um að allar þessar þving­un­ar­að­gerðir stjórn­valda ættu sér full­nægj­andi laga­stoð. Þing­mað­ur­inn, sem var fyrir sæmi­lega illa þokk­aður víða, hefur fengið yfir sig hol­skefl­una, ekki síst frá fólki sem telur mik­il­vægt fyrir lýð­ræðið að við tölum saman og skipt­umst á skoð­un­um,“ skrifar Brynj­ar.

Hann talar um sig í þriðju per­sónu og seg­ist vera nokkuð upp með sér að grill­lækn­ir­inn skyldi eyða tíma sínum í að skrifa um sig. 

„Það er nú ekki svo að þing­mað­ur­inn sé svo hug­mynda­ríkur að koma fyrstur fram með þessar efa­semd­ir. Margir af helstu sér­fræð­ingum í smit­sjúk­dómum og alls konar lýð­heilsu­fræðum við bestu háskóla í heimi hafa miklu sterk­ari skoð­anir í þessa átt­ina en þing­mað­ur­inn. Hefði skilið svona færslu ef grill­lækn­ir­inn hefði beint orðum sínum að öðrum sér­fræð­ingum sem eru ann­arrar skoð­unar en hann í stað þing­manns­ins,“ skrifar hann. 

Kannski nennir ein­hver að reikna út hve margir hafa dáið vegna þess­ara íþyngj­andi aðgerða?

Brynjar segir að „grill­lækn­ir­inn“ hafi áhyggjur að því að hann skilji ekki töl­ur. „Hann byrjar á því að full­yrða að „fyrir hverja 1.000 smit­aða fáum við 32 inn­lagn­ir, 7 á gjör­gæslu og 3 deyja, að minnsta kosti. Síðan segir tal­naglöggi grill­ar­inn í næstu setn­ingu „að í þess­ari bylgju hafi um 1.000 smitast, 24 eru á sjúkra­húsi, 4 á gjör­gæslu og sem betur fer eng­inn dáið“. Þing­mað­ur­inn er ekki svo ótal­naglöggur að sjá ekki ósam­ræmi í þessum tölum grillar­ans.

En ótal­naglöggi þing­mað­ur­inn getur þó reiknað út að með sama áfram­haldi verður ekki hægt að leggja til jafn marga millj­arða í heil­brigð­is­kerfið og nú er gert. Meira segja þekktir grill­arar geta reiknað út hvað margir myndu deyja þá. Kannski nennir ein­hver síðar að reikna út hvað margir hafa dáið vegna þess­ara íþyngj­andi aðgerða, sem nú hafa staðið lengi yfir,“ skrifar hann.

Brynjar leggur til í lokin af stjórn­völd flytji inn sér­fræð­inga frá Norð­ur­-Kóreu til aðstoð­ar. Þeir viti örugg­lega hvernig eigi að loka löndum og allri starf­semi, svo vel sé. Honum skilst að dán­ar­tíðni þar sé mjög lítil og svo hafi verið lengi og löngu fyrir tíma COVID.

Lands­þekktur grill­ari í lækna­stétt tók fram grill­spað­ann til í gær til að grilla heimsku þing­manns­drusl­una, Náð­i...

Posted by Brynjar Níels­son on Fri­day, Oct­o­ber 9, 2020


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar
Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 30. október 2020
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Segir umfram eigið fé ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda
Bankastjóri Arion banka segir viðskiptavini sína hafið notið góðs af minni álagningum stjórnvalda á bankakerfið og litla tengingu vera á milli þess og umfram eigin fé bankans.
Kjarninn 30. október 2020
Frá aðalmeðferð málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Seðlabankinn sýknaður af kröfum Samherja en þarf að borga Þorsteini Má persónulega
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í dag upp dóm í skaðabótamálum Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra fyrirtækisins á hendur bankanum. Seðlabankinn var sýknaður af kröfu fyrirtækisins, en þarf að borga forstjóranum skaðabætur.
Kjarninn 30. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þetta eru áhyggjur Þórólfs
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tínir til margvísleg áhyggjuefni sín í minnisblaðinu sem liggur til grundvallar hertum samkomutakmörkunum sem eru þær ströngustu í faraldrinum hingað til.
Kjarninn 30. október 2020
Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Tíu manna fjöldatakmarkanir næstu vikur
Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi strax á miðnætti og eiga að gilda til 17. nóvember. Einungis 10 mega koma saman, nema í útförum, matvöruverslunum, apótekum og almenningssamgöngum. Skólar verða áfram opnir.
Kjarninn 30. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent