„Þingmaðurinn ekki svo illa innrættur að hann skilji ekki áhyggjur fólks“

Brynjar Níelsson svarar yfirlækni á COVID-göngudeildinni og segir að hann velti fyrir sér heildarhagsmunum til lengri tíma litið – og að það sé löngu tímabært að sú umræða sé tekin.

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

„Þing­mað­ur­inn er ekki svo illa inn­rættur að hann skilji ekki áhyggjur fólks. En þing­mað­ur­inn er bara að velta fyrir sér heild­ar­hags­munum til lengri tíma lit­ið. Löngu tíma­bært að sú umræða sé tekin og ekki viss um að rétt sé að þagga hana niður eins og grill­meist­arar reyna.“

Þetta skrifar Brynjar Níels­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, á Face­book í dag en þarna svarar hann Ragn­ari Frey Ingv­ars­syni, umsjón­ar­lækni COVID-­göngu­deild­ar­inn­ar, en hann gagn­rýndi Brynjar harð­lega á Face­book í gær og spurði hvort það gæti verið að þing­mað­ur­inn ætti í erf­ið­leikum með að reikna.

Ragnar Freyr benti að í fyrstu bylgju far­ald­­ur­s­ins hefðu um 3.600 ein­stak­l­ingar smit­­ast af veirunni hér á landi. Hann sagði í sam­tali við Kjarn­ann að það væri sú tala sem mótefna­­mæl­ingar sem gerðar hafa verið bendi til. Í þeirri bylgju lögð­ust 115 inn á sjúkra­hús, 26 á gjör­­gæslu og 10 lét­ust.

Auglýsing

Hafði efa­semdir um að þving­un­ar­að­gerðir stjórn­valda ættu sér full­nægj­andi laga­stoð

Brynjar byrjar færslu sína á Face­book með því að segja að lands­þekktur grill­ari í lækna­stétt hafi tekið fram grill­spað­ann í gær til að grilla heimsku þing­manns­drusl­una. „Náði lækn­ir­inn slíkum hæðum í hroka að þing­mað­ur­inn, sem kallar nú ekki allt ömmu sína í þeim efn­um, bliknar í sam­an­burð­in­um. Vil byrja á að leið­rétta grill­ar­ann og lækn­inn með það að þing­mað­ur­inn vilji engar aðgerð­ir. Þing­mað­ur­inn velti því upp hvort svona íþyngj­andi og víð­tækar aðgerðir væru nauð­syn­legar og til góðs til lengri tíma fyrir líf og heilsu fólks. Svo hafði þing­mað­ur­inn efa­semdir um að allar þessar þving­un­ar­að­gerðir stjórn­valda ættu sér full­nægj­andi laga­stoð. Þing­mað­ur­inn, sem var fyrir sæmi­lega illa þokk­aður víða, hefur fengið yfir sig hol­skefl­una, ekki síst frá fólki sem telur mik­il­vægt fyrir lýð­ræðið að við tölum saman og skipt­umst á skoð­un­um,“ skrifar Brynj­ar.

Hann talar um sig í þriðju per­sónu og seg­ist vera nokkuð upp með sér að grill­lækn­ir­inn skyldi eyða tíma sínum í að skrifa um sig. 

„Það er nú ekki svo að þing­mað­ur­inn sé svo hug­mynda­ríkur að koma fyrstur fram með þessar efa­semd­ir. Margir af helstu sér­fræð­ingum í smit­sjúk­dómum og alls konar lýð­heilsu­fræðum við bestu háskóla í heimi hafa miklu sterk­ari skoð­anir í þessa átt­ina en þing­mað­ur­inn. Hefði skilið svona færslu ef grill­lækn­ir­inn hefði beint orðum sínum að öðrum sér­fræð­ingum sem eru ann­arrar skoð­unar en hann í stað þing­manns­ins,“ skrifar hann. 

Kannski nennir ein­hver að reikna út hve margir hafa dáið vegna þess­ara íþyngj­andi aðgerða?

Brynjar segir að „grill­lækn­ir­inn“ hafi áhyggjur að því að hann skilji ekki töl­ur. „Hann byrjar á því að full­yrða að „fyrir hverja 1.000 smit­aða fáum við 32 inn­lagn­ir, 7 á gjör­gæslu og 3 deyja, að minnsta kosti. Síðan segir tal­naglöggi grill­ar­inn í næstu setn­ingu „að í þess­ari bylgju hafi um 1.000 smitast, 24 eru á sjúkra­húsi, 4 á gjör­gæslu og sem betur fer eng­inn dáið“. Þing­mað­ur­inn er ekki svo ótal­naglöggur að sjá ekki ósam­ræmi í þessum tölum grillar­ans.

En ótal­naglöggi þing­mað­ur­inn getur þó reiknað út að með sama áfram­haldi verður ekki hægt að leggja til jafn marga millj­arða í heil­brigð­is­kerfið og nú er gert. Meira segja þekktir grill­arar geta reiknað út hvað margir myndu deyja þá. Kannski nennir ein­hver síðar að reikna út hvað margir hafa dáið vegna þess­ara íþyngj­andi aðgerða, sem nú hafa staðið lengi yfir,“ skrifar hann.

Brynjar leggur til í lokin af stjórn­völd flytji inn sér­fræð­inga frá Norð­ur­-Kóreu til aðstoð­ar. Þeir viti örugg­lega hvernig eigi að loka löndum og allri starf­semi, svo vel sé. Honum skilst að dán­ar­tíðni þar sé mjög lítil og svo hafi verið lengi og löngu fyrir tíma COVID.

Lands­þekktur grill­ari í lækna­stétt tók fram grill­spað­ann til í gær til að grilla heimsku þing­manns­drusl­una, Náð­i...

Posted by Brynjar Níels­son on Fri­day, Oct­o­ber 9, 2020


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tíu staðreyndir um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka
Til stendur að selja allt að 35 prósent hlut í ríkisbanka í sumar. Upphaf þessa ferils má rekja til bankahrunsins. Hér er allt sem þú þarft að vita um ætlaða bankasölu, álitamál henni tengt og þá sögu sem leiddi til þeirrar stöðu sem nú er uppi.
Kjarninn 25. janúar 2021
Seðlabankinn telur enn mikilvægt að hafa samráðsvettvang á borð við þann sem greiðsluráð bankans er.
Hlutverk svokallaðs greiðsluráðs Seðlabankans til skoðunar
Seðlabankinn skoðar nú hlutverk greiðsluráðs bankans sem sett var á fót með ákvörðun Más Guðmundssonar fyrrverandi seðlabankastjóra í upphafi árs 2019. Ráðið hefur einungis komið einu sinni saman til fundar.
Kjarninn 25. janúar 2021
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent