Minjastofnun hafnar því að friðlýsing hindri lagningu Sundabrautar

Friðlýsing menningar- og búsetulandslags á Álfsnesi á ekki að hindra lagningu Sundabrautar að mati Minjastofnunar Íslands. Bæði Vegagerðin og Reykjavíkurborg halda hinu gagnstæða fram.

Sundabraut Mynd: Stjórnarráðið
Auglýsing

Minja­stofnun Íslands segir að áform hennar um frið­lýs­ingu menn­ing­ar- og búsetu­lands­lags við Þern­eyj­ar­sund, í Þerney og á Álfs­nesi eigi ekki að hindra lagn­ingu Sunda­braut­ar. Við gerð frið­lýs­inga­til­lög­un­ar, fyrr á árinu, hafi verið tekið til­lit til þeirra val­kosta sem lágu fyrir varð­andi lagn­ingu braut­ar­innar á þann hátt að frið­lýs­ingin úti­lok­aði ekki gerð henn­ar. Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu sem birt hefur verið á heima­síðu stofn­un­ar­inn­ar.

Kjarn­inn greindi frá því í síð­ustu viku að Vega­­gerðin hefði sent bréf til Minja­­stofn­unar vegna máls­ins 1. sept­­em­ber síð­­ast­lið­inn. 

Þar var áformum Minja­­­stofn­unar um frið­­­lýs­ingu við Þerney og Álfs­­­nes mót­­mælt, en gert er ráð fyrir að síð­­­­­ari áfangi Sunda­brautar liggi frá Gufu­­­nesi, um Geld­ing­ar­nes, yfir Leiru­vog, Gunn­u­­­nes, Álfs­­­nes og Kolla­­­fjörð. Orð­rétt segir í bréf­inu að frið­lýs­ingin geti „haft veru­­leg áhrif á lagn­ingu Sunda­braut­­ar“. 

Ebba Schram borg­­ar­lög­­maður Reykja­vík­­­ur­­borgar sendi í kjöl­farið Minja­­stofnun bréf með athuga­­semdum borg­­ar­innar á ætl­­aðri frið­­lýs­ingu.

Í bréf­inu, sem er dag­­sett 9. sept­­em­ber, er kallað eftir mati stofn­un­­ar­innar á því hvort hægt sé að tryggja vernd minja á svæð­inu með öðrum hætti en frið­­lýs­ingu. Borg­­ar­lög­­maður segir að mik­il­vægt sé að slíkt mat fari fram með hlið­­sjón af því að um sé að ræða veru­­lega fjár­­hags­­lega hags­muni og stjórn­­­ar­­skrár­var­inn eigna­rétt ann­­ars vegna Reykja­vík­­­ur­­borgar og hins vegar fyr­ir­tæk­is­ins Björg­unar ehf., sem hefur í hyggju að byggja upp frek­­ari starf­­semi innan athafna­­svæðis fyr­ir­tæk­is­ins sem frið­­lýs­ingin myndi ná til.

Auglýsing
Ef áform Minja­­stofn­unar um frið­­lýs­ingu yrðu að veru­­leika þá myndi sú frið­­lýs­ing, að mati borg­ar­inn­ar, ná yfir ætlað vegstæði Sunda­brautar og setja þá fram­­kvæmd, miðað við þá val­­kosti sem nú eru til skoð­unar um legu henn­­ar, í upp­­­nám.

Sunda­braut verið á dag­­­skrá í ára­tugi

Ára­tugir eru síðan að Reykja­vík­­­­­ur­­­borg og íslenska ríkið settu fyrst fram áform um að leggja Sunda­braut. Veg­­­ur­inn hefur raunar verið hluti af aðal­­­­­skipu­lagi Reykja­vík­­­­­ur­­­borgar frá árinu 1985 og inni á vega­­­skrá sem fyr­ir­hug­aður þjóð­­­vegur frá 1995.

Í sam­­­göng­u­á­ætlun fyrir árin 2020-2034, sem sam­­­þykkt var á Alþingi í lok júní síð­­­ast­lið­ins, er lagn­ing Sunda­brautar inni. Sam­hliða voru sam­­­þykkt lög sem heimil að Vega­­­gerðin geti gert samn­ing við einka­að­ila um fjár­­­­­mögn­un, fram­­­kvæmd, við­hald og rekstur Sunda­braut­­­ar, enda er fram­­­kvæmdin ekki fjár­­­­­mögnuð á sam­­­göng­u­á­ætl­­­un. 

Sam­­­þykkt ofan­­­greindra laga og sam­­­göng­u­á­ætl­­­unar var hluti af stærra sam­komu­lagi um að flýta sam­­­göng­u­fram­­­kvæmd­um, meðal ann­­­ars á for­­­sendum svo­­­kall­aðs sam­­­göngusátt­­­mála höf­uð­­­borg­­­ar­­­svæð­is­ins sem fjallar um hvernig kostn­að­­­ar­­­skipt­ing við stór­fram­­­kvæmdir þar verður á milli ríkis og sveit­­­ar­­­fé­lag­anna sem mynda svæð­ið. Í þeim sátt­­­mála er þó ekki talað ákveðið um Sunda­braut þurfi að verða að veru­­­leika held­ur að við end­an­­­lega útfærslu fram­­­kvæmda verði „sér­­­stak­­­lega hugað að greiðri teng­ingu aðliggj­andi stofn­brauta svo sem Sunda­brautar inn á stofn­brautir höf­uð­­­borg­­­ar­­­svæð­is­ins.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vilhjálmur Árnason gagnrýndi nýtt frumvarp um fæðingarorlof í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun.
Telur ný heildarlög um fæðingarorlof skerða frelsi fjölskyldna
Í aðsendri grein í Morgunblaðinu segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að nýtt frumvarp um fæðingarorlof feli í sér skerðingu á frelsi fjölskyldna. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir frumvarpið auka jafnrétti.
Kjarninn 26. september 2020
Jón Guðni Kristjánsson
Diplómatískt stórslys
Kjarninn 26. september 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds leysir vandann
Kjarninn 26. september 2020
Sjávarútvegurinn sterk stoð þegar aðrar bresta
Rækja selst illa þegar Bretum er sagt að vinna heima og fáir borða þorskhnakka á Zoom-fundum. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS segir í ítarlegu viðtali við Kjarnann að áskoranir séu í sjávarútvegi vegna óvissunnar sem fylgir faraldrinum.
Kjarninn 26. september 2020
38 ný smit í gær
Alls greindust 38 manns með COVID-19 hér á landi í gær. Nú eru 435 í einangrun vegna sjúkdómsins en í sóttkví eru 1.780.
Kjarninn 26. september 2020
Brenglað bragðskyn eftir COVID –„Þetta er bara allt svo steikt!“
Hann finnur myglubragð af papriku og „COVID-lykt“ í miðbænum. Það skrítnasta er þó að hann finnur alls enga skítafýlu. Háskólaneminn Kolbeinn Arnarson fékk COVID-19 síðasta vetur og segir einangrunina, sem stóð í mánuð, hafa tekið verulega á.
Kjarninn 26. september 2020
Bjarni Jónsson og Sylviane Lecoultre
Heilbrigðisstarfsfólk og dánaraðstoð
Kjarninn 26. september 2020
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Ásmundur Friðriksson: „Eigum við ekki nóg með okkur sjálf núna?“
Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir flóttamenn sem hafi komið til landsins nýverið muni „þyngja yfirlestað heilbrigðiskerfi“. Hann segir að fiskisagan um að á Íslandi fái fólk hæli hafi fengið byr undir báða vængi. Engar tölur styðja afstöðu þingmannsins.
Kjarninn 26. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent