Minjastofnun hafnar því að friðlýsing hindri lagningu Sundabrautar

Friðlýsing menningar- og búsetulandslags á Álfsnesi á ekki að hindra lagningu Sundabrautar að mati Minjastofnunar Íslands. Bæði Vegagerðin og Reykjavíkurborg halda hinu gagnstæða fram.

Sundabraut Mynd: Stjórnarráðið
Auglýsing

Minja­stofnun Íslands segir að áform hennar um frið­lýs­ingu menn­ing­ar- og búsetu­lands­lags við Þern­eyj­ar­sund, í Þerney og á Álfs­nesi eigi ekki að hindra lagn­ingu Sunda­braut­ar. Við gerð frið­lýs­inga­til­lög­un­ar, fyrr á árinu, hafi verið tekið til­lit til þeirra val­kosta sem lágu fyrir varð­andi lagn­ingu braut­ar­innar á þann hátt að frið­lýs­ingin úti­lok­aði ekki gerð henn­ar. Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu sem birt hefur verið á heima­síðu stofn­un­ar­inn­ar.

Kjarn­inn greindi frá því í síð­ustu viku að Vega­­gerðin hefði sent bréf til Minja­­stofn­unar vegna máls­ins 1. sept­­em­ber síð­­ast­lið­inn. 

Þar var áformum Minja­­­stofn­unar um frið­­­lýs­ingu við Þerney og Álfs­­­nes mót­­mælt, en gert er ráð fyrir að síð­­­­­ari áfangi Sunda­brautar liggi frá Gufu­­­nesi, um Geld­ing­ar­nes, yfir Leiru­vog, Gunn­u­­­nes, Álfs­­­nes og Kolla­­­fjörð. Orð­rétt segir í bréf­inu að frið­lýs­ingin geti „haft veru­­leg áhrif á lagn­ingu Sunda­braut­­ar“. 

Ebba Schram borg­­ar­lög­­maður Reykja­vík­­­ur­­borgar sendi í kjöl­farið Minja­­stofnun bréf með athuga­­semdum borg­­ar­innar á ætl­­aðri frið­­lýs­ingu.

Í bréf­inu, sem er dag­­sett 9. sept­­em­ber, er kallað eftir mati stofn­un­­ar­innar á því hvort hægt sé að tryggja vernd minja á svæð­inu með öðrum hætti en frið­­lýs­ingu. Borg­­ar­lög­­maður segir að mik­il­vægt sé að slíkt mat fari fram með hlið­­sjón af því að um sé að ræða veru­­lega fjár­­hags­­lega hags­muni og stjórn­­­ar­­skrár­var­inn eigna­rétt ann­­ars vegna Reykja­vík­­­ur­­borgar og hins vegar fyr­ir­tæk­is­ins Björg­unar ehf., sem hefur í hyggju að byggja upp frek­­ari starf­­semi innan athafna­­svæðis fyr­ir­tæk­is­ins sem frið­­lýs­ingin myndi ná til.

Auglýsing
Ef áform Minja­­stofn­unar um frið­­lýs­ingu yrðu að veru­­leika þá myndi sú frið­­lýs­ing, að mati borg­ar­inn­ar, ná yfir ætlað vegstæði Sunda­brautar og setja þá fram­­kvæmd, miðað við þá val­­kosti sem nú eru til skoð­unar um legu henn­­ar, í upp­­­nám.

Sunda­braut verið á dag­­­skrá í ára­tugi

Ára­tugir eru síðan að Reykja­vík­­­­­ur­­­borg og íslenska ríkið settu fyrst fram áform um að leggja Sunda­braut. Veg­­­ur­inn hefur raunar verið hluti af aðal­­­­­skipu­lagi Reykja­vík­­­­­ur­­­borgar frá árinu 1985 og inni á vega­­­skrá sem fyr­ir­hug­aður þjóð­­­vegur frá 1995.

Í sam­­­göng­u­á­ætlun fyrir árin 2020-2034, sem sam­­­þykkt var á Alþingi í lok júní síð­­­ast­lið­ins, er lagn­ing Sunda­brautar inni. Sam­hliða voru sam­­­þykkt lög sem heimil að Vega­­­gerðin geti gert samn­ing við einka­að­ila um fjár­­­­­mögn­un, fram­­­kvæmd, við­hald og rekstur Sunda­braut­­­ar, enda er fram­­­kvæmdin ekki fjár­­­­­mögnuð á sam­­­göng­u­á­ætl­­­un. 

Sam­­­þykkt ofan­­­greindra laga og sam­­­göng­u­á­ætl­­­unar var hluti af stærra sam­komu­lagi um að flýta sam­­­göng­u­fram­­­kvæmd­um, meðal ann­­­ars á for­­­sendum svo­­­kall­aðs sam­­­göngusátt­­­mála höf­uð­­­borg­­­ar­­­svæð­is­ins sem fjallar um hvernig kostn­að­­­ar­­­skipt­ing við stór­fram­­­kvæmdir þar verður á milli ríkis og sveit­­­ar­­­fé­lag­anna sem mynda svæð­ið. Í þeim sátt­­­mála er þó ekki talað ákveðið um Sunda­braut þurfi að verða að veru­­­leika held­ur að við end­an­­­lega útfærslu fram­­­kvæmda verði „sér­­­stak­­­lega hugað að greiðri teng­ingu aðliggj­andi stofn­brauta svo sem Sunda­brautar inn á stofn­brautir höf­uð­­­borg­­­ar­­­svæð­is­ins.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent