Tuttugu þúsunda múrinn rofinn

„Þetta eru svo dásamlega, yndislega, sturlæðislega frábærar fréttir,“ segir Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórn­ar­skrár­fé­lags­ins.

Hvar er nýja stjórnarskráin?
Auglýsing

Yfir 20 þús­und manns hafa nú ritað nafn sitt á und­ir­skrifta­lista þar sem þess er kraf­ist að Alþingi virði nið­­ur­­stöðu þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðsl­unnar 20. októ­ber 2012 og lög­­­festi nýju stjórn­­­ar­­skrána.

„Í kosn­­ing­unni sam­­þykktu yfir 2/3 hlutar kjós­­enda að til­­lög­­urnar sem kosið var um skyldu verða grund­­völlur nýrrar stjórn­­­ar­­skrár. Til­­lög­­urnar eru heild­­stæður sam­­fé­lags­sátt­­máli, það er ekki Alþingis að velja og hafna ákvæðum úr sátt­­mál­an­­um. Þjóðin er stjórn­­­ar­­skrár­gjaf­inn og setur vald­höfum mörk en ekki öfugt. Við ætlum ekki að bíða í heilan ára­tug eftir að nýja stjórn­­­ar­­skráin taki gildi og því krefj­umst við aðgerða strax!“ segir í texta sem fylgir með und­ir­­skrifta­­söfn­un­inni.

Katrín Odds­dótt­ir, ein for­svars­kona und­ir­skrifta­list­ans og for­maður Stjórn­­­ar­­skrár­­fé­lags­ins, segir á Face­book að nú sé til­efni til þess að ærast úr gleði vegna þess að tutt­ugu þús­unda múr­inn hafi verið rof­inn. 

Auglýsing

Mark­miðið 25 þús­und und­ir­skriftir

„Hugsið ykk­ur, tutt­ugu þús­und hjörtu sem slá í takt og vilja að hlustað sé á almenn­ing í þessu landi þegar það kemur að sjálfum sam­fé­lags­sátt­mál­an­um,“ skrifar Katrín. 

Markið er sett á 25 þús­und und­ir­skriftir en söfn­un­inni lýkur þann 19. októ­ber næst­kom­andi. „Þetta eru svo dásam­lega, ynd­is­lega, stur­læð­is­lega frá­bærar frétt­ir,“ skrifar hún enn fremur í stöðu­upp­færslu á Face­book. 

GRJÓT­HARÐAR GLEÐI­FRÉTT­IR!!! AKKÚRAT á þess­ari mín­útu er til­efni til þess að ÆRAST úr gleði TUTT­UGU ÞÚS­UND nafna múr­inn...

Posted by Stjórn­ar­skrár­fé­lagið -The Icelandic Constitution Soci­ety on Monday, Sept­em­ber 14, 2020


Vand­ræði með skrán­inguKjarn­inn greindi frá því í byrjun sept­em­ber að mikið hefði borið á því að fólk næði ekki að skrá sig á list­ann eða vissi ekki hvort það hefði tek­ist. Helga Bald­vins Bjarg­­ar­dótt­ir, ábyrgð­­ar­­maður und­ir­­skrifta­list­ans, sagði í sam­tali við Kjarn­ann að nokkrir ein­stak­l­ing­­ar, sem héldu að þeir væru búnir að skrá sig á list­ann, væru ekki á honum – aðrir væru aftur á móti á list­an­­um. „Það er grein­i­­lega allur gangur á þessu,“ sagði hún. „Þetta er svo afhjúp­andi fyrir þetta gall­aða fyr­ir­komu­lag. Bæði það að við fáum ekki list­ann nema að vaða eld og brenn­i­­stein og svo þetta að það er eitt­hvað veru­­lega mikið að not­enda­við­­mót­inu hjá þeim þegar margir tugir ein­stak­l­inga eru að lenda í því að halda að þeir séu skráðir á lista og eru það svo ekki,“ sagði hún.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Guðni Kristjánsson
Diplómatískt stórslys
Kjarninn 26. september 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds leysir vandann
Kjarninn 26. september 2020
Sjávarútvegurinn sterk stoð þegar aðrar bresta
Rækja selst illa þegar Bretum er sagt að vinna heima og fáir borða þorskhnakka á Zoom-fundum. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS segir í ítarlegu viðtali við Kjarnann að áskoranir séu í sjávarútvegi vegna óvissunnar sem fylgir faraldrinum.
Kjarninn 26. september 2020
38 ný smit í gær
Alls greindust 38 manns með COVID-19 hér á landi í gær. Nú eru 435 í einangrun vegna sjúkdómsins en í sóttkví eru 1.780.
Kjarninn 26. september 2020
Brenglað bragðskyn eftir COVID –„Þetta er bara allt svo steikt!“
Hann finnur myglubragð af papriku og „COVID-lykt“ í miðbænum. Það skrítnasta er þó að hann finnur alls enga skítafýlu. Háskólaneminn Kolbeinn Arnarson fékk COVID-19 síðasta vetur og segir einangrunina, sem stóð í mánuð, hafa tekið verulega á.
Kjarninn 26. september 2020
Bjarni Jónsson og Sylviane Lecoultre
Heilbrigðisstarfsfólk og dánaraðstoð
Kjarninn 26. september 2020
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Ásmundur Friðriksson: „Eigum við ekki nóg með okkur sjálf núna?“
Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir flóttamenn sem hafi komið til landsins nýverið muni „þyngja yfirlestað heilbrigðiskerfi“. Hann segir að fiskisagan um að á Íslandi fái fólk hæli hafi fengið byr undir báða vængi. Engar tölur styðja afstöðu þingmannsins.
Kjarninn 26. september 2020
Þrír af stærstu eigendum Eimskips með vinnubrögð félagsins til skoðunar
Lífeyrissjóðir landsins eiga meirihluta hlutafjár í Eimskip. Þrír stærstu lífeyrissjóðirnir segjast allir vera með þau vinnubrögð félagsins, sem lýst var í fréttaskýringaþætti á fimmtudag, til skoðunar.
Kjarninn 26. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent