Vandræði með skráningu á undirskriftalista – „Afhjúpandi fyrir gallað fyrirkomulag“

Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Alþingi virði niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu og lögfesti nýju stjórnarskrána. Margir hafa lent í vandræðum með að skrá nafn sitt á listann en söfnunin fer fram á Stafrænu Íslandi.

Þögul mótmæli árið 2018 við þingsetningu til þess að minna á nýja stjórnarskrá á vegum Stjórnarskrárfélagsins.
Þögul mótmæli árið 2018 við þingsetningu til þess að minna á nýja stjórnarskrá á vegum Stjórnarskrárfélagsins.
Auglýsing

Yfir 17.700 manns hafa nú skráð nafn sitt á und­ir­skrifta­lista þar sem þess er kraf­ist að Alþingi virði nið­ur­stöðu þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar 20. októ­ber 2012 og lög­festi nýju stjórn­ar­skrána.

„Í kosn­ing­unni sam­þykktu yfir 2/3 hlutar kjós­enda að til­lög­urnar sem kosið var um skyldu verða grund­völlur nýrrar stjórn­ar­skrár. Til­lög­urnar eru heild­stæður sam­fé­lags­sátt­máli, það er ekki Alþingis að velja og hafna ákvæðum úr sátt­mál­an­um. Þjóðin er stjórn­ar­skrár­gjaf­inn og setur vald­höfum mörk en ekki öfugt. Við ætlum ekki að bíða í heilan ára­tug eftir að nýja stjórn­ar­skráin taki gildi og því krefj­umst við aðgerða strax!“ segir í texta sem fylgir með und­ir­skrifta­söfn­un­inni.

Mikið hefur borið á því að fólk nái ekki að skrá sig á list­ann eða viti ekki hvort það hafi tek­ist. Í svari Staf­ræns Íslands, eða Ísland.is, kemur fram að afrit af list­anum hafi verið keyrt út fyrir helgi og honum komið til for­svars­manna söfn­un­ar­innar svo hægt væri að skoða hvort eitt­hvað vant­aði. Þær stikkprufur sem voru teknar af aðilum – sem vildu meina að skrán­ing hefði ekki skilað sér – hefðu í raun verið á list­an­um.

Auglýsing

Helga Bald­vins Bjarg­ar­dótt­ir, ábyrgð­ar­maður und­ir­skrifta­list­ans, seg­ist í sam­tali við Kjarn­ann vera nýbúin að fá list­ann í hend­urn­ar. Hún segir að nokkrir ein­stak­ling­ar, sem héldu að þeir væru búnir að skrá sig á list­ann, séu ekki á honum – aðrir séu aftur á móti á list­an­um. „Það er greini­lega allur gangur á þessu,“ segir hún. 

Eitt­hvað veru­lega að not­enda­við­mót­inu

„Þetta er svo afhjúp­andi fyrir þetta gall­aða fyr­ir­komu­lag. Bæði það að við fáum ekki list­ann nema að vaða eld og brenni­stein og svo þetta að það er eitt­hvað veru­lega mikið að not­enda­við­mót­inu hjá þeim þegar margir tugir ein­stak­linga eru að lenda í því að halda að þeir séu skráðir á lista og eru það svo ekki,“ segir hún.

Í svari Þjóð­skrár, sem sér um rekstur þjón­ustu­vers fyrir hönd Ísland.is, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um málið kemur fram að umrædd und­ir­skrifta­söfnun sé ein af sex und­ir­skrifta­söfn­unum sem séu virkar á Ísland.is í dag. Áður hafi á sjö­unda tug und­ir­skrifta­safn­ana verið fram­kvæmdar á sam­bæri­legan hátt á Ísland.is og sé skrán­ing á und­ir­skrifta­listana í gangi.

Undirskriftalistinn: „Nýju stjórnarskrána strax!“ Mynd: Skjáskot

„Mögu­legt er að not­endur hafi ekki klárað að skrá sig á list­ann eftir inn­skrán­ingu með raf­rænum skil­ríkjum eða Íslykli eða telji sig ekki vera á list­anum ef þeir sjá ekki nafn sitt þar. Það er þó eðli­legt þar sem list­inn sýnir ein­ungis síð­ustu 10 ein­stak­linga sem hafa skráð sig ásamt heild­ar­tölu þeirra sem hafa skráð sig á list­ann. Önnur nöfn eru þó skráð og fara til ábyrgð­ar­manns lista þegar söfnun er lok­ið. Einnig getur verið að ein­stak­lingar fari inn á vef­svæðið og sjái að hægt er að skrá sig, en eftir að inn­skrán­ingu er lokið þá ættu þeir að sjá að þeir hafi þegar skráð sig og geti þá afskráð sig ef vilji er fyrir því,“ segir í svari Þjóð­skrár.

Helga bendir á í sam­tali við Kjarn­ann að auð­vitað séu það ein­hverjir sem hafi skráð sig með röngum hætti á list­ann en það sé vegna gall­aðs not­enda­við­móts. „Það þarf að rekja tækn­ina – getur verið að fólk sem hafi skráð sig rétt sé ekki á list­an­um? Það er nátt­úru­lega mjög alvar­leg­t,“ segir hún.

Ekki hægt að bæta við þýð­ingum

Helga segir að við­mótið á síð­unni hafi verið gallað alveg frá upp­hafi. „Því þegar ég bý til und­ir­skrifta­list­ann þá sé ég ekki hvernig hann kemur til með að líta út.“ Helga var á þessum tíma til­búin með enska þýð­ingu. Hún setti íslenska text­ann í ákveðið hólf merkt „til­gang­ur“ og ensku þýð­ing­una í hólf merkt „rök­stuðn­ing­ur“. Síðan kom á dag­inn að ein­ungis íslenski text­inn birt­ist á und­ir­skrifta­list­anum en ekki enska þýð­ing­in. Hún bað um að bæta við enskri og pól­skri þýð­ingu af nákvæm­lega sama texta en ekki var hægt að verða við þeirri bón.

Í svari Þjóð­skrár við fyr­ir­spurn Kjarn­ans kemur fram að varð­andi þýð­ingar þá skili ábyrgð­ar­maður list­ans inn ýmsum upp­lýs­ingum við skrán­ingu, þar á meðal sé til­gangur list­ans og sá tími sem opið eigi að vera fyrir skrán­ing­ar. „Eftir að listi hefur verið settur í loftið er ekki hægt að breyta efn­is­legu inni­haldi eða tíma­setn­ingum list­ans. Þannig er ekki hægt að breyta eða bæta við upp­lýs­ingum eftir að listi fer í loftið og und­ir­skrifta­söfnun er haf­in. Engin starfs­maður hefur aðgang að því að breyta listum eða skrán­ingum á lista.“

Á verk­efna­lista Ísland.is að bæta not­enda­upp­lifun­ina

Staf­rænt Ísland fékk fregnir af vand­ræðum með skrán­ingar í síð­ustu viku, að því er fram kemur í svari frá þeim. „Kerfin voru yfir­farin og allar skrán­ingar eru að skila sér. Kerfið er að virka sem skildi en gam­alt kerfi og not­enda­upp­lifunin eftir því. Það birt­ast t.a.m aðeins 10 síð­ustu nöfn sem skráðu sig á list­ann og áfram birt­ist hnappur sem segir „skrá sig á lista“ þó fólk sé búið að skrá sig. Það sér ekki að það sé búið að skrá sig fyrr en það hefur aftur auð­kennt sig inn með raf­rænum skil­ríkj­um. Þá breyt­ist hnapp­ur­inn í „af­skrá sig af lista“,“ segir í svari Ísland.­is.

Skrán­ingar virki þannig vel en not­enda­upp­lifun­ina þurfi að bæta. Það sé á verk­efna­list­anum um end­ur­bæt­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent