Vandræði með skráningu á undirskriftalista – „Afhjúpandi fyrir gallað fyrirkomulag“

Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Alþingi virði niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu og lögfesti nýju stjórnarskrána. Margir hafa lent í vandræðum með að skrá nafn sitt á listann en söfnunin fer fram á Stafrænu Íslandi.

Þögul mótmæli árið 2018 við þingsetningu til þess að minna á nýja stjórnarskrá á vegum Stjórnarskrárfélagsins.
Þögul mótmæli árið 2018 við þingsetningu til þess að minna á nýja stjórnarskrá á vegum Stjórnarskrárfélagsins.
Auglýsing

Yfir 17.700 manns hafa nú skráð nafn sitt á undirskriftalista þar sem þess er krafist að Alþingi virði niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012 og lögfesti nýju stjórnarskrána.

„Í kosningunni samþykktu yfir 2/3 hlutar kjósenda að tillögurnar sem kosið var um skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Tillögurnar eru heildstæður samfélagssáttmáli, það er ekki Alþingis að velja og hafna ákvæðum úr sáttmálanum. Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn og setur valdhöfum mörk en ekki öfugt. Við ætlum ekki að bíða í heilan áratug eftir að nýja stjórnarskráin taki gildi og því krefjumst við aðgerða strax!“ segir í texta sem fylgir með undirskriftasöfnuninni.

Mikið hefur borið á því að fólk nái ekki að skrá sig á listann eða viti ekki hvort það hafi tekist. Í svari Stafræns Íslands, eða Ísland.is, kemur fram að afrit af listanum hafi verið keyrt út fyrir helgi og honum komið til forsvarsmanna söfnunarinnar svo hægt væri að skoða hvort eitthvað vantaði. Þær stikkprufur sem voru teknar af aðilum – sem vildu meina að skráning hefði ekki skilað sér – hefðu í raun verið á listanum.

Auglýsing

Helga Baldvins Bjargardóttir, ábyrgðarmaður undirskriftalistans, segist í samtali við Kjarnann vera nýbúin að fá listann í hendurnar. Hún segir að nokkrir einstaklingar, sem héldu að þeir væru búnir að skrá sig á listann, séu ekki á honum – aðrir séu aftur á móti á listanum. „Það er greinilega allur gangur á þessu,“ segir hún. 

Eitthvað verulega að notendaviðmótinu

„Þetta er svo afhjúpandi fyrir þetta gallaða fyrirkomulag. Bæði það að við fáum ekki listann nema að vaða eld og brennistein og svo þetta að það er eitthvað verulega mikið að notendaviðmótinu hjá þeim þegar margir tugir einstaklinga eru að lenda í því að halda að þeir séu skráðir á lista og eru það svo ekki,“ segir hún.

Í svari Þjóðskrár, sem sér um rekstur þjónustuvers fyrir hönd Ísland.is, við fyrirspurn Kjarnans um málið kemur fram að umrædd undirskriftasöfnun sé ein af sex undirskriftasöfnunum sem séu virkar á Ísland.is í dag. Áður hafi á sjöunda tug undirskriftasafnana verið framkvæmdar á sambærilegan hátt á Ísland.is og sé skráning á undirskriftalistana í gangi.

Undirskriftalistinn: „Nýju stjórnarskrána strax!“ Mynd: Skjáskot

„Mögulegt er að notendur hafi ekki klárað að skrá sig á listann eftir innskráningu með rafrænum skilríkjum eða Íslykli eða telji sig ekki vera á listanum ef þeir sjá ekki nafn sitt þar. Það er þó eðlilegt þar sem listinn sýnir einungis síðustu 10 einstaklinga sem hafa skráð sig ásamt heildartölu þeirra sem hafa skráð sig á listann. Önnur nöfn eru þó skráð og fara til ábyrgðarmanns lista þegar söfnun er lokið. Einnig getur verið að einstaklingar fari inn á vefsvæðið og sjái að hægt er að skrá sig, en eftir að innskráningu er lokið þá ættu þeir að sjá að þeir hafi þegar skráð sig og geti þá afskráð sig ef vilji er fyrir því,“ segir í svari Þjóðskrár.

Helga bendir á í samtali við Kjarnann að auðvitað séu það einhverjir sem hafi skráð sig með röngum hætti á listann en það sé vegna gallaðs notendaviðmóts. „Það þarf að rekja tæknina – getur verið að fólk sem hafi skráð sig rétt sé ekki á listanum? Það er náttúrulega mjög alvarlegt,“ segir hún.

Ekki hægt að bæta við þýðingum

Helga segir að viðmótið á síðunni hafi verið gallað alveg frá upphafi. „Því þegar ég bý til undirskriftalistann þá sé ég ekki hvernig hann kemur til með að líta út.“ Helga var á þessum tíma tilbúin með enska þýðingu. Hún setti íslenska textann í ákveðið hólf merkt „tilgangur“ og ensku þýðinguna í hólf merkt „rökstuðningur“. Síðan kom á daginn að einungis íslenski textinn birtist á undirskriftalistanum en ekki enska þýðingin. Hún bað um að bæta við enskri og pólskri þýðingu af nákvæmlega sama texta en ekki var hægt að verða við þeirri bón.

Í svari Þjóðskrár við fyrirspurn Kjarnans kemur fram að varðandi þýðingar þá skili ábyrgðarmaður listans inn ýmsum upplýsingum við skráningu, þar á meðal sé tilgangur listans og sá tími sem opið eigi að vera fyrir skráningar. „Eftir að listi hefur verið settur í loftið er ekki hægt að breyta efnislegu innihaldi eða tímasetningum listans. Þannig er ekki hægt að breyta eða bæta við upplýsingum eftir að listi fer í loftið og undirskriftasöfnun er hafin. Engin starfsmaður hefur aðgang að því að breyta listum eða skráningum á lista.“

Á verkefnalista Ísland.is að bæta notendaupplifunina

Stafrænt Ísland fékk fregnir af vandræðum með skráningar í síðustu viku, að því er fram kemur í svari frá þeim. „Kerfin voru yfirfarin og allar skráningar eru að skila sér. Kerfið er að virka sem skildi en gamalt kerfi og notendaupplifunin eftir því. Það birtast t.a.m aðeins 10 síðustu nöfn sem skráðu sig á listann og áfram birtist hnappur sem segir „skrá sig á lista“ þó fólk sé búið að skrá sig. Það sér ekki að það sé búið að skrá sig fyrr en það hefur aftur auðkennt sig inn með rafrænum skilríkjum. Þá breytist hnappurinn í „afskrá sig af lista“,“ segir í svari Ísland.is.

Skráningar virki þannig vel en notendaupplifunina þurfi að bæta. Það sé á verkefnalistanum um endurbætur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent