Vandræði með skráningu á undirskriftalista – „Afhjúpandi fyrir gallað fyrirkomulag“

Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Alþingi virði niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu og lögfesti nýju stjórnarskrána. Margir hafa lent í vandræðum með að skrá nafn sitt á listann en söfnunin fer fram á Stafrænu Íslandi.

Þögul mótmæli árið 2018 við þingsetningu til þess að minna á nýja stjórnarskrá á vegum Stjórnarskrárfélagsins.
Þögul mótmæli árið 2018 við þingsetningu til þess að minna á nýja stjórnarskrá á vegum Stjórnarskrárfélagsins.
Auglýsing

Yfir 17.700 manns hafa nú skráð nafn sitt á und­ir­skrifta­lista þar sem þess er kraf­ist að Alþingi virði nið­ur­stöðu þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar 20. októ­ber 2012 og lög­festi nýju stjórn­ar­skrána.

„Í kosn­ing­unni sam­þykktu yfir 2/3 hlutar kjós­enda að til­lög­urnar sem kosið var um skyldu verða grund­völlur nýrrar stjórn­ar­skrár. Til­lög­urnar eru heild­stæður sam­fé­lags­sátt­máli, það er ekki Alþingis að velja og hafna ákvæðum úr sátt­mál­an­um. Þjóðin er stjórn­ar­skrár­gjaf­inn og setur vald­höfum mörk en ekki öfugt. Við ætlum ekki að bíða í heilan ára­tug eftir að nýja stjórn­ar­skráin taki gildi og því krefj­umst við aðgerða strax!“ segir í texta sem fylgir með und­ir­skrifta­söfn­un­inni.

Mikið hefur borið á því að fólk nái ekki að skrá sig á list­ann eða viti ekki hvort það hafi tek­ist. Í svari Staf­ræns Íslands, eða Ísland.is, kemur fram að afrit af list­anum hafi verið keyrt út fyrir helgi og honum komið til for­svars­manna söfn­un­ar­innar svo hægt væri að skoða hvort eitt­hvað vant­aði. Þær stikkprufur sem voru teknar af aðilum – sem vildu meina að skrán­ing hefði ekki skilað sér – hefðu í raun verið á list­an­um.

Auglýsing

Helga Bald­vins Bjarg­ar­dótt­ir, ábyrgð­ar­maður und­ir­skrifta­list­ans, seg­ist í sam­tali við Kjarn­ann vera nýbúin að fá list­ann í hend­urn­ar. Hún segir að nokkrir ein­stak­ling­ar, sem héldu að þeir væru búnir að skrá sig á list­ann, séu ekki á honum – aðrir séu aftur á móti á list­an­um. „Það er greini­lega allur gangur á þessu,“ segir hún. 

Eitt­hvað veru­lega að not­enda­við­mót­inu

„Þetta er svo afhjúp­andi fyrir þetta gall­aða fyr­ir­komu­lag. Bæði það að við fáum ekki list­ann nema að vaða eld og brenni­stein og svo þetta að það er eitt­hvað veru­lega mikið að not­enda­við­mót­inu hjá þeim þegar margir tugir ein­stak­linga eru að lenda í því að halda að þeir séu skráðir á lista og eru það svo ekki,“ segir hún.

Í svari Þjóð­skrár, sem sér um rekstur þjón­ustu­vers fyrir hönd Ísland.is, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um málið kemur fram að umrædd und­ir­skrifta­söfnun sé ein af sex und­ir­skrifta­söfn­unum sem séu virkar á Ísland.is í dag. Áður hafi á sjö­unda tug und­ir­skrifta­safn­ana verið fram­kvæmdar á sam­bæri­legan hátt á Ísland.is og sé skrán­ing á und­ir­skrifta­listana í gangi.

Undirskriftalistinn: „Nýju stjórnarskrána strax!“ Mynd: Skjáskot

„Mögu­legt er að not­endur hafi ekki klárað að skrá sig á list­ann eftir inn­skrán­ingu með raf­rænum skil­ríkjum eða Íslykli eða telji sig ekki vera á list­anum ef þeir sjá ekki nafn sitt þar. Það er þó eðli­legt þar sem list­inn sýnir ein­ungis síð­ustu 10 ein­stak­linga sem hafa skráð sig ásamt heild­ar­tölu þeirra sem hafa skráð sig á list­ann. Önnur nöfn eru þó skráð og fara til ábyrgð­ar­manns lista þegar söfnun er lok­ið. Einnig getur verið að ein­stak­lingar fari inn á vef­svæðið og sjái að hægt er að skrá sig, en eftir að inn­skrán­ingu er lokið þá ættu þeir að sjá að þeir hafi þegar skráð sig og geti þá afskráð sig ef vilji er fyrir því,“ segir í svari Þjóð­skrár.

Helga bendir á í sam­tali við Kjarn­ann að auð­vitað séu það ein­hverjir sem hafi skráð sig með röngum hætti á list­ann en það sé vegna gall­aðs not­enda­við­móts. „Það þarf að rekja tækn­ina – getur verið að fólk sem hafi skráð sig rétt sé ekki á list­an­um? Það er nátt­úru­lega mjög alvar­leg­t,“ segir hún.

Ekki hægt að bæta við þýð­ingum

Helga segir að við­mótið á síð­unni hafi verið gallað alveg frá upp­hafi. „Því þegar ég bý til und­ir­skrifta­list­ann þá sé ég ekki hvernig hann kemur til með að líta út.“ Helga var á þessum tíma til­búin með enska þýð­ingu. Hún setti íslenska text­ann í ákveðið hólf merkt „til­gang­ur“ og ensku þýð­ing­una í hólf merkt „rök­stuðn­ing­ur“. Síðan kom á dag­inn að ein­ungis íslenski text­inn birt­ist á und­ir­skrifta­list­anum en ekki enska þýð­ing­in. Hún bað um að bæta við enskri og pól­skri þýð­ingu af nákvæm­lega sama texta en ekki var hægt að verða við þeirri bón.

Í svari Þjóð­skrár við fyr­ir­spurn Kjarn­ans kemur fram að varð­andi þýð­ingar þá skili ábyrgð­ar­maður list­ans inn ýmsum upp­lýs­ingum við skrán­ingu, þar á meðal sé til­gangur list­ans og sá tími sem opið eigi að vera fyrir skrán­ing­ar. „Eftir að listi hefur verið settur í loftið er ekki hægt að breyta efn­is­legu inni­haldi eða tíma­setn­ingum list­ans. Þannig er ekki hægt að breyta eða bæta við upp­lýs­ingum eftir að listi fer í loftið og und­ir­skrifta­söfnun er haf­in. Engin starfs­maður hefur aðgang að því að breyta listum eða skrán­ingum á lista.“

Á verk­efna­lista Ísland.is að bæta not­enda­upp­lifun­ina

Staf­rænt Ísland fékk fregnir af vand­ræðum með skrán­ingar í síð­ustu viku, að því er fram kemur í svari frá þeim. „Kerfin voru yfir­farin og allar skrán­ingar eru að skila sér. Kerfið er að virka sem skildi en gam­alt kerfi og not­enda­upp­lifunin eftir því. Það birt­ast t.a.m aðeins 10 síð­ustu nöfn sem skráðu sig á list­ann og áfram birt­ist hnappur sem segir „skrá sig á lista“ þó fólk sé búið að skrá sig. Það sér ekki að það sé búið að skrá sig fyrr en það hefur aftur auð­kennt sig inn með raf­rænum skil­ríkj­um. Þá breyt­ist hnapp­ur­inn í „af­skrá sig af lista“,“ segir í svari Ísland.­is.

Skrán­ingar virki þannig vel en not­enda­upp­lifun­ina þurfi að bæta. Það sé á verk­efna­list­anum um end­ur­bæt­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Frá utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg.
Neita að upplýsa um fjölda útgefinna neyðarvegabréfa
Nýlega var reglugerð samþykkt í dómsmálaráðuneyti sem veitir utanríkisráðherra heimild til að óska eftir því að ÚTL gefi út vegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Utanríkisráðuneytið upplýsir ekki um fjölda útgefinna vegabréfa.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent