13 prósent Íslendinga vilja slaka á sóttvarnaraðgerðum

Almenn ánægja ríkti með sóttvarnaraðgerðir á landamærum og innanlands í ágúst. Viðhorf til innanlandsaðgerða breyttist lítið, en mikla breytingu má sjá í viðhorfum til aðgerða á landamærum.

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir
Auglýsing

Ein­ungis 13 pró­sent Íslend­inga vilja slaka á sótt­varn­ar­að­gerðum bæði inn­an­lands og á landa­mær­unum dag­ana 13. ágúst til 23. ágúst, sam­kvæmt nýjum net­panel Félags­vís­inda­stofn­unar Háskóla Íslands. 

Nið­ur­stöður pan­els­ins voru birtar á Vís­inda­vefnum í dag en könn­un­ina fram­kvæmdu þau Sig­rún Ólafs­dótt­ir, pró­fessor í félags­fræði við HÍ, Magnús Þór Torfa­son, dós­ent í við­skipta­fræði við HÍ, Jón Gunnar Bern­burg, pró­fessor í félags­fræði við HÍ, og Guð­björg Andrea Jóns­dótt­ir, for­stöðu­maður Félags­vís­inda­stofn­unar HÍ. 

Úrtak pan­els­ins var valið með slembi­að­ferð og því er hægt að heim­færa nið­ur­stöð­urnar á þjóð­ina í heild, auk þess sem hægt er að bera saman hvernig nið­ur­stöð­urnar hafa þró­ast yfir tíma. 

Auglýsing

Alls voru spurn­inga­listar sendir á 500 ein­stak­linga á hverjum degi þar sem við­horf þeirra til sótt­varn­ar­að­gerða sem í gildi eru inn­an­lands og á landa­mær­unum voru könn­uð. 

Ef tíma­bilið í heild er skoðað kemur í ljós að um 13 pró­sent vilja væg­ari aðgerðir inn­an­lands, á móti 87 pró­sent sem vilja annað hvort óbreyttar eða harð­ari aðgerð­ir. Þar af vildu 63 pró­sent aðspurðra halda aðgerðum í óbreyttri mynd. 

Svipað var upp á ten­ingnum þegar spurt var um við­horf til aðgerða á landa­mær­un­um, en 13 pró­sent vildu væg­ari aðgerð­ir, á meðan 34 pró­sent vildu harð­ari aðgerðir og rúm­lega helm­ingur vildi óbreyttar aðgerð­ir.

Ef litið er á þróun yfir tíma má sjá litla breyt­ingu á við­horfum til aðgerða inn­an­lands í ágúst­mán­uði. Þeir sem vilja væg­ari aðgerðir eru á bil­inu 7 til 19 pró­sent, harð­ari aðgerðir vilja 18 til 35 pró­sent, en stærsti hlut­inn, 49 til 71 pró­sent, er sáttur við núver­andi aðgerðir aðgerð­ir.

Við­horf til aðgerða á landa­mær­unum hefur hins vegar tekið miklum breyt­ingum á tíma­bil­inu, en í byrjun þess vildu 55 pró­sent aðspurðra herða aðgerð­ir. Þetta hlut­fall var komið niður í 18 pró­sent undir lok mán­að­ar­ins, á meðan hlut­fall þeirra sem vilja slaka á aðgerðum á landa­mær­unum jókst úr 4 pró­sent upp í 19 pró­sent á tíma­bil­in­u. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Álfheiður Eymarsdóttir og Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Er ekki bara best að kjósa Samherja?
Kjarninn 24. september 2021
Formenn flokkanna sögðu nú sem betur fer að uppistöðu aðallega satt í viðtölunum sem Staðreyndavakt Kjarnans tók fyrir.
Fjögur fóru með fleipur, jafnmörg sögðu hálfsannleik og tvær á réttri leið
Staðreyndavakt Kjarnans rýndi í tíu viðtöl við leiðtoga stjórnmálaflokka sem fram fóru á sama vettvangi. Hér má sjá niðurstöðurnar.
Kjarninn 24. september 2021
Steinar Frímannsson
Stutt og laggott – Umhverfisstefna Samfylkingar
Kjarninn 24. september 2021
Hjördís Björg Kristinsdóttir
Vanda til verka þegar aðstoð er veitt
Kjarninn 24. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent