ASÍ hafnar hugmyndum um frestun launahækkana

Miðstjórn ASÍ segir að kjaraskerðing ógni afkomuöryggi á krepputímum og muni bæði dýpka og lengja kreppuna. Tveir leiðtogar stjórnvalda hafa rætt um frestun samningsbundinna launahækkana á síðustu dögum.

1. maí 2019 - ASÍ
Auglýsing

Mið­stjórn Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ) hefur sam­þykkt ályktun þar sem því er hafnað með öllu að fresta kjara­samn­ings­bundnum launa­hækk­un­um. Tveir leið­toga stjórn­ar­flokka hafa rætt slíkar hug­myndir á und­an­förnum dögum auk þess sem full­trúar atvinnu­rek­enda hafa viðrað þær. 

Í álykt­un­inni segir að mið­stjórnin árétti mik­il­vægi þess að stjórn­völd etji ekki aðilum vinnu­mark­aðar saman nú þegar end­ur­skoðun kjara­samn­inga standi fyrir dyr­um, en Lífs­kjara­samn­ing­arnir svoköll­uðu eru til end­ur­skoð­unar nú í sept­em­ber­mán­uði. Í þeirri vinnu verður farið yfir hvort að for­sendur þeirra hald­i. 

Mið­stjórn ASÍ segir að kjara­skerð­ing ógni ekki ein­ungis afkomu­ör­yggi launa­fólks á kreppu­tímum heldur hafi hún einnig skað­leg áhrif til fram­búðar og muni bæði dýpka og lengja krepp­una. „Bætt kjör launa­fólks skila sér bæði í auk­inni neyslu, sem er afar áríð­andi í sam­drætti, og auknu skatt­fé, enda er launa­fólk helstu skatt­greið­endur lands­ins. Sam­tök atvinnu­lífs­ins virð­ast hvorki hafa skiln­ing á þörfum atvinnu­lífs­ins né almenn­ings og kjósa heldur að fylgja hug­mynda­fræði­legri línu sem get­ur, ef henni er fylgt, haft í för með sér lang­vinnan skaða fyrir íslenskt efna­hags­líf og sam­fé­lag. Mið­stjórn ASÍ mun berj­ast af fullum þunga fyrir kjörum launa­fólks og fyrir almanna­hags­munum í þeirri kreppu sem nú stendur yfir.“

Auglýsing
Sigurður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og ráð­herra sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­mála, ljáði máls á því um liðna helgi að mögu­lega ætti að skoða að fresta samn­ings­bundnum launa­hækk­unum vegna yfir­stand­andi ástands.

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir í við­tali við Morg­un­blaðið í dag að þótt það væri ekki lík­legt til árang­urs að segja aðilum vinnu­mark­að­ar­ins fyrir verkum telji hann sjálf­sagt að „vekja at­hygli á þeim al­­mennu sann­ind­um að kjara­­samn­ing­ar snú­­ast um að skipta því sem er til skipt­anna. Og að þegar all­ar for­­send­ur breyt­­ast og minna er til skipt­anna, þá geti menn tæp­­lega setið við sinn keip og kraf­ist þess að það sem um var samið skili sér. Því verður á end­an­um skil­að, en spurn­ing­in er hvernig og hvenær.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andrés Pétursson
Brexit er efnahagslegt högg fyrir Breta
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar og einn stærsti hluthafi félagsins með 9,2 prósent eignarhlut.
Sýn tapaði 405 milljónum króna í fyrra og nær allir tekjustofnar drógust saman
Tekjur Sýnar jukust milli áranna 2019 og 2020 vegna þess að dótturfélagið Endor kom inn í samstæðureikninginn. Aðrir tekjustofnar Sýnar drógust saman. Tekjur fjölmiðlahlutans hafa minnkað um milljarð króna á tveimur árum, en jákvæð teikn eru á lofti þar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Daði Rafnsson
Talent þarf tráma! Eða hvað?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent