ASÍ hafnar hugmyndum um frestun launahækkana

Miðstjórn ASÍ segir að kjaraskerðing ógni afkomuöryggi á krepputímum og muni bæði dýpka og lengja kreppuna. Tveir leiðtogar stjórnvalda hafa rætt um frestun samningsbundinna launahækkana á síðustu dögum.

1. maí 2019 - ASÍ
Auglýsing

Mið­stjórn Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ) hefur sam­þykkt ályktun þar sem því er hafnað með öllu að fresta kjara­samn­ings­bundnum launa­hækk­un­um. Tveir leið­toga stjórn­ar­flokka hafa rætt slíkar hug­myndir á und­an­förnum dögum auk þess sem full­trúar atvinnu­rek­enda hafa viðrað þær. 

Í álykt­un­inni segir að mið­stjórnin árétti mik­il­vægi þess að stjórn­völd etji ekki aðilum vinnu­mark­aðar saman nú þegar end­ur­skoðun kjara­samn­inga standi fyrir dyr­um, en Lífs­kjara­samn­ing­arnir svoköll­uðu eru til end­ur­skoð­unar nú í sept­em­ber­mán­uði. Í þeirri vinnu verður farið yfir hvort að for­sendur þeirra hald­i. 

Mið­stjórn ASÍ segir að kjara­skerð­ing ógni ekki ein­ungis afkomu­ör­yggi launa­fólks á kreppu­tímum heldur hafi hún einnig skað­leg áhrif til fram­búðar og muni bæði dýpka og lengja krepp­una. „Bætt kjör launa­fólks skila sér bæði í auk­inni neyslu, sem er afar áríð­andi í sam­drætti, og auknu skatt­fé, enda er launa­fólk helstu skatt­greið­endur lands­ins. Sam­tök atvinnu­lífs­ins virð­ast hvorki hafa skiln­ing á þörfum atvinnu­lífs­ins né almenn­ings og kjósa heldur að fylgja hug­mynda­fræði­legri línu sem get­ur, ef henni er fylgt, haft í för með sér lang­vinnan skaða fyrir íslenskt efna­hags­líf og sam­fé­lag. Mið­stjórn ASÍ mun berj­ast af fullum þunga fyrir kjörum launa­fólks og fyrir almanna­hags­munum í þeirri kreppu sem nú stendur yfir.“

Auglýsing
Sigurður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og ráð­herra sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­mála, ljáði máls á því um liðna helgi að mögu­lega ætti að skoða að fresta samn­ings­bundnum launa­hækk­unum vegna yfir­stand­andi ástands.

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir í við­tali við Morg­un­blaðið í dag að þótt það væri ekki lík­legt til árang­urs að segja aðilum vinnu­mark­að­ar­ins fyrir verkum telji hann sjálf­sagt að „vekja at­hygli á þeim al­­mennu sann­ind­um að kjara­­samn­ing­ar snú­­ast um að skipta því sem er til skipt­anna. Og að þegar all­ar for­­send­ur breyt­­ast og minna er til skipt­anna, þá geti menn tæp­­lega setið við sinn keip og kraf­ist þess að það sem um var samið skili sér. Því verður á end­an­um skil­að, en spurn­ing­in er hvernig og hvenær.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
Kjarninn 25. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
Kjarninn 25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent