Hafa tilkynnt saksóknara um greiðslur fleiri en eins aðila til stjórnanda Upphafs

Endurskoðunarfyrirtækið Grant Thornton hefur lokið úttekt sinni á starfsemi GAMMA: Novus og Upphafs fasteignafélags. GAMMA segist hafa látið héraðssaksóknara vita af greiðslum fleiri aðila til fyrrverandi framkvæmdastjóra fasteignafélagsins.

Grant Thornton var fengið til þess að skoða málefni GAMMA: Novus og Upphafs fasteignafélags.
Grant Thornton var fengið til þess að skoða málefni GAMMA: Novus og Upphafs fasteignafélags.
Auglýsing

Stjórn­endur GAMMA hafa, meðal ann­ars á grund­velli þeirra upp­lýs­inga sem komu fram við skoðun end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Grant Thornt­on, til­kynnt greiðslur fleiri en eins sam­starfs­að­ila Upp­hafs fast­eigna­fé­lags til fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra félags­ins til hér­aðs­sak­sókn­ara.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá GAMMA, en nið­ur­stöður end­ur­skoð­unar Grant Thornton á starf­semi fag­fjár­festa­sjóðs­ins GAMMA: Novus og Upp­hafs fast­eigna­fé­lags voru kynntar fyrir eig­endum hlut­deild­ar­skír­teina í sjóðnum fyrr í dag.

Nið­ur­staða sér­fræð­inga Grant Thornton er sú að veru­legur skortur var á form­festu við ákvarð­ana­töku og utan­um­hald með verk­efnum Upp­hafs fast­eigna­fé­lags. 

End­ur­skoð­end­urnir komust að því að oftar en ekki var það ein­ungis einn ein­stak­lingur sem sat við stjórn­völ­inn og stýrði fram­kvæmda félags­ins, „án virkrar aðkomu eða eft­ir­lits frá stjórn og/eða öðrum aðil­u­m.“ 

Auglýsing


Í til­kynn­ingu GAMMA segir að stundum hafi skrif­legir samn­ingar ekki legið til grund­vallar verkum og að ákvarð­anir og rök­stuðn­ingur fyrir þeim hafi ekki verið skjal­fest­ar.

Greint frá greiðslum til fram­kvæmda­stjór­ans í mars

Þessi eini ein­stak­lingur sem um ræðir er fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Upp­hafs, Pétur Hann­es­son. ­Greint var frá því í Kveik á RÚV seint í mars­mán­uði að verk­taka- og þjón­ustu­fyr­ir­tækið VHE ehf. hefði greitt honum eða félagi í hans eigu alls 58 millj­ónir króna frá 2015 og fram á mitt ár í fyrra. 

Kvika banki, sem eign­að­ist GAMMA í fyrra, lagði fram kæru vegna þess­ara greiðslna til emb­ættis hér­aðs­sak­sókn­ara í mars og þar hafa þær verið rann­sak­aðar sem meint auðg­un­ar­brot.

Upp­lýs­ingar um greiðsl­urnar frá VHE voru sendar til hér­aðs­sak­sókn­ara og nú segja stjórn­endur GAMMA að upp­lýs­ingar um greiðslur til Pét­urs frá fleiri en þeim eina aðila hafi verið sendar þang­að.

Stundum óljóst hvernig for­sendur verð­mats voru fundnar

Hvað rekstur GAMMA: Novus varð­ar, þá kemur fram í nið­ur­stöðum end­ur­skoð­end­anna að virði eigna sjóðs­ins hafi verið metið með mis­mun­andi hætti á milli ára og óljóst sé, í sumum til­fell­um, hvernig for­sendur að baki verð­mats voru fundn­ar. 

Eft­ir­stöðvar verka í eigu sjóðs­ins voru veru­lega van­metn­ar, eins og kom fram mjög skyndi­lega síð­asta haust, þegar hlut­deild­ar­skír­tein­is­höfum var til­kynnt að eigið fé sjóðs­ins væri 42 millj­ónir króna, en ekki 4,4 millj­arðar króna eins og það var sagt vera síð­ustu ára­mót.

Fyrr á síð­asta ári hafði GAMMA: Novus ráð­ist í skulda­bréfa­út­boð upp á 2,7 millj­arða króna, en í aðdrag­anda þess lá raun­veru­leg staða sjóðs­ins ekki ljós fyr­ir. 

Fjöl­margir fjár­fest­ar, meðal ann­ars trygg­inga­fé­lög, þurftu að afskrifa veru­legar fjár­hæðir vegna nið­ur­færslu sjóð­anna. Bók­fært tap TM vegna þessa nam um 300 millj­ónum króna og trygg­inga­fé­lagið Sjóvá þurfti að bók­færa tap upp á 155 millj­ónir króna vegna sjóðs­ins.

Ekki komst upp um slæma stöðu GAMMA: Novus né fleiri sjóða í stýr­ingu GAMMA fyrr en nýtt stjórn­enda­teymi GAMMA fór að skoða málin eftir að Kvika banki keypti allt hlutafé GAMMA í mars­mán­uði árið 2019. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent