Hafa tilkynnt saksóknara um greiðslur fleiri en eins aðila til stjórnanda Upphafs

Endurskoðunarfyrirtækið Grant Thornton hefur lokið úttekt sinni á starfsemi GAMMA: Novus og Upphafs fasteignafélags. GAMMA segist hafa látið héraðssaksóknara vita af greiðslum fleiri aðila til fyrrverandi framkvæmdastjóra fasteignafélagsins.

Grant Thornton var fengið til þess að skoða málefni GAMMA: Novus og Upphafs fasteignafélags.
Grant Thornton var fengið til þess að skoða málefni GAMMA: Novus og Upphafs fasteignafélags.
Auglýsing

Stjórn­endur GAMMA hafa, meðal ann­ars á grund­velli þeirra upp­lýs­inga sem komu fram við skoðun end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Grant Thornt­on, til­kynnt greiðslur fleiri en eins sam­starfs­að­ila Upp­hafs fast­eigna­fé­lags til fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra félags­ins til hér­aðs­sak­sókn­ara.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá GAMMA, en nið­ur­stöður end­ur­skoð­unar Grant Thornton á starf­semi fag­fjár­festa­sjóðs­ins GAMMA: Novus og Upp­hafs fast­eigna­fé­lags voru kynntar fyrir eig­endum hlut­deild­ar­skír­teina í sjóðnum fyrr í dag.

Nið­ur­staða sér­fræð­inga Grant Thornton er sú að veru­legur skortur var á form­festu við ákvarð­ana­töku og utan­um­hald með verk­efnum Upp­hafs fast­eigna­fé­lags. 

End­ur­skoð­end­urnir komust að því að oftar en ekki var það ein­ungis einn ein­stak­lingur sem sat við stjórn­völ­inn og stýrði fram­kvæmda félags­ins, „án virkrar aðkomu eða eft­ir­lits frá stjórn og/eða öðrum aðil­u­m.“ 

Auglýsing


Í til­kynn­ingu GAMMA segir að stundum hafi skrif­legir samn­ingar ekki legið til grund­vallar verkum og að ákvarð­anir og rök­stuðn­ingur fyrir þeim hafi ekki verið skjal­fest­ar.

Greint frá greiðslum til fram­kvæmda­stjór­ans í mars

Þessi eini ein­stak­lingur sem um ræðir er fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Upp­hafs, Pétur Hann­es­son. ­Greint var frá því í Kveik á RÚV seint í mars­mán­uði að verk­taka- og þjón­ustu­fyr­ir­tækið VHE ehf. hefði greitt honum eða félagi í hans eigu alls 58 millj­ónir króna frá 2015 og fram á mitt ár í fyrra. 

Kvika banki, sem eign­að­ist GAMMA í fyrra, lagði fram kæru vegna þess­ara greiðslna til emb­ættis hér­aðs­sak­sókn­ara í mars og þar hafa þær verið rann­sak­aðar sem meint auðg­un­ar­brot.

Upp­lýs­ingar um greiðsl­urnar frá VHE voru sendar til hér­aðs­sak­sókn­ara og nú segja stjórn­endur GAMMA að upp­lýs­ingar um greiðslur til Pét­urs frá fleiri en þeim eina aðila hafi verið sendar þang­að.

Stundum óljóst hvernig for­sendur verð­mats voru fundnar

Hvað rekstur GAMMA: Novus varð­ar, þá kemur fram í nið­ur­stöðum end­ur­skoð­end­anna að virði eigna sjóðs­ins hafi verið metið með mis­mun­andi hætti á milli ára og óljóst sé, í sumum til­fell­um, hvernig for­sendur að baki verð­mats voru fundn­ar. 

Eft­ir­stöðvar verka í eigu sjóðs­ins voru veru­lega van­metn­ar, eins og kom fram mjög skyndi­lega síð­asta haust, þegar hlut­deild­ar­skír­tein­is­höfum var til­kynnt að eigið fé sjóðs­ins væri 42 millj­ónir króna, en ekki 4,4 millj­arðar króna eins og það var sagt vera síð­ustu ára­mót.

Fyrr á síð­asta ári hafði GAMMA: Novus ráð­ist í skulda­bréfa­út­boð upp á 2,7 millj­arða króna, en í aðdrag­anda þess lá raun­veru­leg staða sjóðs­ins ekki ljós fyr­ir. 

Fjöl­margir fjár­fest­ar, meðal ann­ars trygg­inga­fé­lög, þurftu að afskrifa veru­legar fjár­hæðir vegna nið­ur­færslu sjóð­anna. Bók­fært tap TM vegna þessa nam um 300 millj­ónum króna og trygg­inga­fé­lagið Sjóvá þurfti að bók­færa tap upp á 155 millj­ónir króna vegna sjóðs­ins.

Ekki komst upp um slæma stöðu GAMMA: Novus né fleiri sjóða í stýr­ingu GAMMA fyrr en nýtt stjórn­enda­teymi GAMMA fór að skoða málin eftir að Kvika banki keypti allt hlutafé GAMMA í mars­mán­uði árið 2019. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Staðfest: Íslendingar þurfa í sóttkví við komuna til landsins
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að Íslendingar og aðrir sem búsettir eru hér þurfi að fara aftur í skimun 4-5 dögum eftir komu til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstaða fæst.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þörf á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls
Samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu er árangursríkasta leiðin til að stöðva alvarleg brot í geiranum að stoppa upp í göt í lögum og efla eftirlit opinberra stofnana.
Kjarninn 3. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í september í fyrra. Líkur eru á að hún muni hafa skipað fjóra nýja dómara við Hæstarétt á fyrsta ári sínu sem ráðherra.
Tveir dómarar við Hæstarétt óska lausnar
Fimm dómarar við Hæstarétt hafa óskað lausnar úr starfi á innan við einu ári. Samsetning réttarins hefur því breyst gríðarlega mikið á skömmum tíma. Af þeim sjö sem munu mynda réttinn í nánustu framtíð munu fjórir hafa verið skipaðir frá því í desember.
Kjarninn 3. júlí 2020
Fyrrum eigendur Mjólku vilja skaðabætur frá Mjólkursamsölunni
Stofnendur og fyrrum eigendur Mjólku fara fram á að MS viðurkenni skaðabótaskyldu vegna samkeppnisbrota sem hafi leitt til þess að Mjólka fór í greiðsluþrot. Brot MS hafa verið staðfest fyrir dómstólum og fyrirtækið greitt sektir vegna þeirra.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þrettán manns með virk smit á Íslandi – allir í ein­angr­un
Tvö sýni greindust jákvæð við landamæraskimun í gær og þrjú innanlands og eru viðkomandi í einangrun. Alls eru nú 13 manns með virk smit á Íslandi og eru þau öll í einangrun.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent