Hafa tilkynnt saksóknara um greiðslur fleiri en eins aðila til stjórnanda Upphafs

Endurskoðunarfyrirtækið Grant Thornton hefur lokið úttekt sinni á starfsemi GAMMA: Novus og Upphafs fasteignafélags. GAMMA segist hafa látið héraðssaksóknara vita af greiðslum fleiri aðila til fyrrverandi framkvæmdastjóra fasteignafélagsins.

Grant Thornton var fengið til þess að skoða málefni GAMMA: Novus og Upphafs fasteignafélags.
Grant Thornton var fengið til þess að skoða málefni GAMMA: Novus og Upphafs fasteignafélags.
Auglýsing

Stjórn­endur GAMMA hafa, meðal ann­ars á grund­velli þeirra upp­lýs­inga sem komu fram við skoðun end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Grant Thornt­on, til­kynnt greiðslur fleiri en eins sam­starfs­að­ila Upp­hafs fast­eigna­fé­lags til fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra félags­ins til hér­aðs­sak­sókn­ara.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá GAMMA, en nið­ur­stöður end­ur­skoð­unar Grant Thornton á starf­semi fag­fjár­festa­sjóðs­ins GAMMA: Novus og Upp­hafs fast­eigna­fé­lags voru kynntar fyrir eig­endum hlut­deild­ar­skír­teina í sjóðnum fyrr í dag.

Nið­ur­staða sér­fræð­inga Grant Thornton er sú að veru­legur skortur var á form­festu við ákvarð­ana­töku og utan­um­hald með verk­efnum Upp­hafs fast­eigna­fé­lags. 

End­ur­skoð­end­urnir komust að því að oftar en ekki var það ein­ungis einn ein­stak­lingur sem sat við stjórn­völ­inn og stýrði fram­kvæmda félags­ins, „án virkrar aðkomu eða eft­ir­lits frá stjórn og/eða öðrum aðil­u­m.“ 

Auglýsing


Í til­kynn­ingu GAMMA segir að stundum hafi skrif­legir samn­ingar ekki legið til grund­vallar verkum og að ákvarð­anir og rök­stuðn­ingur fyrir þeim hafi ekki verið skjal­fest­ar.

Greint frá greiðslum til fram­kvæmda­stjór­ans í mars

Þessi eini ein­stak­lingur sem um ræðir er fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Upp­hafs, Pétur Hann­es­son. ­Greint var frá því í Kveik á RÚV seint í mars­mán­uði að verk­taka- og þjón­ustu­fyr­ir­tækið VHE ehf. hefði greitt honum eða félagi í hans eigu alls 58 millj­ónir króna frá 2015 og fram á mitt ár í fyrra. 

Kvika banki, sem eign­að­ist GAMMA í fyrra, lagði fram kæru vegna þess­ara greiðslna til emb­ættis hér­aðs­sak­sókn­ara í mars og þar hafa þær verið rann­sak­aðar sem meint auðg­un­ar­brot.

Upp­lýs­ingar um greiðsl­urnar frá VHE voru sendar til hér­aðs­sak­sókn­ara og nú segja stjórn­endur GAMMA að upp­lýs­ingar um greiðslur til Pét­urs frá fleiri en þeim eina aðila hafi verið sendar þang­að.

Stundum óljóst hvernig for­sendur verð­mats voru fundnar

Hvað rekstur GAMMA: Novus varð­ar, þá kemur fram í nið­ur­stöðum end­ur­skoð­end­anna að virði eigna sjóðs­ins hafi verið metið með mis­mun­andi hætti á milli ára og óljóst sé, í sumum til­fell­um, hvernig for­sendur að baki verð­mats voru fundn­ar. 

Eft­ir­stöðvar verka í eigu sjóðs­ins voru veru­lega van­metn­ar, eins og kom fram mjög skyndi­lega síð­asta haust, þegar hlut­deild­ar­skír­tein­is­höfum var til­kynnt að eigið fé sjóðs­ins væri 42 millj­ónir króna, en ekki 4,4 millj­arðar króna eins og það var sagt vera síð­ustu ára­mót.

Fyrr á síð­asta ári hafði GAMMA: Novus ráð­ist í skulda­bréfa­út­boð upp á 2,7 millj­arða króna, en í aðdrag­anda þess lá raun­veru­leg staða sjóðs­ins ekki ljós fyr­ir. 

Fjöl­margir fjár­fest­ar, meðal ann­ars trygg­inga­fé­lög, þurftu að afskrifa veru­legar fjár­hæðir vegna nið­ur­færslu sjóð­anna. Bók­fært tap TM vegna þessa nam um 300 millj­ónum króna og trygg­inga­fé­lagið Sjóvá þurfti að bók­færa tap upp á 155 millj­ónir króna vegna sjóðs­ins.

Ekki komst upp um slæma stöðu GAMMA: Novus né fleiri sjóða í stýr­ingu GAMMA fyrr en nýtt stjórn­enda­teymi GAMMA fór að skoða málin eftir að Kvika banki keypti allt hlutafé GAMMA í mars­mán­uði árið 2019. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Árfarvegur Esteron árinnar, sem er skammt frá Nice í suðurhluta Frakklands, þornaði upp í hitanum og þurrkinum sem ríkt hefur í landinu á síðustu vikum. Þessi mynd er frá því í lok júlí.
Frakkar glíma við fordæmalausa þurrka
Draga hefur þurft úr orkuframleiðslu í frönskum kjarnorkuverum vegna þess að kælivatn sem fengið er úr ám hefur verið of heitt. Talið er að ástandið muni vara í það minnsta í tvær vikur í viðbót.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Bein og blöð brotin í sögu Grand Theft Auto
Síðustu ár hefur Rockstar Games bætt aðstæður starfsmanna sína talsvert. Næsta leik í umdeildri tölvuleikjaseríu hefur seinkað sökum þess. Sá leikur fær því til viðbótar yfirhalningu, þar má helst nefna kvenkyns aðalpersónu.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent