Hafa tilkynnt saksóknara um greiðslur fleiri en eins aðila til stjórnanda Upphafs

Endurskoðunarfyrirtækið Grant Thornton hefur lokið úttekt sinni á starfsemi GAMMA: Novus og Upphafs fasteignafélags. GAMMA segist hafa látið héraðssaksóknara vita af greiðslum fleiri aðila til fyrrverandi framkvæmdastjóra fasteignafélagsins.

Grant Thornton var fengið til þess að skoða málefni GAMMA: Novus og Upphafs fasteignafélags.
Grant Thornton var fengið til þess að skoða málefni GAMMA: Novus og Upphafs fasteignafélags.
Auglýsing

Stjórn­endur GAMMA hafa, meðal ann­ars á grund­velli þeirra upp­lýs­inga sem komu fram við skoðun end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Grant Thornt­on, til­kynnt greiðslur fleiri en eins sam­starfs­að­ila Upp­hafs fast­eigna­fé­lags til fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra félags­ins til hér­aðs­sak­sókn­ara.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá GAMMA, en nið­ur­stöður end­ur­skoð­unar Grant Thornton á starf­semi fag­fjár­festa­sjóðs­ins GAMMA: Novus og Upp­hafs fast­eigna­fé­lags voru kynntar fyrir eig­endum hlut­deild­ar­skír­teina í sjóðnum fyrr í dag.

Nið­ur­staða sér­fræð­inga Grant Thornton er sú að veru­legur skortur var á form­festu við ákvarð­ana­töku og utan­um­hald með verk­efnum Upp­hafs fast­eigna­fé­lags. 

End­ur­skoð­end­urnir komust að því að oftar en ekki var það ein­ungis einn ein­stak­lingur sem sat við stjórn­völ­inn og stýrði fram­kvæmda félags­ins, „án virkrar aðkomu eða eft­ir­lits frá stjórn og/eða öðrum aðil­u­m.“ 

Auglýsing


Í til­kynn­ingu GAMMA segir að stundum hafi skrif­legir samn­ingar ekki legið til grund­vallar verkum og að ákvarð­anir og rök­stuðn­ingur fyrir þeim hafi ekki verið skjal­fest­ar.

Greint frá greiðslum til fram­kvæmda­stjór­ans í mars

Þessi eini ein­stak­lingur sem um ræðir er fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Upp­hafs, Pétur Hann­es­son. ­Greint var frá því í Kveik á RÚV seint í mars­mán­uði að verk­taka- og þjón­ustu­fyr­ir­tækið VHE ehf. hefði greitt honum eða félagi í hans eigu alls 58 millj­ónir króna frá 2015 og fram á mitt ár í fyrra. 

Kvika banki, sem eign­að­ist GAMMA í fyrra, lagði fram kæru vegna þess­ara greiðslna til emb­ættis hér­aðs­sak­sókn­ara í mars og þar hafa þær verið rann­sak­aðar sem meint auðg­un­ar­brot.

Upp­lýs­ingar um greiðsl­urnar frá VHE voru sendar til hér­aðs­sak­sókn­ara og nú segja stjórn­endur GAMMA að upp­lýs­ingar um greiðslur til Pét­urs frá fleiri en þeim eina aðila hafi verið sendar þang­að.

Stundum óljóst hvernig for­sendur verð­mats voru fundnar

Hvað rekstur GAMMA: Novus varð­ar, þá kemur fram í nið­ur­stöðum end­ur­skoð­end­anna að virði eigna sjóðs­ins hafi verið metið með mis­mun­andi hætti á milli ára og óljóst sé, í sumum til­fell­um, hvernig for­sendur að baki verð­mats voru fundn­ar. 

Eft­ir­stöðvar verka í eigu sjóðs­ins voru veru­lega van­metn­ar, eins og kom fram mjög skyndi­lega síð­asta haust, þegar hlut­deild­ar­skír­tein­is­höfum var til­kynnt að eigið fé sjóðs­ins væri 42 millj­ónir króna, en ekki 4,4 millj­arðar króna eins og það var sagt vera síð­ustu ára­mót.

Fyrr á síð­asta ári hafði GAMMA: Novus ráð­ist í skulda­bréfa­út­boð upp á 2,7 millj­arða króna, en í aðdrag­anda þess lá raun­veru­leg staða sjóðs­ins ekki ljós fyr­ir. 

Fjöl­margir fjár­fest­ar, meðal ann­ars trygg­inga­fé­lög, þurftu að afskrifa veru­legar fjár­hæðir vegna nið­ur­færslu sjóð­anna. Bók­fært tap TM vegna þessa nam um 300 millj­ónum króna og trygg­inga­fé­lagið Sjóvá þurfti að bók­færa tap upp á 155 millj­ónir króna vegna sjóðs­ins.

Ekki komst upp um slæma stöðu GAMMA: Novus né fleiri sjóða í stýr­ingu GAMMA fyrr en nýtt stjórn­enda­teymi GAMMA fór að skoða málin eftir að Kvika banki keypti allt hlutafé GAMMA í mars­mán­uði árið 2019. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
ESB þrýstir á Biden til að setja tæknifyrirtækjunum þröngar skorður
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fagnaði í gær innsetningu Joe Biden í embætti Bandaríkjaforseta, en hvatti til aukins samstarfs milli ríkjanna við að takmarka vald stóru tæknifyrirtækjanna.
Kjarninn 21. janúar 2021
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent