MYND: GAMMA Gamma-6.jpg
MYND: GAMMA

Hvað gerðist eiginlega hjá GAMMA?

Tveir sjóðir í stýringu GAMMA færðu niður virði eigna sinna um milljarða króna. Fleiri sjóðir á vegum félagsins hafa verið í vandræðum. Kaupendur af skuldabréfum sem gefin voru út í byrjun sumars eru fokillir með upplýsingarnar sem þeim voru gefnar. GAMMA, sem fór með himinskautum í nokkur ár, virðist vera í miklum vandræðum. Hvað gerðist?

GAMMA Capital Mana­gement hefur farið mik­inn í íslensku fjár­mála­lífi und­an­far­inn ára­tug. Þar hefur helst vakið athygli fjár­fest­ingar í nafni félags­ins í fast­eignum sem leiddu meðal ann­ars til þess að Almenna leigu­fé­lag­ið, eitt stærsta einka­rekna ­leigu­fé­lag lands­ins, var sett á fót. Vöxt­ur­inn var mik­ill, félagið var komið með 137 millj­arða króna í stýr­ingu í lok árs 2017 og upp­gef­inn rekstr­ar­hagn­aður umtals­verð­ur. GAMMA var orðið aðal styrkt­ar­að­il­i S­in­fón­íu­hljóm­sveit­ar Ís­lands, styrkti skák­mót og lét að sér kveða víða ann­ars stað­ar í menn­ing­ar­líf­inu með því t.d. að sýna dýr mynd­list­ar­verk í höf­uð­stöðvum sín­um.

Í fyrra var orðið ljóst að eitt­hvað var ekki eins og það átti að vera. GAMMA tap­aði 268 millj­ónum króna, dregið hafði verið úr útrás félags­ins og annar stofn­enda þess hafði horfið frá. Verið var að reyna að finna kaup­anda að GAMMA og eftir nokkrar erf­iðar til­raunar náð­ist sam­komu­lag við Kviku banka um slíkt. 

Síðan að þau kaup gengu form­lega í gegn, snemma á þessu ári, hefur staðið yfir til­tekt. Hún náði ákveðnu hámarki í gær þegar til­kynnt var um nið­ur­færslu á eigin fé tveggja sjóða upp á marga millj­arða króna.

Verðið lækk­aði

Í hálfs­árs­upp­gjöri Kviku banka fyrir árið 2019 er fjallað um kaupin á GAMMA. Í þeim texta sem þar er birtur kemur skýrt fram að áhyggjur voru af stöðu sjóða í stýr­ingu hjá GAMMA. Upp­haf­lega átti kaup­verðið á GAMMA að vera 3,8 millj­arðar króna, en það lækk­aði hratt og þegar greint var frá því að skrifað hefði verið undir kaup­samn­ing með fyr­ir­vara, í nóv­em­ber 2018, var kaup­verðið sagt 2,9 millj­arðar króna. 

Miðað við bók­fært virði árang­urstengdra þókn­ana í lok júní 2018 átti það að fara niður í 2,4 millj­arða króna. Það átti að greið­ast með reiðufé upp á 839 millj­ónir króna, hlut­deild­ar­skír­teinum í sjóðum GAMMA að verð­mæti 535 millj­ónir króna og árang­urstengdum greiðslum upp á 1.032 millj­ónir króna. Kaupin gengi svo form­lega í gegn í mars 2019.

Fyrir lá að staða sjóða GAMMA var ekki góð á þessum tíma. Í Frétta­­­blað­inu í sumar var greint frá því að fjár­­­fest­inga­­fé­lagið Stoðir hefði lánað GAMMA einn millj­­­arð króna haustið 2018, þegar kaup Kviku voru yfir­­vof­andi. Lánið var veitt til að bæta lausa­­­fjár­­­­­stöðu GAMMA, sem var þá mjög döp­­­ur. Stoðir fengu 150 millj­­­ónir króna í þóknun fyrir að veita lánið sem var að fullu greitt upp í byrjun mars 2019, eða strax eftir að Kvika banki hafði gengið form­lega frá kaup­unum á GAMMA.

Um mitt þetta ár hafði Kvika ein­ungis greitt tæp­lega 1,4 millj­arð króna af kaup­verð­inu. Auk þess er greint frá því í hálfs­árs­upp­gjöri Kviku að 200 millj­ónir króna af kaup­verð­inu myndu verða lagðar inn á svo­kall­aðan escrow-­reikn­ing til að mæta mögu­legum kröfum sem Kvika banki gæti gert vegna kaupanna næstu þrjú árin eftir að kaupin voru frá­geng­in. Ef slíkar kröfur mynd­ast ekki á tíma­bil­inu verður fjár­hæðin greidd út til fyrr­ver­andi eig­enda GAMMA. 

Vegna þess að stór hluti kaup­verðs Kviku banka á GAMMA er bund­inn í árang­urstengdum þókn­unum þá liggur áhættan á því að eignir GAMMA súrni hjá fyrr­ver­andi eig­endum félags­ins, ekki bank­an­um. 

Í gær var greint frá því að slík súrnun hefði átt sér stað. 

Eigið fé þurrk­að­ist út

Snemma í gær­morgun birt­ist til­kynn­ing í Kaup­höll Íslands um að tveir fag­fjár­festa­sjóðir í rekstri GAMMA, Novus og Ang­lia, væru í mun verra ásig­komu­lagi en gert hafði verið ráð fyr­ir. Skráð gengi þeirra hefði verið lækkað sem því nem­ur. Áhrifin af þessu á afkomu Kviku banka yrðu eng­in. Það saman verður ekki sagt um þá sem áttu hlut­deild­ar­skír­teini í sjóðn­um. 

Kjarn­inn greindi frá því síð­degis í gær að sam­kvæmt hálfs­árs­upp­gjör Novu­s-­sjóðs­ins í fyrra hafi eigið fé hans verið 4,8 millj­arðar króna. Um síð­ustu ára­mót var það sagt 4,4 millj­arðar króna.

Í ein­blöð­ungi sem sendur var út til hlut­deild­ar­skír­tein­is­hafa í gær kom fram að eigið fé hans væri 42 millj­ónir króna. Eigið féð hafði gufað upp og fyrir lá að virði eigna hafði verið stór­lega ofmet­ið. Helsta eign sjóðs­ins er Upp­­haf fast­­eigna­­fé­lag sl­hf. sem hefur byggt nokkur hund­ruð íbúðir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu frá því að sjóð­ur­inn var settur á lagg­irnar 2013. 

Í ein­blöð­ungnum var nið­ur­færslan á eign­um Novu­s út­skýrð með því að raun­veru­leg fram­vinda til­tek­inna verk­efna hefði verið ofmet­in. „Þá hefur fram­­kvæmda­­kostn­aður verið tals­vert yfir áætl­­unum á árinu. Fyrri mats­að­­ferðir tóku ekki að fullu til­­lit til fjár­­­magns­­kostn­aðar félags­­ins auk þess sem hann hækk­­aði veru­­lega með útgáfu skulda­bréfs (UPP­H21 0530) í vor. Vænt­ingar um sölu­verð íbúða og þró­un­­ar­­eigna hafa einnig verið end­­ur­­metn­­ar.“

Skulda­bréfa­út­boð fyrir örfáum mán­uðum

Þetta skulda­bréfa­út­boð, upp á 2,7 millj­arða króna að nafn­verði, sem gefið var út í vor á eftir að reyn­ast mikið þrætu­epli næstu miss­er­in. Við­mæl­endur Kjarn­ans sem tengj­ast aðilum sem keyptu í því útboði telja að það hafi farið fram á blekk­ing­ar­grund­velli. Reyndar gekk alls ekki vel að selja útgáf­una til að byrja með. Við­mæl­endur Kjarn­ans úr fjár­mála­geir­anum segja að það hafi þurft að hækka vext­ina veru­lega til að því. Á end­anum urðu þeir 15 pró­sent og áttu að greið­ast í einni greiðslu með höf­uð­stólnum þann 30. maí 2021. 

Útgáfu­dagur skulda­bréfa­flokks­ins er 5. júní 2019. 

Sig­urður Við­ars­son, for­stjóri trygg­inga­fé­lags­ins TM, sagði við Morg­un­blaðið í dag að þegar þessi sjóður hafi verið að selja skulda­bréf í maí á þessu ári hafi stöð­unni verið lýst sem allt annarri. Þ.e. að eigið fé sjóðs­ins væri yfir fimm millj­arðar króna. „Þetta er nátt­úr­lega grafal­var­legt mál að menn sem eru að selja sig út sem sér­fræð­ingar á þessu sviði halda ekki betur á spöð­unum en þetta. Ég myndi halda að skulda­bréfa­eig­endur myndu alla­vega vilja skoða málið vel.“

Skulda­bréfin voru seld með veði í fjöl­mörgum eign­um, meðal ann­ars öllu hlutafé í Upp­hafi fast­eigna­fé­lagi, Upp­hafi fast­eignum og fjórum öðrum félög­um. Auk þess voru ýmsar fjár­kröfum settar að veði og hlut­deild­ar­skír­teini í eigu Upp­hafs í Almenna leigu­fé­lag­inu eign­ar­halds­sjóð­i. 

Óánægja Sig­urðar og TM er skilj­an­leg. Félagið þurfti að senda frá sér afkomu­við­vörun í gær vegna nið­ur­færslu sjóð­anna. Bók­­fært tap TM vegna GAMMA: Novus nemur um 300 millj­­ónum króna. Trygg­inga­fé­lagið Sjóvá þurfti einnig að bók­færa tap upp á 155 millj­ónir króna vegna sjóð­ins. 

Á meðal stærstu eig­enda beggja trygg­inga­fé­lag­anna eru íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir, sem tapa þar af leið­andi óbeint á mál­in­u. 

Fleiri sjóðir sem voru súrir

Þetta eru ekki einu sjóð­irnir í stýr­ingu GAMMA sem verið hafa til vand­ræða. Snemma á þessu ári var greint frá því að tveir sjóð­ir í stýr­ing­u GAMMA keyptu sam­an­lagt skulda­bréf fyrir tvær millj­­­ónir evra í frægu skulda­bréfa­út­boð­i WOW a­ir í sept­em­ber í fyrra. 

Í lok júní var greint frá því að tveimur fjár­fest­inga­sjóðum félags­ins, GAMMA: Total Return Fund og GAMMA: Global, hefði verið lokað og sjóðs­fé­lögum til­kynnt að við slit þeirra yrðu þeim fjár­munum sem myndu fást við sölu eigna ráð­stafað til hlut­deild­ar­skír­tein­is­hafa. 

GAMMA: Total Return Fund mat um tíma eignir sínar á yfir fimm millj­arða króna, á árinu 2017. Þegar ákveðið var að loka sjóðnum voru eignir í stýr­ingu hjá honum um 1,5 millj­arðar króna. Hluti þeirra var í óskráðum félög­um. 

Skömmu áður en að ofan­greindum tveimur sjóðum var lokað þá var fjórum sjóðum GAMMA rent saman við sjóði Júpít­ers, sem er líka í eigu Kviku banka

Þótt Kvika banki hafi keypt GAMMA, og þegar greint frá því opin­ber­lega í byrjun sept­em­ber að stjórn bank­ans hefði ákveðið að sam­eina alla eigna- og sjóða­­­stýr­ing­­­ar­­­starf­­­semi sam­­­stæð­unn­­ar í eitt dótt­ur­fé­lag þá er enn starf­semi í gömlu höf­uð­stöðvum GAMMA. 

Sam­hliða þeirri til­kynn­ingu var greint frá því að Valdi­mar Ármann myndi hætta sem for­stjóri GAMMA. Í gær var greint frá því að Máni Atla­son yrði nýr fram­kvæmda­stjóri og tæki um leið yfir stýr­ingu á Novu­s-­sjóðn­um. Áður  var Ingvi Hrafn Ósk­­ar­s­­son, fyrr­ver­andi fram­­kvæmda­­stjóri sér­­hæfðra fjár­­­fest­inga hjá GAMMA, sjóðs­­stjóri Novu­s. 

Við­mæl­endur Kjarn­ans sem þekkja til eru á einu máli um að það verði frek­ari afleið­ingar af mál­inu í nán­ustu fram­tíð.

Stofn­aður til að fjár­festa eftir hafta­losun

Hinn sjóð­ur­inn sem færður var nið­ur, GAMMA: Ang­lia, var stofn­aður sum­arið 2017. Um var að ræða fimm millj­­arða króna fast­­eigna­­sjóð í London sem átti að fjár­­­festa í hinum ýmsu verk­efn­­um. Í frétt Við­­skipta­­blaðs­ins frá  þeim tíma var haft eftir Gísla Hauks­­syni, þáver­andi stjórn­­­ar­­for­­manni og for­­stjóra GAMMA, að frá­­­bær tíma­­punktur væri fyrir Íslend­inga til að fjár­­­festa erlend­­is. Ákveðið hefði verið að setja sjóð­inn á lagg­­irnar í kjöl­far frétta um aflétt­ingu hafta á Íslandi og að umfang hans væri fimm millj­arðar króna. Þeir sem settu fé í sjóð­inn voru íslenskir ein­stak­ling­ar, trygg­inga­fé­lag og líf­eyr­is­sjóð­ir. 

Í frétt­inni sagði Gísli að sjóð­ur­inn hefði getað orðið enn stærri, slíkur hefði áhug­inn á honum ver­ið. 

Enn hefur ekki verið greint frá því opin­ber­lega um hversu mikið Ang­li­a-­sjóð­ur­inn var færður nið­ur, í hvaða fjár­fest­ingar hann réðst né hverjir það voru sem sett fjár­muni inn í hann.

Gísli, sem var annar stofn­enda GAMMA ásamt Agn­ari Tómasi Möll­er, lét af störfum hjá félag­inu í mars í fyrra eftir að end­ur­skoðun hafði átt sér stað á erlendri starf­semi þess. Í henni fólst meðal ann­ars að loka skrif­stofu GAMMA í Zürich í Sviss, innan við ári eftir að hún var opn­uð. Auk þess hafði GAMMA verið með starf­semi í London og New York og haustið 2017 greindi Frétta­blaðið frá því að rekstr­ar­kostn­aður GAMMA hefði auk­ist um 65 pró­sent á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2017 miðað við sama tíma­bil árið áður, þrátt fyrir að hagn­aður hefði dreg­ist sam­an. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar