Kvika kaupir GAMMA

Kvika banki og GAMMA hafa skrifað undir sameiginlega yfirlýsingu um kaup á GAMMA fyrir 3.750 milljónir.

Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka
Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka
Auglýsing

Kvika banki hf. og hlut­hafar GAMMA hafa und­ir­ritað vilja­yf­ir­lýs­ingu um kaup og sölu á öllu hlutafé GAMMA. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu Kaup­hall­ar­innar

Í til­kynn­ing­unni segir að félagið verði rekið áfram undir nafni GAMMA sem sjálf­stætt dótt­ur­fé­lag Kviku banka. Mark­mið Kviku með kaup­unum sé að styrkja bank­ann enn frekar á sviði eigna- og sjóða­stýr­ingar og erlendrar starf­sem­i. 

Í árs­lok var eigið fé GAMMA 2.054 millj­ónir króna en eignir í stýr­ingu félags­ins námu 138 millj­örðum króna og sjóðir í rekstri fyr­ir­tæk­is­ins voru sam­tals 46. Í fyrra hagn­að­ist félagið um 626 millj­ónir, sem er tæp­lega fjórð­ungs­sam­dráttur frá því árinu áður. 

Auglýsing

Stærstu eig­endur GAMMA eru Gísli Hauks­­son og Agnar Tómas Möll­er, fram­­kvæmda­­stjóri sjóða GAMMA, en báðir eiga þeir 31 pró­­senta hlut í fyr­ir­tæk­inu. Gísli er hættur störfum hjá fyr­ir­tæk­inu og sinnir nú eigin fjár­­­fest­ing­­um. Þar að auki eiga Guð­mundur Björns­son, fram­kvæmda­stjóri rekstr­ar­sviðs fyr­ir­tæk­is­ins og eign­ar­halds­fé­lagið Straum­nes, sem er í eigu Fen­ger-­barna, hvor sinn 10 pró­senta hlut. Valdi­mar Ármann, for­stjóri GAMMA, á einnig 5 pró­senta hlut í fyr­ir­tæk­in­u. 

Í til­kynn­ing­unni segir að kaup­verð fyrir allt útistand­andi hlutafé GAMMA nemi 3.750 millj­ónum króna, m.v. stöðu félags­ins í árs­lok 2017 og stöðu árang­urstengdra þókn­ana sem eftir á að tekju­færa. Verði sú raunin munu 1162 millj­ónir renna til bæði Gísla og Agn­ars Tómasar, 375 millj­ónir til Guð­mundar og Straum­ness og tæpir 190 millj­ónir til Valdi­mars Ármanns.Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Viðræðum BÍ og SA slitið
Verkfall er framundan hjá blaðamönnum, þar sem upp úr slitnaði í kjaradeilum Blaðamannafélags Íslands og Samtökum atvinnulífsins í dag.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ákærðir vegna viðskipta með bílastæðamiða á Keflavíkurflugvelli
Héraðssaksóknari hefur birt ákæru, en meint brot snúa að mútugreiðslum og umboðssvikum.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent