GAMMA lokar starfsstöð sinni í Garðarstræti og flytur til Kviku

GAMMA, sem fór mikinn í íslensku fjármálalífi síðastliðinn áratug, er nú vart til nema að nafninu til. Starfsemi fyrirtækisins hefur verið flutt í nýjar höfuðstöðvar Kviku.

hús
Auglýsing

GAMMA hefur tilkynnt að fyrirtækið sé að flytja starfsemi sína úr Garðastræti 37 og í Katrínartún 2, eða turninn í Borgartúni. Þar verður starfsemin að fullu sameinuð Kviku sem flytur um þessar mundir alla starfsemi sína á þrjár hæðir í þeim turni. Kvika keypti GAMMA fyrr á þessu ári. 

GAMMA var fyrirferðamikið fyrirtæki í íslensku fjármálalífi síðastliðinn áratug. Það óx hratt frá því að það var stofnað 2008 og þar til í lok 2017, þegar 137 milljarðar króna voru í stýringu hjá GAMMA. Hagnaður ársins 2017 var 626 milljónir króna. 

Í kjölfarið fóru hlutirnir hins vegar hratt suður hjá fyrirtækinu. Fyrst fauk erlenda starfsemi þess og í júní 2018 var greint frá þvi að til stæði að GAMMA myndi renna inn í Kviku fyrir 3,8 milljarða króna. 

Auglýsing
Þegar loks var tilkynnt að það hefði náðst saman um endanleg kaup Kviku á GAMMA hafði verðmiðinn lækkað verulega. Nú var samanlagt verð sagt 2,4 milljarðar króna en ekkert átti lengur að greiðast með hlutafé í Kviku. Eigendur GAMMA áttu að fá 839 milljónir króna í reiðufé en restina í hlutdeildarskírteinum í sjóðum GAMMA og í formi árangurstengdra greiðslna sem áttu að „greiðast þegar langtímakröfur á sjóði GAMMA innheimtast.“

Þegar ársreikningurinn fyrir 2018 var birtur sást betur glitta í hina breyttu stöðu. Þóknannagreiðslur höfðu dregist verulega saman, úr rúmlega tveimur milljörðum króna í 1,3 milljarð króna. Tekjur GAMMA í heild minnkuðu um rúmlega 800 milljónir króna, eða um rúmlega þriðjung. Rekstrarkostnaður hafði hins vegar aukist. 

Alls tapaði GAMMA 268 milljónum króna í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá árinu 2009 sem tap hafði orðið á rekstrinum. 

Lokapunktur við endalokaferli

Eftirlitsaðilar samþykktu samruna Kviku og GAMMA í mars 2019. Áfram var þó kvittur um að ekki væri allt eins og af hefði verið látið hjá GAMMA. Í hálfsársuppgjöri Kviku banka fyrir árið 2019 kom til að mynda skýrt fram að áhyggjur voru af stöðu sjóða í stýringu hjá GAMMA. 

Auglýsing
Um mitt þetta ár hafði Kvika einungis greitt tæplega 1,4 milljarð króna af kaupverðinu. Auk þess er greint frá því í hálfsársuppgjöri Kviku að 200 milljónir króna af kaupverðinu myndu verða lagðar inn á svokallaðan escrow-reikning til að mæta mögulegum kröfum sem Kvika banki gæti gert vegna kaupanna næstu þrjú árin eftir að kaupin voru frágengin. Ef slíkar kröfur myndast ekki á tímabilinu verður fjárhæðin greidd út til fyrrverandi eigenda GAMMA. 

Vegna þess að stór hluti kaupverðs Kviku banka á GAMMA er bundinn í árangurstengdum þóknunum þá liggur áhættan á því að eignir GAMMA súrni hjá fyrrverandi eigendum félagsins, ekki bankanum. 

Í lok júní var greint frá því að tveimur fjárfestingarsjóðum félagsins, GAMMA: Total Return Fund og GAMMA: Global, hefði verið lokað og sjóðsfélögum tilkynnt að við slit þeirra yrðu þeim fjármunum sem myndu fást við sölu eigna ráðstafað til hlutdeildarskírteinishafa. Skömmu áður en að ofangreindum tveimur sjóðum var lokað þá var fjórum sjóðum GAMMA rennt saman við sjóði Júpíters, sem er líka í eigu Kviku banka. 

Í byrjun september 2019 var svo greint frá því að stjórn Kviku banka hefði ákveðið að sameina alla eigna- og sjóða­­stýr­ing­­ar­­starf­­semi sam­­stæð­unn­­ar í eitt dótturfélag. GAMMA yrði þá ekki lengur til sem sjálfstæð eining þegar fram liðu stundir. Samhliða þeirri tilkynningu var greint frá því að Valdimar Ármann myndi hætta sem forstjóri GAMMA.

Í lok þess mánaðar kom stóri skellurinn. Greint var frá því, með tilkynningu til Kauphallar, að tveir sjóðir í stýringu GAMMA væru í mun verra standi en gert hafði verið ráð fyrir. Um var að ræða sjóði í efsta lagi áhættu sem gæti mögulega skilað mikilli ávöxtun, og fjárfestar í þeim áttu að vita að þeir væru að taka þátt í verkefnum sem gætu súrnað. Það kom hins vegar flestum í opna skjöldu þegar annar sjóðurinn var færður niður að nánast öllu leyti, og hinn að miklu leyti.

Í haust var GAMMA vart til lengur nema að nafninu til. Nær allir lykilstarfsmenn GAMMA voru horfnir frá.  Á heimasíðu GAMMA eru taldir upp níu starfsmenn. Þar af voru fimm sem voru færðir yfir frá Kviku á þessu ári. 

Nú hefur höfuðstöðvunum í Garðastræti, sem GAMMA hafði flutt inn í árið 2014 og lét meðal annars útbúa gallerí í til að sýna samtímalist, verið lokað.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til af bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent