Gisting í gegnum Airbnb heldur áfram að dragast saman

Framboð á Airbnb gistingu á höfuðborgarsvæðinu hefur dregist umtalsvert saman það sem af er ári. Samhliða því hafa gistinóttum í gegnum vefsíðuna Airbnb á höfuðborgarsvæðinu fækkað um 16 prósent á fyrstu sjö mánuðum ársins.

7DM_4153_raw_1611.JPG
Auglýsing

Umtals­verð fækkun hefur orðið í gist­ingu erlendra ferða­­manna í gegnum vef­­síður á borð við A­ir­bnb það sem af er ári. Alls hefur gistin­óttum á Air­bnb fækkað um 16 pró­sent á fyrstu sjö mán­uðum árs­ins og veltan dreg­ist saman um 7 pró­sent í krónum talið. Þá hefur fram­boð á íbúðum og húsum á Air­bnb á höf­uð­borg­ar­svæð­inu einnig dreg­ist sam­an.

Gistin­óttum fækk­aði um 17 pró­sent í ágúst

Air­bn­b g­ist­ing á Íslandi tók af stað árið 2015 þegar erlendum ferða­mönnum fjölg­aði um 30 pró­sent á milli ára. Í nýrri ferða­þjón­ustu­grein­ingu Lands­bank­ans kemur fram að bank­inn áætlar að árið 2015 hafi hlut­deild A­ir­bn­b af sam­an­lögð­u­m g­istin­ótt­u­m á höf­uð­borg­ar­svæð­inu verið 14 pró­sent. Mark­aðs­hlut­deild A­ir­bn­b óx hratt og náði hámarki á síð­asta ári í um 38 prósentum.

Auglýsing


Það sem af er þessu ári hefur mark­aðs­hlut­deild Air­bnb hins vegar lækkað í fyrsta sinn síðan 2015 en grein­ing­ar­deild Lands­bank­ans áætlar að hlut­deild vef­síð­unnar hafi verið um 36 pró­sent á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fyrstu 7 mán­uði árs­ins.

Mynd:Landsbankinn

Fjöldi gistinótta í gegnum Air­bnb byrj­aði að drag­ast saman í nóv­em­ber 2018 ef borið er saman við sama mánuð árið á und­an. Þá hefur gistin­óttum í gegnum Air­bnb á fyrstu sjö mán­uði árs­ins fækkað um 145 þús­und á höf­uð­borg­ar­svæð­inu miðað við sama tíma­bil í fyrra, sem er um 15,6 pró­sent sam­drátt­ur. 

Jafn­framt dróst gist­ing í gegnum Air­bnb saman um 17 pró­sent í ágúst miðað við árið á undan en til sam­an­burðar dróst heild­ar­fjöldi greiddra gistin­átta í ágúst saman um 3 pró­sent á milli ára, ­sam­kvæmt nýj­ustu tölum Hag­stofu Íslands.

Rúm­lega 300 færri íbúð­ir 

Í ferða­þjón­ustu grein­ing­u Lands­bank­ans kemur jafn­framt fram að fram­boð af Air­bnb íbúðum og húsum hefur dreg­ist saman á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á síð­ustu mán­uð­um, ef miðað er við sama tíma­bil í fyrra. Í júlí dróst fram­boð íbúða saman um 8,4 pró­sent miðað við sama mánuð í fyrra en það er mesti sam­dráttur í fram­boði frá því að Air­bnb ævin­týrið hófst hér á landi, sam­kvæmt Lands­bank­an­um. 

Í júlí voru skráðar rúm­lega 2.800 Air­bnb íbúðir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og 628 hús. Sam­tals hefur fram­boð á íbúðum og húsum fækkað um 317 frá júlí í fyrra

Mynd:Landsbankinn

Þá dróg­ust leigu­tekjur af gisti­rýmum á höf­uð­borg­ar­svæðin saman um 21 pró­sent mælt í Banda­ríkja­döl­um, úr tæpum 68 millj­ónum í 53 millj­ónir Banda­ríkja­dala. Vegna veik­ingar krón­unnar milli ára var sam­drátt­ur­inn minni í krónum talið, eða 7 pró­sent, sem nemur ríf­lega 500 millj­ónum króna.

Air­bn­b í sókn utan­ höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins

Fram­boð á A­ir­bn­b ­í­búðum hefur þó ekki dreg­ist saman í öllum lands­hlut­um. Enn er tölu­verð aukn­ing á svæðum sem liggja hvað lengst frá höf­uð­borg­ar­svæð­inu; á Aust­ur­landi, Norð­ur­landi eystra og Vest­fjörð­um. Í júlí nam aukn­ingin á þessum svæðum frá 11 til 20 pró­sent sam­kvæmt grein­ing­u Lands­bank­ans. Jafn­framt varð nokkur aukn­ing á Vest­ur­landi, eða um 14 pró­sent.

Gistinætur hafa verið um 40 pró­sent sam­an­legra g­istinótta hót­ela og A­ir­bn­b utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins það sem af er þessu ári. Það er aukn­ing um um 1 pró­sentu­stig miðað við allt árið í fyrra.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tap TM á þriðja ársfjórðungi nam 251 milljón króna
TM tapaði 251 millj­ón krón­a á þriðja árs­fjórðungi þessa árs. Forstjórinn segir að tapið megi að öllu leyti rekja til fjárfestingastarfsemi.
Kjarninn 23. október 2019
Sigurgeir Finnsson
Leikhús fáránleikans: Um opinn aðgang og útgáfu fræðigreina
Kjarninn 23. október 2019
Rusl og blautþurrkur í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Mikið magn af rusli og blautklútum í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Umhverfisstofnun minnir fólk enn og aftur á að henda ekki öðru en pappír í klósettin.
Kjarninn 23. október 2019
Már Guðmundsson
Fjárfestingarleiðin og peningaþvætti
Kjarninn 23. október 2019
Vilhjálmur Birgisson, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness.
Hafna ásökunum Vilhjálms um að Landsvirkjun sé að „slátra“ Elkem
Landvirkjun hafnar því að sýna stóriðjufyrirtækjum óbilgirni með því að selja raforku á hærra verði til þeirra en áður. Vilhjálmur Birgisson vill að Landsvirkjun dragi úr arðsemi sinni til að bæta rekstrarskilyrði Elkem og Norðuráls á Grundartanga.
Kjarninn 23. október 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Helmingur þjóðar hefur litlar áhyggjur af orkupakkanum
Mun fleiri Íslendingar hafa litlar eða engar áhyggjur af áhrifum þriðja orkupakka ESB á hagsmuni þjóðarinnar en þeir sem áhyggjur hafa. Miðflokkurinn sker sig úr en 90 prósent stuðningsmanna flokksins hafa áhyggjur af áhrifum orkupakkans.
Kjarninn 23. október 2019
Bjarni Ármannsson er forstjóri Iceland Seafood.
Bréf í Iceland Seafood skráð á markað á þriðjudag
Iceland Seafood verður tuttugasta félagið á Aðalmarkaði Kauphallar Íslands þegar bréf í félaginu verða tekin til viðskipta eftir helgi.
Kjarninn 23. október 2019
Dagur Hjartarson
Samtök atvinnu, lífs og dauða
Kjarninn 23. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent