Stjórnvaldssektir vegna heimagistingar rúmar 94 milljónir

Álagðar og fyrirhugaðar stjórnvaldssektir í kjölfar sérstaks átaks sýslumanns um aukið eftirlit með heimagistingu nema 94,6 milljónum króna. Sýslumaður telur að enn sé um helmingur heimagistinga án tilskilinna leyfa eða skráningar.

7DM_3148_raw_170615.jpg húsnæði fólk hús fasteign hús reykjavík
Auglýsing

Mikil aukn­ing hefur orðið á fjölda skráðra heimagist­inga í kjöl­far efl­ingar Heimagist­ing­­ar­vakt­­ar­innar síð­asta sum­ar. Fjöldi skrán­inga nær tvö­fald­að­ist á einu ári og það sem af er ári hefur sýslu­maður skráð 2033 heimagist­ing­ar. Þá eru fyr­ir­hug­aðar og álagðar stjórn­valds­sektir vegna átaks­ins 94,6 millj­ónir króna. 

Um 50 pró­sent heimagist­inga án til­skil­inna leyfa

Rúm­lega 8000 gisti­rými voru aug­lýst til útleigu hér á landi á bók­un­ar­síð­un­um A­ir­bn­b og Homeawa­y í júní síð­ast­liðn­um, ­sam­kvæmt Mæla­borði ferða­þjón­ust­unn­ar. Þar af voru flest á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u eða rúm­lega 4000 gisti­rými á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, 1443 á Suð­ur­landi og 255 á Suð­ur­nesj­un­um. Ekki liggja þó fyr­ir­ ­upp­lýs­ing­ar hjá Mæli­borð­inu um aug­lýs­ingar á öðrum ­bók­un­ar­síð­u­m. 

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, dómsmála-, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Mynd:Bára Huld Beck

Í júní í fyrra und­ir­­rit­uð­u Þór­­­dís Kol­brún Reyk­­­fjörð Gylfa­dótt­ur, ráð­herra ferða­­­mála, og Þórólfur Hall­­­dór­s­­­son, sýslu­­­mað­­­ur­inn á höf­uð­­­borg­­­ar­­­svæð­inu, sam­komu­lag þess efnis að eft­ir­lit með heimagist­ingu yrði virkara og sýn­i­­­legra með styrk­ingu á heimagist­ing­­­ar­vakt Sýslu­­­manns­ins á höf­uð­­­borg­­­ar­­­svæð­in­u. 

Mikil aukn­ing hefur orðið á fjölda skráðra heimagista í kjöl­far­ið. Í svari Þór­dís­ar Kol­brúnar við fyr­ir­spurn á Alþingi um ­leigu hús­næðis til ferða­manna kemur fram að fjöldi skrán­ingu hefur nær tvö­fald­ast. ­Skrán­ing­ar ­fór úr því að vera 1056 í lok árs 2017 í 2022 í lok árs 2018. Þá hefur sýslu­maður stað­fest 2033 skrán­ing­ar, nýskrán­ingar og end­ur­nýj­aðar skrán­ing­ar, það sem af er ári.

Auglýsing

Í svar­inu kemur jafn­framt fram að þrátt fyrir þessa aukn­ingu í skrán­ingu áætlar sýslu­mað­ur­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu að um helm­ingur skamm­tíma­leigu hér á landi fari enn fram án til­skil­inna leyfa eða skrán­ing­ar.

17 millj­ónir í skrán­ing­ar­gjöld það sem af er ári 

Þór­dís Kol­brún segir jafn­framt að reynslan af átak­in­u ­sýn­i að sam­an­lagðar fjár­hæðir álagðra og fyr­ir­hug­aðra stjórn­valds­sekta auk inn­heimtra skrán­ing­ar­gjalda nemi hærri fjár­hæð en þær 64 millj­ón­ir króna ­sem veittar voru til emb­ættis sýslu­manns vegna verk­efn­is­ins. 

Sam­an­lögð upp­hæð skrán­ing­ar­gjalda, stjórn­valds­sekta og fyr­ir­hug­aðra stjórn­valds­sekta frá árs­byrjun 2017 nemur í dag 138.350.160 krón­um. Þar af nema fyr­ir­hug­aðar og álagðar stjórn­valds­sektir vegna átaks­ins 94.6 millj­ón­um. 

Jafn­framt kemur fram í svar­inu að frá árs­byrjun 2017 hefur sýslu­maður inn­heimt tæpar 44 milj­ónir í skrán­ing­ar­gjöld vegna heimagist­ing­ar. Þar af námu skrán­ing­ar­gjöld 9.039.360 krónum árið 2017, 17.308.320 í fyrra og 17.402.480 það sem af er árinu 2019. 

Lagt var upp með að átaks­verk­efnið yrði til eins árs en í lok júní síð­ast­liðnum fram­lengdi ráð­herra samn­ing við sýslu­mann­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um sex mán­uði. Átak­inu verður því haldið áfram en ­mark­miðið er að hafa hvetj­andi áhrif á ein­stak­l­inga til að skrá skamm­­­tíma­út­­­­­leigu sína. 

Gist­ing í gegnum Air­bnb dregst enn saman

Greidd­um g­istin­ótt­u­m hefur fækkað hér á landi í sumar sam­an­borið við árið á undan í kjöl­far fækkun ferða­manna. Þá hefur gist­ing í gegnum á A­ir­bn­b og sam­bæri­legar síður dreg­ist meira saman en gist­ing á öðrum gisti­stöðum í sum­ar. 

Í tölum Hag­stof­unnar má sjá að gist­ing gegn­um A­ir­bn­b og sam­bæri­legar síður dróst saman 29 pró­sent í maí síð­ast­liðn­um, sam­an­borið við sama mánuð í fyrra. Í júní dróst sú gist­ing saman um 10,5 pró­sent á milli ára og í júlí um 5,3 pró­sent. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Vill stytta kynningarferli áformaðra friðlýsinga
Umhverfis- og auðlindaráðherra ætlar að stytta þann tíma sem þarf til að kynna áformaðar friðlýsingar og flytja heimild ráðherra til að veita undanþágur frá ákvæðum friðlýsinga til Umhverfisstofnunar.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent