Stjórnvaldssektir vegna heimagistingar rúmar 94 milljónir

Álagðar og fyrirhugaðar stjórnvaldssektir í kjölfar sérstaks átaks sýslumanns um aukið eftirlit með heimagistingu nema 94,6 milljónum króna. Sýslumaður telur að enn sé um helmingur heimagistinga án tilskilinna leyfa eða skráningar.

7DM_3148_raw_170615.jpg húsnæði fólk hús fasteign hús reykjavík
Auglýsing

Mikil aukn­ing hefur orðið á fjölda skráðra heimagist­inga í kjöl­far efl­ingar Heimagist­ing­­ar­vakt­­ar­innar síð­asta sum­ar. Fjöldi skrán­inga nær tvö­fald­að­ist á einu ári og það sem af er ári hefur sýslu­maður skráð 2033 heimagist­ing­ar. Þá eru fyr­ir­hug­aðar og álagðar stjórn­valds­sektir vegna átaks­ins 94,6 millj­ónir króna. 

Um 50 pró­sent heimagist­inga án til­skil­inna leyfa

Rúm­lega 8000 gisti­rými voru aug­lýst til útleigu hér á landi á bók­un­ar­síð­un­um A­ir­bn­b og Homeawa­y í júní síð­ast­liðn­um, ­sam­kvæmt Mæla­borði ferða­þjón­ust­unn­ar. Þar af voru flest á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u eða rúm­lega 4000 gisti­rými á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, 1443 á Suð­ur­landi og 255 á Suð­ur­nesj­un­um. Ekki liggja þó fyr­ir­ ­upp­lýs­ing­ar hjá Mæli­borð­inu um aug­lýs­ingar á öðrum ­bók­un­ar­síð­u­m. 

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, dómsmála-, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Mynd:Bára Huld Beck

Í júní í fyrra und­ir­­rit­uð­u Þór­­­dís Kol­brún Reyk­­­fjörð Gylfa­dótt­ur, ráð­herra ferða­­­mála, og Þórólfur Hall­­­dór­s­­­son, sýslu­­­mað­­­ur­inn á höf­uð­­­borg­­­ar­­­svæð­inu, sam­komu­lag þess efnis að eft­ir­lit með heimagist­ingu yrði virkara og sýn­i­­­legra með styrk­ingu á heimagist­ing­­­ar­vakt Sýslu­­­manns­ins á höf­uð­­­borg­­­ar­­­svæð­in­u. 

Mikil aukn­ing hefur orðið á fjölda skráðra heimagista í kjöl­far­ið. Í svari Þór­dís­ar Kol­brúnar við fyr­ir­spurn á Alþingi um ­leigu hús­næðis til ferða­manna kemur fram að fjöldi skrán­ingu hefur nær tvö­fald­ast. ­Skrán­ing­ar ­fór úr því að vera 1056 í lok árs 2017 í 2022 í lok árs 2018. Þá hefur sýslu­maður stað­fest 2033 skrán­ing­ar, nýskrán­ingar og end­ur­nýj­aðar skrán­ing­ar, það sem af er ári.

Auglýsing

Í svar­inu kemur jafn­framt fram að þrátt fyrir þessa aukn­ingu í skrán­ingu áætlar sýslu­mað­ur­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu að um helm­ingur skamm­tíma­leigu hér á landi fari enn fram án til­skil­inna leyfa eða skrán­ing­ar.

17 millj­ónir í skrán­ing­ar­gjöld það sem af er ári 

Þór­dís Kol­brún segir jafn­framt að reynslan af átak­in­u ­sýn­i að sam­an­lagðar fjár­hæðir álagðra og fyr­ir­hug­aðra stjórn­valds­sekta auk inn­heimtra skrán­ing­ar­gjalda nemi hærri fjár­hæð en þær 64 millj­ón­ir króna ­sem veittar voru til emb­ættis sýslu­manns vegna verk­efn­is­ins. 

Sam­an­lögð upp­hæð skrán­ing­ar­gjalda, stjórn­valds­sekta og fyr­ir­hug­aðra stjórn­valds­sekta frá árs­byrjun 2017 nemur í dag 138.350.160 krón­um. Þar af nema fyr­ir­hug­aðar og álagðar stjórn­valds­sektir vegna átaks­ins 94.6 millj­ón­um. 

Jafn­framt kemur fram í svar­inu að frá árs­byrjun 2017 hefur sýslu­maður inn­heimt tæpar 44 milj­ónir í skrán­ing­ar­gjöld vegna heimagist­ing­ar. Þar af námu skrán­ing­ar­gjöld 9.039.360 krónum árið 2017, 17.308.320 í fyrra og 17.402.480 það sem af er árinu 2019. 

Lagt var upp með að átaks­verk­efnið yrði til eins árs en í lok júní síð­ast­liðnum fram­lengdi ráð­herra samn­ing við sýslu­mann­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um sex mán­uði. Átak­inu verður því haldið áfram en ­mark­miðið er að hafa hvetj­andi áhrif á ein­stak­l­inga til að skrá skamm­­­tíma­út­­­­­leigu sína. 

Gist­ing í gegnum Air­bnb dregst enn saman

Greidd­um g­istin­ótt­u­m hefur fækkað hér á landi í sumar sam­an­borið við árið á undan í kjöl­far fækkun ferða­manna. Þá hefur gist­ing í gegnum á A­ir­bn­b og sam­bæri­legar síður dreg­ist meira saman en gist­ing á öðrum gisti­stöðum í sum­ar. 

Í tölum Hag­stof­unnar má sjá að gist­ing gegn­um A­ir­bn­b og sam­bæri­legar síður dróst saman 29 pró­sent í maí síð­ast­liðn­um, sam­an­borið við sama mánuð í fyrra. Í júní dróst sú gist­ing saman um 10,5 pró­sent á milli ára og í júlí um 5,3 pró­sent. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný lög eiga að setja upp varnir gegn hagsmunaárekstrum
Frumvarp er komið í samráðsgátt sem fjallar um hvernig megi tryggja betur að hagsmunaárekstrar valdi ekki vandræðum
Kjarninn 18. nóvember 2019
Þorsteinn Már hættir sem stjórnarformaður Síldarvinnslunnar
Þorsteinn Már Baldvinsson er hættur sem stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.
Kjarninn 18. nóvember 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Til skoðunar að stærri óskráð fyrirtæki skili inn rekstrarupplýsingum
Forsætisráðherra segir að til skoðunar sé að gera kröfu til fyrirtækja, sem fara yfir vissa stærð en eru ekki skráð á hlutabréfamarkað, að þau skili einnig inn upplýsingum ársfjórðungslega.
Kjarninn 18. nóvember 2019
Fasteignavelta ekki verið hærri í fjögur ár
Fasteignavelta á höfuðborgarsvæðinu var 50,8 milljarðar í síðasta mánuði en heildarvelta í einum mánuði hefur ekki verið hærri síðan 2015. Tæplega þúsund kaupsamningum var þinglýst í október.
Kjarninn 18. nóvember 2019
Molar
Molar
Molar – Peningaþvætti, Japan og kvótaþak
Kjarninn 18. nóvember 2019
Jón Ólafsson
Spillingarhættur lobbíismans
Kjarninn 18. nóvember 2019
Þorsteinn Már með alla þræði í hendi sér
Sérfræðingar á vegum KPMG í Hollandi unnu úttekt á starfsemi Samherja og sögðu forstjórann nær einráðan í fyrirtækinu, í úttekt sinni. Ef fyrirtæki er með raunverulega framkvæmdastjórn á Íslandi á það að greiða skatta þar.
Kjarninn 18. nóvember 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Ójöfnuður í menntun
Kjarninn 18. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent