7 færslur fundust merktar „airbnb“

Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Mikilvægt að fá gögn um skammtímagistingu
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir mjög mikilvægt að íslensk skattayfirvöld séu byrjuð að fá gögn um greiðslur vegna skammtímagistingar á borð við AirBnB. Hert eftirlit undanfarinna ára hafi einnig þegar skilað árangri.
27. ágúst 2020
Embætti skattrannsóknastjóra hefur fengið gögn um 30 prósent þeirra aðila sem fengu hæstar greiðslur vegna AirBnB-útleigu á Íslandi á árunum 2015-2018.
Fengu gögn um þá stóru en ekki þá mörgu smáu
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir að gögn um 25 milljarða greiðslur til AirBnB-leigusala sem fengust afhent frá AirBnB á Írlandi nemi um 80 prósent heildargreiðslna, en varði einungis 30 prósent leigusala.
26. ágúst 2020
Bryndís Kristjánsdóttir er skattrannsóknarstjóri.
Skattrannsóknarstjóri fær upplýsingar um 25 milljarða greiðslur í gegnum AirBnB
Skattrannsóknarstjóri hefur fengið send gögn frá AirBnB á Írlandi, um greiðslur sem komið hafa til vegna útleigu íbúða á Íslandi. Alls fékk embættið upplýsingar um greiðslur sem námu um 25,1 milljarði króna á árunum 2015-2018.
26. ágúst 2020
Stjórnvaldssektir vegna heimagistingar rúmar 94 milljónir
Álagðar og fyrirhugaðar stjórnvaldssektir í kjölfar sérstaks átaks sýslumanns um aukið eftirlit með heimagistingu nema 94,6 milljónum króna. Sýslumaður telur að enn sé um helmingur heimagistinga án tilskilinna leyfa eða skráningar.
28. ágúst 2019
Mikill fjöldi ferðamanna hér á landi er sögð vera meginástæða mikils umfangs deilihagkerfisins.
Ísland með mesta deilihagkerfið í heimi
Þróun og vægi deilihagkerfisins hér á landi er mun meira en í öðrum löndum, samkvæmt nýrri mælingu. Þar er helsta ástæðan bak við sérstöðu Íslands sögð vera vegna ferðaþjónustunnar.á
7. ágúst 2018
Umsvif Airbnb gistinga hefur stórminnkað í Reykjavík miðað við í fyrra
Airbnb-gistingum fækkar um fjórðung í Reykjavík
Óskráðum gistingum sem greiddar eru í gegnum vefsíður fækkaði um 26 prósent milli júnímánaða í ár og í fyrra. Á landsvísu nam fækkunin 19 prósentum á sama tímabili.
2. ágúst 2018
Íbúðalánasjóður telur Airbnb hafa margvísleg áhrif á íslenskt efnahagslíf.
Airbnb bætir ferðaþjónustu á kostnað íbúðamarkaðs
Umfang gistiþjónustuvefsins Airbnb hefur aukið sveigjanleika ferðaþjónustunnar á Íslandi en hækkað íbúðaverð. Einnig verða sveitarfélögin af miklum fjárhæðum vegna rangrar skráningar margra íbúðanna.
20. júní 2018