Mikilvægt að fá gögn um skammtímagistingu

Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir mjög mikilvægt að íslensk skattayfirvöld séu byrjuð að fá gögn um greiðslur vegna skammtímagistingar á borð við AirBnB. Hert eftirlit undanfarinna ára hafi einnig þegar skilað árangri.

Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Auglýsing

„Það er mjög mikilvægt ef skatturinn er byrjaður að fá gögn frá þessum aðilum, því þetta er eitt af því sem við höfum verið að berjast fyrir, að þetta hagkerfi, deilihagkerfið, sé innan lagarammans,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, í samtali við Kjarnann.

Í gær greindi skattrannsóknarstjóri frá því að embættið hefði fengið gögn um rúmlega 25 milljarða greiðslur frá AirBnB á Írlandi til íslenskra skattþegna á fjögurra ára tímabili, frá 2015-2018.

Að hafa betra eftirlit með skammtímaútleigu á íbúðarhúsnæði hefur verið sett á oddinn af hálfu Samtaka ferðaþjónustunnar á undanförnum árum, en samtökin telja ríkissjóð hafa orðið af milljörðum króna sökum þess að greiðslur fyrir íbúðir sem leigðar eru í gegnum AirBnB og fleiri slíkar síður séu ekki uppi á borðum, sem hafi líka skekkt samkeppnisstöðu hótela og gistiheimila, sem greiða allt sitt.

Auglýsing

„Þetta, fyrir okkur, hefur alltaf snúist um að jafna samkeppnisgrundvöllinn, gagnvart þeim sem eru með gistiþjónustu í atvinnustarfsemi,“ segir Jóhannes Þór og bætir við að skammtímaútleiga á íbúðarhúsnæði hafi ekki verið af hinu slæma þegar hún jókst mjög um miðjan áratuginn, því þörfin fyrir gistirými var meiri í örum vexti ferðaþjónustunnar en svo að hægt væri að uppfylla hana með hótelherbergjum eingöngu.

Eftirlitið hafi skilað góðum árangri

Eftirlitið með skammtímagistingu hefur verið aukið á undanförnum árum og áhrifin hafa verið jákvæð, segir Jóhannes. „Skráningum hefur fjölgað töluvert og ríkið hefur fengið inn í rauninni meira en peningana sem það lagði í eftirlitið í sektargreiðslur. Eftirlitið hefur þannig staðið undir kostnaði og gott betur, sem var akkúrat það sem við lögðum upp með á sínum tíma að myndi gerast.“ 

„Sektargreiðslurnar eru að stærstum hluta að koma frá, skilst mér, stærri aðilum, sem hafa í alvörunni verið að svindla á kerfinu og ekki farið eftir réttum leikreglum. Þetta hefur verið stórvandamál, því áður en þetta átak var sett í gang voru þetta minnir mig um sex þúsund aðilar sem voru skráðir með skammtímaleigu á þessum vefsíðum, en í rauninni undir tvöþúsund sem voru skráðir og að greiða skatta og skyldur,“ segir Jóhannes Þór.

Hann nefnir að Ísland hafi ekki verið eina landið sem var að reyna að færa þetta nýja fyrirbæri, deilihagkerfið, inn í lagarammann og skattheimtuna, en reynst hefur erfitt að fá gögn frá skrifstofum AirBnB í Írlandi.

„Evrópusambandið hefur tekið á hluta af þessu vandamáli með reglusetningu en það hefur verið stór hluti af þessu vandamáli að þessar vefsíður, það hefur verið erfitt að kría út úr þeim upplýsingar um hvaða raunverulegu greiðslur eru að skila sér til útleigjenda, svo hægt sé að innheimta af þeim réttar skattgreiðslur.“


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
Kjarninn 17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kjarninn 16. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent