Rekstur borgarinnar á fyrri hluta árs rúmlega tíu milljörðum lakari en gert var ráð fyrir

Afkoma A-hluta Reykjavíkurborgar 3,8 milljörðum króna verri en fjármálaáætlun hennar hafði ætlað. Afkoma fyrirtækja í eigu borgarinnar var líka verulega neikvæð. Ástæðan er heimsfaraldur kórónuveiru.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Auglýsing

Sá hluti rekstrar Reykja­vík­­­ur­­borgar sem fjár­­­magn­aður er með skatt­­tekj­um, svo­­kall­aður A-hluti, skil­aði 3.111 millj­óna króna tapi á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2020. Áætlun hafði gert ráð fyrir því að afkoma af rekstri hans yrði jákvæð um 736 millj­­ónir króna. Því var afkoma A-hlut­ans 3.847 millj­­ónum króna undir áætl­­un. 

Lak­ari rekstr­ar­nið­ur­staða skýrist einkum af lægri skatt­tekjum og lægri tekjum af sölu bygg­ing­ar­rétt­ar.

Rekstr­­ar­n­ið­­ur­­staða fyrir fjár­­­magnsliði var nei­kvæð um 2.648 millj­­ónir króna en áætl­­­anir hafi reiknað með að hún yrði jákvæð um 2.083 millj­ónir króna. Nið­ur­staðan var því 4.731 millj­ónum krónum undir áætl­un.

Hinn hlut­inn í rekstri borg­­ar­inn­­ar, B-hlut­inn, nær yfir afkomu þeirra fyr­ir­tækja sem borgin á að öllu leyti eða að hluta. Fyr­ir­tækin sem telj­­­ast til B-hlut­ans eru Orku­veita Reykja­vík­­­­­ur, Faxa­fló­a­hafnir sf., Félags­­­­­bú­­­staðir hf., Íþrótta- og sýn­inga­höllin hf., Mal­bik­un­­­ar­­­stöðin Höfði hf., Slökkvi­lið höf­uð­­­borg­­­ar­­­­svæð­is­ins bs., Sorpa bs. og Strætó bs, auk Afl­vaka hf og Þjóð­­ar­­leik­vangs ehf.

Auglýsing
Sameiginlegt rekstr­ar­nið­ur­staða bæði A- og B-hluta var nei­kvæð um 4,5 millj­arða króna, en áætl­aðir gerðu ráð fyrir að hún yrði jákvæð um 5,9 millj­arða króna. Nið­ur­staðan varð því 10,4 millj­örðum króna verri en lagt hafði verið upp með í áætl­unum borg­ar­inn­ar. Lak­ari rekstr­ar­nið­ur­stöðu má einkum rekja til áhrifa lækk­aðs álverðs og gjald­færslu geng­is­munar vegna veik­ingu krón­unnar frá ára­mótum hjá Orku­veitu Reykja­vík­ur.

Heild­ar­eignir sam­stæð­unnar sam­kvæmt sam­an­teknum efna­hags­reikn­ingi námu í lok júní 724,5 millj­örðum króna og  heild­ar­skuldir ásamt skuld­bind­ingum voru 378,1 millj­arðar króna. Eigið fé hennar var því 346,5 millj­arðar króna og eig­in­fjár­hlut­fallið 47,8 pró­sent.  

Þetta kemur fram í árs­hluta­reikn­ingi borg­ar­innar sem afgreiddur var í borg­ar­ráði í dag. 

Í til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands vegna þessa kemur fram að ástæða þess að rekstur borg­ar­innar er langt undir því sem áætl­anir gerðu ráð fyrir sé heims­far­aldur kóronu­veiru. Efna­hags­á­fallið sem gangi yfir heims­byggð­ina sökum heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru sé farið að birt­ast í rekstri sam­stæðu Reykja­vík­ur­borg­ar. „Þannig hefur veik­ing krón­unnar umtals­verð áhrif á erlend lán Orku­veitu og álverð hefur lækkað með nei­kvæðum áhrifum á álaf­leiðu Orku­veit­u.  Mik­ill tekju­sam­dráttur hefur orðið hjá Faxa­flóa­höfnum og Strætó auk Sorpu bs. sökum sam­dráttar í ferða­þjón­ustu og minni umsvifa inn­an­lands.  Gera má ráð fyrir áfram­hald­andi sam­drætti næstu miss­er­i.“

Í frétta­til­kynn­ingu frá borg­inni er haft eftir Degi B. Egg­erts­syni borg­ar­stjóra að borgin sýni nú skýr merki um heims­far­ald­ur­inn í fjár­hags­upp­gjöri sínu fyrir fyrstu sex mán­uði árs­ins. „Þyngst vegur tekju­sam­dráttur vegna atvinnu­leysis og minni umsvifa í efna­hags­líf­inu. Áber­andi tekju­fall er einnig hjá Strætó og Faxa­flóa­höfn­um. Hins vegar hafa aukin útgjöld fylgt við­brögðum við COVID-19. Rekstur mála­flokka hefur að öðru leyti gengið vel. Nið­ur­stöð­urnar eru í ágætu sam­ræmi við sviðs­myndir og spár fjár­mála­sviðs borg­ar­innar frá því í vor og und­ir­strika að standa þarf með sveit­ar­fé­lögum við núver­andi aðstæður enda bera þau uppi lykil grunn­þjón­ustu í sam­fé­lag­in­u.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair hefur ekki mikið upp úr því að fljúga með nær tómar flugvélar yfir hafið og aflýsa því stundum flugi með skömmum fyrirvara. Samgöngustofa segir slíkt gera félagið bótaskylt.
Landamærin ekki lokuð og Icelandair því bótaskylt
Samgöngustofa segir að þær sóttvarnaráðstafanir sem fylgja ferðalögum á milli landa í dag séu ekki tilefni til að losa Icelandair undan bótaskyldu samkvæmt Evrópureglugerðum ef flugi er aflýst með skömmum fyrirvara. Neytendasamtökin fagna niðurstöðunni.
Kjarninn 30. október 2020
Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna, klippir á borða við nýtt sendiráð Bandaríkjanna hérlendis fyrr í þessum mánuði.
Bandaríska sendiráðið ásakar Fréttablaðið um að flytja falsfréttir
Sendiráð Bandaríkjanna birti stöðuuppfærslu á Facebook í nótt þar sem það segir Fréttablaðið flytja falsfréttir og sýna virðingarleysi „með því að nota COVID-19 í pólitískum tilgangi“. Ástæðan er frétt um meint smit á meðal starfsmanna sendiráðsins.
Kjarninn 30. október 2020
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Hjálmar ætlar að hætta sem formaður Blaðamannafélags Íslands
„Tímabært að ný kynslóð taki við,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á aðalfundi hans í kvöld. Hann mun ekki vera í framboði á næsta aðalfundi sem fram fer á næsta ári.
Kjarninn 29. október 2020
Mikill hagnaður hjá ríkisbönkunum
Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki skiluðu yfir þriggja milljarða króna hagnaði á síðasta ársfjórðungi. Í báðum bönkunum hefur rekstrarkostnaður minnkað og húsnæðislánum fjölgað.
Kjarninn 29. október 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Segir fullyrðingar Bjarna rangar
„Það er ánægjulegt að fá loks að ræða þessi mál við þig, og við erum tilbúin til þess hvenær sem er, eins og ósvaraðir tölvupóstar síðustu þriggja ára í innhólfi tölvu þinnar bera vott um,“ segir í bréfi formanns ÖBÍ til fjármálaráðherra.
Kjarninn 29. október 2020
Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn vikið úr Verkamannaflokknum
Fyrrverandi formanni breska Verkamannaflokksins var í dag vikið tímabundið úr flokknum vegna viðbragða sinna við nýrri skýrslu um gyðingaandúð innan flokksins. Corbyn sagði þau mál öll hafa verið blásin upp í pólitískum tilgangi.
Kjarninn 29. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifar undir reglugerðarbreytinguna.
Ísland býður erlenda sérfræðinga velkomna ef þeir eru með milljón á mánuði eða meira
Til að fá langtímavegabréfsáritun til að stunda fjarvinnu á Íslandi þurfa útlendinga að vera með að minnsta kosti eina milljón króna á mánuði. Ef maki er með í för þurfa tekjurnar að vera að minnsta kosti 1,3 milljónir króna.
Kjarninn 29. október 2020
Sjómenn hafa á undanförnum árum ítrekað kvartað til Verðlagsstofu skiptaverðs yfir því hve lágt hráefnaverðið á uppsjávartegundum er á Íslandi.
Margt gæti skýrt að miklu meira sé greitt fyrir síld í Noregi en hér
Verðlagsstofa skiptaverðs birti á dögunum samanburð á síldarverðum í Noregi og á Íslandi, sem sýndi að hráefnisverð síldar var að meðaltali 128 prósentum hærra í Noregi en hér á landi á árunum 2012-2019, á meðan að afurðaverðið var svipað.
Kjarninn 29. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent