Rekstur borgarinnar á fyrri hluta árs rúmlega tíu milljörðum lakari en gert var ráð fyrir

Afkoma A-hluta Reykjavíkurborgar 3,8 milljörðum króna verri en fjármálaáætlun hennar hafði ætlað. Afkoma fyrirtækja í eigu borgarinnar var líka verulega neikvæð. Ástæðan er heimsfaraldur kórónuveiru.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Auglýsing

Sá hluti rekstrar Reykja­vík­ur­borgar sem fjár­magn­aður er með skatt­tekj­um, svo­kall­aður A-hluti, skil­aði 3.111 milljóna króna tapi á fyrstu sex mánuðum ársins 2020. Áætlun hafði gert ráð fyrir því að afkoma af rekstri hans yrði jákvæð um 736 millj­ónir króna. Því var afkoma A-hlut­ans 3.847 millj­ónum króna undir áætl­un. 

Lakari rekstrarniðurstaða skýrist einkum af lægri skatttekjum og lægri tekjum af sölu byggingarréttar.

Rekstr­ar­nið­ur­staða fyrir fjár­magnsliði var neikvæð um 2.648 millj­ónir króna en áætl­anir hafi reiknað með að hún yrði jákvæð um 2.083 milljónir króna. Niðurstaðan var því 4.731 milljónum krónum undir áætlun.

Hinn hlut­inn í rekstri borg­ar­inn­ar, B-hlut­inn, nær yfir afkomu þeirra fyr­ir­tækja sem borgin á að öllu leyti eða að hluta. Fyr­ir­tækin sem telj­­ast til B-hlut­ans eru Orku­veita Reykja­vík­­­ur, Faxa­fló­a­hafnir sf., Félags­­­bú­­staðir hf., Íþrótta- og sýningahöllin hf., Mal­bik­un­­ar­­stöðin Höfði hf., Slökkvi­lið höf­uð­­borg­­ar­­­svæð­is­ins bs., Sorpa bs. og Strætó bs, auk Afl­vaka hf og Þjóð­ar­leik­vangs ehf.

Auglýsing
Sameiginlegt rekstrarniðurstaða bæði A- og B-hluta var neikvæð um 4,5 milljarða króna, en áætlaðir gerðu ráð fyrir að hún yrði jákvæð um 5,9 milljarða króna. Niðurstaðan varð því 10,4 milljörðum króna verri en lagt hafði verið upp með í áætlunum borgarinnar. Lakari rekstrarniðurstöðu má einkum rekja til áhrifa lækkaðs álverðs og gjaldfærslu gengismunar vegna veikingu krónunnar frá áramótum hjá Orkuveitu Reykjavíkur.

Heildareignir samstæðunnar samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi námu í lok júní 724,5 milljörðum króna og  heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru 378,1 milljarðar króna. Eigið fé hennar var því 346,5 milljarðar króna og eiginfjárhlutfallið 47,8 prósent.  

Þetta kemur fram í árshlutareikningi borgarinnar sem afgreiddur var í borgarráði í dag. 

Í tilkynningu til Kauphallar Íslands vegna þessa kemur fram að ástæða þess að rekstur borgarinnar er langt undir því sem áætlanir gerðu ráð fyrir sé heimsfaraldur kóronuveiru. Efnahagsáfallið sem gangi yfir heimsbyggðina sökum heimsfaraldurs kórónuveiru sé farið að birtast í rekstri samstæðu Reykjavíkurborgar. „Þannig hefur veiking krónunnar umtalsverð áhrif á erlend lán Orkuveitu og álverð hefur lækkað með neikvæðum áhrifum á álafleiðu Orkuveitu.  Mikill tekjusamdráttur hefur orðið hjá Faxaflóahöfnum og Strætó auk Sorpu bs. sökum samdráttar í ferðaþjónustu og minni umsvifa innanlands.  Gera má ráð fyrir áframhaldandi samdrætti næstu misseri.“

Í fréttatilkynningu frá borginni er haft eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að borgin sýni nú skýr merki um heimsfaraldurinn í fjárhagsuppgjöri sínu fyrir fyrstu sex mánuði ársins. „Þyngst vegur tekjusamdráttur vegna atvinnuleysis og minni umsvifa í efnahagslífinu. Áberandi tekjufall er einnig hjá Strætó og Faxaflóahöfnum. Hins vegar hafa aukin útgjöld fylgt viðbrögðum við COVID-19. Rekstur málaflokka hefur að öðru leyti gengið vel. Niðurstöðurnar eru í ágætu samræmi við sviðsmyndir og spár fjármálasviðs borgarinnar frá því í vor og undirstrika að standa þarf með sveitarfélögum við núverandi aðstæður enda bera þau uppi lykil grunnþjónustu í samfélaginu.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meiri líkur en minni á því að hægt verði að mynda miðjustjórn sem teygir sig til vinstri
Þrjár gerðir fjögurra flokka stjórna sem innihalda miðju- og vinstriflokka mælast með meiri líkur á að geta orðið til en sitjandi ríkisstjórn hefur á því að sitja áfram.
Kjarninn 20. september 2021
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Jóhann Friðrik Friðriksson
Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent