Afkoma A-hluta Reykjavíkurborgar 2,2 milljörðum króna undir áætlun

Reykjavíkurborg var rekin með afgangi í fyrra en hagnaður af þeim hluta rekstrar hennar sem fjármagnaður er með skatttekjum var langt undir áætlun. Á móti hækkaði matsvirði félagslegra íbúða í eigu félags borgarinnar.

Núverandi meirihluti í Reykjavíkurborg tók við völdum 2018.
Núverandi meirihluti í Reykjavíkurborg tók við völdum 2018.
Auglýsing

Sá hluti rekstrar Reykja­vík­ur­borgar sem fjár­magn­aður er með skatt­tekj­um, svo­kall­aður A-hluti, skil­aði 1.358 milljón króna hagn­aði í fyrra. Áætlun hafði gert ráð fyrir því að afkoma af rekstri hans yrði jákvæð um 3.572 millj­ónir króna. Því var afkoma A-hlut­ans 2.214 millj­ónum króna undir áætl­un. Rekstr­ar­nið­ur­staða fyrir fjár­magnsliði var svo umtals­vert lak­ari, var jákvæð um 930 millj­ónir króna en áætl­anir hafi reiknað með að hún yrði rúm­lega fjórir millj­arðar króna.

Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi Reykja­vík­ur­borgar sem lagður var fyrir borg­ar­ráð í dag. 

Hinn hlut­inn í rekstri borg­ar­inn­ar, B-hlut­inn, nær yfir afkomu þeirra fyr­ir­tækja sem borgin á að öllu leyti eða að hluta. Fyr­ir­tækin sem telj­­ast til B-hlut­ans eru Orku­veita Reykja­vík­­­ur, Faxa­fló­a­hafnir sf., Félags­­­bú­­staðir hf., Íþrótta- og sýn­inga­höllin hf., Mal­bik­un­­ar­­stöðin Höfði hf., Slökkvi­lið höf­uð­­borg­­ar­­­svæð­is­ins bs., Sorpa bs. og Strætó bs, auk Afl­vaka hf og Þjóð­ar­leik­vangs ehf.

Auglýsing
Meiri bók­færður hagn­aður var af rekstri B-hlut­ans en áætl­anir gerðu ráð fyr­ir. Þar skiptir mestu að mats­breyt­ingar fjár­fest­inga­eigna Félags­bú­staða skil­uðu 3.454 millj­óna króna hærri tekju­færslu en fjár­hags­á­ætlun hafði reiknað með. Það þýðir að bók­fært virði félags­legra íbúða í eigu dótt­ur­fyr­ir­tækis borg­ar­innar hafi hækkað um þá upp­hæð umfram það sem vænst var á árinu 2019. 

Þetta skil­aði því að sam­an­lögð rekstr­ar­nið­ur­staða borg­ar­innar var 792 millj­ónum krónum lak­ari en í fjár­hags­á­ætl­un, eða 11,2 millj­arðar króna. 

Töf á kjara­samn­ings­gerð lag­aði stöð­una

Í til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands vegna þessa segir að verri rekstr­ar­nið­ur­staða A-hlut­ans skýrist einkum af því að skatt­tekjur voru 1.451 millj­ónum króna undir áætlun og tekjur af sölu bygg­inga­rétta skil­uðu 3.753 millj­ónum krónum minna en reiknað hafi verið með. Þá hafi annar rekstr­ar­kostn­aður Reykja­vík­ur­borgar verið 2.117 millj­ónum króna yfir áætl­un. 

Á móti hafi launa­kostn­aður verið 2.738 millj­ónum króna lægri en fjár­hags­á­ætlun gerði ráð fyr­ir. skrif­ast það fyrst og síð­ast á að kjara­samn­ingar við opin­bera starfs­menn voru umtals­vert seinna á ferð­inni en áætl­anir gerðu ráð fyrir og dróg­ust inn á árið 2020.  Aðrar rekstr­ar­tekjur voru síðan 1.871 millj­ónum króna yfir áætl­un.

Heild­ar­eignir sam­kvæmt sam­an­teknum efna­hags­reikn­ingi námu í árs­lok 688,9 millj­örðum króna. Heild­ar­skuldir ásamt skuld­bind­ingum voru 345 millj­arðar króna og eigið fé var því 343,9 millj­arðar króna. en þar af var hlut­deild með­eig­enda 18,9 millj­arðar króna. Eig­in­fjár­hlut­fall sam­stæð­unnar er nú 49,9 pró­sent en var 49,4 pró­sent um síð­ustu ára­mót.

Borg­ar­stjóri segir upp­gjörið vera sterkt

Í frétta­til­kynn­ingu frá borg­inni segir Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri að þetta sé sterk nið­ur­staða en framund­an ­séu erf­iðir tím­ar. „Þessi nið­ur­staða sýnir öðru fremur sterkan fjár­hag borg­ar­innar eftir síð­asta ár. Við höfum verið að mal­bika, leggja nýja hjóla­stíga, byggja nýja grunn­skóla, ný íþrótta­mann­virki í aust­ur­borg­inni en um leið leggja áherslu á góða þjón­ustu. Þessi nið­ur­staða er því gott vega­nesti inn í þær efna­hags­legu þreng­ingar sem við erum að sigla inn í núna í kjöl­far Covid-19. Borgin mun geta tekið á sig umtals­verðan kostnað vegna Covid-19 en ef sveit­ar­fé­lögin allt landið um kring eiga ekki að fara í nið­ur­skurð á þjón­ustu þá þarf að koma yfir­lýs­ing frá rík­inu um að það muni standa með sveit­ar­fé­lög­unum í gegnum þetta.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent