Afkoma A-hluta Reykjavíkurborgar 2,2 milljörðum króna undir áætlun

Reykjavíkurborg var rekin með afgangi í fyrra en hagnaður af þeim hluta rekstrar hennar sem fjármagnaður er með skatttekjum var langt undir áætlun. Á móti hækkaði matsvirði félagslegra íbúða í eigu félags borgarinnar.

Núverandi meirihluti í Reykjavíkurborg tók við völdum 2018.
Núverandi meirihluti í Reykjavíkurborg tók við völdum 2018.
Auglýsing

Sá hluti rekstrar Reykja­vík­ur­borgar sem fjár­magn­aður er með skatt­tekj­um, svo­kall­aður A-hluti, skil­aði 1.358 milljón króna hagn­aði í fyrra. Áætlun hafði gert ráð fyrir því að afkoma af rekstri hans yrði jákvæð um 3.572 millj­ónir króna. Því var afkoma A-hlut­ans 2.214 millj­ónum króna undir áætl­un. Rekstr­ar­nið­ur­staða fyrir fjár­magnsliði var svo umtals­vert lak­ari, var jákvæð um 930 millj­ónir króna en áætl­anir hafi reiknað með að hún yrði rúm­lega fjórir millj­arðar króna.

Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi Reykja­vík­ur­borgar sem lagður var fyrir borg­ar­ráð í dag. 

Hinn hlut­inn í rekstri borg­ar­inn­ar, B-hlut­inn, nær yfir afkomu þeirra fyr­ir­tækja sem borgin á að öllu leyti eða að hluta. Fyr­ir­tækin sem telj­­ast til B-hlut­ans eru Orku­veita Reykja­vík­­­ur, Faxa­fló­a­hafnir sf., Félags­­­bú­­staðir hf., Íþrótta- og sýn­inga­höllin hf., Mal­bik­un­­ar­­stöðin Höfði hf., Slökkvi­lið höf­uð­­borg­­ar­­­svæð­is­ins bs., Sorpa bs. og Strætó bs, auk Afl­vaka hf og Þjóð­ar­leik­vangs ehf.

Auglýsing
Meiri bók­færður hagn­aður var af rekstri B-hlut­ans en áætl­anir gerðu ráð fyr­ir. Þar skiptir mestu að mats­breyt­ingar fjár­fest­inga­eigna Félags­bú­staða skil­uðu 3.454 millj­óna króna hærri tekju­færslu en fjár­hags­á­ætlun hafði reiknað með. Það þýðir að bók­fært virði félags­legra íbúða í eigu dótt­ur­fyr­ir­tækis borg­ar­innar hafi hækkað um þá upp­hæð umfram það sem vænst var á árinu 2019. 

Þetta skil­aði því að sam­an­lögð rekstr­ar­nið­ur­staða borg­ar­innar var 792 millj­ónum krónum lak­ari en í fjár­hags­á­ætl­un, eða 11,2 millj­arðar króna. 

Töf á kjara­samn­ings­gerð lag­aði stöð­una

Í til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands vegna þessa segir að verri rekstr­ar­nið­ur­staða A-hlut­ans skýrist einkum af því að skatt­tekjur voru 1.451 millj­ónum króna undir áætlun og tekjur af sölu bygg­inga­rétta skil­uðu 3.753 millj­ónum krónum minna en reiknað hafi verið með. Þá hafi annar rekstr­ar­kostn­aður Reykja­vík­ur­borgar verið 2.117 millj­ónum króna yfir áætl­un. 

Á móti hafi launa­kostn­aður verið 2.738 millj­ónum króna lægri en fjár­hags­á­ætlun gerði ráð fyr­ir. skrif­ast það fyrst og síð­ast á að kjara­samn­ingar við opin­bera starfs­menn voru umtals­vert seinna á ferð­inni en áætl­anir gerðu ráð fyrir og dróg­ust inn á árið 2020.  Aðrar rekstr­ar­tekjur voru síðan 1.871 millj­ónum króna yfir áætl­un.

Heild­ar­eignir sam­kvæmt sam­an­teknum efna­hags­reikn­ingi námu í árs­lok 688,9 millj­örðum króna. Heild­ar­skuldir ásamt skuld­bind­ingum voru 345 millj­arðar króna og eigið fé var því 343,9 millj­arðar króna. en þar af var hlut­deild með­eig­enda 18,9 millj­arðar króna. Eig­in­fjár­hlut­fall sam­stæð­unnar er nú 49,9 pró­sent en var 49,4 pró­sent um síð­ustu ára­mót.

Borg­ar­stjóri segir upp­gjörið vera sterkt

Í frétta­til­kynn­ingu frá borg­inni segir Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri að þetta sé sterk nið­ur­staða en framund­an ­séu erf­iðir tím­ar. „Þessi nið­ur­staða sýnir öðru fremur sterkan fjár­hag borg­ar­innar eftir síð­asta ár. Við höfum verið að mal­bika, leggja nýja hjóla­stíga, byggja nýja grunn­skóla, ný íþrótta­mann­virki í aust­ur­borg­inni en um leið leggja áherslu á góða þjón­ustu. Þessi nið­ur­staða er því gott vega­nesti inn í þær efna­hags­legu þreng­ingar sem við erum að sigla inn í núna í kjöl­far Covid-19. Borgin mun geta tekið á sig umtals­verðan kostnað vegna Covid-19 en ef sveit­ar­fé­lögin allt landið um kring eiga ekki að fara í nið­ur­skurð á þjón­ustu þá þarf að koma yfir­lýs­ing frá rík­inu um að það muni standa með sveit­ar­fé­lög­unum í gegnum þetta.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Viðskipti með hlutabréf lækkuðu um 60 prósent milli ára
Mest viðskipti voru með hlutabréf í Marel í nýliðnum mánuði en flest viðskipti voru með hlutabréf í Icelandair.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur segir „komið að stjórnvöldum“ að taka ákvarðanir
Við þurfum að læra að lifa með kórónuveirunni næstu mánuði og jafnvel ár og því er komið að hafa sjónarmið annarra en sóttvarnalæknis í ákvarðanatöku. „Ég held að það sé komið að stjórnvöldum að koma meira inn í það,“ segir Þórólfur Guðnason.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Það verður ekkert Reykjavíkurmaraþon í ár.
Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka aflýst
Reykjavíkumaraþoni Íslandsbanka, sem fram átti að fara 22. ágúst, hefur verið aflýst. Allar skráningar í hlaupið verða færðar fram um eitt ár, en þeir sem þess óska geta fengið endurgreiðslu.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason sýna hér hvað tveir metrar eru um það bil langir.
Víðir: Rýmisgreind fólks er mismunandi
Meirihluti þeirra sem sýkst hefur af COVID-19 síðustu daga er ungt fólk. Landlæknir segir engan vilja lenda í því að sýkja aðra og biðlar til ungs fólks og aðstandenda þeirra að skerpa á sóttvarnarreglum.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Rannsókn á Lindsor-málinu í Lúxemborg lokið og því vísað til saksóknara
Tæpum tólf árum eftir að aflandsfélagið Lindsor Holding fékk lán frá Kaupþingi til að kaupa verðlítil skuldabréf, meðal annars af starfsmönnum bankans í Lúxemborg, er rannsókn á málinu lokið þar í landi.
Kjarninn 4. ágúst 2020
83 nú með COVID-19
Þrjú ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær, tvö hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítala og eitt hjá Íslenskri erfðagreiningu. 83 eru því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Ketill Sigurjónsson
Lokun álversins í Tiwai Point og veikleikar stóru íslensku orkufyrirtækjanna
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Ekki lengur aðeins sóttvarnamál
Baráttan við kórónuveiruna er ekki lengur aðeins sóttvarnamál heldur einnig pólitískt og efnahagslegt. „Það eru fleiri sem þurfa að koma að borðinu,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent