Skattrannsóknarstjóri fær upplýsingar um 25 milljarða greiðslur í gegnum AirBnB

Skattrannsóknarstjóri hefur fengið send gögn frá AirBnB á Írlandi, um greiðslur sem komið hafa til vegna útleigu íbúða á Íslandi. Alls fékk embættið upplýsingar um greiðslur sem námu um 25,1 milljarði króna á árunum 2015-2018.

Bryndís Kristjánsdóttir er skattrannsóknarstjóri.
Bryndís Kristjánsdóttir er skattrannsóknarstjóri.
Auglýsing

Skatt­rann­sókn­ar­stjóri hefur fengið upp­lýs­ingar sendar frá Air­BnB á Írlandi um greiðslur sem runnu til íslenskra skatt­þegna vegna útleigu íbúða á Íslandi á árunum 2015-2018. Alls nema greiðsl­urnar 25,1 millj­arði króna.

Óskað var eftir gögn­unum frá Air­BnB árið 2018, en þau bár­ust ekki fyrr en nýlega, sam­kvæmt til­kynn­ingu á vef skatt­rann­sókn­ar­stjóra í dag. Írsk skatt­yf­ir­völd aðstoð­uðu skatt­rann­sókn­ar­stjóra við að fá gögn og upp­lýs­ingar frá Air­BnB.

Í til­kynn­ingu skatt­rann­sókn­ar­stjóra segir að þegar sé farin af stað vinna innan emb­ætt­is­ins við frek­ari grein­ingu gagn­anna og að í fram­hald­inu verði metið hvort þörf sé á frek­ari aðgerðum af hálfu emb­ætt­is­ins.

Stór hluti gist­ingar á Íslandi seldur í gegnum Air­BnB

Mark­aðs­hlut­deild Air­BnB, hlut­fall af seldum gistin­óttum á Íslandi, fór vax­andi með auknum umsvifum í ferða­þjón­ustu á Íslandi og náði hámarki árið 2018, þegar 38 pró­sent af öllum seldum gistin­óttum á Íslandi voru seldar í gegnum Air­BnB, sam­kvæmt ferða­þjón­ustu­grein­ingu Lands­bank­ans sem birt­ist í fyrra.

Auglýsing

Fjöl­margir Íslend­ingar hafa á und­an­förnum árum séð tæki­færi í því að leigja út íbúðir sínar til skemmri tíma til ferða­manna, auk þess sem ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki hafa nýtt sér vef­síð­una til þess að aug­lýsa hefð­bundn­ara form íbúða­gist­ing­ar. 

Allt að 70 pró­sent íbúða í ákveðnum götum í Reykja­vík voru skráðar á síð­una sam­kvæmt rann­sókn á áhrifum Air­BnB á hús­næð­is­mark­að­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem birt­ist í maí í fyrra.

Air­BnB er hluti af hinu svo­kall­aða deili­hag­kerfi og var það form heimagist­ingar sem hægt er að bjóða upp á í gegnum síð­una nýr veru­leiki fyrir bæði neyt­endur og stjórn­völd þegar mark­aðs­hlut­deildin fór vax­andi.

Hót­el­eig­endur fundu sumir fyrir minnk­andi eft­ir­spurn vegna aukn­ingar á heimagist­ingu í gegnum Air­BnB og kvört­uðu yfir því að sitja ekki við sama borð þegar kæmi að skatt­lagn­ingu og eft­ir­liti með starf­sem­inni.

Sam­kvæmt áður­nefndri rann­sókn á áhrifum Air­BnB á hús­næð­is­mark­að­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu voru 2.567 eignir í Reykja­vík skráðar á Air­BnB í apríl í fyrra og þar af voru 58 pró­­sent starf­­ræktar án lög­­bund­ins leyf­­­is.

Sér­stök heimagist­ing­ar­vakt var sett á fót hjá emb­ætti sýslu­manns­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Heimagist­ing­ar­vakt­inni var ætlað að hafa hvetj­andi áhrif á ein­stak­linga til þess að skrá skamm­tíma­út­leigu sína, en mörg­þús­und ábend­ingar hafa borist þangað um heimagist­ingu sem starf­rækt hafi verið án leyf­is. 

Svo­kölluð 90 daga regla varð­andi heimagist­ingu tók gildi í árs­­byrjun 2017, en í henni felst að ein­stak­l­ingum er heim­ilt að leigja út lög­­heim­ili sín og eina aðra fast­­eign sem er í þeirra eigu til allt að 90 daga á hverju alm­an­aks­ári án þess að lúta sömu reglum um leyfi og gjöld og gilda um atvinn­u­­rekst­­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent