Mikil óvissa um hvort greiddur sé skattur af Airbnb-leigu

Heimagisting í gegnum Airbnb velti um 6,6 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2017. Talið er að slík gisting sé með 50 prósent markaðshlutdeild. Og vafi er á hvort skattur sé greiddur af tekjum af henni.

7DM_4198_raw_1619.JPG
Auglýsing

Mik­ill óvissa ríkir um hvort þeir sem leigi út íbúð­irnar sínar í gegnum Air­bnb greiði skatt af þeirri leigu. Alls velti heimagist­ing í gegnum Air­bnb í Reykja­vík um 46 millj­ónum evra í fyrra, eða um 6,1 millj­arði króna. Á fyrstu átta mán­uðum árs­ins 2017 er áætlað að veltan sé 50,5 millj­ónir evra, eða um 6,6 millj­arðar króna, sam­kvæmt tölum sem Hag­fræði­deild Lands­bank­ans hefur aflað í gegnum grein­inga­fyr­ir­tækið Air­dna, sem safnar sam­tíma­gögnum af vef­síðu Air­bnb.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítar­legri efna­hags­grein­ingu Lands­bank­ans á ferða­þjón­ustu á Íslandi sem birt var í dag.

Alls óvíst að greiddur sé skattur

Talið er að um 15 pró­sent af velt­unni fari beint til Air­bnb. Á fyrstu átta mán­uðum árs­ins í ár er það um millj­arður króna en allt árið í fyrra var sú upp­hæð um 900 millj­ónir króna. Lands­bank­inn telur alls óvíst að fyr­ir­tæki eins og Air­bnb greiði nokkurn skatt af starf­semi sinni hér­lend­is. Þá liggur heldur ekk­ert fyrir um hversu margir þeirra sem leigja út íbúð­irnar sínar í gegnum deili­hag­kerfið greiði skatt af tekjum sínum vegna þeirrar útleigu. Raunar bendir flest til þess að ansi margir geri slíkt ekki.

Auglýsing

Sam­kvæmt lögum eiga allir ein­stak­lingar sem ætla að bjóða heimagist­ingu að til­kynna sýslu­manni um slíkt. Við skrán­ingu ber við­kom­andi aðila að stað­festa að hús­næðið upp­fylli kröfur í reglu­gerð um bruna­varn­ir, það hafi hlotið sam­þykki sem íbúð­ar­hús­næði og að hús­næðið sé full­nægj­andi með til­liti til holl­ustu­hátta sam­kvæmt lögum um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir. Alls eru 927 með skráða heimagist­ingu. Inni­falið í því eru aðilar sem reka gisti­heim­ili og bændag­ist­ingu. Þar er því alls ekki ein­ungis um Air­bn­b-út­leigj­endur að ræða. Í þessu sam­hengi má nefna að 3.049 fast­eignir í Reykja­vík voru skráðar til útleigu á Air­bnb í ágúst 2016. Þeim hafði þá fjölgað um 80 pró­sent á milli ára. Og miðað við aukna veltu á árinu 2017 má ætla að þeim fast­eignum hafi síst fækk­að.

Í skýrslu Lands­bank­ans seg­ir: „Air­bnb greiðir gest­gjöf­unum inn á banka­reikn­ing hér­lendis eða erlend­is, eða inn á Payp­al-­reikn­ing. Mikil óvissa ríkir um hversu hátt hlut­fall af þeim tekjum er gefið upp til skatts hér á land­i.“

Allt að 50 pró­sent mark­aðs­hlut­deild

Lands­bank­inn áætlar því, út frá þeim tölum sem hann byggir grein­ingu sína á, að Airn­bnb sé með um 40 pró­sent mark­aðs­hlut­deild í hót­el­geir­anum í Reykja­vík. Ef Air­bn­b-g­ist­ing í nágranna­sveit­ar­fé­lögum Reykja­víkur er tekin inn í dæmið sé ekki ólík­legt að mark­aðs­hlut­deildin sé nálægt 50 pró­sent.

Í skýrsl­unni seg­ir: „Hver er t.d. ábyrgð stjórn­valda á að skapa sann­gjarna sam­keppn­is­stöðu á milli Air­bn­b-g­ist­ingar og hót­ela, að tryggja að eft­ir­lit sé sann­gjarnt og íþyngi ekki einni teg­und gist­ingar (hót­elum og gisti­heim­il­um) umfram aðra (s.s. Air­bnb). Það telst líka tæp­ast sann­gjarnt að hótel og gisti­heim­ili þurfi að greiða fyrir leyfi, greiði skatta og þurfi að taka til­lit til ýmissa sam­fé­lags­legra þátt í þéttri íbúa­byggð o.s.frv. á meðan Air­bn­b-g­ist­ing fær nán­ast frjálsar hend­ur.“

Hefur áhrif á inn­lendan hús­næð­is­markað

Útleiga á heim­ilum til ferða­manna hefur gert það að verkum að Ísland hefur getað tekið á móti þeim gríð­ar­lega fjölda ferða­manna sem hefur komið hingað til lands á und­an­förnum árum, þar sem upp­bygg­ing hót­ela hefur ekki getað haldið í við þá aukn­ingu. Skýrslu­höf­undar benda á að nýt­ing á hót­elum hér­lendis hafi dreg­ist saman í byrjun sum­ars, þrátt fyrir að við blasi að skortur sé á hót­el­rýmum til að þjón­usta síauk­inn fjölda ferða­manna sem sækir Ísland heim. Ástæðan sé sú að fram­boð af Air­bnb íbúðum sé enn að aukast. Það hefur áhrif á rekstr­ar­hæfi hót­ela og getu þeirra til að greiða þeim sem fjár­magna bygg­ingu þeirra, t.d. bönkum eins og Lands­bank­an­um.

Önnur alvar­leg hlið­ar­verkun af auk­inni Airn­bn­b-út­leigu er sú að hún hefur spilað stóra rullu í því að hús­næð­is­verð hefur hækkað gríð­ar­lega á örfáum árum með því að draga veru­legu úr fram­boði á mark­aði þar sem eft­ir­spurn er gríð­ar­leg. Þar spila vit­an­lega aðrir þættir líka stóra, og jafn­vel stærri rullu. Mestu máli skiptir að ein­fald­lega hefur ekki verið byggt nægj­an­lega mikið nægj­an­lega hratt til að halda í við eft­ir­spurn eftir íbúð­ar­hús­næði. Þá hefur inn­koma hagn­að­ar­drif­inna leigu­fé­laga einnig haft áhrif.

Afleið­ingin er sú að hús­næð­is­verð á öllu íbúð­ar­hús­næði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur hækkað um 91 pró­sent frá því í des­em­ber 2010. Íbúða­lána­sjóður metur það sem svo að það vanti um 9.000 íbúðir á næstu þremur árum, eða til loka árs 2019, til að anna eft­ir­spurn.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi: Stjórnvöld gerðu mistök með því að opna landið
Prófessor í hagfræði, sem varaði við áhrifum af opnun landamæra Íslands í sumar, segir að stjórnvöld hafi stefnt mikilvægum almannagæðum í hættu með því að halda þeim til streitu. Hagsmunir fárra hafi verið teknir fram yfir hagsmuni þorra landsmanna.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum
Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Faraldur skollinn á að nýju
Mögulega verða einhverjir lagðir inn vegna COVID-19. Annað hópsmitið hefur verið rakið til veitingastaðar í Reykjavík. Tæplega 50 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smits sem greindist hjá einstaklingum sem þar voru um verslunarmannahelgina.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.
Kjarninn 7. ágúst 2020
109 virk smit – 914 í sóttkví
Sautján ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og þrjú í landamæraskimun. 109 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar