Ekki nóg að fordæma ofurlaun einu sinni á ári án þess að aðhafast nokkuð

Miðstjórn ASÍ hvetur Alþingi til að samþykkja að birta álagningarskrár með rafrænum hætti, þar sem birtir eru allir álagðir skattar, þannig að aðgengi að þessum samfélagslega mikilvægu upplýsingum sé tryggt.

peningar
Auglýsing

ASÍ telur að Íslend­ingar þurfi að bregð­ast við „þeirri móðgun og aug­ljósu stétta­skipt­ingu“ sem birt­ist í hvert sinn sem skatt­skrár eru gerðar opin­ber­ar. Ekki sé nóg að for­dæma ofur­laun einu sinni á ári án þess að aðhaf­ast nokk­uð. Tími sé kom­inn til aðgerða. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá sam­band­inu.

„Komið hefur í ljós að sú aðgerð að leggja niður kjara­ráð hefur valdið launa­skriði hjá þeim hæst­laun­uðu hjá rík­inu. Það var engin umræða um sann­gjörn laun í tengslum við þá aðgerð. Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart. Á meðan við leggjum ekki skýrar línur í þessum málum skiptir engu máli hverjir ákveða laun­in. Ein­föld aðgerð eins og að breyta því hverjir ákveða laun þeirra launa­hæstu skilar engu rétt­læti í sjálfu sér án skýrra reglna um launa­á­kvarð­an­ir. Til­hneig­ingin er alltaf sú að þeir sem hafa meira fá meira og þeir sem minna hafa fá minna. Það er löngu tíma­bært að mótuð verði skýr og sann­gjörn launa­stefnu hjá rík­inu og í stjórnum fyr­ir­tækja, stofn­ana og félaga­sam­taka,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Festa þurfi í lög að fyr­ir­tæki geri grein fyrir launa­bili í árs­reikn­ingum og þurfi stjórn­völd að setja skýra launa­stefnu þar sem til­greint sé hvert launa­bilið megi vera á milli þeirra hæst laun­uðu og lægst laun­uðu.

Auglýsing

Mið­stjórn ASÍ hvetur full­trúa í stjórn­um, trún­að­ar­menn á vinnu­stöð­um, stjórn­mála­fólk, starfs­fólk og stjórn­endur til að ræða launa­mun innan þeirra fyr­ir­tækja og stofn­ana sem og innan sam­fé­lags­ins alls. Hún telur að móta þurfi stefnu sem byggi á nið­ur­stöðu þess sam­tals.

„Það er afar brýnt að allir lands­menn greiði skatta og gjöld til sam­fé­lags­ins óháð upp­runa tekna, svo sem arð­greiðslur úr fyr­ir­tækjum eða fjár­magnstekj­ur. Upp­lýs­ingar um slíkt þurfa að vera aðgengi­legar og gagn­sæj­ar. Mið­stjórn ASÍ hvetur Alþingi jafn­framt til að sam­þykkja að birta álagn­ing­ar­skrár með raf­rænum hætti, þar sem birtir eru allir álagðir skatt­ar, þannig að aðgengi að þessum sam­fé­lags­lega mik­il­vægu upp­lýs­ingum sé trygg­t,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Hjálmar Jónsson, formaður BÍ.
Verkfalli blaðamanna aflýst
Tólf tíma verkfalli félaga í Blaðamannafélagi Íslands hefur verið aflýst. Samningur SA verður borinn undir félagsmenn.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Segir væntanlegt starfsfólk Play „varla að vita kaup og kjör“
Forseti ASÍ hvetur Play til að birta kjarasamninga sem það hefur gert um störf flugliða. Hún segir að undirboð á vinnumarkaði verði ekki liðin. Play telur sig hafa náð allt að 37 prósent kostnaðarlækkun vegna launa.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Milli tveggja heima – Pólskur veruleiki á Íslandi
Miklar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi á síðustu áratugum og er ein breytan þar gífurlegur fjöldi innflytjenda sem hefur ákveðið að taka sitt hafurtask, söðla um og flytjast landa á milli.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ottó Tynes
Nútímavæðing nýfrjálshyggjunnar
Leslistinn 22. nóvember 2019
Marel og Össur draga vagninn í ávöxtun hlutabréfa Gildis
Hagnaður Gildis af bréfum sjóðsins í Marel og Össur nam 16,9 milljörðum króna á fyrstu tíu mánuðum ársins 2019. Ef sú hlutabréfaeign er undanskilin var samtals tap á eign sjóðsins á bréfum í hinum 16 félögunum sem hann átti í á Íslandi.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent