Ekki nóg að fordæma ofurlaun einu sinni á ári án þess að aðhafast nokkuð

Miðstjórn ASÍ hvetur Alþingi til að samþykkja að birta álagningarskrár með rafrænum hætti, þar sem birtir eru allir álagðir skattar, þannig að aðgengi að þessum samfélagslega mikilvægu upplýsingum sé tryggt.

peningar
Auglýsing

ASÍ telur að Íslend­ingar þurfi að bregð­ast við „þeirri móðgun og aug­ljósu stétta­skipt­ingu“ sem birt­ist í hvert sinn sem skatt­skrár eru gerðar opin­ber­ar. Ekki sé nóg að for­dæma ofur­laun einu sinni á ári án þess að aðhaf­ast nokk­uð. Tími sé kom­inn til aðgerða. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá sam­band­inu.

„Komið hefur í ljós að sú aðgerð að leggja niður kjara­ráð hefur valdið launa­skriði hjá þeim hæst­laun­uðu hjá rík­inu. Það var engin umræða um sann­gjörn laun í tengslum við þá aðgerð. Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart. Á meðan við leggjum ekki skýrar línur í þessum málum skiptir engu máli hverjir ákveða laun­in. Ein­föld aðgerð eins og að breyta því hverjir ákveða laun þeirra launa­hæstu skilar engu rétt­læti í sjálfu sér án skýrra reglna um launa­á­kvarð­an­ir. Til­hneig­ingin er alltaf sú að þeir sem hafa meira fá meira og þeir sem minna hafa fá minna. Það er löngu tíma­bært að mótuð verði skýr og sann­gjörn launa­stefnu hjá rík­inu og í stjórnum fyr­ir­tækja, stofn­ana og félaga­sam­taka,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Festa þurfi í lög að fyr­ir­tæki geri grein fyrir launa­bili í árs­reikn­ingum og þurfi stjórn­völd að setja skýra launa­stefnu þar sem til­greint sé hvert launa­bilið megi vera á milli þeirra hæst laun­uðu og lægst laun­uðu.

Auglýsing

Mið­stjórn ASÍ hvetur full­trúa í stjórn­um, trún­að­ar­menn á vinnu­stöð­um, stjórn­mála­fólk, starfs­fólk og stjórn­endur til að ræða launa­mun innan þeirra fyr­ir­tækja og stofn­ana sem og innan sam­fé­lags­ins alls. Hún telur að móta þurfi stefnu sem byggi á nið­ur­stöðu þess sam­tals.

„Það er afar brýnt að allir lands­menn greiði skatta og gjöld til sam­fé­lags­ins óháð upp­runa tekna, svo sem arð­greiðslur úr fyr­ir­tækjum eða fjár­magnstekj­ur. Upp­lýs­ingar um slíkt þurfa að vera aðgengi­legar og gagn­sæj­ar. Mið­stjórn ASÍ hvetur Alþingi jafn­framt til að sam­þykkja að birta álagn­ing­ar­skrár með raf­rænum hætti, þar sem birtir eru allir álagðir skatt­ar, þannig að aðgengi að þessum sam­fé­lags­lega mik­il­vægu upp­lýs­ingum sé trygg­t,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent