Ekki nóg að fordæma ofurlaun einu sinni á ári án þess að aðhafast nokkuð

Miðstjórn ASÍ hvetur Alþingi til að samþykkja að birta álagningarskrár með rafrænum hætti, þar sem birtir eru allir álagðir skattar, þannig að aðgengi að þessum samfélagslega mikilvægu upplýsingum sé tryggt.

peningar
Auglýsing

ASÍ telur að Íslend­ingar þurfi að bregð­ast við „þeirri móðgun og aug­ljósu stétta­skipt­ingu“ sem birt­ist í hvert sinn sem skatt­skrár eru gerðar opin­ber­ar. Ekki sé nóg að for­dæma ofur­laun einu sinni á ári án þess að aðhaf­ast nokk­uð. Tími sé kom­inn til aðgerða. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá sam­band­inu.

„Komið hefur í ljós að sú aðgerð að leggja niður kjara­ráð hefur valdið launa­skriði hjá þeim hæst­laun­uðu hjá rík­inu. Það var engin umræða um sann­gjörn laun í tengslum við þá aðgerð. Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart. Á meðan við leggjum ekki skýrar línur í þessum málum skiptir engu máli hverjir ákveða laun­in. Ein­föld aðgerð eins og að breyta því hverjir ákveða laun þeirra launa­hæstu skilar engu rétt­læti í sjálfu sér án skýrra reglna um launa­á­kvarð­an­ir. Til­hneig­ingin er alltaf sú að þeir sem hafa meira fá meira og þeir sem minna hafa fá minna. Það er löngu tíma­bært að mótuð verði skýr og sann­gjörn launa­stefnu hjá rík­inu og í stjórnum fyr­ir­tækja, stofn­ana og félaga­sam­taka,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Festa þurfi í lög að fyr­ir­tæki geri grein fyrir launa­bili í árs­reikn­ingum og þurfi stjórn­völd að setja skýra launa­stefnu þar sem til­greint sé hvert launa­bilið megi vera á milli þeirra hæst laun­uðu og lægst laun­uðu.

Auglýsing

Mið­stjórn ASÍ hvetur full­trúa í stjórn­um, trún­að­ar­menn á vinnu­stöð­um, stjórn­mála­fólk, starfs­fólk og stjórn­endur til að ræða launa­mun innan þeirra fyr­ir­tækja og stofn­ana sem og innan sam­fé­lags­ins alls. Hún telur að móta þurfi stefnu sem byggi á nið­ur­stöðu þess sam­tals.

„Það er afar brýnt að allir lands­menn greiði skatta og gjöld til sam­fé­lags­ins óháð upp­runa tekna, svo sem arð­greiðslur úr fyr­ir­tækjum eða fjár­magnstekj­ur. Upp­lýs­ingar um slíkt þurfa að vera aðgengi­legar og gagn­sæj­ar. Mið­stjórn ASÍ hvetur Alþingi jafn­framt til að sam­þykkja að birta álagn­ing­ar­skrár með raf­rænum hætti, þar sem birtir eru allir álagðir skatt­ar, þannig að aðgengi að þessum sam­fé­lags­lega mik­il­vægu upp­lýs­ingum sé trygg­t,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja braut jafnréttislög þegar hún skipaði Pál í embætti ráðuneytisstjóra
Mennta- og menningarmálaráðherra braut jafnréttislög við skipun Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra í nóvember síðastliðnum. Verulega skorti á efnislegan rökstuðning ráðherra fyrir ráðningunni, segir í úrskurði kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 2. júní 2020
Slökkviliðsmaður berst við skógarelda í Brasilíu á síðasta ári.
Regnskógar minnkuðu um einn fótboltavöll á sex sekúndna fresti
Um tólf milljónir hektara af skóglendi töpuðust í hitabeltinu í fyrra. Skógareldar af náttúrunnar og mannavöldum áttu þar sinn þátt en einnig skógareyðing vegna landbúnaðar.
Kjarninn 2. júní 2020
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Tæpur þriðjungur Miðflokksmanna myndi kjósa Trump
Prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að hátt hlutfall Miðflokksmanna sem styður Trump fylgi ákveðnu mynstri viðhorfa sem hafi mikið fylgi meðal kjósenda lýðflokka Vestur-Evrópu.
Kjarninn 2. júní 2020
Vaxtabótakerfið var einu sinni stórt millifærslukerfi. Þannig er það ekki lengur.
Vaxtabætur halda áfram að lækka og sífellt færri fá þær
Á örfáum árum hefur fjöldi þeirra fjölskyldna sem fær vaxtabætur helmingast og upphæði sem ríkissjóður greiðir vegna þeirra dregist saman um milljarða. Þetta er vegna betri eiginfjárstöðu. En hærra eignarverð leiðir líka til hærri fasteignagjalda.
Kjarninn 2. júní 2020
Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson
Tengsl bæjarstjórahjóna við Kviku banka vekja spurningar
Leslistinn 2. júní 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent