Gistinóttum fækkaði lítillega í júlí

Þrátt fyrir 17 prósent fækkun ferðamanna í júlí þá fækkaði gistinóttum í sama mánuði um aðeins 1 prósent á milli ára.

_abh9185_15997315075_o.jpg
Auglýsing

Greiddar gistinætur ferða­manna dróg­ust saman um aðeins 1 pró­sent í júlí á milli ára. Gistinætur ferða­manna á öllum gisti­stöðum voru um 1.558.000 í júlí síð­ast­liðn­um, en þær voru um 1.576.000 í sama mán­uði í fyrra. Þá varð aukn­ing í gist­ingu á hót­elum og gisti­heim­ilum í júlí en gist­ing í gegnum Air­bnb og sam­bæri­legar síður dróst saman sem og gist­ing á öðrum gisti­stöð­um. Þetta kemur fram í gistin­átta­tölum Hag­stofu Íslands.

Gistin­óttum á hót­elum fjölgar um 1 pró­sent

Gistinætur á hót­elum í júlí síð­ast­liðnum voru 492.400, sem er 1 pró­sent fjölgun frá sama mán­uði árið áður. Gistinætur á hót­elum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu voru 5 pró­sent færri en í júlí í fyrra, en þeim ýmist fjölg­aði eða þær stóðu í stað í öðrum lands­hlut­u­m. 

Auglýsing

Þá var her­bergj­a­nýt­ing hót­ela í júlí 80,8 pró­sent sem er lækkun um 1,9 pró­sentu­stig frá júlí 2018 þegar hún var um 82,7 pró­sent. Á sama tíma hefur fram­boð gisti­rýmis auk­ist um 3,4 pró­sent mælt í fjölda her­bergja. Á Suð­ur­nesjum var nýt­ing hót­el­her­bergja mest eða um 88 pró­sent í júlí .

Ef litið er á tólf mán­aða tíma­bil, frá ágúst 2018 til júlí 2019, var heild­ar­fjöldi gistin­átta á hót­elum um 4.400.000, sem er 1 pró­sent aukn­ing miðað við sama tíma­bil árið áður.

17 pró­sent fækkun í júlí

Brott­farir erlendra far­þega frá land­inu um Kefla­vík­ur­flug­völl voru um 231 þús­und í júlí. Það eru um 47 þús­und færri brott­farir en júlí árið 2018 og því nam fækk­unin á milli ára 17 pró­sent­um, að því er fram kemur í taln­ingu Ferða­mál­stofu og Isa­vi­a. 

Mynd:Ferðamálastofa

Fækkun hefur verið í brott­förum ferða­manna alla mán­uði frá ára­mót­um, í jan­úar fækk­aði brott­förum um 5,8 pró­sent, í febr­úar um 6,9 pró­sent, í mars um 1,7 pró­sent, í apríl um 18,5 pró­sent, um 23,6 pró­sent í maí og 16,7 pró­sent í júní

Í heild­ina hafa um 1,1 milljón erlendra far­þega farið frá Íslandi um Kefla­vík­ur­flug­völl frá ára­mót­um, sem er 13,4 pró­sent fækkun miðað við sama tíma­bil í fyrra.

Spá að 1333 hót­el­her­bergi bæt­ist við á næstu þremur árum

Á síð­­­ustu fimm árum hefur fram­­boð hót­­el­her­bergja á land­inu farið úr 6200 her­bergjum í 10.800, ­­sem er aukn­ing um 74 pró­­sent, sam­kvæmt tölum Hag­stof­unn­ar. Í júlí árið 2009 voru 4600 hót­­el­her­bergi á Íslandi og hefur þeim því fjölgað um 133 pró­­sent á síð­­­ustu tíu árum. 

Grein­ing­ar­deild Íslands­­­banka áætl­­ar að hót­­­el­her­bergj­u­m ­­fjölgi um 6 pró­­­sent á árinu 2019, 17 pró­­­sent árið 2020 og 2 pró­­sent árið eft­­ir. Í öðrum orðum telur bank­inn bæt­­ast muni við 1333 ný hót­­el­bergi á höf­uð­­borg­­ar­­svæðið á næstu þremur árum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir
Segir að endurskoða þurfi afléttingar ef mörg fleiri smit greinast
Sóttvarnarlæknir segir næstu tvo daga munu gefa skýrari mynd af umfangi nýrra COVID-19 smita utan sóttkvíar innanlands. Að hans mati þyrfti að endurskoða fyrirhugaðar afléttingar á sóttvarnaraðgerðum ef það kemur í ljós að mikið fleiri eru smitaðir.
Kjarninn 7. mars 2021
Tvö smit af breska afbrigðinu
Síðustu daga hafa tveir greinst innanlands utan sóttkvíar með breska afbrigðið af COVID-19. Einn hinna smituðu fór á tónleika í Hörpu á föstudagskvöldið.
Kjarninn 7. mars 2021
Starfsmaður Landspítalans með COVID-19
Upp hefur komið COVID-19 smit á Landspítalanum. Starfsmaður greindist með veiruna, en samkvæmt aðstoðarmanni forstjóra Landspítalans hafði hann ekki verið í útlöndum nýlega.
Kjarninn 7. mars 2021
Ókláruðum íbúðum fækkar ört
Fjöldi ófullbúinna íbúða í síðustu viku var fjórðungi minni en á sama tíma árið á undan. Síðustu mælingar sýna að þeim hefur fækkað enn frekar frá áramótunum, en búist er við frekari samdrætti á næstunni.
Kjarninn 7. mars 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Risastórt rafíþróttamót og Twitter útibú
Kjarninn 7. mars 2021
Aflaverðmæti útgerða jókst milli ára þrátt fyrir heimsfaraldur
Aflaverðmæti þess sjávarfangs sem íslensk fiskiskip veiddu í fyrra er rúmum 20 milljörðum krónum meira en það var árið 2018. Útgerðir landsins hafa því heilt yfir farið vel út úr heimsfaraldri kórónuveiru.
Kjarninn 7. mars 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar
Segir Bjarna hafa viljað ráðið hver væri fulltrúi Viðreisnar í stjórn Íslandspósts
Formaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra hafi losað sig við fulltrúa flokksins úr stjórn Íslandspósts, sem hafi veitt fyrirtækinu aðhald, og sett undirmann sinn úr fjármálaráðuneytinu inn í staðinn.
Kjarninn 7. mars 2021
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent