Hótelherbergjum fjölgar þrátt fyrir fækkun ferðamanna

Áætlað er að hótelherbergjum á höfuðborgarsvæðinu fjölgi um 6 prósent á árinu þrátt fyrir fyrirhugaða fækkun ferðamanna. Íslandsbanki reiknar því með áframhaldandi lækkun á nýtingu hótela á svæðinu en nýtingin dróst saman um 6 prósent í fyrra.

Hótel Borg, Reykjavík, Kea Hótel
Hótel Borg, Reykjavík, Kea Hótel
Auglýsing

Ísland var dýr­asti áfanga­staður Evr­ópu árið 2017 og greiddi ferða­mað­ur­inn næstum tvö­falt hærra verð hér en að með­al­tali inn­an­ ­Evr­ópu­sam­bands­ins. Hót­elgist­ing í Reykja­vík hefur hækkað um 60 pró­sent frá árinu 2011 og er ein sú dýrasta í heimi um þessar mund­ir. Þá hefur nýt­ing hót­ela dreg­ist saman frá árinu 2017 og dróst saman um tæp sex pró­sent í fyrra. Íslands­banki spáir að nýt­ing hót­ela muni halda áfram að lækka í ár vegna ­fyr­ir­hug­aðr­ar ­fækkun ferða­manna. Þrátt fyrir það er áætlar Íslands­banki að hót­el­her­bergj­u­m ­fjölgi um 6 pró­sent á árinu og 17 pró­sent árið 2020.  

Hagn­aður dróst saman um 61 pró­sent á milli ári

Íslands­banki gaf í dag út nýja skýrslu um stöðu íslenskrar ferða­þjón­ustu. Í skýrsl­unni kemur fram að ytri áhrif á borð við styrk­ingu krón­unn­ar, hæg­ari fjölgun ferða­manna og verð­þrýst­ing í flug­rekstri vegna auk­innar sam­keppni hafa leitt af sér hæg­ari tekju­vöxt í grein­inni. Því virð­ist sem ekki hafi tek­ist nógu vel að mæta þeirri þróun með kostn­að­ar­hag­ræð­ingu og nið­ur­staðan því versn­andi rekstr­ar­nið­ur­stöður grein­ar­inn­ar. 

Árið 2017 skil­aði tæp­lega helm­ingur fyr­ir­tækja í ferða­þjón­ustu tapi. Rekstr­ar­gjöld hækk­uð­u hlut­falls­lega ­meira en tekjur og minnkar því EBITD- fram­legð ­grein­ar­innar úr 17 pró­sentum í 11,6 pró­sent milli ára. Dróst hagn­aður grein­ar­innar saman úr rúmum 27 millj­örð­u­m króna í tæp­lega 11 millj­arða króna, eða um 61 pró­sent á árinu 2017 frá fyrra ári. 

Auglýsing

Nýt­ing hót­ela í Reykja­vík dróst saman um sex pró­sent í fyrra 

Ferða­maður hér á landi ver stærstum hluta neyslu sinnar í gisti­þjón­ustu eða 23 pró­sent af heild­ar­neyslu sinni. Frá árinu 2010 sam­hliða upp­gangi í ferða­þjón­ust­u áttu hótel í Reykja­vík í fullu fangi með að mæta auk­inni eft­ir­spurn eftir gist­ingu hér á landi sam­hliða upp­gangi ferða­þjón­ust­unnar frá árinu 2010. Þessi mikla umfram eft­ir­spurn ­skap­aði skil­yrði fyrir tals­verðar verð­hækk­anir en verð á hót­elum í Reykjaum hækk­aði um 60 pró­sent á tíma­bil­inu 2011 til 2017 á meðan það stóð í stað hjá hót­elum innan Evr­ópu að með­al­tali.

Mynd: ÍslandsbankiSíðan á seinni hluta árs­ins 2017 hefur nýt­ing hót­el­her­bergja hins vegar lækkað á flest­öllum lands­hlut­u­m. Nýt­ing hót­ela í Reykja­vík dróst saman um tæp sex pró­sentu­stig á árinu 2018 miðað við fyrra ár eða úr 84,4 pró­sentum á árinu 2017 í 78,6 pró­sent á árinu 2018. Hótel í Reykja­vík veltu tæp­lega 25 millj­örðum á síð­ast­liðnu ári og jókst veltan um 5,8 pró­sent  frá árinu 2017. ­Með­al­verð hót­ela í Reykja­vík jókst um 3,3 pró­sent á árinu 2018 miðað við fyrra ár og náð­ist því aukin velta með hærri ­með­al­verð­i ­yfir árið ­þrátt fyr­ir­ lak­ari nýt­ing­u. 

Sam­kvæmt skýrsl­unni er hót­elgist­ing í Reykja­vík um þessar mundir rúm­lega þriðj­ungi dýr­ari, 36 pró­sent, en að með­al­tali hjá hót­elum innan Evr­ópu og á bil­inu 4 til 11 pró­sent  dýr­ari en í stór­borgum á borð við ­New York, Barcelona og London. Í skýrsl­unni segir að hátt verð­lag hér á landi rýrir sam­keppn­is­hæfni lands­ins á alþjóða­vísu og ljóst sé að ekki sé svig­rúm fyrir frek­ari verð­hækk­anir hjá hót­elum í Reykja­vík, nú þegar nýt­ing fer lækk­andi og ferða­mönnum fækk­andi, er lítið sem ekk­ert

1333 hót­el­her­bergi á næstu þremur árum 

Í skýrsl­unni er greint frá því að áfram stefni í tals­verða fjölgun hót­el­her­bergja á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þrátt fyrir að útlit sé fyrir að ferða­mönnum muni fækka á árin­u en fram­boð flug­sæta um Kefla­vík­ur­flug­völl hefur dregst saman um 28 pró­sent í ljósi gjald­þrots WOW a­ir. Nýt­ing á hót­ela fyrstu tveimur mán­uðum árs­ins 2019 hefur lækkað mest á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og á Suð­ur­nesjum frá sama tíma árið 2018. Að öðru óbreyttu má því gera ráð fyrir að nýt­ing hót­ela á höf­uð­borg­ar­svæð­inu muni verða lægri á þessu ári en á síð­ast­liðnu ári að jafn­aði, sam­kvæmt skýrsl­unni.

Mynd: ÍslandsbankiEngu að síður er áætluð fjár­fest­ing hót­ela á höf­uð­borg­ar­svæð­inu rúmir 61 millj­arðar króna út árið 2021 eða um 20 millj­arðar að með­al­tali ár hvert. ­Grein­ing Íslands­banka áætlar að fjölgun hót­el­her­bergja á höf­uð­borg­ar­svæð­inu verði um 1.300 til og með árinu 2021. Hlut­falls­leg fjölgun hót­el­her­bergja á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er því um 8 pró­sent að með­al­tali á hverju ári út spá­tíma­bil­ið. 

1 pró­sent fyr­ir­tækja með rúman helm­ing allra tekna í ferða­þjón­ustu

Ferða­þjón­ustan á Íslandi ein­kenn­ist því af fáum mjög stórum fyr­ir­tækjum og mörgum litl­um. Lítil fyr­ir­tæki, með tekjur undir 500 milj­ónir króna er eru 1.234 tals­ins og mynda saman um 93 pró­sent af heild­ar­fjölda fyr­ir­tækja í grein­inn­i.  

Rekstr­ar­tekj­ur ­þrettán stærstu fyr­ir­tækj­anna í ferða­þjón­ustu námu 245 millj­örðum króna árið 2017 sem nemur 58 pró­sent af heild­ar­tekjum grein­ar­innar á árin­u. Þar af námu tekjur tveggja stærstu flug­fé­lag­anna, Icelanda­ir og WOW a­ir 160 millj­örðum sem nemur rúmum þriðj­ungi af heild­ar­tekjum grein­ar­inn­ar.  ­Lítil fyr­ir­tæki eða 93 pró­sent af heild­ar­fyr­ir­tækjum grein­ar­innar skil­uðu ein­ungis 19 pró­sent af heild­ar­tekjum grein­ar­innar á árinu 2017.

Í skýrslu Íslands­banka segir að nú líti allt út ­fyrir að á þessu ári muni í fyrsta sinn frá árinu 2011 draga úr fjölda ferða­manna til Íslands og þar með ljúki einu mesta vaxt­ar­skeiði íslenskrar ferða­þjón­ustu. Bank­inn segir að því blasi við verðug áskorun við að auka verð­mæti á hvern ferða­mann til að við­halda verð­mæta­aukn­ing­u ­grein­ar­inn­ar. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent