Hótelherbergjum fjölgar þrátt fyrir fækkun ferðamanna

Áætlað er að hótelherbergjum á höfuðborgarsvæðinu fjölgi um 6 prósent á árinu þrátt fyrir fyrirhugaða fækkun ferðamanna. Íslandsbanki reiknar því með áframhaldandi lækkun á nýtingu hótela á svæðinu en nýtingin dróst saman um 6 prósent í fyrra.

Hótel Borg, Reykjavík, Kea Hótel
Hótel Borg, Reykjavík, Kea Hótel
Auglýsing

Ísland var dýr­asti áfanga­staður Evr­ópu árið 2017 og greiddi ferða­mað­ur­inn næstum tvö­falt hærra verð hér en að með­al­tali inn­an­ ­Evr­ópu­sam­bands­ins. Hót­elgist­ing í Reykja­vík hefur hækkað um 60 pró­sent frá árinu 2011 og er ein sú dýrasta í heimi um þessar mund­ir. Þá hefur nýt­ing hót­ela dreg­ist saman frá árinu 2017 og dróst saman um tæp sex pró­sent í fyrra. Íslands­banki spáir að nýt­ing hót­ela muni halda áfram að lækka í ár vegna ­fyr­ir­hug­aðr­ar ­fækkun ferða­manna. Þrátt fyrir það er áætlar Íslands­banki að hót­el­her­bergj­u­m ­fjölgi um 6 pró­sent á árinu og 17 pró­sent árið 2020.  

Hagn­aður dróst saman um 61 pró­sent á milli ári

Íslands­banki gaf í dag út nýja skýrslu um stöðu íslenskrar ferða­þjón­ustu. Í skýrsl­unni kemur fram að ytri áhrif á borð við styrk­ingu krón­unn­ar, hæg­ari fjölgun ferða­manna og verð­þrýst­ing í flug­rekstri vegna auk­innar sam­keppni hafa leitt af sér hæg­ari tekju­vöxt í grein­inni. Því virð­ist sem ekki hafi tek­ist nógu vel að mæta þeirri þróun með kostn­að­ar­hag­ræð­ingu og nið­ur­staðan því versn­andi rekstr­ar­nið­ur­stöður grein­ar­inn­ar. 

Árið 2017 skil­aði tæp­lega helm­ingur fyr­ir­tækja í ferða­þjón­ustu tapi. Rekstr­ar­gjöld hækk­uð­u hlut­falls­lega ­meira en tekjur og minnkar því EBITD- fram­legð ­grein­ar­innar úr 17 pró­sentum í 11,6 pró­sent milli ára. Dróst hagn­aður grein­ar­innar saman úr rúmum 27 millj­örð­u­m króna í tæp­lega 11 millj­arða króna, eða um 61 pró­sent á árinu 2017 frá fyrra ári. 

Auglýsing

Nýt­ing hót­ela í Reykja­vík dróst saman um sex pró­sent í fyrra 

Ferða­maður hér á landi ver stærstum hluta neyslu sinnar í gisti­þjón­ustu eða 23 pró­sent af heild­ar­neyslu sinni. Frá árinu 2010 sam­hliða upp­gangi í ferða­þjón­ust­u áttu hótel í Reykja­vík í fullu fangi með að mæta auk­inni eft­ir­spurn eftir gist­ingu hér á landi sam­hliða upp­gangi ferða­þjón­ust­unnar frá árinu 2010. Þessi mikla umfram eft­ir­spurn ­skap­aði skil­yrði fyrir tals­verðar verð­hækk­anir en verð á hót­elum í Reykjaum hækk­aði um 60 pró­sent á tíma­bil­inu 2011 til 2017 á meðan það stóð í stað hjá hót­elum innan Evr­ópu að með­al­tali.

Mynd: ÍslandsbankiSíðan á seinni hluta árs­ins 2017 hefur nýt­ing hót­el­her­bergja hins vegar lækkað á flest­öllum lands­hlut­u­m. Nýt­ing hót­ela í Reykja­vík dróst saman um tæp sex pró­sentu­stig á árinu 2018 miðað við fyrra ár eða úr 84,4 pró­sentum á árinu 2017 í 78,6 pró­sent á árinu 2018. Hótel í Reykja­vík veltu tæp­lega 25 millj­örðum á síð­ast­liðnu ári og jókst veltan um 5,8 pró­sent  frá árinu 2017. ­Með­al­verð hót­ela í Reykja­vík jókst um 3,3 pró­sent á árinu 2018 miðað við fyrra ár og náð­ist því aukin velta með hærri ­með­al­verð­i ­yfir árið ­þrátt fyr­ir­ lak­ari nýt­ing­u. 

Sam­kvæmt skýrsl­unni er hót­elgist­ing í Reykja­vík um þessar mundir rúm­lega þriðj­ungi dýr­ari, 36 pró­sent, en að með­al­tali hjá hót­elum innan Evr­ópu og á bil­inu 4 til 11 pró­sent  dýr­ari en í stór­borgum á borð við ­New York, Barcelona og London. Í skýrsl­unni segir að hátt verð­lag hér á landi rýrir sam­keppn­is­hæfni lands­ins á alþjóða­vísu og ljóst sé að ekki sé svig­rúm fyrir frek­ari verð­hækk­anir hjá hót­elum í Reykja­vík, nú þegar nýt­ing fer lækk­andi og ferða­mönnum fækk­andi, er lítið sem ekk­ert

1333 hót­el­her­bergi á næstu þremur árum 

Í skýrsl­unni er greint frá því að áfram stefni í tals­verða fjölgun hót­el­her­bergja á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þrátt fyrir að útlit sé fyrir að ferða­mönnum muni fækka á árin­u en fram­boð flug­sæta um Kefla­vík­ur­flug­völl hefur dregst saman um 28 pró­sent í ljósi gjald­þrots WOW a­ir. Nýt­ing á hót­ela fyrstu tveimur mán­uðum árs­ins 2019 hefur lækkað mest á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og á Suð­ur­nesjum frá sama tíma árið 2018. Að öðru óbreyttu má því gera ráð fyrir að nýt­ing hót­ela á höf­uð­borg­ar­svæð­inu muni verða lægri á þessu ári en á síð­ast­liðnu ári að jafn­aði, sam­kvæmt skýrsl­unni.

Mynd: ÍslandsbankiEngu að síður er áætluð fjár­fest­ing hót­ela á höf­uð­borg­ar­svæð­inu rúmir 61 millj­arðar króna út árið 2021 eða um 20 millj­arðar að með­al­tali ár hvert. ­Grein­ing Íslands­banka áætlar að fjölgun hót­el­her­bergja á höf­uð­borg­ar­svæð­inu verði um 1.300 til og með árinu 2021. Hlut­falls­leg fjölgun hót­el­her­bergja á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er því um 8 pró­sent að með­al­tali á hverju ári út spá­tíma­bil­ið. 

1 pró­sent fyr­ir­tækja með rúman helm­ing allra tekna í ferða­þjón­ustu

Ferða­þjón­ustan á Íslandi ein­kenn­ist því af fáum mjög stórum fyr­ir­tækjum og mörgum litl­um. Lítil fyr­ir­tæki, með tekjur undir 500 milj­ónir króna er eru 1.234 tals­ins og mynda saman um 93 pró­sent af heild­ar­fjölda fyr­ir­tækja í grein­inn­i.  

Rekstr­ar­tekj­ur ­þrettán stærstu fyr­ir­tækj­anna í ferða­þjón­ustu námu 245 millj­örðum króna árið 2017 sem nemur 58 pró­sent af heild­ar­tekjum grein­ar­innar á árin­u. Þar af námu tekjur tveggja stærstu flug­fé­lag­anna, Icelanda­ir og WOW a­ir 160 millj­örðum sem nemur rúmum þriðj­ungi af heild­ar­tekjum grein­ar­inn­ar.  ­Lítil fyr­ir­tæki eða 93 pró­sent af heild­ar­fyr­ir­tækjum grein­ar­innar skil­uðu ein­ungis 19 pró­sent af heild­ar­tekjum grein­ar­innar á árinu 2017.

Í skýrslu Íslands­banka segir að nú líti allt út ­fyrir að á þessu ári muni í fyrsta sinn frá árinu 2011 draga úr fjölda ferða­manna til Íslands og þar með ljúki einu mesta vaxt­ar­skeiði íslenskrar ferða­þjón­ustu. Bank­inn segir að því blasi við verðug áskorun við að auka verð­mæti á hvern ferða­mann til að við­halda verð­mæta­aukn­ing­u ­grein­ar­inn­ar. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG.
Kallar eftir heildstæðri úttekt á starfsháttum og viðskiptaháttum Samherja
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, segir að enn sé margt mjög óljóst og óskýrt eftir að hafa rætt við sjávarútvegsráðherra á fundi atvinnuveganefndar í gær. Þar á meðal hæfi ráðherra til að byggja upp traust í kjölfar Samherjamálsins.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
FME kallar eftir upplýsingum frá íslenskum bönkum um Samherja
Íslensku bankarnir eiga að upplýsa Fjármálaeftirlitið um það hvernig eftirliti þeirra með viðskiptum við Samherja hafi verið háttað.
Kjarninn 21. nóvember 2019
James Hatuikulipi.
Enn einn „hákarlinn“ fellur – Hatuikulipi segir af sér
Allir þrír áhrifamennirnir í Namibíu sem tryggðu Samherja kvóta á undirverði gegn ætluðum mútugreiðslum hafa nú sagt af sér.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Mussila hlýtur Norrænu EdTech verðlaunin
Sprotafyrirtækið Mussila framleiðir hugbúnað sem kennir börnum tónlist í gegnum skapandi umhverfi.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Vitundarvarpið
Vitundarvarpið
Vitundarvarpið – Lífið breyttist eftir að Kamilla kynntist kakóinu
Kjarninn 20. nóvember 2019
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið telur sig hafa uppfyllt eftirlitsskyldu sína með RÚV
Mennta- og menningarmálaráðuneytið tekur ekki afstöðu til ábend­ingar Rík­is­end­ur­skoð­unar um að færa eign­ar­hlut rík­is­ins í RÚV til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins. Ráðu­neytið segir að það sé Alþingis að ákvarða um slíkt.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Haukur ráðinn framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum
Enn hefur ekki verið ráðið í stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Ásta Svavarsdóttir
Þú ert svo sæt svona réttindalaus
Kjarninn 20. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent