Atvinnuleysi nánast það sama og í fyrra

Atvinnuleysi stóð nokkurn veginn í stað frá fyrsta ársfjórðungi 2018 en mælt atvinnuleysi var 0,1 prósentustigi hærra í ár.

Menn við vinnu - Hverfisgata
Auglýsing

Atvinnu­leysi stóð nokkurn veg­inn í stað frá fyrsta árs­fjórð­ungi 2018. Mælt atvinnu­leysi var 0,1 pró­sentu­stigi hærra á fyrsta árs­fjórð­ungi 2019, sem er innan skekkju­marka. Hlut­fall starf­andi stóð einnig í stað frá síð­asta ári. Þetta kemur fram í frétt Hag­stof­unn­ar. 

Sam­kvæmt Hag­stof­unni reynd­ist atvinnu­þátt­taka á fyrsta árs­fjórð­ungi 2019 vera að jafn­aði 81 pró­sent af mann­fjölda, eða að með­al­tali um 205.700 manns. Þar af töld­ust að með­al­tali 6.200 manns vera atvinnu­lausir eða um 3 pró­sent. Á sama tíma voru um 3.500 störf laus á íslenskum vinnu­mark­aði sam­kvæmt starfa­skrán­ingu Hag­stof­unnar eða um 1,5 pró­sent starfa, sam­an­ber áður útgefnar töl­ur. Atvinnu­lausir eru því um tvö­falt fleiri en fjöldi lausra starfa.

Atvinnuleysi eftir ársfjórðungum Mynd: Hagstofan

Auglýsing

Um 48.900 mannst töld­ust utan vinnu­mark­aðar á fyrsta árs­fjórð­ungi 2019. Um 30 pró­sent þeirra voru eft­ir­launa­þegar eða um 14.400 manns. Þar á eftir voru náms­menn, um 12.000 manns að með­al­tali eða um fjórð­ung­ur.

Á fyrsta árs­fjórð­ungi 2019 voru að jafn­aði 183.100 manns á aldr­inum 16 til 74 ára við vinnu í hverri viku árs­fjórð­ungs­ins og var með­al­heild­ar­fjöldi vinnu­stunda þeirra 38,8 klukku­stund­ir. Þeir sem voru í fullu starfi unnu þó ívið meira eða að með­al­tali um 44 stundir í við­mið­un­ar­vik­unni, en heild­ar­fjöldi vinnu­stunda í hluta­starfi var að með­al­tali um 22,6 klukku­stund­ir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður.
Líneik Anna vill leiða Framsókn í Norðausturkjördæmi
Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður býður sig fram til þess að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Þórunn Egilsdóttir sem hefur leitt Framsókn í kjördæminu tilkynnti í síðustu viku að hún myndi hætta á þingi.
Kjarninn 18. janúar 2021
Árni Finnsson
Af hverju skilar Ísland auðu?
Kjarninn 18. janúar 2021
Enn er óvíst hvort að Trump lætur verða af því að veita sjálfum sér fyrirfram náðun.
Trump ætlar út með hvelli – vill náða hundrað til viðbótar
Á síðasta heila dag Donalds Trump í Hvíta húsinu á morgun er hann sagður stefna á að náða um 100 manns, m.a. hvítflibbaglæpamenn og þekkta rappara. Hvort hann veiti sér og sínum fyrirfram náðun er enn óvíst.
Kjarninn 18. janúar 2021
Kórónuveirufaraldurinn leiddi af sér gríðarlega aukningu á atvinnuleysi.
Um ellefu þúsund manns hafa verið atvinnulaus í hálft ár eða lengur
26.437 manns eru atvinnulaus að öllu leyti eða hluta. Langtímaatvinnuleysi hefur stóraukist og þeir sem hafa verið án atvinnu í eitt ár eða lengur eru nú 156 prósent fleiri en fyrir ári.
Kjarninn 17. janúar 2021
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómsalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómsal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent