Atvinnuleysi nánast það sama og í fyrra

Atvinnuleysi stóð nokkurn veginn í stað frá fyrsta ársfjórðungi 2018 en mælt atvinnuleysi var 0,1 prósentustigi hærra í ár.

Menn við vinnu - Hverfisgata
Auglýsing

Atvinnu­leysi stóð nokkurn veg­inn í stað frá fyrsta árs­fjórð­ungi 2018. Mælt atvinnu­leysi var 0,1 pró­sentu­stigi hærra á fyrsta árs­fjórð­ungi 2019, sem er innan skekkju­marka. Hlut­fall starf­andi stóð einnig í stað frá síð­asta ári. Þetta kemur fram í frétt Hag­stof­unn­ar. 

Sam­kvæmt Hag­stof­unni reynd­ist atvinnu­þátt­taka á fyrsta árs­fjórð­ungi 2019 vera að jafn­aði 81 pró­sent af mann­fjölda, eða að með­al­tali um 205.700 manns. Þar af töld­ust að með­al­tali 6.200 manns vera atvinnu­lausir eða um 3 pró­sent. Á sama tíma voru um 3.500 störf laus á íslenskum vinnu­mark­aði sam­kvæmt starfa­skrán­ingu Hag­stof­unnar eða um 1,5 pró­sent starfa, sam­an­ber áður útgefnar töl­ur. Atvinnu­lausir eru því um tvö­falt fleiri en fjöldi lausra starfa.

Atvinnuleysi eftir ársfjórðungum Mynd: Hagstofan

Auglýsing

Um 48.900 mannst töld­ust utan vinnu­mark­aðar á fyrsta árs­fjórð­ungi 2019. Um 30 pró­sent þeirra voru eft­ir­launa­þegar eða um 14.400 manns. Þar á eftir voru náms­menn, um 12.000 manns að með­al­tali eða um fjórð­ung­ur.

Á fyrsta árs­fjórð­ungi 2019 voru að jafn­aði 183.100 manns á aldr­inum 16 til 74 ára við vinnu í hverri viku árs­fjórð­ungs­ins og var með­al­heild­ar­fjöldi vinnu­stunda þeirra 38,8 klukku­stund­ir. Þeir sem voru í fullu starfi unnu þó ívið meira eða að með­al­tali um 44 stundir í við­mið­un­ar­vik­unni, en heild­ar­fjöldi vinnu­stunda í hluta­starfi var að með­al­tali um 22,6 klukku­stund­ir.

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent