WOW skuldaði Isavia rúman millj­arð í júlí

WOW air skuldaði Isavia 1.033 millj­ón­ir króna í lok júlí síðasta árs. Í fundargerðum Isavia kemur fram að WOW fékk að safn­a upp skuldum vegna vissu Isavia um að fé­lagið hefði ör­ugg­an halds­rétt í ein­hverri af þeim vél­um sem WOW hafði á leigu.

wow air
Auglýsing

Flug­fé­lag­ið WOW air skuld­að­i Isa­vi­a ­rúman millj­arð króna í lok júlí á síð­asta ári og hafði skuldin þá tvö­fald­ast á einum mán­uði. Í fund­ar­gerðum stjórnar Isa­via kemur fram að WOW fékk að safn­a upp skuldum vegna vissu Isa­via um að fé­lagið hefði ör­ugg­an halds­­rétt í ein­hverri af þeim vél­um sem WOW hafði á leigu. Frá þessu er greint í Við­skipta­blað­inu í dag. 

Skuld WOW tvö­fald­að­ist á einum mán­uði

Í fund­ar­gerðum stjórn­ar Isa­via, sem Við­skipta­blaðið hefur undir hönd­un­um, má finna greiðslu­á­ætlun vegna van­skila WOW ­sem lá fyrir í lok sept­em­ber á síð­asta ári. Í áætl­un­inni kemur fram að skuld­ir flug­fé­lags­ins ­námu 509 millj­ónum króna í júní árið 2018 og höfðu tvö­fald­ast mán­uði síð­ar­ „Af því má ráð að staða WOW hafi verið orðin nokkuð þung áður en skulda­bréfa­út­boð félags­ins hóf­st,“ segir í umfjöllun Við­skipta­blaðs­ins. Skulda­bréfa­út­boð­i WOW a­ir lauk þann 18. sept­em­ber á síð­asta ári og safn­að­i flug­fé­lag­ið 60 millj­ónum evra í útboð­in­u. 

Í fund­ar­gerðum stjórn­ar Isa­vi­a kemur jafn­framt fram að mán­uði áður en greint er frá­ skulda­bréfa­út­boð­i WOW a­ir var tveggja millj­arða króna heim­ild fyrir „rekst­ar­lána­lína og/ eða yfir­drátt­ar­lán“  ­sam­þykkt á stjórn­ar­fund­i Isa­vi­a. Ekki er til­­­greint um til­­efni lána­lín­unn­­ar.

Auglýsing

Töldu ákvæð­i ­loft­ferða­laga ­tryggja skuld WOW

Greiðslu­á­ætl­unin kvað á um að fyrsta greiðslan yrði fram­kvæmd þann 1. nóv­em­ber 2018 og sú síð­asta ári síð­ar. Fyrstu sjö mán­uð­ina skyld­i WOW greiða 30 millj­ónir mán­að­ar­lega, auk vaxta, en frá og með júní 2019 myndi mán­að­ar­greiðslan nema 145 millj­ón­um. Árs­vextir félags­ins voru 9 pró­sent. Jafn­framt er kveðið á um í áætl­un­inni að ávallt sé hið minnsta ein flug­vél Wow a­ir ­stað­sett á Kefla­vík­ur­flug­velli eða á leið til vall­ar­ins og komin með stað­festan komu­tíma. 

Í fund­ar­gerð­unum kemur jafn­framt fram að stjórn­ Isa­vi­a hafi talið að ákvæði loft­ferða­laga tryggja skuld Wow við félagið meðal ann­ars á grund­velli hér­aðs­dóms frá 2014. „Ljóst er að Isa­vi­a hefur ríka heim­ild til að stöðva loft­far og með því tryggja greiðslu gjalda sem fallið hafa til hjá flug­rek­and­an­um. Þá getur félagið bundið frestun ýmsum frek­ari skil­yrðum sem auð­veldar félag­inu beit­ingu slíkra stöðv­un­ar­heim­ilda,“ segir í fund­ar­gerð­inni sem Við­skipta­blaðið hefur undir hönd­un­um. 

Telur mögu­legt að heim­færa fyr­ir­greiðslu stjórn­enda Isa­vi­a til WOW undir umboðs­svik

A­ir ­Le­a­se Cor­poration hef­ur lagt fram aðfar­­ar­beiðni gegn Isa­vi­a og krefst þess að flug­vél í eig­u ALC ­sem WOW hafði á leig­u verði af­hent taf­­ar­­laust. Málið verður flutt munn­­lega fyr­ir Hér­aðs­dómi Reykja­­ness í dag og mun úr­sk­­urður dóm­stóls­ins vænt­an­­lega liggja fyr­ir síð­deg­­is.

Í umfjöllun Við­skipta­blaðs­ins er haft eftir Oddi Ást­ráðs­syni, lög­manni leigusala WOW, að hann telji mögu­legt að heim­færa fyr­ir­greiðslu stjórn­enda Isa­vi­a til WOW undir umboðs­svik. Isa­vi­a hafi farið langt út fyrir umboð sitt með end­ur­greiðslu­sam­komu­lagi sínu við WOW. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Icelandair mun flytja á annað þúsund manns á milli Kaliforníu og Armeníu
Íslenska utanríkisþjónustan aðstoðaði við sérstakt verkefni á vegum Loftleiða Icelandic.
Kjarninn 9. júlí 2020
Tilraunir með Oxford-bóluefnið í mönnum eru hafnar í þremur löndum, m.a. Suður-Afríku.
Oxford-bóluefnið þykir líklegast til árangurs
Ef tilraunir með bóluefni sem nú er í þróun við Oxford-háskóla skila jákvæðum niðurstöðum á næstu vikum verður hugsanlega hægt að byrja að nota það í haust.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent