WOW skuldaði Isavia rúman millj­arð í júlí

WOW air skuldaði Isavia 1.033 millj­ón­ir króna í lok júlí síðasta árs. Í fundargerðum Isavia kemur fram að WOW fékk að safn­a upp skuldum vegna vissu Isavia um að fé­lagið hefði ör­ugg­an halds­rétt í ein­hverri af þeim vél­um sem WOW hafði á leigu.

wow air
Auglýsing

Flug­fé­lag­ið WOW air skuld­að­i Isa­vi­a ­rúman millj­arð króna í lok júlí á síð­asta ári og hafði skuldin þá tvö­fald­ast á einum mán­uði. Í fund­ar­gerðum stjórnar Isa­via kemur fram að WOW fékk að safn­a upp skuldum vegna vissu Isa­via um að fé­lagið hefði ör­ugg­an halds­­rétt í ein­hverri af þeim vél­um sem WOW hafði á leigu. Frá þessu er greint í Við­skipta­blað­inu í dag. 

Skuld WOW tvö­fald­að­ist á einum mán­uði

Í fund­ar­gerðum stjórn­ar Isa­via, sem Við­skipta­blaðið hefur undir hönd­un­um, má finna greiðslu­á­ætlun vegna van­skila WOW ­sem lá fyrir í lok sept­em­ber á síð­asta ári. Í áætl­un­inni kemur fram að skuld­ir flug­fé­lags­ins ­námu 509 millj­ónum króna í júní árið 2018 og höfðu tvö­fald­ast mán­uði síð­ar­ „Af því má ráð að staða WOW hafi verið orðin nokkuð þung áður en skulda­bréfa­út­boð félags­ins hóf­st,“ segir í umfjöllun Við­skipta­blaðs­ins. Skulda­bréfa­út­boð­i WOW a­ir lauk þann 18. sept­em­ber á síð­asta ári og safn­að­i flug­fé­lag­ið 60 millj­ónum evra í útboð­in­u. 

Í fund­ar­gerðum stjórn­ar Isa­vi­a kemur jafn­framt fram að mán­uði áður en greint er frá­ skulda­bréfa­út­boð­i WOW a­ir var tveggja millj­arða króna heim­ild fyrir „rekst­ar­lána­lína og/ eða yfir­drátt­ar­lán“  ­sam­þykkt á stjórn­ar­fund­i Isa­vi­a. Ekki er til­­­greint um til­­efni lána­lín­unn­­ar.

Auglýsing

Töldu ákvæð­i ­loft­ferða­laga ­tryggja skuld WOW

Greiðslu­á­ætl­unin kvað á um að fyrsta greiðslan yrði fram­kvæmd þann 1. nóv­em­ber 2018 og sú síð­asta ári síð­ar. Fyrstu sjö mán­uð­ina skyld­i WOW greiða 30 millj­ónir mán­að­ar­lega, auk vaxta, en frá og með júní 2019 myndi mán­að­ar­greiðslan nema 145 millj­ón­um. Árs­vextir félags­ins voru 9 pró­sent. Jafn­framt er kveðið á um í áætl­un­inni að ávallt sé hið minnsta ein flug­vél Wow a­ir ­stað­sett á Kefla­vík­ur­flug­velli eða á leið til vall­ar­ins og komin með stað­festan komu­tíma. 

Í fund­ar­gerð­unum kemur jafn­framt fram að stjórn­ Isa­vi­a hafi talið að ákvæði loft­ferða­laga tryggja skuld Wow við félagið meðal ann­ars á grund­velli hér­aðs­dóms frá 2014. „Ljóst er að Isa­vi­a hefur ríka heim­ild til að stöðva loft­far og með því tryggja greiðslu gjalda sem fallið hafa til hjá flug­rek­and­an­um. Þá getur félagið bundið frestun ýmsum frek­ari skil­yrðum sem auð­veldar félag­inu beit­ingu slíkra stöðv­un­ar­heim­ilda,“ segir í fund­ar­gerð­inni sem Við­skipta­blaðið hefur undir hönd­un­um. 

Telur mögu­legt að heim­færa fyr­ir­greiðslu stjórn­enda Isa­vi­a til WOW undir umboðs­svik

A­ir ­Le­a­se Cor­poration hef­ur lagt fram aðfar­­ar­beiðni gegn Isa­vi­a og krefst þess að flug­vél í eig­u ALC ­sem WOW hafði á leig­u verði af­hent taf­­ar­­laust. Málið verður flutt munn­­lega fyr­ir Hér­aðs­dómi Reykja­­ness í dag og mun úr­sk­­urður dóm­stóls­ins vænt­an­­lega liggja fyr­ir síð­deg­­is.

Í umfjöllun Við­skipta­blaðs­ins er haft eftir Oddi Ást­ráðs­syni, lög­manni leigusala WOW, að hann telji mögu­legt að heim­færa fyr­ir­greiðslu stjórn­enda Isa­vi­a til WOW undir umboðs­svik. Isa­vi­a hafi farið langt út fyrir umboð sitt með end­ur­greiðslu­sam­komu­lagi sínu við WOW. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Hugmyndafræðin að baki auðsöfnuninni
Kjarninn 27. janúar 2020
Tilboð Eflingar kostar tæpa fjóra bragga á ári
Fram kom á kynningu Eflingar á kostnaðarmati vegna tilboðs stéttarfélagsins til Reykjavíkurborgar að kostnaðarauki vegna hækkun launa næmi tæpum fjórum bröggum árið 2023.
Kjarninn 27. janúar 2020
Lýsa yfir óvissustigi á Íslandi vegna kórónaveirunnar
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru.
Kjarninn 27. janúar 2020
Guðmundur hættur sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur látið af störfum. Ástæðan er ólík sýn hans og meirihluta bæjarstjórnar á verkefni á vettvangi sveitarstjórnarstigsins.
Kjarninn 27. janúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Lélegir kapítalistar hampa braski sem snilld
Kjarninn 27. janúar 2020
„Stöðvum tanngreiningar“ – Vilja fella þjónustusamning úr gildi
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að fella þjónustusamning HÍ við Útlendingastofnun úr gildi.
Kjarninn 27. janúar 2020
Kom eins og stormsveipur
Kobe Bryant var fyrirmynd ungra íþróttaiðkenda. Hann lagði sig fram um að tengjast fyrirmyndum í ólíkum íþróttagreinum, til að hafa jákvæð áhrif um allan heim. Körfuboltaheimurinn er í sjokki eftir andlát hans.
Kjarninn 27. janúar 2020
Hildur Guðnadóttir vann Grammy-verðlaun fyrir Chernobyl
Hildur Guðnadóttir bætti enn einum stórverðlaununum í sarpinn í kvöld þegar hún hlaut Grammy-verðlaun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent