Yfir 3.000 ábendingar um óleyfilega skammtímaleigu borist

Mikil aukning hefur orðið á fjöldi ábendinga um ólöglega heimagistingu í kjölfar átaks ferðamálaráðherra. Tugir mála hafa endað með stjórnvaldssektum og tæp 60 mál hafa ratað á borð lögreglu.

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Auglýsing

Heimagistingarvaktinni hefur borist yfir 3000 ábendingar um óleyfilega heimagistingu síðan í sumar en vaktin var efld með sérstakri fjárveitingu ferðamálaráðherra í júní í fyrra. Þá hafa 59 mál verið send lögreglu til rannsóknar og 61 máli verið lokið með stjórnvaldssektum en fyrirhugaðar og álagðar stjórnvaldssektir nema tæplega 100 milljónum króna. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.

Fjárveiting upp á rúmar 60 milljónir

Í júní í fyrra undirrituðu Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttur ráð­herra ferða­mála og Þórólfur Hall­dórs­son sýslu­mað­ur­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sam­komu­lag þess efnis að eft­ir­lit með heimagist­ingu yrði virkara og sýni­legra með styrk­ingu á heimagist­ing­ar­vakt Sýslu­manns­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Lagt var upp með að átaks­verk­efnið yrði til eins árs en mark­miðið er að hafa hvetj­andi áhrif á ein­stak­linga til að skrá skamm­tíma­út­leigu sína.

Samn­ing­ur­inn kvað á um 64 millj­óna króna fjár­veit­ingu til emb­ætt­is­ins en það fer með eft­ir­lit með heimagist­ingu á öllu land­inu. Gert var ráð fyrir að bætt skattskil og sektargreiðslur mundi vega þann kostnað upp en samkvæmt umfjöllun Fréttablaðsins nemur upphæð fyrirhugaðra og álagðra stjórnvaldssekta nú tæplega 100 milljónum króna.

Auglýsing

Um 400 prósent aukning milli ára

Á árinu 2017 var áætlað að 80 prósent íbúða í skammtímaleigu væru starfræktar án tilskilinna leyfa eða skráningar. Í samtali við Fréttablaðið segir Sýslumaður að hann áætli að óskráðum og leyfislausum gististöðum hafi fækkað um meira en 30 prósent frá því að átakið hófst síðasta sumar. 

Þá hafði í janúar síðastliðnum tíðni skráninga heimagistinga aukist um 400 prósent milli ára. „Það er ánægjulegt að átakið um aukna heimagistingarvakt hafi skilað þetta miklum árangri,“ sagði Þórdís Kolbrún í samtali við Fréttablaðið 

Sýslumaður áætlar þó að um helmingur allrar skammtímaleigu fari enn fram hér á landi án tilskilinna leyfa eða skráningar. 

80 prósent eigna hjá Airbnb í Reykjavík 

Í niðurstöðum rannsóknar á áhrifum Airbnb á húsnæðismarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu, sem birtar voru í byrjun maí, kemur fram að í apríl 2019 voru 2.567 eignir í Reykja­vík skráðar á Airbnb og þar af voru 58 pró­sent starf­ræktar án lög­bund­ins leyf­is.

Enn fremur kemur fram í niðurstöðunum að átta­tíu pró­sent skráðra eigna hjá Airbnb á höf­uð­borg­ar­svæð­inu séu stað­settar í Reykja­vík og 37 pró­sent í 101 Reykja­vík. Sautján pró­sent eru í 105 Reykja­vík og sjö pró­sent í 107 Reykja­vík­. Þær götur sem hafa flestar Airbnb eignir á skrá eru Lauga­veg­ur, Hverf­is­gata, Grett­is­gata, Bergþórugata, Óðins­gata og Bjarn­ar­stígur en allt að 70 pró­sent eigna í þessum götum eru skráðar hjá Airbnb. 

Í nið­ur­stöð­unum kemur jafnframt fram að fjöldi skráðra eigna hjá Airbnb hafi marg­fald­ast á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á síð­ast­liðnum árum, til að mynda var tvö­földun á tíma­bil­inu jan­úar 2016 til jan­úar 2018 þegar skráðum eignum fjölg­aði úr 2032 í 4154. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Viðar Halldórsson
Má ekki bara sleppa þessu? Um verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent