Telur íslenskt samfélag búa við ákveðna lág-kolefna tálsýn

Prófessor við umhverfis- og byggingarverkfræðideild í HÍ segir að íslenskt samfélag „útvisti“ meirihluta losunar gróðurhúsalofttegunda og búi þannig við ákveðna lág-kolefna tálsýn.

Umhverfisáhrif Ísland loftslagsmál reykháfur strompur útblástur gróðurhúsalofttegundir
Auglýsing

Jukka Heinonen, pró­fessor við umhverf­is- og bygg­ing­ar­verk­fræði­deild í Háskóla Íslands, hefur kannað hvernig neyslu­drifið kolefn­is­spor Íslend­inga dreif­ist um heims­byggð­ina. Í rann­sókn Jukka frá árinu 2017 kemur fram að við útreikn­ing á kolefn­is­spori neyslu íslenskra heim­ila hafi gögn um útgjöld þeirra meðal ann­ars verið tengd við erlendan gagna­banka um vist­spor landa. 

Jukka Heinonen Mynd: HÍÍ ljós kom að með­al­ár­skolefn­is­spor vegna neyslu íslenskra heim­ila reynd­ist áþekkt því sem ger­ist meðal þjóða Evr­ópu­sam­bands­ins – þrátt fyrir sér­stöðu Íslands í orku­mál­um. Sam­göng­ur, matur og vörur voru þeir flokkar sem voru ábyrgir fyrir stærstum hluta útblást­urs íslenskra heim­ila.

Rann­sóknin sýndi einnig að um 71 pró­sent útblást­urs heim­ila var vegna inn­fluttra vara og reyn­ist útblást­urs­byrðin vegna neyslu íslenskra heim­ila mest í þró­un­ar­ríkj­um. „Nið­ur­stöð­urnar sýna að þörf er á víð­tæk­ari nálgun á útreikn­ingi á útblæstri gróð­ur­húsa­loft­teg­unda en áður auk þess sem stefnu­mótun verður að taka mið af hon­um, bæði á Íslandi og ann­ars staðar í heim­in­um. Rann­sóknin getur því nýst til fram­tíðar fyrir vel­meg­andi þjóðir sem vinna að lág­mörkun útblást­ur­s,“ sagði Jukka þegar nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar voru kynntar á sínum tíma.

Auglýsing

Mat­væli stór hluti af losun Íslend­inga

Jukka segir í sam­tali við Kjarn­ann að rann­sóknin eigi enn vel við í dag. „Ís­lenskt sam­fé­lag „út­vistar“ meiri­hluta los­unar og býr við ákveðna lág-kolefna tál­sýn. Þetta á jafn­vel enn betur við í Reykja­vík, þar sem lítil fram­leiðsla á sér stað. Borgin til­kynnir mjög litla losun en áhrif hennar eru mjög mikil í alþjóð­legum sam­an­burð­i.“

Hann bendir á að mat­væli séu stór hluti af losun Íslend­inga og eru þau í reynd í öðru sæti á eftir sam­göng­um. „Þessi losun á sér stað að mestum hluta utan land­stein­anna og í flutn­ingi mat­væl­anna til Íslands. Á Íslandi fer fram kjöt­fram­leiðsla, sem losar mikið sama hvar. Það er algengur mis­skiln­ingur að til dæmis íslenska lambið sé á ein­hvern hátt fram­leitt sjálf­bært þar sem raunin er sú að lofts­lags­á­hrifin eru ótengd stað­bundnum aðstæðum á Ísland­i.“

Hann telur að kolefn­is­spor vegna mat­væla myndi minnka til muna með græn­met­ismið­uðu matar­æði og sér­stak­lega með stað­bund­inni græn­met­is­fram­leiðslu sem kæmi í stað­inn fyrir kjöt­fram­leiðslu.

Losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda jókst milli áranna 2016 og 2017

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Umhverf­is­stofnun jókst losun gróð­­ur­húsa­­loft­teg­unda sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórn­­­valda um 2,2 pró­­sent milli áranna 2016 og 2017. Upp­­lýs­ingar um losun Íslands má finna í skýrslu stofn­un­ar­innar (National Inventory Report – NIR) um losun gróð­­ur­húsa­­loft­teg­unda til lofts­lags­­samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna (UN­FCCC) sem birt var þann 15. apríl síð­ast­lið­inn.

Í skýrsl­unni er að finna ítar­­legar upp­­lýs­ingar um losun gróð­­ur­húsa­­loft­teg­unda á Íslandi, þróun frá 1990 til 2017, ásamt lýs­ingu á aðferða­fræð­inni sem notuð er til að meta los­un­ina.

Losun 2005 til 2017 sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda Mynd: Umhverfisstofnun

Aukn­ing ferða­­manna og almenn neysla hefur áhrif

Sam­­dráttur í losun var 5,4 pró­­sent yfir tíma­bilið 2005 til 2017. Losun gróð­­ur­húsa­­loft­teg­unda hefur hins vegar verið nokkuð stöðug síðan 2012, þrátt fyrir aðgerðir til að stemma stigu við los­un. Sam­­kvæmt Umhverf­is­­stofnun má meðal ann­­ars reka það til aukn­ingar ferða­­manna á Íslandi og hins vegar aukn­ingu almennrar neyslu.

Helstu upp­­­sprettur sem falla undir beina ábyrgð íslenskra stjórn­­­valda eru vega­­sam­­göng­­ur, olíu­­­notkun á fiski­­skip­um, iðra­­gerj­un, losun frá kæli­m­iðlum og losun frá urð­un­­ar­­stöð­­um.

Fyrir utan fyrr­­nefnda losun á beinni ábyrgð íslenskra stjórn­­­valda tekur skýrslan einnig á losun frá stór­iðju undir við­­skipta­­kerfi ESB með los­un­­ar­heim­ildir (ETS). Árið 2017 féllu 39 pró­­sent af heild­­ar­losun Íslands undir ETS og var þar 2,8 pró­­sent aukn­ing í losun innan kerf­is­ins milli 2016 og 2017, sam­­kvæmt frétt Umhverf­is­­stofn­un­ar um mál­ið.

Aukin losun frá fólks­bíl­um, málm­­fram­­leiðslu, kæli­m­iðlum og nytja­jarð­­vegi

Heild­­ar­losun gróð­­ur­húsa­­loft­teg­unda frá Íslandi, það er losun á beinni ábyrgð íslenskra stjórn­­­valda og ETS sam­tals, jókst þar af leið­andi um 2,5 pró­­sent milli 2016 og 2017. Þessar tölur inn­i­halda ekki losun frá land­­not­k­un, breyttri land­­notkun og skóg­­rækt (LULUCF). Losun frá LULUCF telur ekki til skuld­bind­inga, þó hún sé metin og gert grein fyrir henni í skýrsl­unni, og er hún þess vegna ekki inn­i­falin í umfjöllun um heild­­ar­losun Íslands. Hins vegar má Ísland telja hluta af kolefn­is­bind­ingu á móti los­un­inni. Flug (al­­þjóða- og inn­­an­lands) og alþjóða­­sigl­ingar telja ekki heldur til skuld­bind­inga.

Meg­in­á­­stæður fyrir aukn­ingu í losun milli 2016 og 2017, án land­­not­k­un­­ar, er aukin losun frá fólks­bíl­um, málm­­fram­­leiðslu, kæli­m­iðlum og frá nytja­jarð­­vegi. Þrátt fyrir að heild­­ar­los­unin hafi auk­ist milli ára, hefur losun dreg­ist saman frá ákveðnum upp­­­sprett­um, segir í frétt Umhverf­is­­stofn­un­­ar. Þar megi nefna sem dæmi losun frá fram­­leiðslu­iðn­­aði, meðal ann­­ars frá fiski­­mjöls­verk­smiðj­um, sem hafi dreg­ist saman um 9 pró­­sent og losun frá urð­un­­ar­­stöðum sem hafi dreg­ist saman um 3 pró­­sent.

Meira úr sama flokkiInnlent