Telur íslenskt samfélag búa við ákveðna lág-kolefna tálsýn

Prófessor við umhverfis- og byggingarverkfræðideild í HÍ segir að íslenskt samfélag „útvisti“ meirihluta losunar gróðurhúsalofttegunda og búi þannig við ákveðna lág-kolefna tálsýn.

Umhverfisáhrif Ísland loftslagsmál reykháfur strompur útblástur gróðurhúsalofttegundir
Auglýsing

Jukka Heinonen, pró­fessor við umhverf­is- og bygg­ing­ar­verk­fræði­deild í Háskóla Íslands, hefur kannað hvernig neyslu­drifið kolefn­is­spor Íslend­inga dreif­ist um heims­byggð­ina. Í rann­sókn Jukka frá árinu 2017 kemur fram að við útreikn­ing á kolefn­is­spori neyslu íslenskra heim­ila hafi gögn um útgjöld þeirra meðal ann­ars verið tengd við erlendan gagna­banka um vist­spor landa. 

Jukka Heinonen Mynd: HÍÍ ljós kom að með­al­ár­skolefn­is­spor vegna neyslu íslenskra heim­ila reynd­ist áþekkt því sem ger­ist meðal þjóða Evr­ópu­sam­bands­ins – þrátt fyrir sér­stöðu Íslands í orku­mál­um. Sam­göng­ur, matur og vörur voru þeir flokkar sem voru ábyrgir fyrir stærstum hluta útblást­urs íslenskra heim­ila.

Rann­sóknin sýndi einnig að um 71 pró­sent útblást­urs heim­ila var vegna inn­fluttra vara og reyn­ist útblást­urs­byrðin vegna neyslu íslenskra heim­ila mest í þró­un­ar­ríkj­um. „Nið­ur­stöð­urnar sýna að þörf er á víð­tæk­ari nálgun á útreikn­ingi á útblæstri gróð­ur­húsa­loft­teg­unda en áður auk þess sem stefnu­mótun verður að taka mið af hon­um, bæði á Íslandi og ann­ars staðar í heim­in­um. Rann­sóknin getur því nýst til fram­tíðar fyrir vel­meg­andi þjóðir sem vinna að lág­mörkun útblást­ur­s,“ sagði Jukka þegar nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar voru kynntar á sínum tíma.

Auglýsing

Mat­væli stór hluti af losun Íslend­inga

Jukka segir í sam­tali við Kjarn­ann að rann­sóknin eigi enn vel við í dag. „Ís­lenskt sam­fé­lag „út­vistar“ meiri­hluta los­unar og býr við ákveðna lág-kolefna tál­sýn. Þetta á jafn­vel enn betur við í Reykja­vík, þar sem lítil fram­leiðsla á sér stað. Borgin til­kynnir mjög litla losun en áhrif hennar eru mjög mikil í alþjóð­legum sam­an­burð­i.“

Hann bendir á að mat­væli séu stór hluti af losun Íslend­inga og eru þau í reynd í öðru sæti á eftir sam­göng­um. „Þessi losun á sér stað að mestum hluta utan land­stein­anna og í flutn­ingi mat­væl­anna til Íslands. Á Íslandi fer fram kjöt­fram­leiðsla, sem losar mikið sama hvar. Það er algengur mis­skiln­ingur að til dæmis íslenska lambið sé á ein­hvern hátt fram­leitt sjálf­bært þar sem raunin er sú að lofts­lags­á­hrifin eru ótengd stað­bundnum aðstæðum á Ísland­i.“

Hann telur að kolefn­is­spor vegna mat­væla myndi minnka til muna með græn­met­ismið­uðu matar­æði og sér­stak­lega með stað­bund­inni græn­met­is­fram­leiðslu sem kæmi í stað­inn fyrir kjöt­fram­leiðslu.

Losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda jókst milli áranna 2016 og 2017

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Umhverf­is­stofnun jókst losun gróð­­ur­húsa­­loft­teg­unda sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórn­­­valda um 2,2 pró­­sent milli áranna 2016 og 2017. Upp­­lýs­ingar um losun Íslands má finna í skýrslu stofn­un­ar­innar (National Inventory Report – NIR) um losun gróð­­ur­húsa­­loft­teg­unda til lofts­lags­­samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna (UN­FCCC) sem birt var þann 15. apríl síð­ast­lið­inn.

Í skýrsl­unni er að finna ítar­­legar upp­­lýs­ingar um losun gróð­­ur­húsa­­loft­teg­unda á Íslandi, þróun frá 1990 til 2017, ásamt lýs­ingu á aðferða­fræð­inni sem notuð er til að meta los­un­ina.

Losun 2005 til 2017 sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda Mynd: Umhverfisstofnun

Aukn­ing ferða­­manna og almenn neysla hefur áhrif

Sam­­dráttur í losun var 5,4 pró­­sent yfir tíma­bilið 2005 til 2017. Losun gróð­­ur­húsa­­loft­teg­unda hefur hins vegar verið nokkuð stöðug síðan 2012, þrátt fyrir aðgerðir til að stemma stigu við los­un. Sam­­kvæmt Umhverf­is­­stofnun má meðal ann­­ars reka það til aukn­ingar ferða­­manna á Íslandi og hins vegar aukn­ingu almennrar neyslu.

Helstu upp­­­sprettur sem falla undir beina ábyrgð íslenskra stjórn­­­valda eru vega­­sam­­göng­­ur, olíu­­­notkun á fiski­­skip­um, iðra­­gerj­un, losun frá kæli­m­iðlum og losun frá urð­un­­ar­­stöð­­um.

Fyrir utan fyrr­­nefnda losun á beinni ábyrgð íslenskra stjórn­­­valda tekur skýrslan einnig á losun frá stór­iðju undir við­­skipta­­kerfi ESB með los­un­­ar­heim­ildir (ETS). Árið 2017 féllu 39 pró­­sent af heild­­ar­losun Íslands undir ETS og var þar 2,8 pró­­sent aukn­ing í losun innan kerf­is­ins milli 2016 og 2017, sam­­kvæmt frétt Umhverf­is­­stofn­un­ar um mál­ið.

Aukin losun frá fólks­bíl­um, málm­­fram­­leiðslu, kæli­m­iðlum og nytja­jarð­­vegi

Heild­­ar­losun gróð­­ur­húsa­­loft­teg­unda frá Íslandi, það er losun á beinni ábyrgð íslenskra stjórn­­­valda og ETS sam­tals, jókst þar af leið­andi um 2,5 pró­­sent milli 2016 og 2017. Þessar tölur inn­i­halda ekki losun frá land­­not­k­un, breyttri land­­notkun og skóg­­rækt (LULUCF). Losun frá LULUCF telur ekki til skuld­bind­inga, þó hún sé metin og gert grein fyrir henni í skýrsl­unni, og er hún þess vegna ekki inn­i­falin í umfjöllun um heild­­ar­losun Íslands. Hins vegar má Ísland telja hluta af kolefn­is­bind­ingu á móti los­un­inni. Flug (al­­þjóða- og inn­­an­lands) og alþjóða­­sigl­ingar telja ekki heldur til skuld­bind­inga.

Meg­in­á­­stæður fyrir aukn­ingu í losun milli 2016 og 2017, án land­­not­k­un­­ar, er aukin losun frá fólks­bíl­um, málm­­fram­­leiðslu, kæli­m­iðlum og frá nytja­jarð­­vegi. Þrátt fyrir að heild­­ar­los­unin hafi auk­ist milli ára, hefur losun dreg­ist saman frá ákveðnum upp­­­sprett­um, segir í frétt Umhverf­is­­stofn­un­­ar. Þar megi nefna sem dæmi losun frá fram­­leiðslu­iðn­­aði, meðal ann­­ars frá fiski­­mjöls­verk­smiðj­um, sem hafi dreg­ist saman um 9 pró­­sent og losun frá urð­un­­ar­­stöðum sem hafi dreg­ist saman um 3 pró­­sent.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Náttúrufegurð Færeyja er eitt helsta aðdráttarafl eyjanna.
Færeyingar opna landamærin „sérstaklega fyrir Íslendinga“
„Kæru frændur, nú er rétti tíminn til að heimsækja Færeyjar,“ stendur í skilaboðum frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways til íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 4. júní 2020
8 mínútur og 46 sekúndur leystu úr læðingi sársauka margra kynslóða
Ólgan í Bandaríkjunum snýst ekki aðeins um þær átta mínútur og 46 sekúndur sem lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi George Floyds þar til hann lést. Hún á rætur í þjáningum margra kynslóða fólks er býr enn við misrétti sem er samgróið hugarfari valdhafa.
Kjarninn 4. júní 2020
Intenta segist í stakk búið til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður
Ingvi Þór Elliðason, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Intenta, sem fyrrverandi starfsmenn Capacent stofnuðu skömmu fyrir gjaldþrot fyrirtækisins, segir Intenta með þekkingu og getu til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður.
Kjarninn 4. júní 2020
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins er áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent