Telur íslenskt samfélag búa við ákveðna lág-kolefna tálsýn

Prófessor við umhverfis- og byggingarverkfræðideild í HÍ segir að íslenskt samfélag „útvisti“ meirihluta losunar gróðurhúsalofttegunda og búi þannig við ákveðna lág-kolefna tálsýn.

Umhverfisáhrif Ísland loftslagsmál reykháfur strompur útblástur gróðurhúsalofttegundir
Auglýsing

Jukka Heinonen, pró­fessor við umhverf­is- og bygg­ing­ar­verk­fræði­deild í Háskóla Íslands, hefur kannað hvernig neyslu­drifið kolefn­is­spor Íslend­inga dreif­ist um heims­byggð­ina. Í rann­sókn Jukka frá árinu 2017 kemur fram að við útreikn­ing á kolefn­is­spori neyslu íslenskra heim­ila hafi gögn um útgjöld þeirra meðal ann­ars verið tengd við erlendan gagna­banka um vist­spor landa. 

Jukka Heinonen Mynd: HÍÍ ljós kom að með­al­ár­skolefn­is­spor vegna neyslu íslenskra heim­ila reynd­ist áþekkt því sem ger­ist meðal þjóða Evr­ópu­sam­bands­ins – þrátt fyrir sér­stöðu Íslands í orku­mál­um. Sam­göng­ur, matur og vörur voru þeir flokkar sem voru ábyrgir fyrir stærstum hluta útblást­urs íslenskra heim­ila.

Rann­sóknin sýndi einnig að um 71 pró­sent útblást­urs heim­ila var vegna inn­fluttra vara og reyn­ist útblást­urs­byrðin vegna neyslu íslenskra heim­ila mest í þró­un­ar­ríkj­um. „Nið­ur­stöð­urnar sýna að þörf er á víð­tæk­ari nálgun á útreikn­ingi á útblæstri gróð­ur­húsa­loft­teg­unda en áður auk þess sem stefnu­mótun verður að taka mið af hon­um, bæði á Íslandi og ann­ars staðar í heim­in­um. Rann­sóknin getur því nýst til fram­tíðar fyrir vel­meg­andi þjóðir sem vinna að lág­mörkun útblást­ur­s,“ sagði Jukka þegar nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar voru kynntar á sínum tíma.

Auglýsing

Mat­væli stór hluti af losun Íslend­inga

Jukka segir í sam­tali við Kjarn­ann að rann­sóknin eigi enn vel við í dag. „Ís­lenskt sam­fé­lag „út­vistar“ meiri­hluta los­unar og býr við ákveðna lág-kolefna tál­sýn. Þetta á jafn­vel enn betur við í Reykja­vík, þar sem lítil fram­leiðsla á sér stað. Borgin til­kynnir mjög litla losun en áhrif hennar eru mjög mikil í alþjóð­legum sam­an­burð­i.“

Hann bendir á að mat­væli séu stór hluti af losun Íslend­inga og eru þau í reynd í öðru sæti á eftir sam­göng­um. „Þessi losun á sér stað að mestum hluta utan land­stein­anna og í flutn­ingi mat­væl­anna til Íslands. Á Íslandi fer fram kjöt­fram­leiðsla, sem losar mikið sama hvar. Það er algengur mis­skiln­ingur að til dæmis íslenska lambið sé á ein­hvern hátt fram­leitt sjálf­bært þar sem raunin er sú að lofts­lags­á­hrifin eru ótengd stað­bundnum aðstæðum á Ísland­i.“

Hann telur að kolefn­is­spor vegna mat­væla myndi minnka til muna með græn­met­ismið­uðu matar­æði og sér­stak­lega með stað­bund­inni græn­met­is­fram­leiðslu sem kæmi í stað­inn fyrir kjöt­fram­leiðslu.

Losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda jókst milli áranna 2016 og 2017

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Umhverf­is­stofnun jókst losun gróð­­ur­húsa­­loft­teg­unda sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórn­­­valda um 2,2 pró­­sent milli áranna 2016 og 2017. Upp­­lýs­ingar um losun Íslands má finna í skýrslu stofn­un­ar­innar (National Inventory Report – NIR) um losun gróð­­ur­húsa­­loft­teg­unda til lofts­lags­­samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna (UN­FCCC) sem birt var þann 15. apríl síð­ast­lið­inn.

Í skýrsl­unni er að finna ítar­­legar upp­­lýs­ingar um losun gróð­­ur­húsa­­loft­teg­unda á Íslandi, þróun frá 1990 til 2017, ásamt lýs­ingu á aðferða­fræð­inni sem notuð er til að meta los­un­ina.

Losun 2005 til 2017 sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda Mynd: Umhverfisstofnun

Aukn­ing ferða­­manna og almenn neysla hefur áhrif

Sam­­dráttur í losun var 5,4 pró­­sent yfir tíma­bilið 2005 til 2017. Losun gróð­­ur­húsa­­loft­teg­unda hefur hins vegar verið nokkuð stöðug síðan 2012, þrátt fyrir aðgerðir til að stemma stigu við los­un. Sam­­kvæmt Umhverf­is­­stofnun má meðal ann­­ars reka það til aukn­ingar ferða­­manna á Íslandi og hins vegar aukn­ingu almennrar neyslu.

Helstu upp­­­sprettur sem falla undir beina ábyrgð íslenskra stjórn­­­valda eru vega­­sam­­göng­­ur, olíu­­­notkun á fiski­­skip­um, iðra­­gerj­un, losun frá kæli­m­iðlum og losun frá urð­un­­ar­­stöð­­um.

Fyrir utan fyrr­­nefnda losun á beinni ábyrgð íslenskra stjórn­­­valda tekur skýrslan einnig á losun frá stór­iðju undir við­­skipta­­kerfi ESB með los­un­­ar­heim­ildir (ETS). Árið 2017 féllu 39 pró­­sent af heild­­ar­losun Íslands undir ETS og var þar 2,8 pró­­sent aukn­ing í losun innan kerf­is­ins milli 2016 og 2017, sam­­kvæmt frétt Umhverf­is­­stofn­un­ar um mál­ið.

Aukin losun frá fólks­bíl­um, málm­­fram­­leiðslu, kæli­m­iðlum og nytja­jarð­­vegi

Heild­­ar­losun gróð­­ur­húsa­­loft­teg­unda frá Íslandi, það er losun á beinni ábyrgð íslenskra stjórn­­­valda og ETS sam­tals, jókst þar af leið­andi um 2,5 pró­­sent milli 2016 og 2017. Þessar tölur inn­i­halda ekki losun frá land­­not­k­un, breyttri land­­notkun og skóg­­rækt (LULUCF). Losun frá LULUCF telur ekki til skuld­bind­inga, þó hún sé metin og gert grein fyrir henni í skýrsl­unni, og er hún þess vegna ekki inn­i­falin í umfjöllun um heild­­ar­losun Íslands. Hins vegar má Ísland telja hluta af kolefn­is­bind­ingu á móti los­un­inni. Flug (al­­þjóða- og inn­­an­lands) og alþjóða­­sigl­ingar telja ekki heldur til skuld­bind­inga.

Meg­in­á­­stæður fyrir aukn­ingu í losun milli 2016 og 2017, án land­­not­k­un­­ar, er aukin losun frá fólks­bíl­um, málm­­fram­­leiðslu, kæli­m­iðlum og frá nytja­jarð­­vegi. Þrátt fyrir að heild­­ar­los­unin hafi auk­ist milli ára, hefur losun dreg­ist saman frá ákveðnum upp­­­sprett­um, segir í frétt Umhverf­is­­stofn­un­­ar. Þar megi nefna sem dæmi losun frá fram­­leiðslu­iðn­­aði, meðal ann­­ars frá fiski­­mjöls­verk­smiðj­um, sem hafi dreg­ist saman um 9 pró­­sent og losun frá urð­un­­ar­­stöðum sem hafi dreg­ist saman um 3 pró­­sent.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar og einn stærsti hluthafi félagsins með 9,2 prósent eignarhlut.
Sýn tapaði 405 milljónum króna í fyrra og nær allir tekjustofnar drógust saman
Tekjur Sýnar jukust milli áranna 2019 og 2020 vegna þess að dótturfélagið Endor kom inn í samstæðureikninginn. Aðrir tekjustofnar Sýnar drógust saman. Tekjur fjölmiðlahlutans hafa minnkað um milljarð króna á tveimur árum, en jákvæð teikn eru á lofti þar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Daði Rafnsson
Talent þarf tráma! Eða hvað?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélags Íslands.
„Er sátt útgerðarfyrirtækjanna mikilvægari en sátt yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar?“
Stjórnarskrárfélag Íslands segir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá ganga þvert gegn niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu og sé alvarleg aðför að grundvallarstoðum lýðræðis og fullveldi íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Ólafur Þór Gunnarsson.
Stefnir í oddvitaslag hjá Vinstri grænum í Kraganum
Ólafur Þór Gunnarsson vill fyrsta sætið á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi. Varaformaður flokksins er talinn ætla sér það sæti.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent