Aukið við mannafla hjá Sýslumanninum vegna heimagistingar

Samningur hefur verið undirritaður um eflingu heimagistingarvaktar milli atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Samningurinn kveður á um 64 milljóna króna fjárveitingu til embættisins.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur ráðherra ferðamála og Þórólfur Halldórsson sýslumaðurinn á  höfuðborgarsvæðinu.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur ráðherra ferðamála og Þórólfur Halldórsson sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu.
Auglýsing

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttur ráð­herra ferða­mála og Þórólfur Hall­dórs­son sýslu­mað­ur­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu und­ir­rit­uðu í gær sam­komu­lag þess efnis að eft­ir­lit með heimagist­ingu muni verða virkara og sýni­legra með styrk­ingu á heimagist­ing­ar­vakt Sýslu­manns­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Þetta kemur fram í frétt atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­is­ins

­Samn­ing­ur­inn kveður á um 64 millj­óna króna fjár­veit­ingu til emb­ætt­is­ins en það fer með eft­ir­lit með heimagist­ingu á öllu land­inu. Er þetta gert til að öðl­ast yfir­sýn yfir raun­veru­legt umfang heimagist­ing­ar, tryggja rétt skatt­skil ein­stak­linga og að lög­að­ilar sem stunda gisti­starf­semi afli sér rekstr­ar­leyfis og starf­semin fari þar með að þeim lögum sem um hana gilda. 

Starfs­mönnum fjölgað úr 3 í 11

Í frétt ráðu­neyt­is­ins segir að lagt sé upp með að átaks­verk­efnið verði til eins árs og sé mark­miðið að það hafi hvetj­andi áhrif á ein­stak­linga til að skrá skamm­tíma­út­leigu sína. Gert sé ráð fyrir að starfs­mönnum í heimagist­ing­ar­vakt verði fjölgað úr þremur í ell­efu og koma þeir til með að fram­kvæma vett­vangs­rann­sóknir í kjöl­far ábend­inga frá almenn­ingi eða á grund­velli upp­lýs­inga sem koma fram í frum­kvæð­is­eft­ir­lit­i. 

Þá verði í hópnum tveir lög­fræð­ingar sem munu halda utan um stjórn­sýslu­með­ferð og ákvarð­anir um stjórn­valds­sekt­ir. „Þess má geta að frá því að Sýslu­mað­ur­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu tók við mála­flokki gisti­staða árið 2015 hefur umfang skamm­tíma­leigu sjö­faldast,“ segir í frétt­inn­i. 

Auglýsing

Hin svo­kallað 90 daga regla tók gildi í árs­byrjun 2017 en í henni felst að ein­stak­lingum er heim­ilt að leigja út lög­heim­ili sín og eina aðra fast­eign sem er í þeirra eigu til allt að 90 daga á hverju alm­an­aks­ári án þess að lúta sömu reglum um leyfi og gjöld og gilda um atvinnu­rekst­ur.

Verðum að tryggja að allt sé uppi á borðum

Þór­dís Kol­brún segir það vera ósann­gjarnt gagn­vart lög­legum rekstri að menn kom­ist upp með að spila ekki eftir regl­un­um. „Við verðum að tryggja að allt sé uppi á borð­um. Ég bind því miklar vonir við þetta sam­starf við sýslu­mann og vænti þess að við sjáum stór­auk­inn fjölda skrán­inga heimagist­ingar innan skamms. Við höldum á sama tíma áfram að skoða mál­efni tengd gisti­starf­semi með öðrum ráðu­neyt­um, skatt­inum og öðrum aðilum stjórn­kerf­is­ins sem hafa það sam­eig­in­lega verk­efni að móta heild­stæða umgjörð og eft­ir­lit heimagist­ing­ar.“

Þórólfur fagnar ákvörðun ráð­herra um efl­ingu heimagist­ing­ar­vakt­ar­inn­ar. „Ljóst er að allt of margir hafa ekki skráð þá heimagist­ingu sem að þeir halda úti og það er von okkar að þeir bregð­ist nú hratt við og skrái þær hið fyrsta enda mik­il­vægt allra vegna að þessi starf­semi sé uppi á borð­in­u,“ segir hann. 

Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eru í Húsi verslunarinnar.
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir vexti hafa verið orðna „óeðlilega“ lága
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segist það ekki samræmast skyldu sinni að taka hagsmuni 3.700 lántaka með breytileg verðtryggð lán fram yfir hagsmuni allra sjóðsfélaga. Hún segir yfirlýsingar um einvörðungu hækkun vaxta byggja á veikum grunni.
Kjarninn 19. júní 2019
FME minnir á kröfur sem gerðar eru til lífeyrissjóða
VR hyggst gera breytingar á skipan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Jafnréttisnefnd KÍ mótmælir málflutningi kennara
Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem málflutningi grunnskólakennara um falskar ásakanir nemenda um meint ofbeldi kennara er mótmælt.
Kjarninn 19. júní 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
Að breyta samfélagi
Kjarninn 19. júní 2019
Sarkozy ákærður fyrir spillingu og mútuþægni
Fyrrum forseti Frakklands er ákærður fyrir að hafa þegið fjármagn frá Gaddafi, fyrrum forseta Líbíu.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent