54 mál sem tengjast heimagistingu hafa farið til lögreglu

Flestir þeir sem voru uppvísir að brjóta ný lög er varða heimagistingu komu sínum málum á hreint. Ekki liggur fyrir hvernig eða hvort sekta eigi fyrir brotin.

img_4569_raw_0710130533_10191330114_o.jpg
Auglýsing

54 mál hafa komið inn á borð lögreglunnar í Reykjavík vegna brota á nýjum lögum um heimagistingu. Af þessum 54 málum gerðu sumir hreint fyrir sínum dyrum en ekki er búið að ákveða hvort sekta eigi í þessum tilfellum. Þetta segir Sigurbjörn Jónsson varðstjóri hjá lögreglunni í samtali við Kjarnann.

Hann segir að sumir hafi vitað að þeir myndu ekki fá leyfi fyrirfram. Til stóð að loka eða innsigla íbúðunum ef ekki starfsemin myndi halda áfram án leyfis en Sigurbjörn segir að í langflestum tilfellunum hafi eigendur komið sínum málum á hreint. Engin íbúð hafi enn verið innsigluð og ekkert sé farið að beita sektum. 

Ekki er búið að taka ákvörðun hvað verður gert í framhaldinu en að sögn Sigurbjörns er ekki mikill kraftur í þessu hjá lögreglunni enda sé þetta einungis hliðarverkefni hjá þeim. Hann sé einn að vinna í þessu hjá lögreglunni í hjáverkum.

Auglýsing

Eins og fram kom í frétt Kjarnans í febrúar síðastliðnum hefur Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu rannsakað ábendingar um 200 til 300 mál sem tengjast heimagistingu og bíða þau nú frekari stjórnsýslumeðferðar. Þetta kemur fram í svari sýslumanns við fyrirspurn Kjarnans.

Í svarinu segir jafnframt að einhverjum þessara mála verði væntanlega lokið með stjórnvaldssektum en lögreglustjórar hver í sínu umdæmi hafa eftirlit með rekstrarleyfisskyldum aðilum sem stunda skammtímaleigu í atvinnuskyni. Lögreglustjórar hafi ákæruvald í slíkum tilvikum.

Má leigja út í 90 daga án þess að hafa rekstrarleyfi 

Ný löggjöf um heimagistingu tók gildi þann 1. janúar á síðasta ári. Í henni segir að einstaklingum sé heimilt að leigja út heimili sitt sem og aðra fasteign til persónulegra nota í allt að 90 daga á ári án þess að þurfa að sækja um sérstakt rekstrarleyfi.

Helstu markmiðin með nýrri löggjöf voru að bregðast við þróun í gistiframboði hér á landi og jafnframt að bregðast við miklum fjölda leyfislausrar gistingar. Í lögunum skýrð betur mörkin milli gististarfsemi í atvinnuskyni og tímabundinnar leigu af hálfu einstaklinga gegnum deilihagkerfið.

Á vefsíðu sýslumanns er ferlið útskýrt en þar segir að einstaklingur sem hyggst bjóða heimagistingu skuli tilkynna sýslumanni að hann hyggist leigja út lögheimili sitt eða eina aðra fasteign í sinni eigu. Við skráningu beri viðkomandi aðila að staðfesta að húsnæðið uppfylli kröfur í reglugerð um brunavarnir, það hafi hlotið samþykki sem íbúðarhúsnæði og að húsnæðið sé fullnægjandi með tilliti til hollustuhátta samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Endurnýja þurfi skráningu á ári hverju og við lok hvers almanaksárs skuli aðili með skráða heimagistingu skila til sýslumanns yfirliti um þá daga sem húsnæði var leigt út ásamt upplýsingum um leigutekjur.

Sýslumaður skal afskrá heimagistingu verði aðili uppvís að því að leigja út húsnæði sitt í heimagistingu til lengri tíma en 90 daga á ári hverju eða fyrir hærri fjárhæð en kveðið er á um í lögum um virðisaukaskatt.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir fyrri hluta þessa árs hafa verið viðburðaríkan.
5,4 milljarða hagnaður hjá Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi
Hagnaður bankans jókst umtalsvert á öðrum ársfjórðungi, og í raun á fyrri hluta ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Útlán bankans hafa aukist um 8,2 prósent það sem af er ári vegna umsvifa í húsnæðislánum.
Kjarninn 28. júlí 2021
Benedikt Gíslason er forstjóri Arion banka og segir hann reksturinn ganga mjög vel.
Arion banki hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi
Bankinn hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 16,3 prósent.
Kjarninn 28. júlí 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Brunar lestin?
Kjarninn 28. júlí 2021
Stór hluti fólksfjölgunar hér á landi er tilkominn vegna fólksflutninga.
Færri Íslendingar flutt af landi brott í faraldri
Samsetning brottfluttra og aðfluttra hefur breyst töluvert í kórónuveirufaraldri. Í fyrra fluttu 506 fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því og hefur fjöldinn ekki veirð meiri síðan 1987.
Kjarninn 28. júlí 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Hafa áhyggjur af þróun á fasteignamarkaði
Þróunin á húsnæðismarkaði var meðal þess sem var rætt á síðasta fundi fjármálastöðugleikanefndar en meirihluti nefndarmanna taldi hana benda til vaxandi ójafnvægis.
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent