Leggja til að Dælan verði seld

N1 leggur til að vörumerkið Dælan verði selt til þess að bregðast við áhyggjum Samkeppniseftirlitsins af því að kaup N1 á Festi muni raska alvarlega samkeppni á eldsneytismarkaði.

n1_bensinsto-16_9954036115_o.jpg
Auglýsing

Til þess að bregð­ast við áhyggjum Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins af því að kaup N1 á Festi muni raska alvar­lega sam­keppni á elds­neyt­is­mark­aði hefur olíu­fé­lagið lagt til að sam­einað félag selji frá sér vöru­merkið Dæl­una, sem N1 kynnti fyrst til sög­unnar sum­arið 2016, og þrjár elds­neyt­is­stöðv­ar. Þetta kemur fram í Fétta­blað­inu í morg­un. 

Segir jafn­framt að til við­bótar hafi for­svars­menn N1 boð­ist til þess að skuld­binda olíu­fé­lagið til þess að selja þeim sem vilja elds­neyti í heild­sölu á við­skipta­legum grunni og auka jafn­framt aðgengi að birgða­rými hjá Olíu­dreif­ingu, sem félagið á 60 pró­senta hlut í.

Sam­keppn­is­eft­ir­litið kall­aði í gær eftir sjón­ar­miðum almenn­ings um sátta­til­lögur N1. „Eft­ir­litið hefur þegar látið í ljós það álit sitt að kaup N1, sem er stærsta elds­neyt­is­fé­lag lands­ins, á Festi, næst­stærsta smá­sölu­fé­lagi lands­ins en það rekur meðal ann­ars versl­anir undir merkjum Krón­unnar og Elko, muni að öðru óbreyttu hafa í för með sér „skað­leg“ áhrif á sam­keppni sem leitt geti til tjóns fyrir bæði keppi­nauta félag­anna og neyt­end­ur. Ef eft­ir­litið fellst ekki á til­lögur N1 mun það ógilda kaup­in,“ segir í frétt­inn­i. 

Sam­keppn­is­eft­ir­litið óskar eftir því að sjón­ar­mið ber­ist eigi síðar en 4. júlí næst­kom­andi og er aðilum gef­inn kostur á að koma sjón­ar­miðum sínum á fram­færi.

Auglýsing

Kjarn­inn sagði frá því í októ­ber síð­ast­liðnum að N1 ehf., sem rekur elds­­­neyt­is­­­stöðvar út um allt land og er skráð í Kaup­höll Íslands, hefði gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Festi, móð­­ur­­fé­lagi Krón­unn­­ar, Elko, Kjar­val og Kr auk þess sem félagið rekur Bakk­ann vöru­hót­­el. Festi á auk þess 18 fast­­eignir sem eru annað hvort í leigu til versl­ana félags­­ins eða til þriðja aðila og er heild­­ar­­stærð fast­­eign­anna um 71.500 fer­­metr­­ar.

Frétta­blaðið greinir frá að hluta­bréf í olíu­fé­lag­inu hafi fallið um 5,1 pró­sent í verði í 330 millj­óna króna við­skiptum í Kaup­höll Íslands í gær, dag­inn eftir að félagið greindi frá því að end­an­leg nið­ur­staða Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins myndi ekki liggja fyrir í þessum mán­uði, líkt og vonir stóðu til. Félagið hafi þess í stað sagt „ófyr­ir­séð“ hvenær rann­sókn eft­ir­lits­ins lyki og hafi auk þess bent á að vegna tíma­fresta í kaup­samn­ingi N1 og Festar kynni að þurfa að koma til breyt­inga á samn­ingn­um.

„Í upp­haf­legu sam­komu­lagi félag­anna, sem þau skrif­uðu undir í júlí í fyrra, er heild­ar­virði Fest­ar, það er virði hluta­fjár og skulda, 37,9 millj­arðar króna en end­an­legt kaup­verð mun meðal ann­ars ráð­ast af afkomu smá­sölu­fé­lags­ins,“ segir í frétt­inni.

Hægt er að lesa frekar um málið í Frétta­blað­inu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent