Leggja til að Dælan verði seld

N1 leggur til að vörumerkið Dælan verði selt til þess að bregðast við áhyggjum Samkeppniseftirlitsins af því að kaup N1 á Festi muni raska alvarlega samkeppni á eldsneytismarkaði.

n1_bensinsto-16_9954036115_o.jpg
Auglýsing

Til þess að bregð­ast við áhyggjum Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins af því að kaup N1 á Festi muni raska alvar­lega sam­keppni á elds­neyt­is­mark­aði hefur olíu­fé­lagið lagt til að sam­einað félag selji frá sér vöru­merkið Dæl­una, sem N1 kynnti fyrst til sög­unnar sum­arið 2016, og þrjár elds­neyt­is­stöðv­ar. Þetta kemur fram í Fétta­blað­inu í morg­un. 

Segir jafn­framt að til við­bótar hafi for­svars­menn N1 boð­ist til þess að skuld­binda olíu­fé­lagið til þess að selja þeim sem vilja elds­neyti í heild­sölu á við­skipta­legum grunni og auka jafn­framt aðgengi að birgða­rými hjá Olíu­dreif­ingu, sem félagið á 60 pró­senta hlut í.

Sam­keppn­is­eft­ir­litið kall­aði í gær eftir sjón­ar­miðum almenn­ings um sátta­til­lögur N1. „Eft­ir­litið hefur þegar látið í ljós það álit sitt að kaup N1, sem er stærsta elds­neyt­is­fé­lag lands­ins, á Festi, næst­stærsta smá­sölu­fé­lagi lands­ins en það rekur meðal ann­ars versl­anir undir merkjum Krón­unnar og Elko, muni að öðru óbreyttu hafa í för með sér „skað­leg“ áhrif á sam­keppni sem leitt geti til tjóns fyrir bæði keppi­nauta félag­anna og neyt­end­ur. Ef eft­ir­litið fellst ekki á til­lögur N1 mun það ógilda kaup­in,“ segir í frétt­inn­i. 

Sam­keppn­is­eft­ir­litið óskar eftir því að sjón­ar­mið ber­ist eigi síðar en 4. júlí næst­kom­andi og er aðilum gef­inn kostur á að koma sjón­ar­miðum sínum á fram­færi.

Auglýsing

Kjarn­inn sagði frá því í októ­ber síð­ast­liðnum að N1 ehf., sem rekur elds­­­neyt­is­­­stöðvar út um allt land og er skráð í Kaup­höll Íslands, hefði gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Festi, móð­­ur­­fé­lagi Krón­unn­­ar, Elko, Kjar­val og Kr auk þess sem félagið rekur Bakk­ann vöru­hót­­el. Festi á auk þess 18 fast­­eignir sem eru annað hvort í leigu til versl­ana félags­­ins eða til þriðja aðila og er heild­­ar­­stærð fast­­eign­anna um 71.500 fer­­metr­­ar.

Frétta­blaðið greinir frá að hluta­bréf í olíu­fé­lag­inu hafi fallið um 5,1 pró­sent í verði í 330 millj­óna króna við­skiptum í Kaup­höll Íslands í gær, dag­inn eftir að félagið greindi frá því að end­an­leg nið­ur­staða Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins myndi ekki liggja fyrir í þessum mán­uði, líkt og vonir stóðu til. Félagið hafi þess í stað sagt „ófyr­ir­séð“ hvenær rann­sókn eft­ir­lits­ins lyki og hafi auk þess bent á að vegna tíma­fresta í kaup­samn­ingi N1 og Festar kynni að þurfa að koma til breyt­inga á samn­ingn­um.

„Í upp­haf­legu sam­komu­lagi félag­anna, sem þau skrif­uðu undir í júlí í fyrra, er heild­ar­virði Fest­ar, það er virði hluta­fjár og skulda, 37,9 millj­arðar króna en end­an­legt kaup­verð mun meðal ann­ars ráð­ast af afkomu smá­sölu­fé­lags­ins,“ segir í frétt­inni.

Hægt er að lesa frekar um málið í Frétta­blað­inu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent