Gera ráð fyrir bættum skattskilum og sektum á heimagistingu fyrir tugi milljóna

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að setja 64 milljónir í átaksverkefni um hert eftirlit með heimagistingu, líkt og Airbnb. Gera ráð fyrir að að sektargreiðslur geti numið 50 milljónum og að bætt skattskil muni skila fjárfestingunni til baka.

SAF airbnb
Auglýsing

Rík­is­stjórnin hefur sam­þykkt að setja 64 millj­ónir króna á einu ári í átaks­verk­efni um hert eft­ir­lit með heimagist­ingu, líkt og Air­bnb og öðrum sem veita sam­bæri­lega þjón­ustu. Gera ráð fyrir að að ein­ungis sekt­ar­greiðslur vegna skrán­ing­ar­leysis geti numið um 50 millj­ónum króna og að  bætt skatt­skil muni skila fjár­fest­ing­unni til baka hratt og örugg­lega.

„­Sam­tök ferða­þjón­ust­unnar hafa lengi bent á að skera þurfi upp herör gegn leyf­is­lausri og ólög­legri gisti­starf­semi hér á landi sem að miklu leyti þrífst undir merkjum Air­bnb. Við fögnum því þessu átaki stjórn­valda, enda teljum við ein­sýnt að öfl­ugt eft­ir­lit skili árangri. Þá er vert að þakka Þór­dísi Kol­brúnu [Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur], ráð­herra ferða­mála, fyrir hennar for­ystu í mál­inu. Með átak­inu er síðan von­andi verið að tryggja ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækjum heil­brigða sam­keppni og sam­keppn­is­hæf rekstr­ar­skil­yrði“ segir Skapti Örn Ólafs­son, upp­lýs­inga­full­trúi Sam­taka ferða­þjón­ust­unnar í sam­tali við Kjarn­ann.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá ferða­mála­ráðu­neyt­inu er lagt upp með að átakið feli í sér fjölgun starfs­manna við eft­ir­lit og mun sýslu­mað­ur­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa metið þörf á að ráða alls átta starfs­menn, fjóra á heimagist­ing­ar­vakt, tvo sér­fræð­inga og tvo lög­fræð­inga. Hlut­verk starfs­manna á heimagist­ing­ar­vakt er að fram­kvæma vett­vangs­rann­sóknir í kjöl­far kvart­ana eða ábend­inga frá almennum borg­urum eða á grund­velli upp­lýs­inga sem koma fram í frum­kvæð­is­eft­ir­liti. Þá yrðu sér­fræð­ingar fengnir til verk­efna sem tengj­ast bak­vinnslu vegna skrán­inga og eft­ir­lits ásamt ýmsum verk­efnum í tengslum við und­ir­bún­ing stjórn­sýslu­mála og öflun raf­rænna sönn­un­ar­gagna. Verk­efni þeirra tveggja lög­fræð­inga sem óskað er eftir er verk­efna­stjórn með aðgerð­um, ákvarð­anir um stjórn­valds­sektir og almenn stjórn­sýslu­með­ferð mála.

Auglýsing

Sam­tök ferða­þjón­ust­unnar áætla að rúm­lega 6.000 gest­gjafar bjóði upp á heimagist­ingu um allt land og þar af séu um 4.000 í Reykja­vík. Ný lög um heim­gist­ingu tóku gildi 1. jan­úar 2017 og var mark­miðið með lög­unum að koma þess­ari starf­semi allri upp á yfir­borðið með því að skylda gest­gjafa til skrán­ing­ar. „Að­eins um 1.000 gest­gjafar á land­inu öllu hafa hins vegar skráð sig hjá emb­ætti sýslu­manns­ins í Reykja­vík. Það hefur því miður ekki gengið sem skyldi en með þessu átaki stjórn­valda er verið að stíga mjög jákvætt skref í rétta átt,“ segir Skapti Örn.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Hag­stofu Íslands velti heimagist­ing í gegnum Air­bnb um land allt um 15 millj­örðum króna árið 2017.

„Við höfum verið að skjóta á að þeir fjár­munir sem eru undir yfir­borð­inu hvað heimagist­ingu varðar geti numið um 2 millj­örðum króna. Það eru umtals­verðir fjár­munir sem væri hægt að nýta til að byggja upp inn­viði í ferða­þjón­ustu. „Það er auð­vitað ólíð­andi fyrir fyr­ir­tæki sem stunda ábyrgan og heið­ar­legan atvinnu­rekstur að keppa við aðila sem kjósa að vera „utan þjón­ustu­svæð­is“ og skila hvorki sköttum né skyld­um,“ segir Skapti Örn.

Ráðu­neytið leggur áherslu á að þrátt fyrir að átaks­verk­efn­inu fylgi til­tek­inn kostn­aður megi gera ráð fyrir því að sam­hliða auknu eft­ir­liti muni sekt­ar­greiðslur vegna brota á lög­unum og bætt skatt­skil skila fjár­fest­ing­unni til baka hratt og örugg­lega en áætlað er að ein­ungis sekt­ar­greiðslur vegna skrán­ing­ar­leysis geti numið um 50 millj­ónir króna.

Lagt er til að ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra verði falið að útfæra fjár­mögnun á átaks­verk­efni svo auka megi eft­ir­lit og þannig jafna sam­keppn­is­stöðu í gist­starf­semi hér á landi, skatt­heimtu og öryggi ferða­manna, en allt bendi til að slíkt verk­efni muni geta staðið undir sér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni: Sveiflujöfnunin öflugri hér en í ríkjum þar sem björgunarpakkarnir eru stærri
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar verið sé að bera saman stærðargráðu efnahagsviðbragða hér á landi við útlönd þurfi að horfa til þess að Ísland hafi öflugri sveiflujafnara í félagslegu kerfunum en mörg önnur ríki.
Kjarninn 8. apríl 2020
Halldóra Mogensen er formaður þingflokks Pírata.
Píratar leggja til að launahækkanir þingmanna og ráðherra falli niður
Þingflokkur Pírata vill að 6,3 prósent launahækkun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna verði endurkölluð. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur á mánuði í byrjun árs.
Kjarninn 8. apríl 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fellir ellikerling Pútín?
Kjarninn 8. apríl 2020
„Faraldurinn er eins og staðan er núna á niðurleið“
Toppnum í nýsmitum COVID-19 hér á landi virðist náð, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Faraldurinn er því á niðurleið, en Alma Möller landlæknir minnir á að enn sé nokkuð í að toppi verði náð hvað álag á heilbrigðiskerfið varðar.
Kjarninn 8. apríl 2020
Vel innan við þúsund virk smit – 633 hefur batnað af COVID-19
Tæplega tvö þúsund sýni voru rannsökuð í gær og af þeim reyndust þrjátíu jákvæð. Hjá Íslenskri erfðagreiningu fannst aðeins eitt nýt smit, annan daginn í röð.
Kjarninn 8. apríl 2020
Persónuleg barátta Boris Johnson við kórónuveiruna
Samstarfsmenn Boris Johnson sögðu hann „kátan“, aðeins hafa „væg einkenni“ og áfram „stýra landinu“ jafnvel eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús í byrjun vikunnar. Johnson er nú á gjörgæslu og fær súrefni til að hjálpa honum að ná andanum.
Kjarninn 8. apríl 2020
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent