Airbnb með tæpan þriðjung af gistinóttamarkaðnum

Airbnb er orðið næstumfangsmesta gistiþjónusta landsins og þrisvar sinnum stærri en sú þriðja umfangsmesta sem eru gistiheimili. Í gegnum Airbnb voru 3,2 milljónir gistinótta seldar í fyrra.

airbnb
Auglýsing

Air­bnb er orðið næst­um­fangs­mesta gisti­þjón­usta lands­ins og þrisvar sinnum stærri en sú þriðja umfangs­mesta sem eru gisti­heim­ili. Flestar gistinætur voru þó seldar á hót­el­um, alls 4,3 millj­ónir á árinu 2017. Í gegnum Air­bnb voru 3,2 millj­ónir gistinótta seldar í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslands­banka um ferða­þjón­ust­una.

Um 11,6 millj­ónir gistinótta voru seldar á árinu 2017 á öllum teg­undum gisti­staða.

Hót­elin eru ennþá með mestu hlut­deild­ina á gisti­þjón­ustu­mark­aðnum eða 37 pró­sent. Þar á eftir kemur Air­bnb með um 30 pró­sent. Hlut­deild Air­bnb hefur vaxið um rúm 11 pró­sentu­stig en hlut­deild allra ann­arra teg­unda af gisti­þjón­ustu dreg­ist sam­an.

Auglýsing

Tíu tekju­hæstu velta 1,3 millj­örðum króna

Tekjur leigu­sala í gegnum Air­bnb á Íslandi námu 19,4 millj­örðum á árinu 2017 og juk­ust um 109% frá fyrra ári. Með­al­verð fyrir sól­ar­hrings­dvöl á Air­bnb er mis­jafnt eftir því hvers eðlis gisti­rýmið er. Þegar um er að ræða leigu á öllu heim­il­inu er með­al­verðið um 21,6 þús­und krón­ur. Til sam­an­burðar er með­al­verð á hót­el­her­bergi í Reykja­vík um 19,7 þús­und. Heilt heim­ili getur hýst fleiri gesti en hót­el­her­bergi alla jafna og er því með­al­verð á hvern ein­stak­ling lægra á Air­bnb en á hót­el­um.

Þá er velta á Air­bnb sem hlut­fall af veltu hót­ela tölu­vert lægra en fjöldi gistinótta á Air­bnb sem hlut­fall af fjölda gistinótta hót­ela. Það gefur einnig til kynna að hver gistinótt sé ódýr­ari á Air­bnb en á hót­elum á Íslandi. Air­bnb er því ekki bara öðru­vísi upp­lifun á gisti­þjón­ustu­mark­að­inum heldur einnig ódýr­ari val­kost­ur. Gefur það ferða­mann­inum mögu­leika á því að dvelja lengur fyrir sama verð og á hót­elum eða að dvelja í sam­bæri­legan tíma og verja meiri útgjöldum í aðra útgjalda­liði en gist­ingu.

Tekju­hæsti leigu­sali síð­asta árs velti 230 millónum og var með 46 útleigu­rými í gegnum Air­bnb. Rýmin geta verið allt heim­il­ið, sam­eig­in­legt her­bergi eða sér­her­bergi. Þá eru eig­in­leikar á borð við gæði og fjölda gesta sem rýmið hýsir einnig ólíkir á milli rýma. Sá leigu­sali sem var á meðal þeirra tekju­hæstu og var með mestar tekjur á hvert útleigu­rými velti rúmum 12 millj­ónum á hvert rými yfir 12 mán­aða tíma­bil eða rúm­lega milljón í hverjum mán­uði á hvert rými. Á sama tíma er mán­að­ar­legt leigu­verð á hvern fer­metra á hefð­bundnum leigu­mark­aði í kringum þrjú þús­und krónur fyrir tveggja her­bergja íbúð­ir. Það gerir um 210 þús­und sé íbúðin 70 fer­metr­ar. Með­al­fer­metra­verð lækkar svo eftir því sem her­bergjum fjölgar og íbúðin stækk­ar. Það er því ljóst að leigusalar geta aflað umtals­vert meiri tekna með því að leigja erlendum ferða­mönnum í gegnum Air­bnb en með því að leigja á hefð­bundnum leigu­mark­aði. Hefur þessi hvati leitt til þess að íbúðir á hefð­bundnum leigu­mark­aði eru færri en ella sem veldur að öðru óbreyttu hækk­un­ar­þrýst­ingi á leigu­verð.

Fer Air­bnb fram úr hót­el­un­um?

Í skýrsl­unni er því velt upp hvort Air­bnb muni fara fram úr hót­elum á árinu. Gistin­óttum fjölg­aði á árinu 2017 um 2,1 millj­ón. Nemur það um 24 pró­sent fjölgun frá árinu 2016. Þá tók Air­bnb til sín um 1,6 millj­ónir gistinótta eða um 76 pró­sent af fjölgun gistinótta á árinu 2017. Vöxtur Air­bnb hefur verið marg­falt hrað­ari en vöxtur ann­ars konar gisti­þjón­ustu und­an­farin ár. Fyrir vikið hefur hagur skráðrar gisti­þjón­ustu á Íslandi ekki vænkast í sam­ræmi við þá miklu fjölgun ferða­manna sem átt hefur sér stað und­an­far­ið. Hefur fjölg­unin þess í stað að mestu drifið áfram vöxt deili­hag­kerf­is­ins. Skýrslu­höf­undar telja að um gæti verið að ræða aukið van­mat á verð­mæta­sköpun á hvern ferða­mann sam­hliða miklum vexti Air­bnb. „Ljóst er að mikið af þeim verð­mætum sem þar verða til, og renna m.a. til heim­ila lands­ins, er ekki skráð í þeim gögnum sem eru til grund­vallar þegar verð­mæta­sköpun ferða­manna er skoð­uð.“

Lands­byggðin drífur vöxt Air­bnb

Umfang deili­hag­kerf­is­ins hefur vaxið mun hraðar á lands­byggð­inni en á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á síð­ast­liðnum tveimur árum. Á árinu 2015 seld­ust 18 þús­und gistinætur á lands­byggð­inni en 1,3 millj­ónir á árinu 2017. Fjöldi seldra gistinótta á lands­byggð­inni var því 73 sinnum fleiri á árinu 2017 en á árinu 2015.

Hraður vöxtur í umfangi Air­bnb á lands­byggð­inni hefur leitt til þess að um fjórar af hverjum tíu seldum gistin­óttum í gegnum Air­bnb eru nú á lands­byggð­inni. Það er umtals­verð breyt­ing frá árinu 2015 þegar umfang Air­bnb var nán­ast alfarið bundið við höf­uð­borg­ar­svæð­ið.

Lestu skýrslu Íslands­banka í heild sinni hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Öðruvísi áhrifavaldar
Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir skrifar um bókina Aðferðir til að lifa af.
Kjarninn 30. mars 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Haldið ykkur heima um páskana
Úr heilræðahorni Víðis Reynissonar: Haldið ykkur heima um páskana – hugið tímanlega að innkaupum, farið sjaldan í búð og kaupið meira inn í einu.
Kjarninn 30. mars 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Þessi veira er sjálfri sér samkvæm
„Skilaboðin eru þau að þetta er mjög alvarlegur faraldur og þetta eru mjög alvarleg veikindi og þess vegna full ástæða til að grípa til þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til.“
Kjarninn 30. mars 2020
Isavia segir upp rúmlega hundrað manns
Isavia sagði í dag upp 101 starfsmanni og bauð 37 starfsmönnum sínum áframhaldandi starf í minnkuðu starfshlutfalli. Aðgerðirnar ná til rúmlega 10 prósent starfsmanna fyrirtækisins og bitna helst á framlínustarfsfólki á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 30. mars 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Stærsta áskorunin að koma í veg fyrir annan faraldur
Sóttvarnalæknir segir að aflétta verði hægt og varlega þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til hér á landi vegna veirunnar. Það verði okkar stærsta áskorun næstu vikur og mánuði.
Kjarninn 30. mars 2020
Eilítið svartsýnni spá en síðast – Reikna með að 1.700 manns á Íslandi greinist
Nýtt uppfært spálíkan hefur nú litið dagsins ljós en samkvæmt því mun fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm ná hámarki í fyrstu viku apríl.
Kjarninn 30. mars 2020
Fréttablaðið og DV eru nú í eigu sama fyrirtækis.
Ritstjóri DV að láta af störfum og fleiri uppsagnir í burðarliðnum
Kaup Torgs, eiganda Fréttablaðsins, á DV og tengdum miðlum voru blessuð af Samkeppniseftirlitinu í síðustu viku.
Kjarninn 30. mars 2020
Staðfest smit eru orðin 1.086 á Íslandi.
Tæplega sjötíu ný smit síðasta sólarhringinn
Flestir þeirra sem hafa greinst með veiruna eru á aldrinum 40-49 ára. Sex einstaklingar á tíræðisaldri hafa greinst og 25 börn yngri en tíu ára.
Kjarninn 30. mars 2020
Meira úr sama flokkiInnlent