Allt að 70 prósent íbúða í sumum götum í Airbnb leigu

Þær götur sem hafa flestar Airbnb eignir á skrá eru Laugavegur, Hverfisgata, Grettisgata, Berþórugata, Óðinsgata og Bjarnarstígur en allt að 70 prósent eigna í þessum götum eru skráðar hjá Airbnb.

img_4955_raw_0710130602_10191533305_o.jpg
Auglýsing

Átta­tíu pró­sent skráðra eigna hjá Air­bnb eru á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stað­settar í Reykja­vík og 37 pró­sent í 101 Reykja­vík. Sautján pró­sent eru í 105 Reykja­vík og sjö pró­sent í 107 Reykja­vík­. Þetta kemur fram í nið­ur­stöðum rann­sóknar á áhrifum Air­bnb á hús­næð­is­mark­að­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem birtar voru í dag.

Sam­kvæmt nið­ur­stöðum rann­sókn­ar­innar hýsir mið­borgin og næsta nágrenni yfir 60 pró­sent skráðra eigna. Þær götur sem hafa flestar Air­bnb eignir á skrá eru Lauga­veg­ur, Hverf­is­gata, Grett­is­gata, Ber­þórugata, Óðins­gata og Bjarn­ar­stígur en allt að 70 pró­sent eigna í þessum götum eru skráðar hjá Air­bnb. Í apríl 2019 voru 2.567 eignir í Reykja­vík skráðar á Air­bnb og þar af voru 58 pró­sent starf­ræktar án lög­bund­ins leyf­is.

Í nið­ur­stöð­unum kemur meðal ann­ars fram að fjöldi skráðra eigna hjá Air­bnb hafi marg­fald­ast á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á síð­ast­liðnum árum, til að mynda var tvö­földun á tíma­bil­inu jan­úar 2016 til jan­úar 2018 þegar skráðum eignum fjölg­aði úr 2032 í 4154. Um þrjár af hverjum fjórum skráðum eignum í Reykja­vík eru heilar eign­ir, þ.e. íbúðir og hús, sem er hærra hlut­fall en í flestum öðrum fjöl­sóttum borgum Evr­ópu.

Auglýsing

Frekar ýtt undir félags­legan ójöfnuð

Í apríl 2019 voru 58 pró­sent skráðra eigna Air­bnb í Reykja­vík starf­ræktar án lög­bund­ins leyf­is. Í frétta­til­kynn­ingu frá Reykja­víkj­ur­borg kemur fram að Air­bnb og stuttir leigu­samn­ingar virð­ast frekar hafa ýtt undir félags­legan ójöfnuð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Í rann­sókn­inni kemur enn fremur fram að leigusalar séu ekki eins­leitur hópur með eins­leit mark­mið eða við­skipta­að­ferðir og áhrifin eftir því ólík. Á meðan sum við­skipta­módel hafi fært eign­ar­hald frá heim­ilum til fjár­festa og við­skipta, hafi önnur hjálpað íbúum að halda í heim­ili sín og/eða eiga fyrir lífs­nauð­synj­um.

Ein af megin nið­ur­stöðum rann­sókn­ar­innar er sú að Air­bnb og stuttir leigu­samn­ingar virð­ast þó frekar ýta undir félags­legan ójöfn­uð. Starf­semin geti skapað fjár­hags­leg tæki­færi fyrir þá sem þegar eiga eignir og þannig treyst enn betur stöðu þeirra á hús­næð­is­mark­aði. Hins vegar séu afleið­ing­arnar minna fram­boð og hærra verð sem geri þeim sem eru á hött­unum eftir að eign­ast heim­ili til kaups eða leigu erf­ið­ara fyr­ir.

Fasteignamarkaður á tímamótum
Uppgangstíma á fasteignamarkaði er ekki lokið, sé horft til þess að mikill fjöldi nýrra eigna er nú að koma inn á markaðinn. Ólíklegt er hins vegar að markaðurinn muni einkennast af verðhækkunum. Frekar er líklegt að lækkanir verði raunin.
Kjarninn 25. júní 2019
Benedikt Gíslason.
Benedikt Gíslason ráðinn bankastjóri Arion banka
Benedikt Gíslason, sem hefur setið í stjórn Arion banka fyrir hönd Kaupþings, hefur verið ráðinn nýr bankastjóri bankans.
Kjarninn 25. júní 2019
Launakostnaður 61 prósent af heildargjöldum Íslandspósts
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Íslandspósts kemur fram að laun og launatengd gjöld hafi hækkað verulega á síðustu árum hjá fyrirtækinu. Laun forstjóra Íslandspósts hækkuðu tvisvar í fyrra og um 43 prósent á innan við ári.
Kjarninn 25. júní 2019
Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra
Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.
Kjarninn 25. júní 2019
Skúli Eggert Þórðarson
Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts
Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.
Kjarninn 25. júní 2019
Ójöfn fjölskylduábyrgð hefur áhrif á stöðu kvenna í atvinnulífinu
Konur bera enn meginábyrgð á heimilinu, bæði er kemur að börnum, heimilisstörfum og umönnun aldraðra foreldra.
Kjarninn 25. júní 2019
Stuðningur við ríkisstjórnina mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Fleiri væntanlegir kjósendur Vinstri grænna styðja ríkisstjórnina en þeir sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Stuðningur við hana á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefur aukist síðustu vikur.
Kjarninn 25. júní 2019
Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent