Allt að 70 prósent íbúða í sumum götum í Airbnb leigu

Þær götur sem hafa flestar Airbnb eignir á skrá eru Laugavegur, Hverfisgata, Grettisgata, Berþórugata, Óðinsgata og Bjarnarstígur en allt að 70 prósent eigna í þessum götum eru skráðar hjá Airbnb.

img_4955_raw_0710130602_10191533305_o.jpg
Auglýsing

Átta­tíu pró­sent skráðra eigna hjá Air­bnb eru á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stað­settar í Reykja­vík og 37 pró­sent í 101 Reykja­vík. Sautján pró­sent eru í 105 Reykja­vík og sjö pró­sent í 107 Reykja­vík­. Þetta kemur fram í nið­ur­stöðum rann­sóknar á áhrifum Air­bnb á hús­næð­is­mark­að­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem birtar voru í dag.

Sam­kvæmt nið­ur­stöðum rann­sókn­ar­innar hýsir mið­borgin og næsta nágrenni yfir 60 pró­sent skráðra eigna. Þær götur sem hafa flestar Air­bnb eignir á skrá eru Lauga­veg­ur, Hverf­is­gata, Grett­is­gata, Ber­þórugata, Óðins­gata og Bjarn­ar­stígur en allt að 70 pró­sent eigna í þessum götum eru skráðar hjá Air­bnb. Í apríl 2019 voru 2.567 eignir í Reykja­vík skráðar á Air­bnb og þar af voru 58 pró­sent starf­ræktar án lög­bund­ins leyf­is.

Í nið­ur­stöð­unum kemur meðal ann­ars fram að fjöldi skráðra eigna hjá Air­bnb hafi marg­fald­ast á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á síð­ast­liðnum árum, til að mynda var tvö­földun á tíma­bil­inu jan­úar 2016 til jan­úar 2018 þegar skráðum eignum fjölg­aði úr 2032 í 4154. Um þrjár af hverjum fjórum skráðum eignum í Reykja­vík eru heilar eign­ir, þ.e. íbúðir og hús, sem er hærra hlut­fall en í flestum öðrum fjöl­sóttum borgum Evr­ópu.

Auglýsing

Frekar ýtt undir félags­legan ójöfnuð

Í apríl 2019 voru 58 pró­sent skráðra eigna Air­bnb í Reykja­vík starf­ræktar án lög­bund­ins leyf­is. Í frétta­til­kynn­ingu frá Reykja­víkj­ur­borg kemur fram að Air­bnb og stuttir leigu­samn­ingar virð­ast frekar hafa ýtt undir félags­legan ójöfnuð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Í rann­sókn­inni kemur enn fremur fram að leigusalar séu ekki eins­leitur hópur með eins­leit mark­mið eða við­skipta­að­ferðir og áhrifin eftir því ólík. Á meðan sum við­skipta­módel hafi fært eign­ar­hald frá heim­ilum til fjár­festa og við­skipta, hafi önnur hjálpað íbúum að halda í heim­ili sín og/eða eiga fyrir lífs­nauð­synj­um.

Ein af megin nið­ur­stöðum rann­sókn­ar­innar er sú að Air­bnb og stuttir leigu­samn­ingar virð­ast þó frekar ýta undir félags­legan ójöfn­uð. Starf­semin geti skapað fjár­hags­leg tæki­færi fyrir þá sem þegar eiga eignir og þannig treyst enn betur stöðu þeirra á hús­næð­is­mark­aði. Hins vegar séu afleið­ing­arnar minna fram­boð og hærra verð sem geri þeim sem eru á hött­unum eftir að eign­ast heim­ili til kaups eða leigu erf­ið­ara fyr­ir.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamarkaðurinn að taka aftur við sér
Fasteignaverð tók kipp í októbermánuði og hækkaði vísitala markaðarins um 0,5 prósent frá því mánuðinn á undan.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent