Fjölmiðlafrumvarpið á dagskrá ríkisstjórnar í dag

Frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla var tekið fyrir á ríkisstjórnarfundi í morgun. Breytingar hafa verið gerðar á frumvarpinu frá því sem kynnt var í samráðsgátt stjórnvalda fyrr á árinu.

Lilja Alfreðsdóttir
Auglýsing

Frum­varp Lilju D. Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, um styrki til einka­rek­inna fjöl­miðla var tekið fyrir á rík­is­stjórn­ar­fundi í dag. Heim­ildir Kjarn­ans herma að til standi að leggja frum­varpið fram á Alþingi með afbrigðum fyrir þing­lok, en frestur til að leggja fram ný þing­mál á yfir­stand­andi þingi rann út í byrjum síð­asta mán­að­ar.

Breyt­ingar hafa verið gerðar á því frum­varpi sem kynnt var í sam­ráðs­gátt stjórn­valda í jan­úar síð­ast­liðnum en ekki liggur enn fyrir hverjar þær eru.

Meg­in­efni frum­varps­ins snýst um að veita stjórn­­­völdum heim­ild til að styðja við rekstur einka­rek­inna fjöl­miðla í formi end­­­ur­greiðslu á allt að 25 pró­­­sent af til­­­­­teknum hluta ­rit­­­stjórn­­­­­ar­­­kostn­að einka­rek­inna fjöl­miðla. Skil­yrði fyrir styrknum verða að við­tak­endur upp­­­­­fylli ýmis skil­yrði fjöl­miðla­laga, efni þeirra sé fjöl­breytt og fyrir allan almenn­ing og bygg­ist á frétt­um, frétta­tengdu efni og sam­­­fé­lags­um­ræðu í víðum skiln­ing­i.

Auglýsing
Lagt er til að lögin taki gildi 1. jan­úar 2020 og end­­­ur­greiðslur mið­ist við síð­­­ast­liðið ár.

Gert er ráð fyrir end­­­ur­greiðslu­hæfur kostn­aður verði bund­inn við beinan launa­­­kostnað blaða- og frétta­­­manna, rit­­­stjóra og aðstoð­­­ar­­­rit­­­stjóra, mynda­­­töku­­­manna, ljós­­­mynd­­­ara og próf­­­arka­­­les­­­ara auk verk­taka­greiðslna fyrir sömu störf, í frum­varps­drög­un­­­um.

Hlut­­fall end­­­ur­greiðslu verði að hámarki vera 25 pró­­­sent af kostn­aði við fram­an­­­greint, þó ekki hærri en 50 millj­­­ón­ir til hvers umsækj­anda vegna síð­­­ast­lið­ins árs. Jafn­­­framt kemur fram í frum­varps­drög­unum að heim­ild sé til að veita stað­bundnum fjöl­miðlum við­­­bótar end­­­ur­greiðslu.

Í frum­varps­drög­unum segir að lagt er til fram­lag ­rík­­­is­ins nemi 300 til 400 millj­­­ónum á ári. Um þau er hægt að lesa hér.

Stjórn­ar­meiri­hluti fyrir frum­varp­inu

Lilja kynnti frum­varpið 31. jan­úar síð­ast­lið­inn og í kjöl­farið var það sett inn í sam­ráðs­gátt stjórn­valda. Fjöl­margar athuga­­semdir bár­ust við það, meðal ann­­ars frá flest öllum fjöl­miðlum lands­ins. Margar voru jákvæðar en athygli vakti að tvö af stærstu fjöl­miðla­­fyr­ir­tækjum lands­ins, Torg sem gefur út Frétta­­blað­ið, og Árvakur sem gefur m.a. út Morg­un­­blað­ið, gerðu miklar athuga­­semdir við að stærri fjöl­miðlar fengu ekki meira og vildu að minni miðlar fengu ekk­ert.

Lilja sagði í sjón­­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut í mars síð­­ast­liðnum að það væri stjórn­­­ar­­meiri­hluti fyrir frum­varp­inu þrátt fyrir að það hefði verið gagn­rýnt úr ýmsum átt­um, meðal ann­­ars af hluta þing­­manna Sjálf­­stæð­is­­flokks.

 

Mikið sam­ráð hefur verið á milli full­­trúa allra rík­­is­­stjórn­­­ar­­flokk­anna þriggja til að tryggja sam­­stöðu um frum­varpið svo hægt verði að leggja það fram á þingi á allra næstu vik­­um.

Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Aukið flæði bankaupplýsinga það sem koma skal
Með nýrri Evróputilskipun gefst fólki tækifæri til að velja að deila fjármálagögnum sínum með fyrirtækjum sem hyggjast bjóða þeim upp á fjármálatengda þjónustu. Samkvæmt Persónuvernd er mikilvægt að fyrirtæki útskýri vel skilmála fyrir viðskiptavinunum.
Kjarninn 18. september 2019
Bandarískum ferðamönnum fækkar mest
Bandaríkjamenn þykja verðmætir ferðamenn þar sem þeir eyða hlutfallslega miklu þrátt fyrir að stoppa stutt. Þeim hefur þó fækkað verulega frá falli WOW air og voru brottfarir Bandaríkjamanna frá landinu 36 prósent færri í ágúst en í fyrra.
Kjarninn 18. september 2019
Fasteignaverð hækkað lítið eitt á undanförnu ári
Fasteignamarkurðinn hefur kólnað umtalsvert, undanfarin misseri.
Kjarninn 17. september 2019
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeidlar Amnesty.
Skipuleggjendur loftslagsverkfallanna hlutu viðurkenningu Amnesty
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeildar Amnesty International fyrir forystu hérlendis í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Allsherjarverkfallsvika fyrir loftslagið hefst núna á föstudaginn.
Kjarninn 17. september 2019
Skeljungur kaupir Basko á 30 milljónir og yfirtöku skulda
Basko, fyrirtæki sem var áður stýrt af nýráðnum forstjóra Skeljungs, hefur verið selt til Skeljungs. Hlutur í Eldum Rétt verður undanskilin kaupunum.
Kjarninn 17. september 2019
Telja Jónas hæfastan
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness en sinna störfum við alla héraðsdómstóla.
Kjarninn 17. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent