Fjölmiðlafrumvarpið á dagskrá ríkisstjórnar í dag

Frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla var tekið fyrir á ríkisstjórnarfundi í morgun. Breytingar hafa verið gerðar á frumvarpinu frá því sem kynnt var í samráðsgátt stjórnvalda fyrr á árinu.

Lilja Alfreðsdóttir
Auglýsing

Frum­varp Lilju D. Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, um styrki til einka­rek­inna fjöl­miðla var tekið fyrir á rík­is­stjórn­ar­fundi í dag. Heim­ildir Kjarn­ans herma að til standi að leggja frum­varpið fram á Alþingi með afbrigðum fyrir þing­lok, en frestur til að leggja fram ný þing­mál á yfir­stand­andi þingi rann út í byrjum síð­asta mán­að­ar.

Breyt­ingar hafa verið gerðar á því frum­varpi sem kynnt var í sam­ráðs­gátt stjórn­valda í jan­úar síð­ast­liðnum en ekki liggur enn fyrir hverjar þær eru.

Meg­in­efni frum­varps­ins snýst um að veita stjórn­­­völdum heim­ild til að styðja við rekstur einka­rek­inna fjöl­miðla í formi end­­­ur­greiðslu á allt að 25 pró­­­sent af til­­­­­teknum hluta ­rit­­­stjórn­­­­­ar­­­kostn­að einka­rek­inna fjöl­miðla. Skil­yrði fyrir styrknum verða að við­tak­endur upp­­­­­fylli ýmis skil­yrði fjöl­miðla­laga, efni þeirra sé fjöl­breytt og fyrir allan almenn­ing og bygg­ist á frétt­um, frétta­tengdu efni og sam­­­fé­lags­um­ræðu í víðum skiln­ing­i.

Auglýsing
Lagt er til að lögin taki gildi 1. jan­úar 2020 og end­­­ur­greiðslur mið­ist við síð­­­ast­liðið ár.

Gert er ráð fyrir end­­­ur­greiðslu­hæfur kostn­aður verði bund­inn við beinan launa­­­kostnað blaða- og frétta­­­manna, rit­­­stjóra og aðstoð­­­ar­­­rit­­­stjóra, mynda­­­töku­­­manna, ljós­­­mynd­­­ara og próf­­­arka­­­les­­­ara auk verk­taka­greiðslna fyrir sömu störf, í frum­varps­drög­un­­­um.

Hlut­­fall end­­­ur­greiðslu verði að hámarki vera 25 pró­­­sent af kostn­aði við fram­an­­­greint, þó ekki hærri en 50 millj­­­ón­ir til hvers umsækj­anda vegna síð­­­ast­lið­ins árs. Jafn­­­framt kemur fram í frum­varps­drög­unum að heim­ild sé til að veita stað­bundnum fjöl­miðlum við­­­bótar end­­­ur­greiðslu.

Í frum­varps­drög­unum segir að lagt er til fram­lag ­rík­­­is­ins nemi 300 til 400 millj­­­ónum á ári. Um þau er hægt að lesa hér.

Stjórn­ar­meiri­hluti fyrir frum­varp­inu

Lilja kynnti frum­varpið 31. jan­úar síð­ast­lið­inn og í kjöl­farið var það sett inn í sam­ráðs­gátt stjórn­valda. Fjöl­margar athuga­­semdir bár­ust við það, meðal ann­­ars frá flest öllum fjöl­miðlum lands­ins. Margar voru jákvæðar en athygli vakti að tvö af stærstu fjöl­miðla­­fyr­ir­tækjum lands­ins, Torg sem gefur út Frétta­­blað­ið, og Árvakur sem gefur m.a. út Morg­un­­blað­ið, gerðu miklar athuga­­semdir við að stærri fjöl­miðlar fengu ekki meira og vildu að minni miðlar fengu ekk­ert.

Lilja sagði í sjón­­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut í mars síð­­ast­liðnum að það væri stjórn­­­ar­­meiri­hluti fyrir frum­varp­inu þrátt fyrir að það hefði verið gagn­rýnt úr ýmsum átt­um, meðal ann­­ars af hluta þing­­manna Sjálf­­stæð­is­­flokks.

 

Mikið sam­ráð hefur verið á milli full­­trúa allra rík­­is­­stjórn­­­ar­­flokk­anna þriggja til að tryggja sam­­stöðu um frum­varpið svo hægt verði að leggja það fram á þingi á allra næstu vik­­um.

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent