Fella niður innflutningsvernd á kartöflum

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að fella niður innflutningsvernd á kartöflum á tímabilinu 3. maí til 11. ágúst 2019 þar sem framboð á kartöflum þykir ekki nægjanlegt.

Kartöflur Mynd: Unsplash
Auglýsing

Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, hefur fall­ist á til­lögu ráð­gjafa­nefndar um inn- og útflutn­ing að fella niður inn­flutn­ings­vernd á kart­öflum á tíma­bil­inu 3. maí til 11. ágúst 2019 þar sem fram­boð á kart­öflum þykir ekki nægj­an­legt. Þetta kemur fram í frétt ráðu­neyt­is­ins.

Í byrjun apríl barst ráð­gjafa­nefnd um inn- og útflutn­ing land­bún­að­ar­vara til­kynn­ing um skort á kart­öfl­um. Í kjöl­farið var leitað upp­lýs­inga hjá bæði fram­leið­endum og dreif­ing­ar­að­ilum kartaflna.

Sam­kvæmt ráðu­neyt­inu var fylgst grannt með stöðu mála og nýverið lagði nefndin til við ráð­herra að verndin yrði felld niður á fyrr­greindu tíma­bili.

Auglýsing

Þess má geta að á inn­fluttar kart­öflur leggst alla­jafna 30 pró­sent verð­tollur og auk þess 60 króna magn­tollur á kíló.

Kart­öflu­skorts var tekið að gæta í versl­unum í apríl en lítið sem ekk­ert fram­boð er af inn­lendum kart­öflum af við­un­andi gæð­um. Sam­kvæmt frétt FA frá 17. apríl síð­ast­liðnum hafði atvinnu­vega­ráðu­neytið ekki orðið við beiðnum inn­flytj­enda um að afnema tolla á kart­öflum vegna ónógs fram­boðs. Sú neitun hefði komið niður á hags­munum neyt­enda, enda töldu sam­tökin að inn­fluttar kart­öflur yrðu þá dýr­ari en þær ættu með réttu að vera.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um, sem Félag atvinnu­rek­enda afl­aði sér í apr­íl, var nán­ast ekk­ert til í land­inu af inn­lendum kart­öflum í sölu­hæfum gæð­um. Inn­flutn­ings­fyr­ir­tæki hefðu frá því um miðjan apríl ýtt á atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið að bregð­ast við en það er á valdi ráð­herra að lækka tolla á inn­flutn­ingi við þessar aðstæð­ur. Stærsti birgi inn­lendra kartaflna, Sölu­fé­lag garð­yrkju­manna, hefði hvatt ráðu­neytið til að afnema toll­ana þannig að hægt yrði að flytja inn kart­öflur á hag­stæðu verði fyrir neyt­end­ur. Um væri að ræða venju­legar mat­ar­kart­öflur af stærð­inni 3,5 til 5,5 sentí­metr­ar.

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent