Fella niður innflutningsvernd á kartöflum

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að fella niður innflutningsvernd á kartöflum á tímabilinu 3. maí til 11. ágúst 2019 þar sem framboð á kartöflum þykir ekki nægjanlegt.

Kartöflur Mynd: Unsplash
Auglýsing

Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, hefur fall­ist á til­lögu ráð­gjafa­nefndar um inn- og útflutn­ing að fella niður inn­flutn­ings­vernd á kart­öflum á tíma­bil­inu 3. maí til 11. ágúst 2019 þar sem fram­boð á kart­öflum þykir ekki nægj­an­legt. Þetta kemur fram í frétt ráðu­neyt­is­ins.

Í byrjun apríl barst ráð­gjafa­nefnd um inn- og útflutn­ing land­bún­að­ar­vara til­kynn­ing um skort á kart­öfl­um. Í kjöl­farið var leitað upp­lýs­inga hjá bæði fram­leið­endum og dreif­ing­ar­að­ilum kartaflna.

Sam­kvæmt ráðu­neyt­inu var fylgst grannt með stöðu mála og nýverið lagði nefndin til við ráð­herra að verndin yrði felld niður á fyrr­greindu tíma­bili.

Auglýsing

Þess má geta að á inn­fluttar kart­öflur leggst alla­jafna 30 pró­sent verð­tollur og auk þess 60 króna magn­tollur á kíló.

Kart­öflu­skorts var tekið að gæta í versl­unum í apríl en lítið sem ekk­ert fram­boð er af inn­lendum kart­öflum af við­un­andi gæð­um. Sam­kvæmt frétt FA frá 17. apríl síð­ast­liðnum hafði atvinnu­vega­ráðu­neytið ekki orðið við beiðnum inn­flytj­enda um að afnema tolla á kart­öflum vegna ónógs fram­boðs. Sú neitun hefði komið niður á hags­munum neyt­enda, enda töldu sam­tökin að inn­fluttar kart­öflur yrðu þá dýr­ari en þær ættu með réttu að vera.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um, sem Félag atvinnu­rek­enda afl­aði sér í apr­íl, var nán­ast ekk­ert til í land­inu af inn­lendum kart­öflum í sölu­hæfum gæð­um. Inn­flutn­ings­fyr­ir­tæki hefðu frá því um miðjan apríl ýtt á atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið að bregð­ast við en það er á valdi ráð­herra að lækka tolla á inn­flutn­ingi við þessar aðstæð­ur. Stærsti birgi inn­lendra kartaflna, Sölu­fé­lag garð­yrkju­manna, hefði hvatt ráðu­neytið til að afnema toll­ana þannig að hægt yrði að flytja inn kart­öflur á hag­stæðu verði fyrir neyt­end­ur. Um væri að ræða venju­legar mat­ar­kart­öflur af stærð­inni 3,5 til 5,5 sentí­metr­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Almannahagsmunir þurfi að ráða ferðinni
Gylfi Zoega hagfræðiprófessor gerir almannahagsmuni og sérhagsmuni að umfjöllunarefni í grein sinni.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Samtök atvinnulífsins „slegin“ yfir Samherjamálinu
Samtök atvinnulífsins segja mikilvægt að velta við hverjum steini vegna Samherjamálsins sem tengist starfsemi félagsins í Namibíu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Vilja þjóðarátak í landgræðslu
Sjö þingmenn hafa lagt til að að komið verði á fót vettvangi fyrir samstarfi stjórnvalda, Landgræðslunnar, bænda, atvinnulífs og almennings sem miði að því að auka þátttöku almennings í kolefnisbindingu með landgræðslu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Brynjar Níelsson
Telur málflutning þingmanna Samfylkingarinnar pólitíska spillingu
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins skýtur föstur skotum að þingmönnum Samfylkingarinnar og segir orðræðu þeirra ekkert annað en aðför að réttarríkinu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Segir verkfallsbrot vera staðfestingu á einbeittum brotavilja
Fréttir hafa birst á vef Mbl.is þrátt fyrir verkfallsaðgerðir Blaðamannafélags Íslands sem standa nú yfir. Formaður félagsins segir það ömurlegt að menn virði ekki vinnustöðvun.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokkurinn vill stöðva fjármögnun styrkja til fjölmiðla
Miðflokkurinn lagði til að þeir fjármunir sem eiga að renna í styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári verði teknir af fjárlögum. Flokkurinn ætlar að leggja fram eigin hugmynd um styrki „með annarri aðferðarfræði“.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Siðferði hins ískalda kapítalisma“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að viðskiptasiðferði Samherjamanna sé siðferði hins ískalda kapítalisma þar sem ungu fólki sé innrætt að líta á annað fólk sem bráð frekar en samborgara.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Gunnar Bragi minnir á að stjórnendur Samherja eigi börn
Varaformaður Miðflokksins segist hugsa til starfsmanna Samherja þessa dagana þegar stríðsfyrirsagnir um fyrirtækið séu í fjölmiðlum. Hann gagnrýnir fjölmiðla og segir það galið að ætla að styrkja þá með ríkisfé.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent