Fella niður innflutningsvernd á kartöflum

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að fella niður innflutningsvernd á kartöflum á tímabilinu 3. maí til 11. ágúst 2019 þar sem framboð á kartöflum þykir ekki nægjanlegt.

Kartöflur Mynd: Unsplash
Auglýsing

Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, hefur fall­ist á til­lögu ráð­gjafa­nefndar um inn- og útflutn­ing að fella niður inn­flutn­ings­vernd á kart­öflum á tíma­bil­inu 3. maí til 11. ágúst 2019 þar sem fram­boð á kart­öflum þykir ekki nægj­an­legt. Þetta kemur fram í frétt ráðu­neyt­is­ins.

Í byrjun apríl barst ráð­gjafa­nefnd um inn- og útflutn­ing land­bún­að­ar­vara til­kynn­ing um skort á kart­öfl­um. Í kjöl­farið var leitað upp­lýs­inga hjá bæði fram­leið­endum og dreif­ing­ar­að­ilum kartaflna.

Sam­kvæmt ráðu­neyt­inu var fylgst grannt með stöðu mála og nýverið lagði nefndin til við ráð­herra að verndin yrði felld niður á fyrr­greindu tíma­bili.

Auglýsing

Þess má geta að á inn­fluttar kart­öflur leggst alla­jafna 30 pró­sent verð­tollur og auk þess 60 króna magn­tollur á kíló.

Kart­öflu­skorts var tekið að gæta í versl­unum í apríl en lítið sem ekk­ert fram­boð er af inn­lendum kart­öflum af við­un­andi gæð­um. Sam­kvæmt frétt FA frá 17. apríl síð­ast­liðnum hafði atvinnu­vega­ráðu­neytið ekki orðið við beiðnum inn­flytj­enda um að afnema tolla á kart­öflum vegna ónógs fram­boðs. Sú neitun hefði komið niður á hags­munum neyt­enda, enda töldu sam­tökin að inn­fluttar kart­öflur yrðu þá dýr­ari en þær ættu með réttu að vera.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um, sem Félag atvinnu­rek­enda afl­aði sér í apr­íl, var nán­ast ekk­ert til í land­inu af inn­lendum kart­öflum í sölu­hæfum gæð­um. Inn­flutn­ings­fyr­ir­tæki hefðu frá því um miðjan apríl ýtt á atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið að bregð­ast við en það er á valdi ráð­herra að lækka tolla á inn­flutn­ingi við þessar aðstæð­ur. Stærsti birgi inn­lendra kartaflna, Sölu­fé­lag garð­yrkju­manna, hefði hvatt ráðu­neytið til að afnema toll­ana þannig að hægt yrði að flytja inn kart­öflur á hag­stæðu verði fyrir neyt­end­ur. Um væri að ræða venju­legar mat­ar­kart­öflur af stærð­inni 3,5 til 5,5 sentí­metr­ar.

Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Húsavík á kortið í alþjóðlegu strandhreinsunarátaki
Húsavík heimsækja árlega yfir 100 þúsund ferðamenn í þeim tilgangi að skoða hvali. Ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu sameinuðust í átaki í að hreins strandlengjuna, og vel tókst til.
Kjarninn 19. júlí 2019
Sjálfstæðisflokkur ekki mælst minni frá hruni – Miðjan í andstöðunni nú stærri en stjórnin
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst lægra frá hruni, samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst lægra á kjörtímabilinu og frjálslynda miðjublokkin er nú stærri en ríkisstjórnin.
Kjarninn 19. júlí 2019
Fylgi Miðflokks hærra en Vinstri grænna
Fylgi Miðflokksins eykst verulega á milli mánaða og mælist nú 14,4 prósent. Fylgi flokksins mælist nú hærra en bæði Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.
Kjarninn 19. júlí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple Pay og Enski Boltinn í boði fyrir alla
Kjarninn 19. júlí 2019
Þota ALC flogin til Evrópu
Bandaríska flugleigufélagið ALC hefur átt í deilum við Isavia um þotuna. Isavia vildi kyrrsetja vélina til að tryggja greiðslur upp í tveggja milljarða króna skuldir WOW air.
Kjarninn 19. júlí 2019
Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka og Brynjólfur Bjarnason, stjórnarformaður Arion banka.
Segir sameiningu Arion banka og Íslandsbanka geta borgað sig
Brynjólfur Bjarnason og Friðrik Sophusson, stjórnarformenn Íslandsbanka og Arion banka, telja að skoða ætti sameiningu bankanna ef slíkt myndi skila auknu hagræði og betri rekstri.
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent