Fella niður innflutningsvernd á kartöflum

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að fella niður innflutningsvernd á kartöflum á tímabilinu 3. maí til 11. ágúst 2019 þar sem framboð á kartöflum þykir ekki nægjanlegt.

Kartöflur Mynd: Unsplash
Auglýsing

Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, hefur fall­ist á til­lögu ráð­gjafa­nefndar um inn- og útflutn­ing að fella niður inn­flutn­ings­vernd á kart­öflum á tíma­bil­inu 3. maí til 11. ágúst 2019 þar sem fram­boð á kart­öflum þykir ekki nægj­an­legt. Þetta kemur fram í frétt ráðu­neyt­is­ins.

Í byrjun apríl barst ráð­gjafa­nefnd um inn- og útflutn­ing land­bún­að­ar­vara til­kynn­ing um skort á kart­öfl­um. Í kjöl­farið var leitað upp­lýs­inga hjá bæði fram­leið­endum og dreif­ing­ar­að­ilum kartaflna.

Sam­kvæmt ráðu­neyt­inu var fylgst grannt með stöðu mála og nýverið lagði nefndin til við ráð­herra að verndin yrði felld niður á fyrr­greindu tíma­bili.

Auglýsing

Þess má geta að á inn­fluttar kart­öflur leggst alla­jafna 30 pró­sent verð­tollur og auk þess 60 króna magn­tollur á kíló.

Kart­öflu­skorts var tekið að gæta í versl­unum í apríl en lítið sem ekk­ert fram­boð er af inn­lendum kart­öflum af við­un­andi gæð­um. Sam­kvæmt frétt FA frá 17. apríl síð­ast­liðnum hafði atvinnu­vega­ráðu­neytið ekki orðið við beiðnum inn­flytj­enda um að afnema tolla á kart­öflum vegna ónógs fram­boðs. Sú neitun hefði komið niður á hags­munum neyt­enda, enda töldu sam­tökin að inn­fluttar kart­öflur yrðu þá dýr­ari en þær ættu með réttu að vera.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um, sem Félag atvinnu­rek­enda afl­aði sér í apr­íl, var nán­ast ekk­ert til í land­inu af inn­lendum kart­öflum í sölu­hæfum gæð­um. Inn­flutn­ings­fyr­ir­tæki hefðu frá því um miðjan apríl ýtt á atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið að bregð­ast við en það er á valdi ráð­herra að lækka tolla á inn­flutn­ingi við þessar aðstæð­ur. Stærsti birgi inn­lendra kartaflna, Sölu­fé­lag garð­yrkju­manna, hefði hvatt ráðu­neytið til að afnema toll­ana þannig að hægt yrði að flytja inn kart­öflur á hag­stæðu verði fyrir neyt­end­ur. Um væri að ræða venju­legar mat­ar­kart­öflur af stærð­inni 3,5 til 5,5 sentí­metr­ar.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling kallar eftir ábendingum um vanefndir
Efling hefur fengið ábendingar um að fyrirtæki hafi brugðist við launahækkunum í nýjum kjarasamningi með því að taka af starfsfólki bónusa, aukagreiðslur og ýmis konar hlunnindi. Félagið kallar eftir frekari ábendingum frá félagsmönnum um slíkar aðgerðir.
Kjarninn 22. maí 2019
Katrín Jakobsdóttir
„Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“
Forsætisráðherra segir að líkamar kvenna séu dregnir inn í pólitíska umræðu með hætti sem ætti að heyra sögunni til og grafið sé undan fyrri sigrum í baráttu kvenna fyrir yfirráðum yfir sínum eigin líkama.
Kjarninn 22. maí 2019
Ástráður Haraldsson
Ástráður meðal umsækjenda um stöðu landsréttardómara
Ástráður Haraldsson, héraðsdómari, er á meðal þeirra sem sóttu um lausa stöðu landsréttardómara, en umsóknarfrestur rann út síðastliðinn mánudag.
Kjarninn 22. maí 2019
Sigríður segist hafa rætt við regluvörð og formann bankaráðs
Sigríður Benediktsdóttir, sem situr í bankaráði Landsbankans, segir það ekki rétt að hún hafi sam­þykkt að sitja í nefnd sem metur hæfi umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra án þess að bera það undir for­mann banka­ráðs eða reglu­vörð Landsbank­ans.
Kjarninn 22. maí 2019
Guðmundur Andri Thorsson
Guðmundur Andri: Málþóf fjandsamleg yfirtaka á Alþingi
Þingmaður Samfylkingarinnar hnýtir í Miðflokksmenn en hann telur að málþóf sé leið til þess að láta þingræðið ekki hafa sinn gang.
Kjarninn 22. maí 2019
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankinn lækkar vexti um 0,5 prósentustig
Seðlabanki Íslands hefur lækkað vexti um 0,5 prósentustig í 4,0 prósent.
Kjarninn 22. maí 2019
Sturla Pálsson á meðal tveggja umsækjenda sem kvörtuðu yfir Sigríði
Tveir umsækjendur um stöðu seðlabankastjóra, sem skipað verður í fyrir miðjan næsta mánuð, hafa kvartað yfir setu Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefnd sem metur umsækjendur.
Kjarninn 22. maí 2019
Facebook tekur auglýsingu Orkunnar okkar úr birtingu
Aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, segir að Facebook hafi bannað notkun á auglýsingum Orkunnar okkar.
Kjarninn 21. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent