Stytting vinnuvikunnar hefur jákvæð áhrif

Styttri vinnuvika hefur jákvæð áhrif á vinnu og daglegt líf samkvæmt niðurstöðum tilraunaverkefnis ríkisins og BSRB. Þá hefur stytting vinnuvikunnar ekki neikvæð áhrif á skilvirkni og árangur á vinnustöðum.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra
Auglýsing

Styttri vinnu­vika dregur úr upp­lifun af kulnun sem og and­legum og lík­am­legum streitu­ein­kenn­um. Jafn­framt hefur stytt­ing vinnu­vik­unnar ekki nei­kvæð á­hrif á skil­virkni og árangur á vinnu­stöðum og starfsandi mælist betri. Þetta kemur fram í nið­ur­stöð­um til­rauna­verk­efnis rík­is­ins og BSRB um stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar ­sem Ás­mund­ur Einar Daða­son, félags- og barna­mála­ráð­herra, kynnti á rík­is­stjórn­ar­fundi fyrir skömmu. 

Jákvæð á­hrif á vinnu og dag­legt líf

Til­rauna­verk­efni rík­is­ins og BSRB um stytt­ingu vinnu­vik­unnar var sett af stað vorið 2017. Mark­mið verk­efn­is­ins var að kanna hvort stytt­ing vinnu­viku úr 40 stundum í 36 stundir á vinnu­stöðum hjá rík­inu leiddi til gagn­kvæms ávinn­ings starfs­manna og þeirra vinnu­staða sem urðu fyrir val­inu til að taka þátt í verk­efn­inu. Þrjár raf­rænar kann­anir voru lagðar fyrir starfs­menn þeirra vinnu­staða sem tóku þátt, en þeir eru Lög­reglan á Vest­fjörð­um, Emb­ætti rík­is­skatt­stjóra, Útlend­inga­stofnun og Þjóð­skrá Íslands. Þær voru einnig lagðar fyrir starfs­menn fjög­urra ann­arra vinnu­staða með lík ein­kenni til við­mið­un­ar.

Í könn­un­unum þremur voru metin við­horf til ýmissa þátta sem tengj­ast upp­lifun og líðan í starfi. Kannað var hvernig þátt­tak­endum gekk að sam­ræma vinnu og einka­líf og spurt um vænt­ingar og reynslu af stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar. Nið­ur­stöður könn­un­ar­innar sýna jákvæða upp­lifun af stytt­ingu vinnu­vik­unnar og jákvæð áhrif á líðan í vinnu og dag­legu líf­i. 

Auglýsing

Mest dró úr upp­lifun af kulnun hjá ald­urs­hópnum 41 til 60 árs

Enn fremur kemur fram í skýrsl­unni að kann­an­irnar sýndu mark­tækt meiri mun á við­horfum kvenna en karla á til­rauna­vinnu­stöð­unum eftir tólf mán­uði af stytt­ingu vinnu­tíma. Konur upp­lifðu mark­tækt meira jafn­vægi milli vinnu og einka­lífs sem og meiri stuðn­ing vinnu­fé­laga meðan nið­ur­stöður karla stóðu í stað. Nið­ur­stöður sýndu enn fremur að konur upp­lifðu mark­tækt minni hlut­verkarugl­ing og meiri starfs­á­nægju þegar ár var liðið af stytt­ingu vinnu­tíma í sam­an­burði við karl­ana. Hjá báðum kynjum dró hins veg­ar ­mark­tækt úr upp­lifun af álagi í starfi.

Þá voru jákvæð­ar­ vænt­ing­ar og upp­lifun af stytt­ingu vinnu­tíma hjá báðum kynjum og öllum ald­urs- og mennt­un­ar­hópum milli kann­ana. Enn fremur dró mark­tækt úr upp­lifun kuln­unar hjá báðum kynjum og öllum nema elsta ald­urs­hópnum en mest dró úr upp­lifun af kulnun í ald­urs­hópnum 41 til 60 ára. 

Hefur ekki nei­kvæð áhrif á skil­virkni

Í verk­efn­in­u voru einnig gerðar hag­rænar mæl­ingar þar sem horft er til veik­inda­fjar­vista, yfir­vinnu­stund­ir, skil­virkni og árang­ur. Sam­kvæmt skýrsl­unni er erf­ið­ar­a að full­yrða um nið­ur­stöður hag­rænna mæl­inga að tólf mán­uðum liðnum en út frá þeim mæl­ingum sem stuðst er við hefur stytt­ing vinnu­vik­unnar ekki nei­kvæð áhrif á árangur og skil­virkni.

Ásmundur Einar kynnti skýrsl­una á rík­is­stjórn­ar­fundi fyrir skömmu og haft er eftir honum í til­kynn­ingu frá ráðu­neyt­inu að þetta sé áhuga­verð til­raun sem bendir til jákvæðrar útkomu. „Stytt­ing vinnu­vik­unnar er víða til umræðu og á ég von á því að nið­ur­stöð­urnar gagn­ist við frek­ari skoð­un,“  segir Ásmundur Ein­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent