Stytting vinnuvikunnar hefur jákvæð áhrif

Styttri vinnuvika hefur jákvæð áhrif á vinnu og daglegt líf samkvæmt niðurstöðum tilraunaverkefnis ríkisins og BSRB. Þá hefur stytting vinnuvikunnar ekki neikvæð áhrif á skilvirkni og árangur á vinnustöðum.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra
Auglýsing

Styttri vinnu­vika dregur úr upp­lifun af kulnun sem og and­legum og lík­am­legum streitu­ein­kenn­um. Jafn­framt hefur stytt­ing vinnu­vik­unnar ekki nei­kvæð á­hrif á skil­virkni og árangur á vinnu­stöðum og starfsandi mælist betri. Þetta kemur fram í nið­ur­stöð­um til­rauna­verk­efnis rík­is­ins og BSRB um stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar ­sem Ás­mund­ur Einar Daða­son, félags- og barna­mála­ráð­herra, kynnti á rík­is­stjórn­ar­fundi fyrir skömmu. 

Jákvæð á­hrif á vinnu og dag­legt líf

Til­rauna­verk­efni rík­is­ins og BSRB um stytt­ingu vinnu­vik­unnar var sett af stað vorið 2017. Mark­mið verk­efn­is­ins var að kanna hvort stytt­ing vinnu­viku úr 40 stundum í 36 stundir á vinnu­stöðum hjá rík­inu leiddi til gagn­kvæms ávinn­ings starfs­manna og þeirra vinnu­staða sem urðu fyrir val­inu til að taka þátt í verk­efn­inu. Þrjár raf­rænar kann­anir voru lagðar fyrir starfs­menn þeirra vinnu­staða sem tóku þátt, en þeir eru Lög­reglan á Vest­fjörð­um, Emb­ætti rík­is­skatt­stjóra, Útlend­inga­stofnun og Þjóð­skrá Íslands. Þær voru einnig lagðar fyrir starfs­menn fjög­urra ann­arra vinnu­staða með lík ein­kenni til við­mið­un­ar.

Í könn­un­unum þremur voru metin við­horf til ýmissa þátta sem tengj­ast upp­lifun og líðan í starfi. Kannað var hvernig þátt­tak­endum gekk að sam­ræma vinnu og einka­líf og spurt um vænt­ingar og reynslu af stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar. Nið­ur­stöður könn­un­ar­innar sýna jákvæða upp­lifun af stytt­ingu vinnu­vik­unnar og jákvæð áhrif á líðan í vinnu og dag­legu líf­i. 

Auglýsing

Mest dró úr upp­lifun af kulnun hjá ald­urs­hópnum 41 til 60 árs

Enn fremur kemur fram í skýrsl­unni að kann­an­irnar sýndu mark­tækt meiri mun á við­horfum kvenna en karla á til­rauna­vinnu­stöð­unum eftir tólf mán­uði af stytt­ingu vinnu­tíma. Konur upp­lifðu mark­tækt meira jafn­vægi milli vinnu og einka­lífs sem og meiri stuðn­ing vinnu­fé­laga meðan nið­ur­stöður karla stóðu í stað. Nið­ur­stöður sýndu enn fremur að konur upp­lifðu mark­tækt minni hlut­verkarugl­ing og meiri starfs­á­nægju þegar ár var liðið af stytt­ingu vinnu­tíma í sam­an­burði við karl­ana. Hjá báðum kynjum dró hins veg­ar ­mark­tækt úr upp­lifun af álagi í starfi.

Þá voru jákvæð­ar­ vænt­ing­ar og upp­lifun af stytt­ingu vinnu­tíma hjá báðum kynjum og öllum ald­urs- og mennt­un­ar­hópum milli kann­ana. Enn fremur dró mark­tækt úr upp­lifun kuln­unar hjá báðum kynjum og öllum nema elsta ald­urs­hópnum en mest dró úr upp­lifun af kulnun í ald­urs­hópnum 41 til 60 ára. 

Hefur ekki nei­kvæð áhrif á skil­virkni

Í verk­efn­in­u voru einnig gerðar hag­rænar mæl­ingar þar sem horft er til veik­inda­fjar­vista, yfir­vinnu­stund­ir, skil­virkni og árang­ur. Sam­kvæmt skýrsl­unni er erf­ið­ar­a að full­yrða um nið­ur­stöður hag­rænna mæl­inga að tólf mán­uðum liðnum en út frá þeim mæl­ingum sem stuðst er við hefur stytt­ing vinnu­vik­unnar ekki nei­kvæð áhrif á árangur og skil­virkni.

Ásmundur Einar kynnti skýrsl­una á rík­is­stjórn­ar­fundi fyrir skömmu og haft er eftir honum í til­kynn­ingu frá ráðu­neyt­inu að þetta sé áhuga­verð til­raun sem bendir til jákvæðrar útkomu. „Stytt­ing vinnu­vik­unnar er víða til umræðu og á ég von á því að nið­ur­stöð­urnar gagn­ist við frek­ari skoð­un,“  segir Ásmundur Ein­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Algeggjuð“ hugmynd um sameiningu banka
Í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda á föstudaginn, er fjallað um þá hugmynd að sameina tvo af kerfislægt mikilvægu bönkum landsins.
Kjarninn 15. desember 2019
SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga
Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.
Kjarninn 15. desember 2019
Ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar
Rökkursöngvar Sverris Guðjónssonar kontratenórs eru að koma út. Safnað er fyrir þeim á Karolina Fund.
Kjarninn 15. desember 2019
Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Skil á ársreikningum hafa tekið stakkaskiptum eftir að viðurlög voru hert
Eftir að viðurlög við því að skila ekki ársreikningum á réttum tíma voru hert skila mun fleiri fyrirtæki þeim á réttum tíma. Enn þarf almenningur, fjölmiðlar og aðrir áhugasamir þó að greiða fyrir aðgang að ársreikningum.
Kjarninn 15. desember 2019
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent