Stytting vinnuvikunnar hefur jákvæð áhrif

Styttri vinnuvika hefur jákvæð áhrif á vinnu og daglegt líf samkvæmt niðurstöðum tilraunaverkefnis ríkisins og BSRB. Þá hefur stytting vinnuvikunnar ekki neikvæð áhrif á skilvirkni og árangur á vinnustöðum.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra
Auglýsing

Styttri vinnu­vika dregur úr upp­lifun af kulnun sem og and­legum og lík­am­legum streitu­ein­kenn­um. Jafn­framt hefur stytt­ing vinnu­vik­unnar ekki nei­kvæð á­hrif á skil­virkni og árangur á vinnu­stöðum og starfsandi mælist betri. Þetta kemur fram í nið­ur­stöð­um til­rauna­verk­efnis rík­is­ins og BSRB um stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar ­sem Ás­mund­ur Einar Daða­son, félags- og barna­mála­ráð­herra, kynnti á rík­is­stjórn­ar­fundi fyrir skömmu. 

Jákvæð á­hrif á vinnu og dag­legt líf

Til­rauna­verk­efni rík­is­ins og BSRB um stytt­ingu vinnu­vik­unnar var sett af stað vorið 2017. Mark­mið verk­efn­is­ins var að kanna hvort stytt­ing vinnu­viku úr 40 stundum í 36 stundir á vinnu­stöðum hjá rík­inu leiddi til gagn­kvæms ávinn­ings starfs­manna og þeirra vinnu­staða sem urðu fyrir val­inu til að taka þátt í verk­efn­inu. Þrjár raf­rænar kann­anir voru lagðar fyrir starfs­menn þeirra vinnu­staða sem tóku þátt, en þeir eru Lög­reglan á Vest­fjörð­um, Emb­ætti rík­is­skatt­stjóra, Útlend­inga­stofnun og Þjóð­skrá Íslands. Þær voru einnig lagðar fyrir starfs­menn fjög­urra ann­arra vinnu­staða með lík ein­kenni til við­mið­un­ar.

Í könn­un­unum þremur voru metin við­horf til ýmissa þátta sem tengj­ast upp­lifun og líðan í starfi. Kannað var hvernig þátt­tak­endum gekk að sam­ræma vinnu og einka­líf og spurt um vænt­ingar og reynslu af stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar. Nið­ur­stöður könn­un­ar­innar sýna jákvæða upp­lifun af stytt­ingu vinnu­vik­unnar og jákvæð áhrif á líðan í vinnu og dag­legu líf­i. 

Auglýsing

Mest dró úr upp­lifun af kulnun hjá ald­urs­hópnum 41 til 60 árs

Enn fremur kemur fram í skýrsl­unni að kann­an­irnar sýndu mark­tækt meiri mun á við­horfum kvenna en karla á til­rauna­vinnu­stöð­unum eftir tólf mán­uði af stytt­ingu vinnu­tíma. Konur upp­lifðu mark­tækt meira jafn­vægi milli vinnu og einka­lífs sem og meiri stuðn­ing vinnu­fé­laga meðan nið­ur­stöður karla stóðu í stað. Nið­ur­stöður sýndu enn fremur að konur upp­lifðu mark­tækt minni hlut­verkarugl­ing og meiri starfs­á­nægju þegar ár var liðið af stytt­ingu vinnu­tíma í sam­an­burði við karl­ana. Hjá báðum kynjum dró hins veg­ar ­mark­tækt úr upp­lifun af álagi í starfi.

Þá voru jákvæð­ar­ vænt­ing­ar og upp­lifun af stytt­ingu vinnu­tíma hjá báðum kynjum og öllum ald­urs- og mennt­un­ar­hópum milli kann­ana. Enn fremur dró mark­tækt úr upp­lifun kuln­unar hjá báðum kynjum og öllum nema elsta ald­urs­hópnum en mest dró úr upp­lifun af kulnun í ald­urs­hópnum 41 til 60 ára. 

Hefur ekki nei­kvæð áhrif á skil­virkni

Í verk­efn­in­u voru einnig gerðar hag­rænar mæl­ingar þar sem horft er til veik­inda­fjar­vista, yfir­vinnu­stund­ir, skil­virkni og árang­ur. Sam­kvæmt skýrsl­unni er erf­ið­ar­a að full­yrða um nið­ur­stöður hag­rænna mæl­inga að tólf mán­uðum liðnum en út frá þeim mæl­ingum sem stuðst er við hefur stytt­ing vinnu­vik­unnar ekki nei­kvæð áhrif á árangur og skil­virkni.

Ásmundur Einar kynnti skýrsl­una á rík­is­stjórn­ar­fundi fyrir skömmu og haft er eftir honum í til­kynn­ingu frá ráðu­neyt­inu að þetta sé áhuga­verð til­raun sem bendir til jákvæðrar útkomu. „Stytt­ing vinnu­vik­unnar er víða til umræðu og á ég von á því að nið­ur­stöð­urnar gagn­ist við frek­ari skoð­un,“  segir Ásmundur Ein­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mögulegt lögbrot vegna niðurrifs skipa Eimskips á Indlandi á borði stjórnvalda
Tvö skip Eimskips voru rifin í skipakirkjugarði í Indlandi þar sem umhverfisáhrif niðurrifsins, og starfsaðstæður þeirra sem vinna við það, uppfylla ekki evrópska staðla.
Kjarninn 24. september 2020
Khedr-fjölskyldan hefur fengið dvalarleyfi
Egypska fjölskyldan sem hefur verið í felum í rúma viku fær dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. „Réttlætið sigrar stundum,“ segir lögfræðingur fjölskyldunnar.
Kjarninn 24. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA
Forsendur lífskjarasamningsins brostnar að mati SA
Samtök atvinnulífsins telja forsendur að baki lífskjarasamningnum brostnar í ljósi gjörbreyttra efnahagsaðstæðna.
Kjarninn 24. september 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ
Forsendur lífskjarasamninga hafa staðist að mati ASÍ
Forsendur kjarasamninganna sem voru undirritaðir í fyrra hafa staðist, þar sem vextir hafa lækkað, kaupmáttur hefur aukist og ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um bann á 40 ára verðtryggðum lánum.
Kjarninn 24. september 2020
Sex mánaða orlof á hvort foreldri verði tekið á fyrstu 18 mánuðunum í lífi barns
Drög að nýjum heildarlögum um fæðingarorlof hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Þegar fæðingarorlofið verður lengt í 12 mánuði um komandi áramót er ráðgert að hvort foreldri taki 6 mánaða orlof. Einungis einn mánuður verður framseljanlegur.
Kjarninn 24. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Upplýsingamengun í boði Alþingis
Kjarninn 24. september 2020
Þrátt fyrir samdrátt í efnahagslífinu er húsnæðismarkaðurinn á fleygiferð. Og skuldsetning heimila hefur verið að aukast.
Eigið fé Íslendinga í fasteignum hefur tvöfaldast á fimm árum
Íslendingar eru að skuldsetja sig hraðar og hærra fasteignaverð drífur áfram aukna eignamyndun. Alls eru tæplega átta af hverjum tíu krónum sem heimili landsins eiga í hreinni eign bundnar í fasteignum.
Kjarninn 24. september 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 20. þáttur: Dagbækur, drusluskömmun og ódáinsdrykkir
Kjarninn 24. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent