Kjarasamningar iðnaðarmanna við SA undirritaðir

Samflot iðnaðarmanna og Samtök atvinnulífsins skrifuðu undir kjarasamning í nótt eftir ströng fundarhöld síðustu daga.

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins.
Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins.
Auglýsing

Sam­tök í sam­­floti iðn­að­ar­manna og Sam­tök at­vinn­u­lífs­ins skrif­uðu undir kjara­samn­ing í Karp­hús­inu, hús­næði rík­is­sátta­semj­ara, á fyrsta tím­anum í nótt. Sex fé­lög og sam­­bönd stóðu að sam­­floti iðn­að­ar­manna í þess­um samn­inga­við­ræð­um. Þau eru Raf­iðn­að­ar­sam­­band Íslands, Samiðn­, Graf­ía, Mat­vís, Fé­lag hár­snyrt­i­­sveina og VM - fé­lag vél­­stjóra og málm­­­tækn­i­­manna. Um 13 þús­und fé­lags­­menn eru í þess­um sam­tök­­um. 

Krist­ján Þórður Snæ­bjarn­ar­son, for­maður Raf­iðn­að­ar­sam­bands­ins, ­sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið að það sem væri einna stærst við samn­ing­anna sé að „okk­ur er að tak­­ast að hækka lægstu laun iðn­að­ar­manna sér­­stak­­lega, og styðja við bakið á þeim sem eru í hvað ver­stri stöðu. Okk­ur er að tak­­ast að stytta vinn­u­­tím­ann, og erum hér senn­i­­lega með meiri vinn­u­­tíma­­stytt­ing­um sem hafa sést um lang­an tíma.“

Hækkun taxta á samn­ings­tím­anum nemur 90.000 krónum en almenn hækkun verður 68.000. Samn­ing­­arn­ir gilda til 1. nóv­­em­ber 2022. 

Auglýsing

Krist­ján sagði jafn­framt að í lok samn­ings­tím­ans geta félags­menn verið að sjá 36 klukku­stunda vinnu­viku með ákveðnum breyt­ingum á vinnu­skyld­unni. „Við erum að taka upp breytt fyr­ir­komu­lag sem get­ur stuðlað að því að stytta heild­­ar­vinn­u­­tíma manna en jafn­­framt að tryggja þeim sem vinna hvað mest lang­an vinn­u­dag, að tryggja þeim meiri verð­mæti með breyt­ingu á yf­ir­vinn­u­álög­­um.“

Félags­menn munu greiða atkvæði um samn­ing­ana síðar í mán­uð­inum en nið­ur­staða at­­kvæða­greiðsl­unn­ar verður svo kynnt þann 22. maí næst­kom­andi.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG.
Kallar eftir heildstæðri úttekt á starfsháttum og viðskiptaháttum Samherja
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, segir að enn sé margt mjög óljóst og óskýrt eftir að hafa rætt við sjávarútvegsráðherra á fundi atvinnuveganefndar í gær. Þar á meðal hæfi ráðherra til að byggja upp traust í kjölfar Samherjamálsins.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
FME kallar eftir upplýsingum frá íslenskum bönkum um Samherja
Íslensku bankarnir eiga að upplýsa Fjármálaeftirlitið um það hvernig eftirliti þeirra með viðskiptum við Samherja hafi verið háttað.
Kjarninn 21. nóvember 2019
James Hatuikulipi.
Enn einn „hákarlinn“ fellur – Hatuikulipi segir af sér
Allir þrír áhrifamennirnir í Namibíu sem tryggðu Samherja kvóta á undirverði gegn ætluðum mútugreiðslum hafa nú sagt af sér.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Mussila hlýtur Norrænu EdTech verðlaunin
Sprotafyrirtækið Mussila framleiðir hugbúnað sem kennir börnum tónlist í gegnum skapandi umhverfi.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Vitundarvarpið
Vitundarvarpið
Vitundarvarpið – Lífið breyttist eftir að Kamilla kynntist kakóinu
Kjarninn 20. nóvember 2019
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið telur sig hafa uppfyllt eftirlitsskyldu sína með RÚV
Mennta- og menningarmálaráðuneytið tekur ekki afstöðu til ábend­ingar Rík­is­end­ur­skoð­unar um að færa eign­ar­hlut rík­is­ins í RÚV til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins. Ráðu­neytið segir að það sé Alþingis að ákvarða um slíkt.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Haukur ráðinn framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum
Enn hefur ekki verið ráðið í stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Ásta Svavarsdóttir
Þú ert svo sæt svona réttindalaus
Kjarninn 20. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent