Airbnb-íbúðir virðast ekki rata í auknum mæli á fasteignamarkað

Þrátt fyrir 29 prósent samdrátt í gistingu erlendra ferðamanna í gegnum Airbnb þá eru ekki sérstakar vísbendingar um að Airbnb-íbúðir séu að rata í auknum mæli inn á fasteigna- eða langtímaleigumarkaðinn.

7DM_3123_raw_170615.jpg  húsnæði fólk hús fasteign hús reykjavík
Auglýsing

Fækkun hefur orðið í gist­ingu erlendra ferða­manna í gegnum vef­síður á borð við A­ir­bnb en sam­kvæmt nýjum tölum Hag­stofu Íslands hefur slík­um g­istin­ótt­u­m ­fækkað um 29 pró­sent milli ára. Engar sterkar vís­bend­ing­ar eru hins vegar um að miklar flutn­ingar hafi átt sér stað á íbúðum úr skamm­tíma­leigu yfir á fast­eigna- eða lang­tíma­leigu­mark­að­inn það sem af er ári, sam­kvæmt nýrri mán­að­ar­skýrslu Íbúða­lána­sjóðs. 

Ekki mikil hreyf­ing á Air­bnb

Mynd: ÍbúðalánasjóðurÍ nýrri skýrslu Íbúða­lána­sjóðs er skoðað hvort að fram­boð af litlum og með­al­stórum íbúð­um, en það eru algengn­ustu íbúð­irnar á Air­bnb, hafi minnkað og hvort að vís­bend­ingar séu um að íbúð­irnar séu farnar að leita inn á lang­tíma­leigu­mark­að­inn eða fast­eigna­mark­að­inn. 

Sam­kvæmt skýrsl­unni hefur fjöldi eins til þriggja her­bergja Air­bn­b-­í­búða auk­ist tölu­vert á síð­ustu fjórum árum, þótt að hægt hafi á aukn­ingu frá árinu 2017. Á fyrstu fimm mán­uðum árs­ins var fjöld­i eins til þriggja her­bergja íbúða á skrá hjá Air­bnb, nær óbreyttur frá sama tíma­bili í fyrra. 

Ekki má því greina fækkun slíkra íbúða hjá Air­bnb að und­an­förnu þrátt fyrir nokkra aukn­ingu í fast­eigna­auglýs­ingum fyrir íbúðir af þess­ari gerð á sama tíma, sam­kvæmt skýrsl­unni. Þá var var ekki unnt að ­greina aukn­ingu á langt­íma­leigu eins til þriggja her­bergja íbúða í skýrsl­unni, en fjöldi þinglýstra ­leigu­samn­inga slíkra íbúða hefur hald­ist til­tölu­lega ­stöð­ugur frá ár­inu 2017. 

Því segir í skýrsl­unni að ekki séu sterkar vís­bend­ing­ar um að miklir flutn­ingar hafi átt sér stað á umrædd­um íbúðum úr skammtíma­leigu yfir á fast­eigna- eða ­leigu­mark­að­inn það sem af er ári. Hins vegar verði að hafa í huga að mögu­legt sé að íbúðir hald­ist á skrá hjá Air­bnb þrátt fyrir að vera á sama tíma auglýstar til­ langt­íma­leigu eða sölu.

Þriggja pró­senta raun­hækkun í veltu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á milli ára

Tólf mán­aða hækk­un­ar­þró­unin í vísi­tölu íbúða­verðs á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur á und­an­förnum árum sveifl­ast á milli tæp­lega 4 pró­sent og upp í nær 6 pró­sent, í kjöl­far tals­vert snarpra hækk­ana á árunum 2016 til 2017. 

Vísitala íbúða­verðs á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækk­að­i um 0,3 pró­sent á milli apríl og maí, sem er nán­ast sami hækk­un­ar­taktur og í mán­uð­inum á und­an. Árs­hækk­un vísitöl­unnar mælist nú um 3,9 pró­esnt sam­an­borið við 4,7 pró­sent árs­hækkun í apríl og 5,2 pró­sent í maí í fyrra.

Auglýsing

Ef horft er til mán­að­ar­legrar veltu fast­eigna- ­mark­að­ar­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu mælist ríf­lega 6 pró­sent veltu­aukn­ing í krónum talið fyrstu fimm mán­uð­i þessa árs frá sama tíma­bili árið áð­ur, sem er tæp­lega 3 pró­sent raunaukn­ing að teknu til­liti til verð­bólgu og heild­ar­fjöldi kaup­samn­inga verið nán­ast sá sami. 

6 pró­sent aukn­ing í fjölda seldra íbúða í sér­býli 

Mynd: ÍbúðalánasjóðurFyrstu fimm mán­uði árs­ins mæld­ist um 0,1 pró­sent fjölda­aukn­ing kaup­samn­inga á milli ára. Þar af hefur verið 6 pró­sent aukn­ing í fjölda seldra íbúða í sér­býli en 1,2 pró­sent sam­dráttur í sölu íbúða í fjöl­býli. Veltu­aukn­ing ­yfir umrætt tíma­bil mælist 13,4 pró­sent miðað við fast verð­lag á íbúðum í sér­býli en á sama tíma 0,6 pró­sent­sam­dráttur í veltu íbúða í fjöl­býli. 

Á sama tíma og aukn­ing hefur orðið í fjölda ­seldra íbúða í sér­býli á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hef­ur ­með­al­sölut­ími þeirra íbúða verið heldur að lengj­ast. ­Með­al­sölut­ími þeirrar teg­undar íbúða sem seld­ust frá j­an­úar til maí voru 109 dagar sam­an­borið við 96 daga ­yfir sama tíma­bil í fyrra. ­Sam­kvæmt skýrsl­unni benda þessar tölur til þess að fram­boð ­sér­býlisíbúða sem eru auglýstar til sölu hafi því aukist enn meira en hin aukna eft­ir­spurn. 

Með­al­sölut­ími íbúða í fjöl­býli hefur aftur á móti lengst minna á milli­ ára. Það sem af er ári hefur að með­al­tali tekið 94 daga að ­selja fjöl­býlisíbúð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sam­an­borið við 89 daga á fyrstu fimm mán­uðum árs­ins 2018. ­Með­al­sölut­ími íbúða alls á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u ­mæld­ist 101 dagur í maí sam­an­borið við 87 daga í ­sama mán­uði í fyrra. 

8 pró­sent íbúða seld­ust á hærra verði en ásett­u  

Um 80 pró­sent allra íbúða­við­skipta á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í ma­ímán­uði áttu sér stað undir ásettu verði og um 8 pró­sent seld­ust á hærra verði en ásettu ef miðað er við verð í nýj­ustu fast­eigna­auglýs­ingu áður en kaup­samn­ing­ur var und­ir­rit­að­ur. Til sam­an­burðar var hlut­fall íbúða ­sem seld­ust undir ásettu verði um 71 pró­sent í maí í fyrra og 11 pró­sent yfir. 

Drónaárás skekur markaði um allan heim
Þegar olíuverð hækkar um 10 til 20 prósent yfir nótt þá myndast óhjákvæmilega skjálfti á mörkuðum. Hann náði til Íslands, og stóra spurningin er - hvað gerist næst, og hversu lengi verður framleiðsla Aramco í lamasessi?
Kjarninn 16. september 2019
Landsréttarmálið flutt í yfirdeild MDE 5. febrúar 2020
Ákveðið hefur verið hvaða dómarar muni sitja í yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu þegar Landsréttarmálið svokallaða verður tekið þar fyrir snemma á næsta ári. Á meðal þeirra er Róbert Spanó, sem sat einnig í dómnum sem felldi áfellisdóm í mars.
Kjarninn 16. september 2019
Hallgrímur Hróðmarsson
Enn er von – Traust almennings til Alþingis mun aukast
Kjarninn 16. september 2019
Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands.
Óásættanlegt að þjóðkirkjuprestur hafi brotið á konum
Biskup Íslands og tveir vígslubiskupar hafa sent frá sé yfirlýsingu þar sem þau harma brot fyrrverandi sóknarprests gagnvart konum. Prestinum var meðal annars gefið að hafa sleikt eyrnasnepla konu sem vann með honum.
Kjarninn 16. september 2019
OECD vill að ríkið selja banka, létti á regluverki og setji á veggjöld
Lífskjör eru mikil á Íslandi og flestar breytur í efnahagslífi okkar eru jákvæðar. Hér ríkir jöfnuður og hagvöxtur sem sýni að það geti haldist í hendur. Ýmsar hættur eru þó til staðar og margt má laga. Þetta er mat OECD á íslensku efnahagslífi.
Kjarninn 16. september 2019
Kemur ekki til greina að gera starfslokasamning við Harald að svo stöddu
Ekki kemur til greina hjá dómsmálaráðherra að gera starfslokasamning við Harald Johannessen, ríkislögreglustjóra, að svo stöddu.
Kjarninn 16. september 2019
Hitler, Hekla og hindúismi: Nýaldarnasistinn Savitri Devi
Tungutak fasista er farið að sjást aftur. Savitri Devi er ein einkennilegasta persónan sem komið hefur fram í uppsprettu öfgahópa. Flosi Þorgeirsson, sagnfræðingur, hefur kynnt sér sögu hennar.
Kjarninn 16. september 2019
Níu manns sækja um stöðu í Seðlabanka Íslands
Níu manns hafa sótt um stöðu framkvæmdastjóra fjármálastöðugleikasviðs í Seðlabanka Íslands. Á meðal umsækjenda eru Ásdís Kristjánsdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir og Bryndís Ásbjarnardóttir.
Kjarninn 16. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent