Airbnb-íbúðir virðast ekki rata í auknum mæli á fasteignamarkað

Þrátt fyrir 29 prósent samdrátt í gistingu erlendra ferðamanna í gegnum Airbnb þá eru ekki sérstakar vísbendingar um að Airbnb-íbúðir séu að rata í auknum mæli inn á fasteigna- eða langtímaleigumarkaðinn.

7DM_3123_raw_170615.jpg  húsnæði fólk hús fasteign hús reykjavík
Auglýsing

Fækkun hefur orðið í gist­ingu erlendra ferða­manna í gegnum vef­síður á borð við A­ir­bnb en sam­kvæmt nýjum tölum Hag­stofu Íslands hefur slík­um g­istin­ótt­u­m ­fækkað um 29 pró­sent milli ára. Engar sterkar vís­bend­ing­ar eru hins vegar um að miklar flutn­ingar hafi átt sér stað á íbúðum úr skamm­tíma­leigu yfir á fast­eigna- eða lang­tíma­leigu­mark­að­inn það sem af er ári, sam­kvæmt nýrri mán­að­ar­skýrslu Íbúða­lána­sjóðs. 

Ekki mikil hreyf­ing á Air­bnb

Mynd: ÍbúðalánasjóðurÍ nýrri skýrslu Íbúða­lána­sjóðs er skoðað hvort að fram­boð af litlum og með­al­stórum íbúð­um, en það eru algengn­ustu íbúð­irnar á Air­bnb, hafi minnkað og hvort að vís­bend­ingar séu um að íbúð­irnar séu farnar að leita inn á lang­tíma­leigu­mark­að­inn eða fast­eigna­mark­að­inn. 

Sam­kvæmt skýrsl­unni hefur fjöldi eins til þriggja her­bergja Air­bn­b-­í­búða auk­ist tölu­vert á síð­ustu fjórum árum, þótt að hægt hafi á aukn­ingu frá árinu 2017. Á fyrstu fimm mán­uðum árs­ins var fjöld­i eins til þriggja her­bergja íbúða á skrá hjá Air­bnb, nær óbreyttur frá sama tíma­bili í fyrra. 

Ekki má því greina fækkun slíkra íbúða hjá Air­bnb að und­an­förnu þrátt fyrir nokkra aukn­ingu í fast­eigna­auglýs­ingum fyrir íbúðir af þess­ari gerð á sama tíma, sam­kvæmt skýrsl­unni. Þá var var ekki unnt að ­greina aukn­ingu á langt­íma­leigu eins til þriggja her­bergja íbúða í skýrsl­unni, en fjöldi þinglýstra ­leigu­samn­inga slíkra íbúða hefur hald­ist til­tölu­lega ­stöð­ugur frá ár­inu 2017. 

Því segir í skýrsl­unni að ekki séu sterkar vís­bend­ing­ar um að miklir flutn­ingar hafi átt sér stað á umrædd­um íbúðum úr skammtíma­leigu yfir á fast­eigna- eða ­leigu­mark­að­inn það sem af er ári. Hins vegar verði að hafa í huga að mögu­legt sé að íbúðir hald­ist á skrá hjá Air­bnb þrátt fyrir að vera á sama tíma auglýstar til­ langt­íma­leigu eða sölu.

Þriggja pró­senta raun­hækkun í veltu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á milli ára

Tólf mán­aða hækk­un­ar­þró­unin í vísi­tölu íbúða­verðs á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur á und­an­förnum árum sveifl­ast á milli tæp­lega 4 pró­sent og upp í nær 6 pró­sent, í kjöl­far tals­vert snarpra hækk­ana á árunum 2016 til 2017. 

Vísitala íbúða­verðs á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækk­að­i um 0,3 pró­sent á milli apríl og maí, sem er nán­ast sami hækk­un­ar­taktur og í mán­uð­inum á und­an. Árs­hækk­un vísitöl­unnar mælist nú um 3,9 pró­esnt sam­an­borið við 4,7 pró­sent árs­hækkun í apríl og 5,2 pró­sent í maí í fyrra.

Auglýsing

Ef horft er til mán­að­ar­legrar veltu fast­eigna- ­mark­að­ar­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu mælist ríf­lega 6 pró­sent veltu­aukn­ing í krónum talið fyrstu fimm mán­uð­i þessa árs frá sama tíma­bili árið áð­ur, sem er tæp­lega 3 pró­sent raunaukn­ing að teknu til­liti til verð­bólgu og heild­ar­fjöldi kaup­samn­inga verið nán­ast sá sami. 

6 pró­sent aukn­ing í fjölda seldra íbúða í sér­býli 

Mynd: ÍbúðalánasjóðurFyrstu fimm mán­uði árs­ins mæld­ist um 0,1 pró­sent fjölda­aukn­ing kaup­samn­inga á milli ára. Þar af hefur verið 6 pró­sent aukn­ing í fjölda seldra íbúða í sér­býli en 1,2 pró­sent sam­dráttur í sölu íbúða í fjöl­býli. Veltu­aukn­ing ­yfir umrætt tíma­bil mælist 13,4 pró­sent miðað við fast verð­lag á íbúðum í sér­býli en á sama tíma 0,6 pró­sent­sam­dráttur í veltu íbúða í fjöl­býli. 

Á sama tíma og aukn­ing hefur orðið í fjölda ­seldra íbúða í sér­býli á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hef­ur ­með­al­sölut­ími þeirra íbúða verið heldur að lengj­ast. ­Með­al­sölut­ími þeirrar teg­undar íbúða sem seld­ust frá j­an­úar til maí voru 109 dagar sam­an­borið við 96 daga ­yfir sama tíma­bil í fyrra. ­Sam­kvæmt skýrsl­unni benda þessar tölur til þess að fram­boð ­sér­býlisíbúða sem eru auglýstar til sölu hafi því aukist enn meira en hin aukna eft­ir­spurn. 

Með­al­sölut­ími íbúða í fjöl­býli hefur aftur á móti lengst minna á milli­ ára. Það sem af er ári hefur að með­al­tali tekið 94 daga að ­selja fjöl­býlisíbúð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sam­an­borið við 89 daga á fyrstu fimm mán­uðum árs­ins 2018. ­Með­al­sölut­ími íbúða alls á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u ­mæld­ist 101 dagur í maí sam­an­borið við 87 daga í ­sama mán­uði í fyrra. 

8 pró­sent íbúða seld­ust á hærra verði en ásett­u  

Um 80 pró­sent allra íbúða­við­skipta á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í ma­ímán­uði áttu sér stað undir ásettu verði og um 8 pró­sent seld­ust á hærra verði en ásettu ef miðað er við verð í nýj­ustu fast­eigna­auglýs­ingu áður en kaup­samn­ing­ur var und­ir­rit­að­ur. Til sam­an­burðar var hlut­fall íbúða ­sem seld­ust undir ásettu verði um 71 pró­sent í maí í fyrra og 11 pró­sent yfir. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ófyrirséður viðbótarkostnaður vegna nýs Herjólfs 790 milljónir
Íslenska ríkið greiðir 532 milljónir króna í viðbótarkostnað vegna lokauppgjörs við pólska skipasmíðastöð og 258 milljónir króna til rekstraraðila Herjólfs til að mæta ófyrirséðum kostnaðarauka vegna seinkunar á afhendingu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kvikan
Kvikan
Íslenskar valdablokkir, brottvísun þungaðrar konu og Play ... komið til að vera?
Kjarninn 12. nóvember 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Markmiðið að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Forsætisráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um vernd uppljóstrara. Markmið laganna er að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og aðra ámælisverða háttsemi og þannig dregið úr slíku hátterni.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Svo virðist sem viðleitni stærstu lífeyrissjóða landsins til að hægja á umferð lántöku vegna húsnæðiskaupa hjá sér sé að virka.
Lífeyrissjóðir hafa lánað 15 prósent minna til húsnæðiskaupa en í fyrra
Stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa verið að þrengja lánaskilyrði sín til að reyna að draga úr ásókn í sjóðsfélagslán til húsnæðiskaupa. Það virðist vera að virka. Mun minna hefur fengist lánað hjá lífeyrissjóðum það sem af er ári en á sama tíma í fyrra.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Ketill Sigurjónsson
Sífellt ódýrari vindorka í Hörpu
Kjarninn 11. nóvember 2019
Samherji sendir yfirlýsingu vegna yfirvofandi umfjöllunar RÚV
Útgerðarfyrirtækið Samherji hefur sent frá sér yfirlýsingu, vegna yfirvofandi umfjöllunar RÚV.
Kjarninn 11. nóvember 2019
Magnús Halldórsson
Brjálæðið og enn of stór til að falla
Kjarninn 11. nóvember 2019
28 milljónir í launakostnað ólöglegu Landsréttardómaranna
Laun þriggja þeirra fjögurra dómara við Landsrétt, sem mega ekki dæma eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu sagði skipan þeirra ólögmæta, kalla á 28 milljón króna viðbótarútgjöld ríkissjóðs.
Kjarninn 11. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent