Airbnb-íbúðir virðast ekki rata í auknum mæli á fasteignamarkað

Þrátt fyrir 29 prósent samdrátt í gistingu erlendra ferðamanna í gegnum Airbnb þá eru ekki sérstakar vísbendingar um að Airbnb-íbúðir séu að rata í auknum mæli inn á fasteigna- eða langtímaleigumarkaðinn.

7DM_3123_raw_170615.jpg  húsnæði fólk hús fasteign hús reykjavík
Auglýsing

Fækkun hefur orðið í gist­ingu erlendra ferða­manna í gegnum vef­síður á borð við A­ir­bnb en sam­kvæmt nýjum tölum Hag­stofu Íslands hefur slík­um g­istin­ótt­u­m ­fækkað um 29 pró­sent milli ára. Engar sterkar vís­bend­ing­ar eru hins vegar um að miklar flutn­ingar hafi átt sér stað á íbúðum úr skamm­tíma­leigu yfir á fast­eigna- eða lang­tíma­leigu­mark­að­inn það sem af er ári, sam­kvæmt nýrri mán­að­ar­skýrslu Íbúða­lána­sjóðs. 

Ekki mikil hreyf­ing á Air­bnb

Mynd: ÍbúðalánasjóðurÍ nýrri skýrslu Íbúða­lána­sjóðs er skoðað hvort að fram­boð af litlum og með­al­stórum íbúð­um, en það eru algengn­ustu íbúð­irnar á Air­bnb, hafi minnkað og hvort að vís­bend­ingar séu um að íbúð­irnar séu farnar að leita inn á lang­tíma­leigu­mark­að­inn eða fast­eigna­mark­að­inn. 

Sam­kvæmt skýrsl­unni hefur fjöldi eins til þriggja her­bergja Air­bn­b-­í­búða auk­ist tölu­vert á síð­ustu fjórum árum, þótt að hægt hafi á aukn­ingu frá árinu 2017. Á fyrstu fimm mán­uðum árs­ins var fjöld­i eins til þriggja her­bergja íbúða á skrá hjá Air­bnb, nær óbreyttur frá sama tíma­bili í fyrra. 

Ekki má því greina fækkun slíkra íbúða hjá Air­bnb að und­an­förnu þrátt fyrir nokkra aukn­ingu í fast­eigna­auglýs­ingum fyrir íbúðir af þess­ari gerð á sama tíma, sam­kvæmt skýrsl­unni. Þá var var ekki unnt að ­greina aukn­ingu á langt­íma­leigu eins til þriggja her­bergja íbúða í skýrsl­unni, en fjöldi þinglýstra ­leigu­samn­inga slíkra íbúða hefur hald­ist til­tölu­lega ­stöð­ugur frá ár­inu 2017. 

Því segir í skýrsl­unni að ekki séu sterkar vís­bend­ing­ar um að miklir flutn­ingar hafi átt sér stað á umrædd­um íbúðum úr skammtíma­leigu yfir á fast­eigna- eða ­leigu­mark­að­inn það sem af er ári. Hins vegar verði að hafa í huga að mögu­legt sé að íbúðir hald­ist á skrá hjá Air­bnb þrátt fyrir að vera á sama tíma auglýstar til­ langt­íma­leigu eða sölu.

Þriggja pró­senta raun­hækkun í veltu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á milli ára

Tólf mán­aða hækk­un­ar­þró­unin í vísi­tölu íbúða­verðs á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur á und­an­förnum árum sveifl­ast á milli tæp­lega 4 pró­sent og upp í nær 6 pró­sent, í kjöl­far tals­vert snarpra hækk­ana á árunum 2016 til 2017. 

Vísitala íbúða­verðs á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækk­að­i um 0,3 pró­sent á milli apríl og maí, sem er nán­ast sami hækk­un­ar­taktur og í mán­uð­inum á und­an. Árs­hækk­un vísitöl­unnar mælist nú um 3,9 pró­esnt sam­an­borið við 4,7 pró­sent árs­hækkun í apríl og 5,2 pró­sent í maí í fyrra.

Auglýsing

Ef horft er til mán­að­ar­legrar veltu fast­eigna- ­mark­að­ar­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu mælist ríf­lega 6 pró­sent veltu­aukn­ing í krónum talið fyrstu fimm mán­uð­i þessa árs frá sama tíma­bili árið áð­ur, sem er tæp­lega 3 pró­sent raunaukn­ing að teknu til­liti til verð­bólgu og heild­ar­fjöldi kaup­samn­inga verið nán­ast sá sami. 

6 pró­sent aukn­ing í fjölda seldra íbúða í sér­býli 

Mynd: ÍbúðalánasjóðurFyrstu fimm mán­uði árs­ins mæld­ist um 0,1 pró­sent fjölda­aukn­ing kaup­samn­inga á milli ára. Þar af hefur verið 6 pró­sent aukn­ing í fjölda seldra íbúða í sér­býli en 1,2 pró­sent sam­dráttur í sölu íbúða í fjöl­býli. Veltu­aukn­ing ­yfir umrætt tíma­bil mælist 13,4 pró­sent miðað við fast verð­lag á íbúðum í sér­býli en á sama tíma 0,6 pró­sent­sam­dráttur í veltu íbúða í fjöl­býli. 

Á sama tíma og aukn­ing hefur orðið í fjölda ­seldra íbúða í sér­býli á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hef­ur ­með­al­sölut­ími þeirra íbúða verið heldur að lengj­ast. ­Með­al­sölut­ími þeirrar teg­undar íbúða sem seld­ust frá j­an­úar til maí voru 109 dagar sam­an­borið við 96 daga ­yfir sama tíma­bil í fyrra. ­Sam­kvæmt skýrsl­unni benda þessar tölur til þess að fram­boð ­sér­býlisíbúða sem eru auglýstar til sölu hafi því aukist enn meira en hin aukna eft­ir­spurn. 

Með­al­sölut­ími íbúða í fjöl­býli hefur aftur á móti lengst minna á milli­ ára. Það sem af er ári hefur að með­al­tali tekið 94 daga að ­selja fjöl­býlisíbúð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sam­an­borið við 89 daga á fyrstu fimm mán­uðum árs­ins 2018. ­Með­al­sölut­ími íbúða alls á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u ­mæld­ist 101 dagur í maí sam­an­borið við 87 daga í ­sama mán­uði í fyrra. 

8 pró­sent íbúða seld­ust á hærra verði en ásett­u  

Um 80 pró­sent allra íbúða­við­skipta á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í ma­ímán­uði áttu sér stað undir ásettu verði og um 8 pró­sent seld­ust á hærra verði en ásettu ef miðað er við verð í nýj­ustu fast­eigna­auglýs­ingu áður en kaup­samn­ing­ur var und­ir­rit­að­ur. Til sam­an­burðar var hlut­fall íbúða ­sem seld­ust undir ásettu verði um 71 pró­sent í maí í fyrra og 11 pró­sent yfir. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Védís Hervör Árnadóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Ásdís Kristjánsdóttir ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Þrjár konur hafa tekið við nýjum stöðum innan Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent